Tíminn Sunnudagsblað - 31.10.1971, Síða 6
stóð á að Maren gat skroppið heim
til Guðrúnar. Einnig mun Guðrún
hafa látið Marenu njóta tilsagnar,
er hún kom í heimsókn til móður
sinnar.
Þorsteinn Erlingsson bar hlýjan
hug til tengdamóður sinnar og mat
hana mikils, en fremur er þó eftir-
farandi nýárskveðja til Svanhildar
ástaróður til Guðrúnar en venju-
leg nýársósk:
„Þökk fyrir bezta barnið þitt,
burðurinn sá var fagur.
Hún er nú eina yndið mitt
og, eilífur nýársdagur“.
Guðrún hélt mjög til haga hin-
um ástúðlega heimilis- og fjöl-
skyldukveðskap Þorsteins. Fannst
mér paikið til um, er ég, norður
í landi hjá Marenu, las þessi ljóð
og stökur í Þyrnum, og Maren
sagði mér frá systkinunum í Þing-
holtsstræti 33. Fannst mér sem
engin íslenzk börn ættu yndislegri
foreldra né hétu fallegri nöfnum
en þessi systkini: Brynjólfur, son-
ur Guðrúnar, en kjörsonur Þor-
steins, og alsystkinin: Svanhildur
og Erlingur. Börnum þessum voru
valin ýmis gælunöfn. Ein af mörg-
um vísum Þorsteins varðandi fjöl-
skyldu hans er þessi, ort til Guð-
rúnar:
„Alltaf finnst mér ferðin kát
og fært í öllum stöðum,
meðan við höldum heilmn bát
og hópnum okkar glöðum“.
Þorsteinn var elskulegur heimil-
isfaðir ‘og barnavinur, sem fram
kemur meðal annars í stökum, er
Guðmundur Guðmundsson, skóla-
skáld, orti til hans, fer hér á eftir
ein þeirra:
„Og kærleikans kvöldljóð
þú kvaðst yfir sæng,
er breiddirðu yfir blundandi
börnin þinn væng“.
Guðrún var með Þorsteini á
Bíldudal, þar sem hann var rit-
stjóri Arnfirðings og fluttist með
honum til Reykjavíkur, þar sem
þau bjuggu fyrst í leiguíbúðum, en
síðan í eigin húsi, er þau byggðu
af meiri stórhug en fjárafla. Það
var Þingholtsstræti 33. Þær minn-
ingar, er ég á sjálf um þennan
átað, munu fléttast minningum
M^renar og skerpa þá mynd, er ég
geyrni um þetta fágæta heimili,
79 3
réttnefnt hús -ikáldsins, sem ég
kynntist ekki af eigin raun fyrr en
eftir lát skáldsins.
Maren dró upp fyrir mér
ógleymanlega mynd af Þorsteini,
er hann sat í ruggustól við skrif-
borð sitt, sneri að því hlið en baki
í glugga, ruggaði sér hægt og raul-
aði fyrir munni sér meðan hann
orti og ritaði ljóð sín á blað, er
hann hafði ofan á bók á kné sér.
Skrifstofa Þorsteins var með
tveimur háum gluggum, er vissu
að götunni í átt til tjarnarinnar. í
stofuhorninu við innri gluggann
stóð skrifborð Þorsteins. Hvít,
sterkjuð tjöld voru fyrir gluggum,
dregin til hliðanna með silkisnúr-
um eða böndum. Gluggakisturnar
voru þéttsettar pottablómum.
Stofublóm voru þá mjög í tízku.
Auk blómgvaðra jurta voru fagur-
grænar blaðjurtir í hengipottum
og í stórum pottum á háum súl-
um.
En ekki hefði þurft neina tízku
til þess, að Guðrún ræktaði blóm
bæði innan húss og í garðinum sín-
um. Hún var mikill blómavinur og
þrátt fyrir mikið annríki við
kennslu og margþætt heimilisstörf
á gestkvæmu barnaheimili gaf hún
sér ætíð tíma til að hlúa að blóm-
unum sínum, enda döfnuðu þau
með afbrigðum vel. Guðrún virtist
ætíð vita, hvað blómunum leið og
hvers þau þyrftu með, hlífði þeim
viðkvæmari við sterkri sól, vökv-
aði þau með gætni og fór í því
sem öðru eftir þörfum sérhvers
blóms. Oft bar hún þau út í mild-
an regnskúr.
Til er frásögn um eitt blóma
hennar, er óx mjög ört, en var
ekki að sama skapi sterklegt.
Nefndi Þorsteinn blómið illgresi,
og er svo bar til að Guðrún skildi
það eftir inni, er hún bar hin blóm-
in út í gróðrarregn, Varpaði Þoi'-
steinn fram þessari stöku:
„Þið hafið illa inni gleymt
illgresinu mínu.
Það hefur líka á daginn dreymt
dögg í horni sínu“.
í garðinum við Þingholtsstræti
33 var hver blettur ræktaður, þar
voru tré, berjarunnar, blóm og
grænmeti. Steyptur veggur var fyr
ir framan húsið að götu, en á lóða-
mörkum að húsabaki var hlaðinn
grjótgarður.
Á vorin hljómaði þrastasöngur
frá laufgreinum trjánna, en þegar
harðnaöi í veðri hópuðust fuglar
að húsinu, því að fengs var von,
húsráðendur voru miklir fuglavin-
ir, svo sem alkunnugt er. Margir
hinna litlu garðgesta áttu þeim líf
að launa, er harðindi sóttu fast að.
„Litlu vinir, verjist þið,
við eigum ekki að deyja,
aftur lifna lauf á við,
langaði mig að segja.
Þessi hörðu harmaspor
hyggurðu drauma tóma,
þegar þú litli vin í vor
vappar á milli blóma“,
orti Þorsteinn, en Guðrún gerði
framtíðarráðstafanir til
. . . að friða vininn svanga,
sem komu dauðans kvíðir þar
um kalda nótt og langa,
með stofnun sólskríkjusjóðsins.
Furðulegt, hvernig þeim hjónum
tókst að sameina þetta tvennt,
fuglamergð í garðinum sínum og
heimilisköttinn, sem að sjálfsögðu
varð að fá að fara út til að viðra
sig og sleikja sólskinið. Guðrún
hélt þvi fram að Þorsteinn hefði
upprætt drápfýsn kattarins með
fortölum og liefði kötturinn sýnt
mikla sjálfsafneitun með því að
láta fuglana í friði.
Þorsteinn Erlingsson var xnikill
dýravinur almennt, en hafði alveg
sérstakar mætur á köttum, fannst
þeir gæddir tign, skapstyrk og
heillyndi. Marga hljóða rökkur-
stund raggaði hann sér með kött
í fangi. Trúlegt er að á slíkri
stundu hafi þessi vísa orðið til:
„Margra hunda- og mannadyggð
má sér aftur veita,
en þegar ég tapa þinni tryggð
þýðir ei neitt að leita“.
Maren átti margar lærdóms- og
ánægjustundir á hinu unaðslega og
eftirminnilega heimili Guðrúnar og
Þorsteins. Hún saumaði eftir til-
sögn Guðrúnar veggmynd í ljós-
blátt atlassilki, tvo hvíta svani á
seftjörn. Silkið var strengt á stóra
ísaumsgrind, meðan myndin var
saumuð. Meðal annars, sem Maren
saumaði í tímum hjá Guðrúnu, var
blaðasliðra, burstahengi og mynda-
rammar úr klæði. Allt var þetta
saumað með listsaum og sett upp
á bókbandsvinnustofu, fínleg lauf
T I M I N i\ - Sl NNUÞAGSslil.Af)