Tíminn Sunnudagsblað - 31.10.1971, Side 9

Tíminn Sunnudagsblað - 31.10.1971, Side 9
liann hefur ekki glatað þeirri byltingarhugsjón sem hann að- hylltist ungur. Hafi einhverjir lesendur vænzt endurskoðun- arrits, eins konar Skáldatíma Kristins E. Andréssonar, verða þeir fyrir vonbrigðum. Hann minnir á að eftir uppljóstranir Krústsjovs um misferli Stalíns 1956 liafi á Vesturlöndum ver- ið þyrlað upp miklum haturs- áróðri gegn kommúnismanum: „Hina fávíslegustu einföldun á stjórnartímabili Stalíns át hver eftir öðrum, og reynt var að setja á það allt í heild glæpa- stimpil áranna 1937—1938. Víst flekkuðu þau skjöld sósíal- ismans og engir fremur en sósí- alistar tóku sér þá atburði nærri. En hinir þrjátíu ára valdatímar Stalíns eru engin samfelld heild. Þeir eru merkt- ir fórnum og blóði, eins og öll byltingarskeið, en miklu frem- ur eldmóði, dæmalausu hug- rekki, þoli og hetjusigrum. Ég er ekki með þessu að afsaka neina þá glæpi sem bitnuðu á saklausum, jafnvel úrvalsliði kommúnista, þann faraldur er geisaði á árunum 1937 —1938 og skaut aftur upp kollinum undir ævilok Stalíns, en þar fyrir þurfa menn ekki að Játa það svipta sig bæði dómgreind, minni og sögulegum skilningi á valdaskeið Stalíns í heild, né gildi byltingarinnar og Sovét- ríkjanna í lífsþágu allra undir- okaðra á jörðu“. Þannig lítur Kristinn E. Andr- ésson nú á málavexti: hann er lítt fús að gera þann óvina- fagnað að slá af fyrri boðun sinni. Slíkt getur hver metið að vild, en ályktun Kristins má telja mun virðingarverðari en sumra annarra í líkum sporum. En hvað sem líður fræðilegu gildi frásagna og hugleiðinga Kristins í Enginn er eyland, er bókin merk heimild um höfund sinn og viðbrögð hans við tím- ans kalli, á fjórða tug aldarinn- ar og enn í dag. Það er svo hlut- verk annarra manna að fylla þá mynd sem höfundur bókarinn- ar hefur brugðið upp og sýna tíma rauðra penná ' frá öðrum hliðum. Ein og áður var vitnað til seg ir bók þessi, Enginn er eyland, bæði frá innlendum og erlend- um vettvailgi rauðra penna. Höfundur greinir frá Sovét- vinafélagi íslands þar sem hann gerðist formaður nýkominn frá námsdvöl í Þýzkalandi, og kveðst fyrst við störf sín í því félagi hafa orðið kommúnisti. Þá segir frá Félagi byltingar- sinnaðra rithöfunda og ársriti þess, Rauðum pennum. Kristinn hafði um þessar mundir mörg járn í eldinum, var formaður útgáfunnar Heimskringlu, og síðan gerðist hann oddviti Máls og menningar og stýrði tímariti þess félags sem tók við af Rauð- um pennum. Af allri þessari starfsemi er mikil saga, þótt hér sé aðeins stuttlega greint frá upphafi hennar. Eiga þar hlut að máli margir ritsnjallir menn, og segir mest í bókinni frá Halldóri Laxness sem vænta má. Kennir að vonum gremju í garð Halldórs vegna sinna- skipta hans í seinni tíð og van- mats í Skáldatíma á stuðningi rauðra penna á þeim árum er hann brauzt til frama. Verður ekki sagt að Kristinn kveði fástar að orði en efni standa til. Meginhluti bókarinnar er hugleiðingar og frásagnir höf- undar um erlend skáld og rit- verk þeirra, hina róttæku sálu- félaga rauðra penna á alþjóða- vettvangi. Kristinn skýrir frá ferli þeirra og fjallar um ein- stök verk frá sínu sjónarmiði. Hér koma við sögu meðal ann- arra Ilja Erenburg, Martin And- ersen-Nexö, Nordahl Grieg og Ernest Hemingway. Saga hans Hverjum klukkan glymur, er í rauninni „safngler eða kristall tímans“ að mati höfundar, og í einkunnarorð hennar er nafn ritsins sótt: „Enginn maður er eyland, einlilítur sjálfum sér: sérhver maður er brot megin- landsins, hluti veraldar1. (Þýð- ing Stefáns Bjarmans). — Þessi orð spegla hina félagslegu af- stöðu sem var hreyfiafl rauðra penna og sífelld viðmiðun. Hér er þess enginn kostur að gera efni bókarinnar Enginn er KRISTINN E. ANDRÉSSON eyland nokkur skil: aðeins má hvetja menn til að lesa hana sjálfa. En mörgum mun að lík- indum hugstæðast það sem hér segir frá persónulegum kynn- um höfundar af erlendum bók- menntamönnum. Þar má nefna frásögn hans um brezka skáld- ið W.H. Auden sem kom til ís- lands ásamt félaga sínum Mac- Neice árið 1936. í þeirri för varð til hin fræga bók Letters from Iceland (íslandsbréf), svo og kvæði Audens, Ferð til ís- lands, sem Magnús Ásgeirsson þýddi af mikilli snilld. Mynd Kristins af þessu mikla skáldi og gáfumanni er glögg og minnileg — þótt fáum dráttum sé dregin. Rauðir pennar á íslandi voru bornir uppi af alþjóðlegri hreyfingu sósíalismans og hlutu örvun, styrk og víðari sjón- hring vegna tengsla sinna við erlenda rithöfunda og mennta- menn. En fyrir tilverknað Krist- ins E. Andréssonar og sam- herja hans varð sósíalisminn um skeið voldugt afl í íslenzk- um bókmenntum. Þótt hann hafi sett þeim strangari skorð- ur en sikyldi, efldi hann þær einnig til áhrifa innan sinna Framhald á 814. síSu. T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ 801

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.