Tíminn Sunnudagsblað - 31.10.1971, Side 13

Tíminn Sunnudagsblað - 31.10.1971, Side 13
engu síður en faðir hans var, og það har jafnan margt á góma, þeg- ar við hittumst. — Um hvað rædduð þið helzt? — Það var nú sitt af hverju. En oftast var það sjálf lífsgátan, hvorki meira né minna. Eins og allir vita, þá er þetta heldur en ekki víðáttumikið svið, og gátu því umræður dregizt nokkuð á langinn. Það var hægt að koma til Sigmundar að morgni og sitja þar allt til kvölds, án þess að umræðu- efni þryti. En niðurstöðurnar skul- um við láta liggja á milli hluta. Þær voru ekki heldur neitt aðal- atriði, að hyggju Sigmundar. Það gat komið fyrir, að ég hitti hann á förnum vegi og segði sem svo: „Jæja, Sigmundur, nú hljótum við að hafa komizt að einhverri við- hlítandi niðurstöðu um lífsgátuna í gær“. „Ekki er það nú víst“, svaraði hann, „enda er það ekki neitt meginatriði. En ef til vill höf- um við æfzt í að hugsa og það er fyrir mestu“. Sýnir þetta svar, ásamt mörgu öðru, hve vitur mað- ur Sigmundur er og hvert hugur hans stefnir. Þess má og geta, að hann er skáld gott og hefur gefið út eina ljóðabók, sem Brimhljóð heitir. — Svo Jakobína á þá ekki langt að sækja skáldgáfuna? — Nei, það er alveg áreiðanlegt. Eins og ráða má af því, sem við höfum hér sagt, þá er Sigmundur móðurbróðir hennar. En mér er mjög til efs, að föðurættin sé síðri til gáfnanna. Faðir Jakobínu, Sig- urður Sigurðsson, var bráðgreind- ur maður, hæglátur og gerhugull. — En eigum við ekki að halda dálítið áfram með sjálfan þig? — Ja, þú um það. Jú, til þess eru víst refarnir skornir, skilst mér. Tvítugur að aldri fór ég í hér- aðsskólann á Núpi í Dýrafirði, lítt undir búinn að öðru leyti en því, að ég kunni töluvert af kvæðum. Ég hafði aldrei gengið í neinn barnaskóla, en veturinn fyrir fermingu var ég nokkrar vikur við nám hjá Sölva Betúelssyni í Höfn, sem er næsti bær við Horn. Var Sölvi ágætlega greindur maður og fróður, en ólærður. Þessu nám- skeiði mínu lauk fyrir páska, en prófaður var ég ekki fyrr en löngu seinna. Með þær einkunnir fór ég svo í Núpsskóla mörgum árum seinna. slóSum, Hræddur er ég um, að nú á dögum þætti ungum námsmönn- um þetta ónógur og slitróttur und- irbúningur. — Já, sennilegt er það. Hver var skólastjóri á Núpi, þegar þú varst þar? — Það var Björn Guðmundsson, sem lengi var þar skólastjóri. Hann var mikill afbragðsmaður, vitur og hjartahlýr. Bráðlyndur gat hann verið, þegar því var að skipta, en fljótur var hann að fyrirgefa, og það jafnvel þótt áminning væri ný- afstaðin. — Kynntist þú ekki Sigtryggi Guðlaugssyni? — Hann var löngu hættur skólastjórn, en bjó þó á staðnum, orðinn gamall maður. Fundum okkar bar fyrst saman vegna þess, að ég hafði orðið mér til skamm- ar í sikólanum. — Svo? Það hefur þó varla ver- i@ í hans verkahring að refsa fyrir afbrot, þar sem hann var löngu hættur skólastjórn? — Nei. Og þetta var nú ekki alveg svona, eins og þú heldur. Það var eitt kvöld, að við vorum öll í einni stofu með skólastjóra, áttum þar saman helgistund og sungum Passíusálma. Kona lék und- ir á hljóðfæri, skólastjóri stjórn- aði, en við, nemendurnir, sungum af bók. Allt í einu tókum við, ég og piltur sem hjá mér stóð, eftir því, að mjög líðileg prentvilla var í sálminum, sem verið var að syngja. Reyndum við eins og við gátum að pressa hláturinn niðri í okkur, en allt kom fyrir ekki. Við sprungum báðir. Að athöfninni T í IVI I N N SUNNUDAGSBLAÐ 805

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.