Tíminn Sunnudagsblað - 31.10.1971, Page 16
Á síðustu árum hafa allnokkr-
ir sýnt Handritastofnun íslands
það vinarbragð að senda henni
vísnasöfn og verður það seint
fullþakkað. Nú hefur tekizt
samvinna Sunnudagsblaðs Tím-
ans og Handritastofnunar ís-
lands um að halda úti vísna-
þætti. í honum verða bæði birt-
ar vísur úr fórum Handrita-
stofnunarinnar og aðsendar vís-
ur. Utanáskrift þessa þáttar
verður: Vísnaþátturinn, Hand-
ritastofnun íslands, Árnagarði,
Reykjavík.
í dag verða birtar vísur, sem
ekki er vitað um höfund að, en
ekki væri síður fróðlegt að
fræðast eitthvað um tildrög
þeirra. Ekki væri heldur ónýtt
að fá að vita hverjir kannast við
þessar vísur, hvar menn hafa
lært þær og hvort menn kunna
þær ekki í einhverri annarri
mynd. í þessu sambandi vil óg
taka það greinilega fram, að lít-
il vitneskja er betri en engin.
Meðan karlinn malar snjall,
má ég varla lesa;
er með skalla afgamall,
eg vil kalla hann Blesa.
Fyrir allt mitt ferðalag
fæ ég litla borgun.
Nú má ekki drekka í dag,
ef duga skal á morgun.
Að sér hvolfdi korðatýr,
'kokksi, um foldar bekki;
pipruðu holdið pelar þrír,
en pottinn þoldi hann ekki.
að vera — af því að það gæti ekki
verið neitt yfirnáttúrlegt — slíkt
væri ekki til. Auðvitað kom það
fyrir, að maður væri sendur á
milli bæja í myrkri. Þá var það
helzt, að manni dytti í hug, að
eitthvað uggvænlegt kynni að
koma upp úr sjónum, skrímsli eða
þess háttar. Við vissum, að sjórinn
bjó yfir mörgu.
Það er kolsvartur sandur fyrir
víkurbotninum heima, þar sem ég
ólst upp, og þegar myrkur var og
þokuúði í fjöllum, sem eru mjög
nærri, kom það oft fyrir, að menn
gengu saman, rákust hreinlega á í
myrkrinu. Það gat verið dálítið
óhugnanlegt.
Annars held ég, að allt þetta
skraf um galdra og forneskju
Strandamanna sé að mestu leyti
misskilningur. Fjarlægðin gerir
fjöllin blá og mennina mikla. Þeir,
sem búa í breiðum byggðum hinna
þéttbýlu sveita, ímynda sér oft, að
norðan við þá ríki myrkur, kuldi
og forneskja. Nei, sannleikurinn
er einmitt sá, að á Ströndum þró-
aðist menning, engu síður en í öðr-
um sveitum þessa lands. Þar var
afarmikið lesið, enda oft ekki í
önnur liús að venda með skemmt-
un. Og verkin sýna merkin: Þegar
karlarnir úr Sléttuhreppnum
komu hingað suður, voru þeir
hvorki tornæmari né seinni að til-
einka sér menningu þéttbýlisins
heldur en annarra sveita menn.
— Hvernig hefur þú sjálfur
kunnað við þig hérna á malbikinu?
— Þótt það hafi orðið hlutskipti
mitt að flytjast hingað til Reykja-
víkur, er ég þeim mönnum hjart-
anlega sammála, sem álíta fólks-
strauminn hingað varhugaverð-
an, og að nauðsyn beri til að við-
halda hinni dreifðu byggð eins og
unnt er. Þótt sumum þyki kannski
ekki nein eftirsjá í einstaka út-
skaga, þá finnst manni eins og ein-
hver partur af þjóðarlíkamanum
sé að deyja, í hvert skipti sem
byggðarlag leggst í auðn.
— Enn er eitt eftir, Haraldur:
Ég veit, að þú ert skáld og mig
langar að minnast dálítið á þann
þátt af þér, þótt mig að vísu gruni,
að þér sé það ekki neitt sérlega
kærkomið umræðuefni, sízt svona
á almanna færi.
— Tilhneiging til lestrar og
bókmenntasköpunar er ákaflega
rík í okkur íslendingum, og er sú
árátta sízt af öllu ámælisverð. Jú,
það er alveg satt: það var alltaf
eitthvað að syngja innan í mér,
þegar ég var barn. Og ég hef að
vísu reynt að koma í veg fyrir, að
brauðstritið kæfi þá rödd alveg.
Mig hefur aldrei langað til þess að
vera kastkefli í straumröst atburð-
anna, heldur viljað eiga sjálfan
mig sjálfur og hafa mig í friði út
af fyrir mig. Ég hef því ekki'ikeppt
við neinn um völd né metorð. Það
er annars bezt, að ég kenni þér
hér eina vísu eftir mig, fyrst þú
fórst að falast eftir slíku. Hún er
úr kvæði, sem ég sendi einu sinni
móður minni — og hún undirstrik-
ar vel, það sem við sögðum í upp-
hafi spjalls okkar:
Móðir mín, öldurnar ýfast.
Eigi má sköpum renna.
Að orðstír minn fór ekki ofar,
var ef til vill mér að kenna.
Ég átti ekki samleið með öðrum,
undi því lengst við drauminn
en lagði víst hjá, þar sem leiðin
lá upp í strauminn.
Ég veit, að mér hefur aðeins tek-
izt að ná örlitlu broti af því, sem
Haraldur Stígsson lumar á. Slíkt
er þó síður en svo óskiljanlegt.
Það hafa margir vara á sér, þegar
blöðin eru annars vegar.
En þeir, sem valið hafa sér það
verkefni að bjarga íslenzkum
menningarverðmætum frá glötun,
mega ekki gleyma því, að í Efsta-
sundi 51 í Reykjavík býr einn af
þeim hagleiksmönnum íslenzkrar
tungu, sem alltaf hefur nálgazt
listina með þeirri varúð og lotn-
ingu, sem henni ber. Verk slíkra
manna mega ekki glatast, þótt þeir
sjálfir séu of hógværir til þess að
vekja á þeim athygli.
—VS.
808
TflHlNN
SUNNUDAGSBLAÐ