Tíminn Sunnudagsblað - 31.10.1971, Side 17
MAREN
þjóðlífsþættir
Framhald af bls. 799.
að frá drægist það sem klæðsker-
ar tóku fyrir sinn hlut. En marg-
ar munu hafa ráðið sig upp á fast
daggjald og „frítt uppihald“, er
þær unnu á heimilum.
Maren lét vel af saumaskólanum
þar sem hún lærði. Klæðskerinn,
sem kenndi og mun einnig hafa
rekið skólann, var Dani, er dvalizt
hafði svo lengi á íslandi, að hann
babblaði á íslenzku allt, sem hann
þurfti að segja við nemendur og
viðskiptavini, en tal hans úði og
grúði, af ambögum, forkostulegum
orðasamböndum og orðatiltækjum,
sem vöktu mikla kátínu á verk-
stæðinu, og tók hann þátt í glens-
inu, þvi að hann var spaugsamur
maður og góðlyndur. Hann var lag-
legur maður, og eins og vera bar,
þar sem klæðskeri átti í hlut, var
hann smekklega og tízkulega bú-
inn. Fannst mér. er ég sem krakki
skoðaði mynd af honum, allmikið
til um hann, snyrtilega klippt hár
hans og skegg og fatnað hans, eink-
um fannst mér vesti hans hin
mesta stássflík. Mig rninnir að Mar-
en nefndi hann aldi’ei annað en
skírnarnafni, Sigurð, og hefur það
trúlega tíðkazt rneðal nemenda
hans.
Hann lét taka ljósinynd af sér
og þeim nemendahópi, er var sam-
tímis Mai’enu. Ef til vill hafa þetta
verið sérstaklega ánægjulegir nem-
endur. Hugsanlegt er einnig, að
hann hafi haft það til siðs að láta
mynda sig með hverjum stúlkna-
hópi, er lauk tilskildu námi hjá
honurn, en hefði þó sennilega orð-
ið fullmikið um ljósnyndatökur,
ef svo hefur verið.
Hannyrðanám Marenar mun
hafa verið mest til garnans gert.
Hún hefur haft mikið yndi af að
sjá eitthvað fagurt taka á sig mót
í höndum sínum. Og vissulega hef-
ur verið ánægjulegt fyrir hana að
eignast falleg handavei'k eftir
sjálfa sig til að prýða með vænt-
anlegt heimili sitt. Því að þó að
menntun og útþrá hafi ríkt yfir
öðrum ós'kum á ’ æskuárum henn-
ar, þá mun hún þó hafa búizt við,
að hún einhvern tíma í framtíðinni
stofnaði sitt eigið heimili. Það er
jafnvel trúlegt, að hún hafi íhugað
þann möguléika að skapa sér að-
stöðu til að taka móður sína sjúka
til sín. Hana tók mjög sárt til
hennar og langaði til að hlynna að
henni, það gat hún að vísu með
ýmsu móti gert og gerði, þó að
þær mæðgur væru ekki samvist-
um, en betur gæti hún fylgzt með
líðan móður sinni og aðhlynningin
oi’ðið nákvæmari og samfelldari,
ef hún gæti haft hana í horninu
hjá sér. Ég held, að þetta hafi að
öðrum þræði vakað fyrir Marenu
og nxeðal annars orsakað, að hún
var tvíráð um utanlandsför, og
greip ekki tækifærið, þegar það
gafst.
Auk liins kvalafulla fötlunar-
sjúkdóms, er þjáði Ingveldi Þórð-
ardóttur, sótti á hana sjóndepra,
svo að hún gat ekki stytt sér stund-
ir við lestur. Síðustu æviárin var
hún blind.
4. Bóklegt nám.
Er Maren hafði lokið tilskildu
námi í karlmannafatasaumi, var
hún allvel sett, hvað at-
vinnu snei’ti. Ef hugur henn-
ar hefði staðið til meiri
fullkomnunar í þessari grein, hefði
hún átt að geta komið því svo fyr-
ir, að hún sigldi til íullkomnara
náms í klæðasaumi. og tæki þá
kvenfatasaum senx sérgrein.
Saumaskóli í Kaupmannahöfn aug-
lýsti á þessum árum allmikið í ís-
lenzkum blöðum eftir nemendum,
sem eftir tilskilinn námstima gætu
fengið meistarapróf í kjólasaumi.
Sagt var að íslenzkar stúlkur
reyndust afbragðsvel við nám og
vinnu í saumum þar ytra. — Eins
hefði Maren getað stefnt að því að
festa sig í sessi sem saumakona í
Reykjavík. En löngun sinni til bók-
náms átti hún að mestu ósvalað.
og því stundaði hún vetrarlangt
nám í skóla Bei’gljótar Lárusdótt-
ur frá Presthólum, en við skólann
kenndi kornung systir Bergljótar,
Lára, er síðar giftist Ólafi Jóns-
syni lækni, Arasonar prests á Húsa
vík. Skólinn var ætlaður ungum
stúlkum, og einkurn þeim, er
þurftu að vinna fyrir sér jafn-
framt, svo að kennsla fór að mestu
eða öllu fram á kvöldin. Auk
þeirra námsgreina, er hafa yfir-
leitt verið kenndar i slíkum skól-
um, var skriftarkennsla. Maren
skrifaði fagra rithönd, svo að eink-
um hefur verið um æfingu að ræða
fyrir hana, skemmtilega æfingu.
Sama hefur gilt um hannyrðanám-
ið, það hefur vei’ið létt, vegna þess
hve mikið hún hefur þá verið bú-
in að læra hjá Guðrúnu Erlings-
son. Tungumálanám veittist Mar-
enu létt og varð henni til mikillar
ánægju.
Námsbók í ensku, sem þá mun
hafa verið tekin til notkunar. spegl
aði á margan hátt anda þessa tíma-
bils, en þá voru gerðar miklar
manndómskröfur. Færa mætti rök
að því að .,Geirsbók“ væri ekki að-
eins kennslubók í ensku. heldur
einnig í siðfi’æði. Bókin hefur rnik-
inn boðskap að flytja, segir fólki
skýrt og skorinort, hvernig það
eigi að haga sér og er glituð alls-
kyns spakmælum.
Þetta var tímabil vináttu og mik-
illar hlutdeildar í annarra kjörum.
,,Vinur er sá, sem til vamms seg-
ir“, var spakmæli, sem í lieiðri var
haft. Ilvérs konar hjálpsemi var
heilög sk^'lda. þá var ekki tæpt á
orðunum leiðsögn og handleiðsla
með afsökunarbrosi eins og nú er
gert.
„Þar sem góðir menn fara ei’u
guðsvegir“, stendur í bók eftir
Björnsson, sem hefur orðið vinsæl
hér á landi.
Um hann látinn var skrifað í
einu Reykjavíkurblaðinu,. og mátti
með sanni kalla rödd tíðarandans:
„. . . Hann skiptir sér af öllum,
sem hjálpar þurfa, gerir allt fyrir
þá, brýzt í öllu fyrir þá og rnissir
aldrei sjónar á þeim. . .“
Björnsson var bæði höfðingi og
stórbrotinn niannvinur, sem meðal
annars konx fram í því. að hann
lét fólk ekki vaða áfram í grunn-
færni, tillitsleysi og þvergirðings-
hætti, heldur reyndi að beina því
inn á íarsæla biaut.
„Það þarf að tala fólk til“, sagði
Mai’grét móðir mín. Hlutleysi um
annarra hagi var þá ekki talið til
slíki’ar háttvísi sem nú, heldur
þótti það bera vott um göfugt
hjartalag, manndóm og menningu
að gæta bróður síns. og þessi sið-
menningarandi teygði sig inn í
námsbækurnar, og rnótaði nxeð-
tækilegan huga. En menntun og
tíðai’andi átti þó ekki aðeins hlut að
rnáli. Segja má að móðir mín og
Maren systir hennar hafi hlotið
þennan liugsunarhátt í vöggugjöf
og hann hafi þroskazt við hjálp-
semi þá: gestrisni og greiðvikni,
sem ríkjandi var á bernskuheimili
þeirra.
TÍMINN — SUNNUDAGSBLAÐ
809