Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 31.10.1971, Qupperneq 18

Tíminn Sunnudagsblað - 31.10.1971, Qupperneq 18
r KJARTAN J. GfSLASON: Gudda Ég greini í anda gömul hlóð og Guddu, er hún sat og stóð hvern dag við eldhúsönn. Hvort utanbæjar allt var grænt eða sumarfegurð rænt, var Gudda söm og sönn. Frá Guddu oft og óvænt flaug svo undur létt og fágað spaug, að hlátur vakti hún. Það gerðjst margt, er Gudda sá, er geymist vel og hulið lá bak við augabrún. í strigasvuntu sótti hún mó og sundur birkilurka hjó. Þá bjartur eldur brann. Og taðstál, skánarhlaði hár á hausti prýddi sérhvert ár. Þar Gudda gull sitt fann. Hún Gudda átti gáfnaauð. Þótt Gudda væri menntasnauð, þá var hún skilningsskýr. Og lundin hennar himnesk var og hjartalag, sem mjög af bar. Það bezt fann barn og dýr. Það undur var, hve Gudda gat sér gleði fundið, er hún sat við eldstó sí og æ. Og lengi entust einir skór. Hún aldrei sér til gamans fór í boð á næsta bæ. Hvort Gudda átti ástarsorg eða hrunda skýjaborg, var ekki unnt að sjá. En raulað var við rauða glóð á rökkurstundum gamalt Ijóð, ef enginn hlýddi á. Er pabbi inn til Guddu gekk og góða vísu las, er fékk hann lært í langri ferð, þá sagði Gudda glöð á brá: „Gaman var að hlýða á, og vel er vísan gerð." Ég gamalt eldhús gráta sá, er Gudda hélt burt staðnum frá. Hver minning fékk þá mál. Og um það vitna vil ég nú: Ég veit ei Guddu betra hjú. Hún átti ítursál. Kjartan J. Gíslason frá Mosfelli. 810 TllHJNN — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.