Tíminn Sunnudagsblað - 31.10.1971, Qupperneq 21
------—------~-~—
VID GLUGGANN
Komið er á daginn, að Aswan
stíflan egypzka kann að verða
dýrkeypt. Níl fleytti fram
fimmtíu til hundrað milljónum
lesta af leir niður fyrir Kaíró,
áður en stíflan var gerð. Tals
vert af þessum leir settist á
akra og ræktarlönd, þegar áin
flæddi yfir bakka sína, en af-
gangurinn barst út í Miðjarðar
haf, þar sem næringarefni í
vatni fljótsins urðu grundvöll
ur margbreytilegs lífs, meðal
annars fiskstofna þeirra, sem
þar höfðust við.
Nú er breyting á orðin. Fisk
veiðarnar eru að engu orðnar,
því að fiskurinn fær ekki leng
ur næga næringu á þessum slóð
um. 1 öðru lagi hefur sjórinn
farið að sverfa að ströndinni
síðan framburðurinn stöðvað
ist, og eru það sums staðar
nokkrir metrar á ári, sem
hverfa í hafið. Allir óshólmar
Nílar eru nú taldir í hættu,
ef þessu fer fram til langframa,
nema því aðeins, að Egyptar
verji land sitt með svipuðum
hætti og Hollendingar. Þessir
óshólmar eru einmitt gjöful-
ustu landbúnaðarsvæðin á öllu
Egyptalandi.
Annað hefur einnig komið á
daginn: Áveitur þær, sem tengd
ar eru Aswanstíflunni, hafa
vissulega aukið uppskeru á
stórum svæðum, en jafnframt
hefur hinn háskalegi ormur í
árvatninu, er lifir á vissu skeiði
sem sníkjudýr i líkama manna,
gert miklu meiri usla en áður,
svo að heilbrigðisyfirvöldin
standa nú uppi ráðþrota. Þann
ig getur hagnaðurinn af nýjum
áveitum farið forgörðum vegna
versnandi heilsufars.
★
Á eynni Fur í Limafirði á að
stofna Iandslags-rannsóknar-
stöð, er talið er, að kosta muni
um tuttugu og fimm milljónir '
króna. Þessa litla ey hefur ver
ið valin vegna þess, að hún á
sér merkilega sögu. Þar hefur
meðal annars fundizt steingerð
ur fiskur, sem er að minnsta
kosti fimmtíu milljón ára gam
all, og um hundrað milljón ára j
gamall hnetukjarni frá þeim >
tímum, er frumskógur var >
Noregi, og er talið, að sjór hafi
borið hnotina þaðan. Á eynni
verða reist hús, þar sem vís-
indamenn geta hafzt við og
fylgzt með djúpborunum, sem
fyrirhueaðar eru.
Vikuverk á ári fyrir það frá hin-
um eiginlegu atvinnuvegum, sem
öll eign er byggð á, en missir sá
kemur þá niður á aðeins örfá af
börnum landsins. Látum aftur
þingmenn fá óhóflega mikið fyrir
þingferðina. Landið hefur ekki
misst fyrir það annað en sín 200
vikuverk, en missirinn kemur þá
niður á mörgum og meira en hefði
þurft að vera, en það sem hinir
mörgu misstu, fram yfir sann-
gjarnt og rétt hlutfall, það er
kyrrt í landinu hjá þessum fáu,
sem það rann inn til. Hvort
tveggja þetta væri innbyrðis ójöfn-
uður, en landið tapar hvorki
meiru né minna.
Nú skulum við reikna hverju
forfeður vorir kostuðu til síns al-
þingis. Það var margfalt. Þá fóru
mörg hundruð verkfærra rnanna
til alþingis á ári hverju, og til
ferðarinnar gengu að meðaltali 4
vikur. Hefðu ekki farið nema 50
manns á þing, þá hefðu þeir eða
landið eytt viðlíka miklu til þing-
halds eins og vér gerum nú. Sjálf-
sagt má ekki gleyma því, að þeirra
þing gerði meira en vort. Vér höf-
um nú sérstaka embættismenn til
að gera sumt af því. sem þingið
gerði þá, og hver maður, sem tek-
inn er frá atvinnunni og settur í
embætti, missist frá því að afla
landinu fjár, en ekki get ég talið
missi hvers eins 52 vikuverk, af
því eiginleg atvinna verður ekki
stunduð jafnt allt árið.
En eins og ég get látið úti pen-
inga eða fargað fé, bæði til að hafa
tjón og missi, og líka til að hafa
hag og gróða, allt eftir því hvað
ég kaupi fyrir mitt fé, eins getur
félagið varið tíma eða vinnu bæði
sér til skaða og ábata. Tíminn, sem
gengur til sannra félagsþarfa, eyð-
ist ekki til ónýtis. Ég get vel
ímyndað mér, að það gæti verið
til mikils hags fyrir eitthvert sveit-
arfélag, að allir sveitarmenn verðu
einum degi í hverjum mánuði til
að sitja á ráðstefnu og þinga um
sveitarmál sín, og ég er viss ub,
að þetta efldi velmegun sveitarinn-
ar, svo framarlega sem mennirnir
hefðu vit á að ræða um það, sem
við ætti og til gagns horfði. Eins
og menn þurfa daglega að kosta
fé til að fóðra sinn líkamlega hluta
til að halda honum við, allt eins
og engu síður þurfa þeir að kosta
til síns andlega hluta, ef þeir vilja
hugsa til að vera menn, meira en
að myndinni til, meira en skyn-
laust eða skynlítið kvikindi.
Þó mér hafi nú ekki tekizt að
koma ljósum orðum að hugsun
minni, þá vona ég þú sjáir, hvað
ég vil segja. Safnaðarlíf er nauð-
synlegt. engu síður en annað fé-
lagslíf. Það sefur hjá oss. en þarf
að vakna. Þess vegna verður að
gera allt, sem gjörlegt er, til að
vekja það. Störfin vekja, aðgerðar-
leysið svæfir. Því vil ég meðal ann-
ars fá hverjum söfnuði sína kirkju
til umsjár, honum til erfiðisauka
og ábata. Margir segia, það veit ég
vel, að flestir söfnuðir muni hirða
illa kirkjur sínar. Jæja, þeir um
það, söfnuðurinn sýnir þá siig sjálf-
an í kirkjunni. Hann sýnir sig ekki
einungis öðrum út í frá, heldur sér
hann sjálfur sina eignu mynd,
sina sæmd eða skömm, og þetta
þarf hann að geta séð Fyrir mitt
leyti er ég fullviss um, að söfnuð-
irnir færu bráðum hver í kapp við
annan að leita sér sæmdar með því
að hafa kirkju sína sem sómasam-
legasta og þar með mundi vakna
meira safnaðarlíf eða áhugi um
fleiri safnaðarmálefni. Setjum svo,
að allmargir söfnuðir í landinu
kynnu aldrei að sjá sóma sinn og
hefðu kirkjurnar sem hrörlegast-
ar, dýrð drottins er ekki bundin
við húsið. Jarðhúsin undir Róma-
borg og Péturskirkjan, sem gnæf-
ir við himin, eru jöfn í því falli.
Það er mein, að ritstjórinn ýkk-
ar skuli ekki komast upp á að vera
dálítið stilltari og gætnari en hann
T I M I N N
SUNNUDAGSBLAÐ
813