Tíminn Sunnudagsblað - 31.10.1971, Síða 22

Tíminn Sunnudagsblað - 31.10.1971, Síða 22
er, svo góða hæfilegleika sem hann hefur þó til að rita um mörg efni. Fyrir mitt leyti líkar mér vel við hann, meðan stillingin er ekki á förum. Þessar erjur, sem hann er nú orðinn bendlaður við, geta orð- ið til þess að stilla hann, ef hann kann að þekkja gagn sitt. Þær eru honum öldingis nauðsynlegar, það er að segja mótspyrnan. Hann hefur líklega haft of lítið af henni í barndómi sínum. Einhver Aust- firðingur skrifaði nýlega í Norðan- fara um „Skuld og föður hennar“. Skuld hafði gert fremur lítið úr menntuninni hjá oss, en hinn Aust- firðingurinn áleit henni niðrað um of. Eftir því sem mig minnir, held ég þó, að meiri sannleikur sé í Skuldargreininni. Ég get aldrei séð þessa miklu alþýðumenntun, sem sumir þykjast sjá. Ég álít, að okk- ur vanti ekkert eins tilfinnanlega eins og einmitt alþýðumenntun. Ef við hefðum hana, þá hefðum við sjálfkrafa margt, sem okkur vantar nú svo tilfinnanlega. Það, sem mér inislíkaði einkum við skólanefndina um árið, var það að hún skyldi ekki taka þessa hlið menntunarmálsins til athugunar. Á alþýðumenntuninni ríður miklu meira en á menntun fáeinna ein- staklinga, sem þjóðfélagið ætlar að nota til einstakra starfa. Þó menn rífist endalaust um reglu- gjörð latínuskólans, þá get ég aldrei séð, að það sé neitt sérlega merkilegt efni. Ég er lítill reglu- gjörðarmaður, held að bezt sé að hafa þær stuttar, en vanda sig heldur á að fá góða kennendur handa hinftm ungu. En nú er sú öld, að menn halda nóg sé að hafa lög og reglugjörðir um alla skap- aða hluti mögulega og ómögulega. Við höfðum enga skólareglugiörð í fornöld, en þá höfðum við þó menntamenn, vísindamenn, stiórn- armenn, búmenn og svo framveg- is, svo að við eigum enga slika nú með ölium okkar reglugiörðum, og komum þeim heldur aldrei upp með reglugjörðum. Alþýða vor er illa menntuð, segi ég, hún þarf að menntast, hvað sem Iíður sérstakri menntun sérstakra manna. Ef al- þýðan menntast þá menntast þess- ir sérstöku og einstöku um leið, til að mynda embættismennirn- ir, þvi hvað eru embættismenn annað en alþýðumenn, sem hafa verið tamdir til vissra starfa? Bændur skamma einatt embætt- ismenn fyrir hirðuleysi, ódugnað og svo framvegis í embættunum, en þó þetta sé rétt aðfinning, þá er þetta einmitt hið sama, sem eins mikil orsök er til að skamma bændurna fyrir í sinni stöðu, hjú- in í sinni og svo framvegis. Það er í stuttu máli hin almenna spilling þjóðarinnar. Vilji menn hafa góða embættismenn, þá kpmi menn upp góðri alþýðu fyrst, svo koma þeir af sjálfu sér. Þeir spretta upp úr henni, en falla ekki af himn- um ofan. Ég sé ekki, að menntun sé ann- að en það, að menn séu sem lík- astir því, sem menn ættu að vera, eða bezt færi, að menn væru.Sum- ir skilja og skýra orðið menntun ef til vill öðru vísi, en ég skýri það nú á þessa leið. Það að mennt- ast álít ég vera það að taka sér fram í hinu sanna, góða og fagra eða í stuttu máli: Hinu rétta í hugs- un, framkvæmd og aðferð. Það er eftir mínum skilningi ekki nóg að vita svo eða svo mik- ið. Það er að vera fróður, en ekki menntaður. Það er, ef ég mætti svo segja, einn fóturinn undir menntuninni, en hún verður völt á honum einum. Eftir mínum skilningi er engin eiginleg mennt- un að læra fleiri en eitt tungumál, hin málin geta verið vegur til menntunar, ef sá vegur er þá far- inn, annars er hann ónýtur. Öll möguleg tungumál eru í rauninni eitt og hið sama, hugsun gerð heyranleg. Ég fæ ekki séð, að neinn munur sé á því til mennt- unar, hvort mér er sögð einhver liugsun eða einhver sannindi á latínu eða lappnesku, grísku eða grænlenzku, ef ég aðeins skil þessa hugsun, sem mér er látin í ljós með málinu. Það er til mennt- unar, að heyra eða lesa mörg sannindi, sem spekingar hafa tal- acf eða ritað, hvort sem þeir voru á Ítalíu, Grikklandi, Egyptalandi eða Indlandi og svo framvegis, og ef ég á engan kost á að heyra og skilja þessi sannindi, nema ég læri mál þessara þjóða, þá getur það Laussi 33. krossgátu verið ómaksins vert fyrir mig að nema þau, brjóta mér þennan erf- iða veg að menntuninni. En geti ég fengið að heyra þessi sömu sannindi á móðurmáli mínu, þá hef ég leitað langt yfir skammt, því fyrir utan þetta er málið ein- samalt mál og engin menntun, að sínu leyti eins og vatnið tómt í skírninni. Nú held ég þér sé ekki farið að lítast á mælgina í mér, enda nkal ég nú þagna. Ég vona þú fyrirgef- ir mér, þó þér virðist ég fara sums staðar út af allra beinustu og réttustu leið. Það hefur litlu verið kostað til vegabóta fyrir mig um dagana á leiðinni að Mímis- brunni. Vegni þér og þínum ætið sem allra bezt. Þinn einlægur vin, Einar Ásmunsson.“ BÓKMENNTIR - Framhald af 801. síðu marka, — og um stund mörk- uðu sósíalistar raunar djúp spor á flestum sviðum þjóðlífs- ins. Það væri vel farið að bók Kristins yrði fræðimönnum um bókmenntir sem stjórnmála- sögu hvatning til að rannsaka tíma rauðra penna og hlut þeirra í menningarlífi þjóðar- innar á þessari öld. Slík könn- un yrði um leið úttekt á þætti Kristins E. Andréssonar í bar- áttu þessara ára, svipmikils for- ystumanns á sögulegri tíð. Gunnar Stefánsson. . - . -----n S O L T J NH ö/í? Þ 'OR'O K ’fí R fí * C / R ; A T fi,% F f L l t 4 F ft 0 t GEl r SftR S £ t M BoTN’oTT 5 K t f,J)U 0 K K U $ U 3 KS L l H r ðus R'nnftR 'ftsi D FAL S’fí Rfí S T ö T AK ) flT fi.H ’o t n L Þ'L V'OC Ofi s s u pu H fí Ffi R i H H H fifl 6 " NUFT fí E I S A J?U Ct i s fí h H i sarRft íV/i S A T SOT 'ATUNfi 4f N ATSiftS 't S rtf'A £ 6 í ftf Q U M hHtitifst IP8 fn 814 T t M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.