Tíminn Sunnudagsblað - 12.08.1972, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 12.08.1972, Blaðsíða 4
nokkru rætur að rekja til skólavistar Snorra i Skálholti og orðalags, sem skólapiltar þar iðkuðu i ýmsum dægrastyttingum sinum. Þá má og rekja áhrifaþræði frá verkinu til ým- issa átta i bókmenntum næstu tima, svo að ljóst er, að Snorri hefur hér lagt fram allmerkt framlag til bókmennta timabilsins, þótt erfitt sé að meta verkið, meöan það er óútgefið. Auk þess er mikið af kveðskap margvislegs efnis til eftir Snorra, en þar á hið sama við, að meginhluti þess f er óútgefinn. M.a. hefur hann ort ýmislegt um ýmsa samtimaviðburði, en eitt lifvænlegasta kvæði hans, sem út hefur verið gefið, er þó Þorrabálk- ur. Þar er vetrarmánuðurinn Þorri persónugerður i mynd skrautbúins jöt- uns á hestbaki og lýst fundi og við- ræðum hans og höfundarins. Þorri lýsir þar uppruna sinum, hátterni og ferðalögum, boðar komu dóttur sinnar, Góu, á hæla sér og kveður siðan, eftir að hafa afþakkað boð höf- undarins um að ganga i bæ hans og þiggja af honum hressingu. Höfund- urinn hefur hins vegar séð að búningur hans og útlit er i nærsýn ekki svo glæsilegt sem honum virtist i fyrstu, þvi að m.a. lýsir hann honum þá svo: Hárið var sem hrimdinglar freðnii; og kampar sem karrar kolryðgaðir, veit ég að meyjum mjúkvöruðum kynlegt mun þykja að kyssa Þorra. En brynjan sem huldi bol jöfurs var loðin há, blaut, af ljósri meri, en silkikuflur, sem hana huldi var hæra prjónuð úr hári brúnu. Persónugerving hins harða vetrar- mánaðar er hér einlæglega gerð og af allnokkurri fimi, auk þess sem stillinn er liprari og hnökraminni en t.d. er i rimum hans, svo að kvæðið i heild má teljast alllifvænlegt. Það hefur lika dregið á eftir sér nokkurn slóða i siðari ljóðagerð, m. a ; gætir áhrifa þess i hinu alþekkta kvæði Veturinn eftir Bjarna Thorarensen.. Þorlákur Þórarinsson (1711-73) fæddist að Látrum á Látraströnd og sat i Hólaskóla, þaðan sem hann út- skrifaðist 1731. Sama ár varð hann djákn á Möðruvöllum, og til Möðru- vallaprestakalls vigðist hann 1745. Hélt hann þvi til æviloka og var auk 556 þess prófastur i Vaðlaþingi um tima, en bjó aö Ósi i Hörgárdal. Lauk ævi hans svo, að hann drukknaöi i Hörgá. A sama hátt og Snorri Björnsson byggir Þorlákur á fornri rót i skáld- skap sinum. Að þvi er varöar lipur- leika I kveðandi er þó ,óliku saman að jafna i verkum þessara tveggja höf- unda, þvi að Þorlákur er eitt fimasta og listrænasta skáld 18. aldar, þótt hann sé á hinn bóginn ekki nægilega frumlegur og brautryðjandi i verkum sinum til þess að hann megi telja til höfuðskálda. Skáldskapur hans er ekki mikill að vöxtum, en varð snemma kunnur, þvi að aðeins tveimur árum eftir andlát hans kom út ljóðabók hans, Nokkur ljóðmæli. Var hún prent- uð á Hólum 1775, og sá Hálfdán Ein- arsson skólameistari um útgáfuna og ritaði að henni formála. Innihald bókarinnar er að visu mestmegnis trúarlegur kveðskapur Þorláks, en i samræmi við hræringar timanna er þar þó einnig prentað nokkuð af veraldlegum kveðskap hans. Er þetta þvi talið fyrsta útgáfa ljóðasafns eftir islenzkt skáld, þar sem jafnframt trúarkveðskap gætir nokkuð verald- legs skáldskapar, ef frá er talið Hall- grimskver, safn ljóða Hallgrims Péturssonar, sem fyrst kom út á Hól- um 1755. Þetta safn af ljóðum Þorláks Þórarinssonar, sem meðal almenn- ings hlaut nafnið Þorlákskver, náði vinsældum og var þrivegis endur- prentað. Kom önnur útgáfa út á Hólum 1780, litið eitt aukin, einkum af verald- legum kveðskap, og sú þriðja i Viðey 1836. Fjórða útgáfa kom svo i Reykja- vik 1858, „stórum aukin, endurbætt og löguö” að þvi er segir á titilblaði. Er þar miklu bætt við, fyrst og fremst þó verkum veraldlegs efnis og er þar að finna ýmis bezt gerðu verk Þorláks þeirrar tegundar. Þegar i fyrri útgáfum Þorlákskvers gætir talsverðrar fjölbreytni i yrkis- vali. Einna mest áberandi eru þó sálmar og andleg ljóð ýmislegs efnis, einnig sérstakur flokkur bruðkaups- ljóða ásamt ljóöum til að syngja A erfisdrykkjum, og auk þess eru nokku^ tækifæriskvæði og erfiljóð i þeim hópi. Þá yrkir hann einnig heimsádeilu- kvæði af ýmsu tagi og flest i anda eldri tima, m.a. keimlikt hliðstæðum kveð- skap austfirzku skáldanna á öldinni á undan. Viðamest af þeim verkum eru tvö löng kvæði undir rimnaháttum, Vitaslagur, um lesti fólks með hollum dæmum til eftirbreytni, og Þagnar- mál, þar sem deilt er allhart á sam- timamenn hans, einkum hina lægra settu i þjóðfélaginu, sem höfundi þykja kröfuharðir og duglitlir, en vilja þó berast mikiö á. I niöurlagi kvæðisins vikur hann og að tóbaksnotkun, sem honum þykir til litillar prýði i óhófi. Sömuleiðis setur hann i nokkrum smá- kvæðum fram allhvassa ádeilu á ýmsa mannlega lesti, svo sem á leti, ill- mælgi, drykkjuskap, drambsemi og ágirnd, i kvæðunum Hofpris letinnar, Illmálug tunga, Ofdrykkju viður- styggð, Drambseminnar viðurstyggð og Agirndarinnar viðurstyggð. Annað kvæði i svipuðum anda, sem fyrst er prentað i 4. útg. Þorlákskvers, er Marklýsing á óþrifnum vinnudrósum, þar sem vinnukonum er sagt óþyrmi- lega til syndanna, m.a. þannig: Sig nenna sizt að lauga sámleitar með ódámi rabbandi rifa i lubbann, ram-særa tiðum lærin, klæðst ei af tánum klistur, krimóttar samanlimast, stök er i lörfum stækja, stendur ódaunn af kvendum. I þessum kvæðum sinum birtist Þor- lákur þvi sem hvass og siðavandur ádeiluhöfundur, em öðru máli gegnir hins vegar um eitt þekktasta og lif- vænlegasta verk hans, Danslilju, sem sömuleiðis komst ekki inn i Þorláks- kver fyrr en í 4. útgáfu. Það hefst þannig: Við i lund, lund fögrum, eina stund, sátum sið sáðtið, sól rann um hlið, hlé var hlýtt þar, háar og bláar, ljósar og grænar liljurrjar vænar i laufguðum skans þar báru sinn krans sem brúðir með glans búnar i dans.... Hér er léttleikinn, rimgleðin og lifs- ánægjan i algleymingi, alls ólikt þung- lamalegum rimþrautum rimnaskáld- anna, sem svo mjög kveður að i kveð- skap samtimans, og með þessum hætti heldur Þorlákur áfram út kvæðið lýs- ingunni á dvöl elskendanna i hinni fögru náttúru, unz hann sleppir loks fram af sér rimbeizlinu i niðurlaginu, sem svo hljóðar: Gjóði Þundar góð-hróðug undi glóða sunda rjóð slóð i lundi, hróðurs punda hljóð dundi, hlóðu blundi ljóð sprundi, rjóður stundi, móð mundi myndað yndi fljóð. Mun leitun að öðru kvæði hérlendu frá átjándu öld, sem jafn fimlega sé ort. Þorlákur hefur þó ort fleira laglegt Sunnudagsblaö Timans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.