Tíminn Sunnudagsblað - 12.08.1972, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 12.08.1972, Blaðsíða 5
en þetta kvæði. 1 4. útg. Þorlákskvers er prentað annað kvæði með heitinu Vítaslagur, þar sem hann lýsir lfetti- lega freistingum hins veikara kyns, sem hann geti ekki leyft sér að falla fyrir eins og hann lystir, m.a. i þessu erindi: Hvorki má ég brosa blitt, bjóða koss né varma, skrúðið á þeim skoða fritt né skartið munns og hvarma, hönd ef brá um herðar litt, hlaupið var i sankti Pál. Það er nokkuð mengað mál. Fyrir mér, já, er furðu titt fixeruð hver átylla. Ég má ekki ungfrúvunum dilla. Væri sér réttast að hlaupa af landi brott og setjast i helgan stein úti i Frakklandi, sem hann hyggist þó ekki gera að sinni, heldur sitja um kyrrt heima og halda áfram að syngja stúlk- unum lof. Ýmislegt fleira hefur Þorlákur ort laglegt, þótt hér verði ekki rakiö i smáatriðum. Nefna má þó Vetrarvisur hans, þar sem hann bendir á, að á sama hátt og vetur fylgi sumri geti andstreymi og sorgir komið á eftir vel- gengni, og einnig Sumarvisur.þar sem lýst er i laglegri mynd fegurð sumars- ins. Einnig hefur hann ort margt fleira af léttu og lipru tagi, svo sem orða- leiki, kvæði með vikivakabrag, einnig langt kvæði Um aðskiljanlegt vináttufar i heiminum, kvæði út af bibliunni, ýmis persónuleg kveðjuljóð, að ógleymdum tiðavisum fyrir árin 1757-64. Arni Böðvarsson (1713-77) fæddistað Slitandastöðum i Staðarsveit, og stóðu að honum góðar ættir, m.a. var hann frændi Arna Magnússonar og afkom- andi Arngrims lærða. Arni gekk i Hólaskóla, og er talinn útskrifaður þaðan 1732, en eigi að siður tók hann aldrei prestvigslu, heldur var bóndi alla sina ævi. Hann var tvfkvæntur, og með siðari konu sinni bjó hann að ökr- um i Mýrarsýslu, sem hann er að jafn- aði við kenndur. Arni Böðvarsson er eitt afkasta- mesta skáld 18. aldar og eitt hinna fyrstu, sem sáu verk eftirsig prentuð i lifanda lifi. Hann hafði þá sérstöðu að vera skólagenginn og allvel mennt- aður á sinnar tiðar mælikvarða, sem þá var fátitt um menn i alþýðustétt, og einkum hefur hann þó verið vel að sér i fornum islenzkum og norrænum fræð- um, sem viða sér stað i verkum hans. 1 skáldskap hans eru rimur mestar fyrirferðar, þó að allmikið liggi einnig eftir hann af kveðskap annarrar teg- undar. Af samtiðamönnum hans og næstu kynslóðum á eftir voru verk hans mikils metin, ekki sizt rimurnar, og breiddust þau viða út, en eftir að vinsældir rimna fóru að minnka á sið- ustu öld, má heita, að meginhluti verka hans hafi fallið i gleymsku, og nú á dögum munu fáir kannast við nafn þessa skálds, sem á sinum tima var i svo miklum metum hjá þjóðinni. Er og fátt verka hans prentað á siðari timum, heldur liggur óútgefið i hand- ritum. Þó hefur nýlega verið samin um þau allmerk yfirlitsritgerð, eftir Björn K. Þórólfsson, sem birtist fram- an við áttunda bindi Rita Rimnafé- lagsins, þar sem Brávallarimur Arna eru prentaðar. Er við hana stuðzt i þvi sem hér segir um Arna. Af verkum Árna öðrum en rimum er fyrst að nefna trúarkveðskap hans, sem er allmikill að vöxtum. Eru það fyrst og fremst sálmar, en einna for- vitnilegast er þó trúarkvæðið Skjöldur, hrynhend drápa um jarðvist Krists, 205 erindi og gert með Lilju Eysteins Asgrimssonar að fyrirmynd. Fjallar það fyrst og fremst um pinu hans, upp- risu og himnaför, og auk þess er þar yfirlit um sögu kristninnar til siða- skipta. Það hefur væntanlega verið fornfræðaáhugi Arna ásamt skáld- metnaði hans, sem ýtt hefur undir það sérkennilega framtak hans að yrkja kvæði sem þetta, og var það prentað i Hrappsey 1783 aftan við kvæöi Jóns Þorlákssonar, en aldrei siðan, enda varla á færi nema höfuðskálda að ráð- ast i slikt stórvirki og leysa það af hendi svo, að lifvænlegt geti orðið. Þá hefur Arni einnig ort nokkur erfi- ljóð og brúðkaupskvæði, og sömuleiðis er hann með óhlifnustu háð- og niö- skáldum 18. aldar. Meðal þeirra, sem urðu fyrir barðinu á niði hans, var Halldór Brynjólfsson Hólabiskup, en eitt skæðasta verk sitt þeirrar teg- undar orti hann þó til varnar góðvini sinum, Jóni Árnasyni sýslumanni. Jón hafði svarið fyrir barn, sem honum var eignað, en um það var ort háð- kvæðið Greifarima eða Rima af greif- anum Stóide.að þvi er talið er af Þor- steini Bárðarsyni i Vogatungu i Leir- ársveit. Þeir Arni og Gunnar Pálsson tóku báðir upp hanzkann fyrir Jón, Gunnar með kvæðinu Grimuflétta, en Arni með Arinseidi römmu niðkvæði þar sem höfundi er sagt óþyrmilega til syndanna fyrir athæfi sitt. Ýmis fleiri niðkvæði hefur Arni og ort um ein- staka menn, en einnig segir hann hreppstjórum óþyrmilega til synd- anna i kvæðinu Hreppstjóraháttur og ber þeim á brýn flesta lesti. Þá hefur hann og ort fjöldamargt i vinsamlegum og gamansömum tón, og mun einna þekktast af þvi vera hin al- kunna visa, sem til er i breytilegum afbrigðum, en hljóðar svo i gamalli heimild.: Ég vildi að sjórinn yröi að mjólk, undirdjúpin að skyri, fjöll og hálsar að floti og tólk, frónið að kúasmjöri. Uppfyllist óskin min, allt vatn að brennivin, akvavit áin Rin, eyjarnar tóbaksskrin, Grikkland að grárri meri. Þá hefur Arni ort talsvert af ásta- kvæðum og ástavisum, og er þar á meðal þessi, sem honum er eignuö i ungum heimildum: Ætti ég ekki, vifa val, von á þinum fundum, leiðin eftir Langadal, löng mér þætti stundum. Ef Arni hefur ort þessa visu, er hún án efa ein mesta perlan i þvi mikla magni kveðskapar, sem eftir hann liggur. Lika má nefna i þessu sambandi kvæðið tslands kvenna lof, hrynhenda drápu, 42 erindi, þar sem Arni ber hið mesta lof á kvenþjóðina á íslandi. Einnig hefur hann ort talsvert um fornnorræn efni, og m.a. kvæðaflokk út af Hálfs sögu og Hálfsrekka auk úlfarsdrápu* en það kvæði er ort upp úr rimu. Loks hefur hann ort nokkuð um fugla og veðráttu, auk ýmislegs annars I gamansömum tón. Þá er og að nefna Skipafregn, sem Arna var lengi eignað, en Björn K. Þórólfsson hefur leitt rök að i áöur- nefndri ritgerð sinni, að sé ekki verk hans, heldur séra Gunnlaugs Snorra- sonar á Helgafelli. Er það lipurt gamankvæði, þar sem m.a. er lýst mönnum aðþrengdum af tóbaksleysi, sem hraða sér I kaupstað, þegar þar fréttist af skipskomu, og drykkjuskap þeirra á heimleiðinni. Gamansemin er græskulaus og lýsingin á hátterni þeirra kumpánanna hnitmiðuð, sem vafalaust veldur þvi, að þetta hefur orðið eitt viðkunnasta kvæöi, sem hér er varðveitt frá 19. öld. Rimnagerðin er þó vafalitið sá þátt- ur I skáldskap Árna, sem hvaö mesta frægð hefur skapað honum í lifanda lifi, enda er hann afkastamesta rlmna- skáld 18. aldar, og eru rimur hans taldar 223 I 19 flokkum. Af þeim voru fernir prentaðir um hans daga, og fyrst Rímur af Þorsteini uxafæti. Þær rimur gaf Ölafur Ölavius út I Kaup- mannahöfn 1771, og er sú útgáfa merk fyrir þá sök, aö það var I fyrsta skipti, sem veraldlegar rimur voru prentaöar aðhöfundi lifandi, auk þess sem ekki höfðu áöur verið prentaðar verald- legar rimur, ef frá eru taldar Rimur af Karli og Grimi Svíakonungum og af 557 Sunnudagsblað Tímans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.