Tíminn Sunnudagsblað - 12.08.1972, Blaðsíða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 12.08.1972, Blaðsíða 8
Ólöf Jónsdóttir: Víkingar Kýrnar röltu letilega eftir götunni, drengur á eftir. Hún er djúp af troðningum margra kynslóða, sumstaðar mörkuð i klöppina, þar sem hún stendur upp úr jarðveginum. Þetta var um vor. Hann var að fara með kýrnar i haga i fyrsta sinn þetta sumar. Hann er tiu ára. Sólin er svo hlý. Fjöllin draga til sin hitann. Hæðirnar eru vaxnar skógi. Kýrnar vaga áfram, þær eru svo þungar á sér og hengja hausinn. Húðsepinn neðan á hálsinum á þeim slettist til, hal- inn er eins og ljónshali. Hann sveiflast fram og aftur. Flugurnar eru áreitnar. Það mætti gjarna koma svolitil væta, til að reka þær burtu. Við erum að koma að læknum, sem rennur yfir götuna, og þær standa úti i honum og drekka i löngum teygum, og drengurinn leggst á bakkann og þambar iskalt vatnið. Þetta er ekki stór lækur. Hann getur stokkið yfir á steinum. Hún er stærri jökuláin niðri á sandinum. Hann getur séð hana héðan, eins og grátt band, sem hlykkjast yfir svartan sandinn og úti við sjón deildarhring er hafið. Stundum heyrist niðurinn i þvi alla leið hingað, en ekki núna. Einu sinni komu munkar og settust hér að. Það var áður en vikingarnir komu. Einsetu- mennirnir komu vegna firðarins, sem þá rikti hér. Þá voru allir firðir fullir af iifi og landið allt vaxið skógi. Þá var vist lika hlýrra á sumrum, og kannski hefur skógurinn lika veitt skjól. Þeir höfðu lágt um sig munkarnir og það hlýtur að hafa verið gaman að vera til þá. Engar vélar, enginn hávaði, ekkert sjónvarp. Hvert er nú hægt að fara til að öðlast frið? Hér er friður. Hann liggur á bakinu og horfir upp i loftið, gjálfrið i læknum er svo svæfandi. Honum finnst hann standa uppi á háu fjalli, þar sem hann sér um heim allan. Á vikinni fyrir neðan er stórt skip. Vikingaskip og allur byrðingurinn skaraður skjöld um. Það er aðeins um tvennt að velja fyrir einseturriennina. Ef þeir eru kyrrir verða þeir gerðir að þrælum, hinn kosturinn er fjöllin með sinn breiða faðm og mörgu fylgsni. Þeir flýja einn og einn, eru vanir að vera einir, en guð er með þeim i sál þeirra. Vikingarnir koma i land. þeim lizt vel á landið, þeir setjast að. Það koma fleiri. Einsetumennirnir eru horfnir, sumir eru orðnir að þrælum, sumir hafa horfið til drottins sins, en þeir skilja eftir sin merki. Þeir eiga sinn þátt i landnáminu, ef til vill meiri, en mann grunar. Nú rikir vikinga- öld i heiminum, einnig á íslandi. Drengurinn vaknar. Þetta var einkennilegur draumur. Honum fannst hann vera vakandi i draumnum. Kýrnar sletta hölunum. Það er heitt. Lækurinn niðar og fiugurnar suða. Loftið titrar i hitanum. peningaskáp á heilann. Mér finnst að vel mætti geyma félagsgjöldin i holum trjástofni. Hver ætti að stela þeim þar? — En Róbinson, maður! Eða formaður fyrirtækisnefndarinnar? Eða hinir nefndarmennirnir? Að vöru- eftirlitsnefndinni ógleymdri! — Bjargaðist hún lika? spurði Moldavantsev og var nú ekki upplits- djarfur. — Einmitt! Þögn sló á þá. — Sjórinn skolaði kannski fundar- borði á land? spurði rithöfundurinn lymskulega. — Auðvitað! Maður verður að sjá svo um, að . vinnuskilyrðin séu viðun- andi. Sjáum nú til — gott væri að hafa drykkjarkönnu, borðdúk og smábjöllu handa fundarstjóranum. Það er sama hvernig borðdúk rekur á land. Hann getur verið rauður, en hann má allt eins_ vera grænn. Ég hef aldrei lagt i vana minn að leggja imyndunarafl listamannsins i fjötra. Sjáið þér til, vinur minn, mikilvægast af öllu er, að alþýðan fái að njóta sin á sjónarsvið- inu. Breiðfylking verkalýðsins. Moldavantsev maldaði i móinn. — Það rekur ekki fjölda manns á land. Það kemur i bág við söguþráð- inn. Hugsið yður! Skyndilega skolar aldan nokkrum tugum þúsunda manna á land. Þetta er hlægilegt. — Ágætt, hæfilegur skammtur af heilbrigðri kimni og lifsgleði er bara til bóta. — Já, en sjórinn mundi ekki bera svo marga á land. — Sjórinn, sagði ritstjórinn og var i einni svipan djúpt hugsi. — Hvernig ætti þessi mannfjöldi annars að komast hingað? Þetta er eyðieyja. — Hver hefur sagt það? Þér ruglið mig i riminu. Þetta liggur i augum uppi. Þarna höfum við þessa eyju. Það er annast betra að hafa það skaga. Þá er málið auðveldara viðfangs. Þar gerist fjöldi spennandi nýstárlega og athyglisveðra ævintýra. Verkalýðs- félögin eru i fullu fjöri, en stundum er þó ekki allt með felldu. Kvenskörung- urinn okkar flettir ofan af ýmis konar ósóma, innheimtu félagsgjaldanna er til dæmis áfátt. Alþýðan hjálpar henni. Og svo er það formaðurinn, sem iðrast þess,sem honum hefur á orðið. f lokin má hafa allsherjarfund. Það getur orðið mjög áhrifamikið úr listrænu sjónarhorni séð. Jæja, þá er þetta klappað og klárt. — Hvað um Róbinson? spurði, Moldavatnsev þjáður á svip. — Já, það var gott, að þér minntuð mig á hann. Mér er ekki um Róbinson gefið. Þurrkið hann út. Hann er bara hlálegur leiðindagaur, sem á sér eng- an tilverurétt. — Nú veitég.hvernig þetta á að vera, sagði Moldavatnsev með grafarraust. Það verður tilbúið á morgun. — Verið þér þá sælir á meðan. List- sköpunin biður yðar. A meðan ég man! Það strandar skip i sögubyrjun hjá yður. Við sleppum strandinu. Það verður meiri spenningur með þvi móti. Ekki satt? Ágætt! Sælir! Þegar rit- stjórinn var einn eftir skelti hann upp úr af kæti. — Loksins, sagði hann, loksins fæ ég góða og spennandi sögu, sem þar að auki er mjög listræn. HHJ þýddi 560 Sunnudagsblað Tímans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.