Tíminn Sunnudagsblað - 12.08.1972, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 12.08.1972, Blaðsíða 16
Hornvfk var áöur heimkynni nokkurra fjölskyldna. Nú er þar auön. Húsakostur var alimikill, bæöi fyrir mannfólk uppi á sjávarbakka og i fjöru, þar sem upp- sátur var aligott og stutt á fengsæl miö, hvort sem dorgað var fyrir þann gráa eða guia. Horn sést aö baki. Nú er vitavörðurinn eini ábúandinn á þessum slóðum. hönd sina og sagði: „Öskai Aðalsteinn! Við skulum vera vinir! „Þakka þér fyrir það”, sagði ég. Þá hélt hann áfram: Já, það er þetta met bókina þin. Ég datt ofan á handritið a) Ljósinu i kotinu. Ég rakst á þetta hjá honum vini minum, og ég hef svc gaman-að glugga i það, sem menn eru aö gera á þessu sviði. Og nú skal ég segja þér nokkuð: Hjá mér eru núna tvö handrit. Annað er skrifað af kennara, sem kann islenzku á þann hátt, sem krafizt er i skólum . Að setningaskipan hans og greinar- merkjum verður ekkert fundið, hvað þá að stafsetningunni. Þó myndi ég aldrei treysta mér til að mæla með handritinu hans. Það vantar i það sálina — andann. Um þig gegnir nákvæmlega þveröfugu máli. Þig skortir hvorki hugmyndaflug né inn- lifun i verk þitt, en þú hefur enn ekki náð tökum á sjálfu handverkinu, ef ég má orða það svo. Nú þarf bara að útvega þér góðan islenzkukennara og svo getur þú óhikað haldið áfram á þeirri braut, sem hugur þinn stendur til. Eitthvað á þessa leið fórust Guðmundi Hagalin orð. Sjálfsagt hefur hann lika sagt sitthvað fleira, sem ég er nú búinn að gleyma. Og hann lét ekki sitja við orðin tóm, heldur útvegaði hann mér kennara, sem þá var nýlega seztur að á tsafirði. Hann hét Haraldur Leósson og var Eyfirðingur að ætt og uppruna. Hann hafði numið fræði sin i Þýzkalandi og auk þess fastnað sér þar konu. Jæja. Þessi ágæti maður tók nú að sér að kenna mér islenzkt mál ,,eins og ég get”, svo notuð séu orð hans sjálfs. — Þessi kennsla hefur reynzt þér notadrjúg? — Þetta var miklu meira en venju- leg kennsla. Þau hjónin höfðu byggt sér litið hús inn með hliðinni heima. Þangað átti ég að koma tvisvar i viku og vera eina klukkustund i einu. Reyndin var þó önnur. Þarna var þetta yndislega heimili opnað upp á gátt fyrir mér, óverðugum, og það var næsta algengt, að ég kæmi klukkan fjögur og sæti fram á kvöld. Gekk svo tvo næstu vetur. Auðvitað var farið yfir allt venjulegt námsefni kennslu- bóka i islenzku, en auk þess opnaði Haraldur fyrir mér dýrðarheima islenzkrar tungu eins og þeir birtast i skáldskap þjóðarinnar i fortið og nútið. Og Haraldur gerði enn meira, þó án þess að vita af þvi sjálfur. Hann hafði yfir sér einhvern þann ljóma gáfna og sannrar menningar, sem ekki er svo auðvelt að lýsa, en hlaut að verka á hvern mann, sem nálægt honum var. Og ekki var kona hans siðri á sinn hátt. Hún hafði þegar hér var komið, náð furðugóðu valdi á islenzkri tungu og var nú sem óðast að leggja undir sig bókmenntir þjóðar- innar. Hún sat oft inni hjá okkur Haraldi, jafnvel i sjálfum kennslu- stundunum, fylgdist með öllu og lærði lika, varpaði stundum fram spurningum og veitt námi minu aukið lif og fyllingu. Seinna kom þar að hún fór að segja mér frá þýzkum bók- menntum. Sú fræðsla varð mér sannarlega ekki ónýt, þegar frá leið. — Þessi kona hlýtur að hafa verið vel menntuð? — Já, já. Hún hafði lokið doktors- prófi i sinu heimalandi, en var auk þess ákaflega viðlesin og fjölfróð. Ég veit vel, að þessi orð min eru fá og fátækleg um of, en þess vildi ég biðja þá, sem þessar linur lesa, að þeir rennd'u hryjum hug til Haraldar Leós- sonar. Hann var mér ekki aðeins vitur og hjálpsamur kennari, heldur lika sannur félagi og vinur. — Nú langar mig, óskar Aðalsteinn, að spyrja þig spurningar, sem þið, rit- höfundarnir, eruö sjálfsagt lang- þreyttir á að svara: Hverja af bókum þinum þykir þér vænst um? — Þessu er nú vandsvarað, svo næmar tilfinningar sem við berum til þessara andans afkvæma. Skáldsaga min Grjót og gróður kom út árið 1941, og hvað sem öðru liður, þá þótti mér ákaflega vænt um, hve vel henni var tekið. Ritdómar blaðanna voru mjög vinsamlegir, en þó þótti mér lang- vænst um orð próf. Sigurðar Nordals, þau er hann mælti við mig. Hann sagði, að bókin væri merkileg i islenzkum bókmenntum, bæði að stil og sögugerð. Siðar hef ég orðið þess var, að þessi saga er ein þekktasta bók min, og grunar mig, að það sé ekki sizt að þakka ummælum Nordals, og að hann hafi haft orð á þessu við fleiri en mig, enda vita það allir, að þar fer maður, sem mark er tekið á — einhver mesti vinur og velgerðamaður islenzkra bókmennta, auk þess að vera sjálfur i fremstu röð hérlendra rithöfunda. — Þú nefndir þarna áðan, að próf. Sigurður Nordal hefði látið þessi orð falla i þin eyru, en ekki skrifað þau. Hvernig lágu leiðir ykkar saman, þar sem hann var búsettur i Reykjavik, en þú á Isafirði? — Skömmu eftir að Grjót og gróður kom út, skrapp ég til Reykjavikur. Sú ferð varð mér einstaklega eftirminni- leg og lærdómsrik, þvi að þar kynntist ég þeirri skáldakynslóð, sem var nokkurn veginn jafnaldra mér. Og einn góðan veðurdag gerðist sá atburður, að Sigurður Nordal og frú ölöf buðu mér heim og voru einstak- lega elskuleg i minn garð. Þá var það, sem hann mælti þau orð, sem ég var að vitna i. — Skáldakynslóöin, já. Það væri nú gaman að heyra eitthvað af þeim nöfnum. —Ég veit ekki, hvort fólk hefur ánægju af að lesa langa upptalningu mannanafna, en af þeim hef ég auð- vitað nóg. Kemur mér þá fyrst i hug Hannes Sigfússon, sem ég sé að þú hefur vitnað til i inngangi þessa samtals. Þar næst má nefna Jón Dan, Jón Óskar, Elias Mar, Jón úr Vör, sem skrifaði mjög fallega um Grjót og gróður i Útvarpstiöindi - hann var þá ritstjóri Útvarpstíðinda —. Það er Flutt á bls. 574 568 Sunnudagsblaö Tímans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.