Tíminn Sunnudagsblað - 12.08.1972, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 12.08.1972, Blaðsíða 20
Fritz Naschitz: DÆGURVÍSA Kftir nónið liitti cg skuggann niinn. fíg bauð góðan daginn. Hann gengdi ekki. fog gekk milli trjánna, greinarnar bærðust hið efra, gaflhlöð húsanna blökk, bleikir reykháfar. Hrópi minu andæfði sama hrópið úr fjarska. Skugginn beit vörunum saman og glotti myrkt. I>á heyrði ég hann gnyðja: „Höfum verkaskipti!” fcg sagði: „bráðum” ... LJÓSASKIPTl Af hörpu skýjanna falla haustvindatónar. t>okan snjóvgar hjálmþök þögulla kirkna. Svarbláir skuggar stiga upp þrepin til himins. Nóttin verður hengd á igula teiknibólu. Krlingur E. Halldórsson þýddi. J Að GuUfossi og Geysi — Kramhald af bls. 563 þörf hún er og hugsar þá ekki lengur um útlit hennar. Ég held nú förinni áfram án teljan: legra tafa. Götuslóðarnir reynast alls- staðar svo ógreiðfærir, að ég get hvergi notfært mér hjólið, og verð þvi að ganga og teyma það við hlið mér. En umhverfið er svo laðandi, að ég er ásáttur með að fara hægt yfir. Veðrið er stöðugt blitt og sumar- fegurðin er i sinum dýrlegasta blóma. Hvert, sem augunum er rennt, blasa við grænar grundir og litfögur blóm. Regnvot jörðin ilmar og laðar allt, sem lifsanda dregur, að barmi sér. Sumarfuglarnir syngja lifinu lof með sinum margvislegu tónbrigðum. Allt vitnar um samræmi og takmarka- lausa sköpunarhæfni þess llifandi máttar, sem viðheldur sjálfri tilver- unni. Upp úr dálitlu keldudragi, skammt frá leið minni fljúga skyndilega fimm svanir. Þeir fara stóran hring i loftinu, sveigja hálsana mjúklega og kvaka angurblitt. Siðan svifa þeir til suðurs með tigulegu vængjablaki. Ég staldra við og horfi á eftir þeim, unz þeir hverfa mér sjónum út i óravidd suðursins. Og áfram held ég göngu minni eftir hinum ógreiðu! götuslóðum. Þeir reynast lengri en ég hugði i fyrstu og ég er orðinn göngumóður nokkuð, þegar ég að lokum kemst á bilveginn, sem liggur upp að Gullfossi. En þá fyrst kemur hjólið i góðar þarfir og miðaði mer úr þvi ört áfram áleiðis að settu marki. Landi hallar þarna mjög til suðurs og var það mér eðlilega til allmikils óhagræðis. En þrátt fyrir það gekk ferðin greiðlega og að áliðnum degi kom ég að Gullfossi. Skammt frá fossinum er dálitill veitingaskáli og brá ég mér þangað inn til þess að fá mér öl að drekka. Að þvi loknu labba ég niður að fossinum og biasti hann þá við mér i allri sinni tign. Ég hafði nokkrum sinnum áður komið að Gullfossi og séð hann i breytilegum búningi á ýmsum timum sólarhringsins. Fegurstur verður hann þegar geislar sólarinnar sveipa foss- úðann regnbogalitum og skreyta ólgandi vatnsflauminn logarúnum. En máttur hans er æ hinn sami, hvort sem hann þrumar óðinn sinn eilifa undir vafurlogum og stjörnubliki vetrarnæturinnar eða geislaflóði sumarsólarinnar. Aðalfossinn fellur lóðrétt niður i gljúfur mikið, sem áin beljar siðan eftir drjúglangan spöl, með gný miklum og voldugum straumþunga. Ég gekk fram á gljúfurbarminn og horfði á æðisleg umbrot vatnsins neðan við fossinn. Hið mikla vatns- magn Hvitár ólmaðist þarna allt og bylti sér á ýmsa vegu með villtu afli. Gat ég eigi horft á hamfarir þessar nema skamma stund, þvi að mig svimaði við að rýna i iðuköstin niðri i gljúfrinu fyrir fótum mér. Eftir að hafa virt fossinn fyrir mér allrækilega, undrandi yfir þeirri orku, sem i vatninu, býr, geng ég nokkur skref frá árgljúfrinu og tylli mér niður i dúnmjúkt grængresið. Og hugur minn laðast að blómunum, sem breiðast þarna hvarvetna um brekkur og hvamma. Andstæðurnar i riki nátt- úrunnar á þessum stað eru býsna miklar og augljósar. Annarsvegar hrikalegt gljúfrið, þar sem árvatnið brýzt um svo sterklega, að loftið fyllist dunandi bassatónum, en hins vegar litfögur blóm, sem brosa blíðlega mót geislum sólar. Mest áberandi er blágresið sem myndar fagrar fylkingar á við og dreif. Fjalldala- fifillinn vex þarna einnig á stöku stað, til ósegjanlegrar prýði. Hann drýpur höfði i þögulli auðmýkt og skynjar ekki sina fegurð. Og margt er þarna annarra litfagurra blóma, svo sem brennisóley, holtasóley o.fl. Fegurð blómanna verður aldrei veg- sömuð um of, þvi að i formi þeirra og litum felst hámark allrar fegurðar á þessari jörð. Sú var a.m.k. skoðun min meðan ég dvaldist þarna i blóma- brekkunni við Gullfoss, og hún er óbreytt enn. Eftir um klukkustundar dvöl þarna við fossinn, held ég af stað þaðan heimleiðis. Halli landsins er mér nú i vil og mig ber þvi hratt yfir á hjólinu. Skýbólstrar himinsins eru nú aftur teknir að dökkna og breiðast út. Vesturloftið er orðið blýgrátt vegna þokudrunga. En um jörðina sveipast kvöldkyrrðin og umvefur allt. Og brátt blundar byggðin i faðmi sumarnætur- innar. Eyþór Erlendsson. o 572 Sunnudagsblað Tímans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.