Tíminn Sunnudagsblað - 12.08.1972, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 12.08.1972, Blaðsíða 18
sykurmola og setti hann hjá undir- skálinni, nældi apakötturinn i molann og stakk honum upp i sig. Ja, apaköttur er ekki manneskja. Hann veit ekki, aö ætli hann sér að taka eitthvað, á hann ekki að gera það fyrir framan augun á ömmu. En þetta vissi apakötturinn ekki, og þvi fór hann sinu fram i augsýn ömmu og auðvitað lá henni við gráti. Amma sagði: „Þegar öllu er á botninn hvolft, er það einkar leiðin- legt, að einhverskonar api — með rófu skuli búa i ibúð fólks. Hann skelfir mig með þessu ómennska útliti sinu Hann gæti átt það til að stökkva upp á höfuðið á mér i myrkrinu. Hann borðar ailan sykurinn minn. Nei, ég neita hreinlega að hafast við undir sama þaki og apaköttur. Annað hvort okkar verður að vera i dýragarðinum. Á ég kannski að flytja i dýragarðinn? Nei, það er betra að láta apann búa þar og að ég verði i minni ibúð.” Alyosha sagði við ömmu sina: „Nei, amma þú þarft ekki að flytja i dýragarðinn Ég skal ábyrgjast það, að apakötturinn borði ekki oftar sykurinn þinn. Ég ætla að ala hann upp eins og manneskju. Ég ætla að kenna honum að borða með skeið og drekka te úr blasi. Og hvað stökkunum við- vikur þá get ég ekki bannað honum að sveifla sér i ljósakrónunni á stiga- ganginum. Þaðan gæti hann auðvitað stokkið niður á höfuðið á þér, en þú mátt ekki verða hrædd, þótt það komi fyrir, þvi að þetta er meinlaus apa- köttur, sem hefur vanizt þvi i Afriku aö hoppa og stökkva”. Daginn eftir fór Alyosha i skólann og bað ömmu sina að lita eftir apa- kettinum. En amma leit ekki eftir apanum. Hún hugsaði: „Ég held nú siður, ég ætti nú ekki annað eftir en fara að lita eftir einhverri ófreskju. Og mitt i þessum hugleiðingum sinum sofnaði amma i stólnum sinum. Þá klifraði apakötturinn okkar út um opinn glugga og niður á götu og hélt sig á gangstéttinni sólarmegin. Hver veit — kannski langaði hann til að fá sér gönguferð, og kannski haföi hann einsett sér að koma við i búð og fá eitthvað handa sér. En á sömu stundu átti gamall, fatlaður maður, sem Gavrilich hét, leið þar hjá. Hann var að fara i gufu- bað og hélt á litilli körfu sem i v-ar sápa og undirföt. Hann sá apaköttinn.og i fyrstu trúði hann ekki sinum eigin augum. Hann hugsaði með sér, að hann sæi ofsjónir, af þvi að hann hefði drukkið eina krús af öli skömmu áður. Og þarna stóð hann og horfði forviða á apaköttinn, og hann horfði á mann- inn. Ef til vill hugsaði apinn: „Og hvers konar fuglahræða er nú þetta og með körfu I hendinni”? Að lokum skildi Gavrilich, að þetta var raunverulegur apaköttur og engar ofsjónir. Og þá hugsaði hann: „Ef ég gæti náð honum, skyldi ég fara með hann á markaðinn á morgun og selja hann fyrir hundrað rúblur, og fyrir hundrað rúblur get ég keypt mér tiu ölkrúsir.” Og Gavilich reyndi að ginna apaköttinn til sin og kallaði: „Kisa- kisa-kis....komdu hingað”. Hann vissi reyndar, að þetta var ekki kisa, en hann vissi ekki á hvaða máli hann ætti að ávarpa apann. Og svo tók hann einn sykurmola upp úr vasa sinum sýndi apakettinum, beygði sig niður og sagði við hann: „Fallegi apaköttur, mætti ég bjóða þér sykurmola?” Hann svaraði: „Ef þú vilt vera svo vænn, þætti mér mjög vænt um það...” Það er að segja, reyndar sagði apinn ekkert, vegna þess að hann kann ekki að tala en hann gekk bara nær, greip um molann og stakk honum upp i sig. Gavrilich tók hann I fangið og setti hann i körfuna. Það var hlýtt og nota- legt I körfunni og apakötturinn okkar stökk ekki út úr henni. Kannski hugsaði hann: „Ég ætla að láta þennan gamía fáráðling bera mig spölkorn i körfunni, það er býsna skemmtilegt”. I fyrstu hugsaði Gavrilich sér að fara heim með apaköttinn. Hann hugsaöi: „Það er heillaráð, að ég fari með hann i gufubað. Ég ætla að þvo honum þar. Hann verður hrein og snotur. Svo ætla ég að binda slaufu um hálsinn á honum, og þá fæ ég meira fyrir hann á markaðinum.” Og svo kom hann tilgufubaðstofunnar með apaköttinn og fór að þvo honum. 1 gufubaðinu var hlýtt — heitt eins og i Afriku, og apakötturinn okkar var mjög ánægður með ylinn — en þó var gleði hans ekki óblandin. Gavrilich sápaöi hann nefnilega i krók og kring og froðan fór i munninn á apanum. Auðvitað er sápa ekki bragðgóð, en þó ekki svo slæm, að maður öskri og neiti að láta þvo sér. En hvað sem þvi liður fór apakötturinn að skyrpa, en sápan fór i augun á honum og þá varð hann alveg óður....Hann beit i fingurinn á Gavrilich, reif sig úr höndum hans og ruddist út úr gufubaðinu, einsog á hann hefði runnið berserksgangur. Hann stökk inn I búningsherbergiö og þar skelfdi hann alla. Enginn vissi, að þetta var apaköttur. Fólkið sá ein- hverja smávaxna veru, löðrandi i sápu stökkva inn, fyrst upp á bekkinn, þaðan á ofninn, af ofninum upp á skáp, þaðan ofan á hausinn á ein- hverjum og aftur upp á ofninn. Nokkrar taugaveiklaðar maddömur fóru að hrópa og hlupu út úr baðinu, og apakötturinn hljóp lika út og niður stigann. Fyrir neðan stigann var kiefi afgreiðslustúlkunnar, og litill gluggi á. Apakötturinn stökk upp i gluggann og hugsaði, að þarna gæti varla verið eins mikill hamagangur, hróp og læti og i búningsherberginu. En inni i klefanum sat kona, sem rak upp skaðræðisöskur, stökk út úr klefanum og hrópaði: „Hjálp! Ég held, að sprengja hafi fallið á kefann minn. Gefið mér róandi pillu”. Apakötturinn varð leiður á öllum þessum hrópum. Hann stökk út úr kefanum og út á götuna. Og þarna hljóp hann eftir götunni, holdvotur og þakinn sápulöðri, og enn tók fólk að elta hann. Fremstir fóru strákarnir, siðan unglingarnir, þá lögreglumaður og á eftir honum Gavrilich, hinn aldraði kunningi okkar, hálfklæddur og með stigvélin i höndum. Allt i einu birtist hundur — reyndar sá sami og elti apann daginn áður. Þegar apakötturinn sá hann, hugsaði hann með sér: „Jæja, borgarar góðir, nú er ég búinn að fá nóg”. En i þetta skipti elti hundurinn hann ekki. Hundurinn leit aðeins á apa- köttinn, fann til sársauka i trýninu og tók ekki á sprett, heldur snéri frá. Kannski hugsaði hann: „Ég hef ekki neitt aukatrýni, svo að ég get ekki verið að eltast við apaketti”. En þótt hann hörfaði, gelti hann reiðilega eins og til þess að segja: „Hlauptu bara, en haföi það hugfast, að ég er hérna”. Þegar hér var komið sögu var drengurinn Alyosha Popov kominn heim úr skólanum og fann ekki litla apaköttinn sinn. Hann varð mjög dapur og táraðist. Hann bugsaöi, að nú mundi hann aldrei sjá yndislega, góöa apaköttinn sinn framar. Og i hryggð sinni fór hann út á götu. Hann gekk eftir götunni og var mjög dapur, en þá sá hann fólk koma þjótandi. Nei, i fyrstu datt honum ekki i hug að verið væri að elta apaköttinn hans. Hann hélt, að fólkið hlypi, af þvi að loftvarnarmerki hefði verið gefið. En þá sá hann apann sinn — holdvotan og sápugan. Drengurinn þaut til hans og þrýsti honum að sér svo að enginn tæki hann af honum. Þá nam allt fólkið staðar og umkringdi drenginn. Oldungurinn Gavrilich stigur þá fram úr hópnum og sýnir öllum 570 Sunnudagsblað Tímans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.