Tíminn Sunnudagsblað - 30.09.1972, Page 2

Tíminn Sunnudagsblað - 30.09.1972, Page 2
 Nú er við hæfi að rifja upp nokkrar gangna- og réttavisur. Þar er um auðugan garð að gresja. Borgfirðingar og Húnvetningar áttu lengi saman leit- ir á Arnarvatnshæðum, hittust i Fljótsdrögum, smöluðu saman til Réttarvatns og réttuðu þar. Asgrimur Kristinsson i Asbrekku i Vatnsdal orti á leið suður yfir Stórasand með til- hlökkun: Hér,gott að skella á skeið skyldi léttast öndin. Fyrir okkur björt og breið blasa heiðalöndin. Og hann verður ekki fyrir vonbrigð- um og orðar gleði sina svona: Enn um þetta óskaland ótal perlur skina. Hitti ég fyrir sunnan sand sumardrauma mina. Valdimar Benónýsson á Ægissiðu orti svo um Jón bónda á Hofi i Vatns dal, er hann hafði verið fjallakóngur i hálfa öld. Jón við tjöld I leitum lá lengst með völd i hendi meðan öldin hálfa hjá haustsins kvöldum renndi. Magnús Gislason á Vöglum orti þessa ástavisu til heiðanna: Margan seiðir mann aö þér, mörkin breið — og hálsar. Uppi á heiðum eru mér allar leiðir frjálsar. Rósberg G. Snædal hefur að sjálf- sögðu verið tiður gestur i Stafnsrétt, en hún er meðal f járflestu rétta lands- ins og fornfræg. Hann yrkir þessar „stökur” frá Stafnsrétt: Bliknar margt og bleik er grund, blómaskart i valnum. A þó hjartað óskastund innst i Svartárdalnum. Haustiö býður öllum oss: úti er bliöa og friður. Safnið liður likt og foss Lækjarhliðar niður. Hér er lif og líka fjör, lagleg víf og jeppar. Heyrast gifuryrði ör, óðir rifast seppar. Það er sparkað, kjaftað, kitt, karlar þjarka um hross og skjátur. Þar er slarkað, þjórað, spýtt. Þá er Marka-Leifi kátur. Svona bras er siður forn, sumir hrasa og slaga, taka i nasir tóbakskorn, tappa úr glasi draga. Miðla ég tári á mannfundi manni náradregnum. Þessi árans andskoti ætlar að klára úr fleygnum. Senn að völdum svefninn fer, sveit i tjöldin skriður. Svo er öldin önnur hér, er á kvöldið liður. Og ekki má gleyma þessum gangna visum Ásgrims i Asbrekku: Þegar halla að hausti fer, heiðin kaliar löngum. Hugurinn allur unir sér inn til fjalla — i göngum. Þá i Fljótsdrög ferðin lá, fjöllin móti hlógu, stæltum fótum fákar þá funa úr grjóti slógu. Harðnar reiðin frjáls og frí færist leiðin innar. Blærinn seiðir okkur f arma heiðarinnar. Og við fögur fjöllin þá Fljóts — í drögum beðið, skemmt með sögum, sopið á, sungiðtlög og kveðið. Og Valdimar Benónýsson lýsir sauðunum, sem nú eru horfnir úr safn- inu, i þessari málverksvisu: Sést i flokkum sauðastóð saman brokka. Vindi hrifið gárast lokka fannhvftt flóð, frelsisþokka gulli drifið. Og enn muni ortar gangnavisur. Kannski einhver vilji senda mér nokkrar i syrpuna. Gnúpur. I I | I 722 Sunnudagsblað Timans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.