Tíminn Sunnudagsblað - 30.09.1972, Qupperneq 5
A veginum í Njarðvlkurskriðum. Sér yfir Njarðvikina til illgöngufjalla norðan hennar
(Ljósm: P. Jónsson)
og Langanes út á Font. tjtsýni er óra-
vitt og stórfagurt af Gönguskarði i
heiðskiru veðri.
Sigurður var skemmtilegur i skrafi
niður Osfjallið, sagði mér öll örnefni,
svo sem Grjótfjall, Smátindafjall,
Skollamelar, Fláamelar, Bratta-
brekka, Stapavik, Fossvik, Kross-
höfði, Hviteyri, Nauteyri og mörg önn-
ur. Hann hafð verið göngustjóri i
Ösfjalli i tuttugu ár og sagði mér, að
hann hefði stundum komizt i hann
krappann, til að mynda lent i snjó á
bringspalir. Ég hugsaði með mér, að
þá hefði komið sér illa fyrir hann að
vera klofstuttur. En heim komu þeir
fénu sagði hann, og þegar komið var
niður að fljótinu voru selir hér og hvar
að stinga upp kolli.
Ég spurði Sigurð, hvort hann hefði
ekki stundum unnið á selkópi á vorin
við fljótið, en hann kvað það hefði
verið sjaldan. — Einu sinni var ég þó
nærri búnn að vinna á griðarstórum
sel. sem lá uppi á sandi norðan við
fljótið. sagði hann. Hann kvaðst hafa
verið með sterka reku og læðzt að
kobba og veitt honum mikinn áverka
eða svöðusár. en selurinn komst eftir
Sunnudagsblaö Tímans
það i fljótið og skildi þar með þeim.
Þessi saga var alkunn, og fylgdi
henni, að tveim dögum siðar hefði
Sigurður Jakobsson, bóndi á Ósi
skotið griðarstóran sel við fljótið og
meðfram dindli hans var ofurlitil rispa
i skinnið. Taldi Sigurður á Ósi, að þetta
væri áverkinn, sem nafni hans á Hey-
skálum hefði veitt selnum með
rekunni.
Við Sigurður gengum i hægðum okk-
ar inn með fljótinu að ferjustaðnum,
og kom Þorkell þegar er Sigurður
kallaði og reri sterklega yfir, lagði
ferjunni að klöpp, þar sem við stigum
þurrum fótum á far. Heima á Heyskál-
um var þegar settur upp pottur að
sjóða vatn og áhöld, og gekk bólu-
setningin fljótt og vel. Enginn kind
drapst úr fári á Heyskálum eftir þetta
enda var það bólusett á hverju ári. Ég
fór þangað næstu haust og á fleiri bæi i
Hjaltastaðaþinghá, unz bændur þar
fóru að bólusetja sjálfir.
Haustiö 1923, gerðist ferðalag mitt i
Heyskála allsögulegt. Mig minnir, að
farið væri að liða á október. Ég lagði af
stað að heiman á auðri jörð og i góðu
veðri, kom i Heyskála og bólusetti þar,
en hélt siðan að Hrafnabjörgum.
Þaðan fór ég i Þórsnes. 1 Þórsnesi bjó
Eirikur Þorkelsson og Stefania kona
hans með Steinþóri syni sinum, lista-
mannsefni ungu að árum. Mér þótti sá
piltur ræðinn og skemmtilegur. Eftir
bólusetningu og gistingu i Þórsnesi fór
ég i Unaós. Aðalbjörn vissi af ferð
minni og var að hýsa féð i rökku-
byrjun, er ég kom i Ós.
Mér var siðan boðið i eldhús og sat
ég þar smástund yfir kaffi og við
skemmtispjall við þau hjónin. En allt i
einu ruku hundarnir upp með gesta-
gelti, og Pétur Póstur og bóndi á
Hjaltastað riður i hlað. Við vorum þá
komnir út og þegar Pétur snarast af
baki, segir hann umsvifalaust við mig:
Þú getur fengið folandið, það fylgir
móður sinni eins og þú sérð. Ég vil
losna við það undan hryssunný og þú
getur tekið það með þér ofanyfir.
Pétur segist vera að fara út á Höfða
eftir vörum og skilja folaldið eftir.
Ég kvaðst vera smeykur um, að mér
gengi illa að koma folaldinu heim, þar
sem ég sé hestlaus og folaldið ekki
taumvant. Pétur taldi það engin vand-
kvæði að koma þvi yfir fjallið. Það
725