Tíminn Sunnudagsblað - 30.09.1972, Page 9

Tíminn Sunnudagsblað - 30.09.1972, Page 9
,,Viltu ekki koma inn og fá þér hressingu áöur en viö förum”, spuröi hún. „Það liggur á. Ég bið hér”, svaraði maðurinn. Hún hraðaði sér sem hún mátti að klæðast og taka til það, sem hún þurfti til ferðarinnar og braut ekki heilann á meðan um kynlega framkomu komu- manns. begar hún kom fram i dyrnar, var komumaður úti fyrir og varð henni fyrst fyrir að spyrja hann hvort þau færu ekki sjóleiðina. „Nei,” svaraði hann og ekki öðru og lagði af stað og var gangandi. Hann steig stórum og mátti hún hafa sig alla við að fylgja honum eftir. Hriðin var allhörð, en þó fannst henni fljótlega þau komin af leið og stefna til fjalla. Spurði hún manninn, hvort þau væru ekki komin afvega, en hann neitaði þvi og sagði þau rétt komin. Þau gengu enn um hrið, en sáu svo ljós framundan i kóf- inu, — gengu á ljósið og komu að bæ i miklum snjó, Maðurinn dreif nú ljósmóðurina inn i bæinn, hjálpaði henni úr snjófötum og leiddi hana inn i herbergi út af bað- stofu, en þar lá ung jarphærð kona i rúmi og var sjáanlega langt leidd. Gleymdi nú ljósmóðirin unga öllu öðru en konunni, sem virtist ekki geta fætt. Skoðaði hún hana og fanp að barnið lá þvert fyrir. Fannst henni illa horfa, en mundi vel,að landlæknirinn hafði sýnt þeim i Ijósmóðurskólanum syðra, handtökin i slikum aðstæðum. Sagði hún þvi við sjálfa sig: „Fyrst hann gat það, get ég það lika”, og bað nú barns- hafandi konuna að reyna ekki meira til að fæða i bili, en biða eftir hriðunum, og þegar þær kæmu, mundi hún snúa barninu, þannig að það bæri rétt að. Reyndi ljósmóðirin siðan að nota réttu handtökin og tókst henni að færa barnið til i þriðju atrennu. Eftir það gekk allt eðlilega og fæddist stór og efnilegur drengur. „Það vissi ég, að til þessa þurfti mennskar hendur”, heyrði hún, að barnsmóðirin sagði, þegar barnið var komið i heiminn. Svo upptekin var ljósmóðirin af starfi sinu, að hún veitti þvi ekki eftir- tekt, sem var i herberginu meðan hún var að bisa við sængurkonuna. Þegar hún hafði skilið á milli, sagði maður- inn, sem hafði staðið rétt hjá henni þegjandi. „Nú þarftu ekki meira að gera, móðir min getur séð um það, sem eftir er”. Ljósmóðirin leit upp og sá þá gamla konu standa við gafl rúmsins, en gegnt þvi við hinn vegg herbergisins voru tvö barnarúm með sofandi börnum. „Guði sé lof”, sagði ljósmóðirin, sem var þreytt eftir þá spennu, sem hún hafði verið i, þegar ósýnt var um hvort henni tækist að bjarga móður og barni. Enginn tók undir orð hennar, en maðurinn og móðir hans lutu höfði. Sængurkonan virtist nú sofa. „Við skulum koma, þin verður bráðum vitjað aftur”, sagði maðurinn og að þeim orðum sögðum fóru þau tvö út úr herberginu, ferðbjuggu sig og héldu af stað. Þó fékk konan drykk úr blárri könnu áður en út var gengið og styrkti drykkurinn hana mikið. Var hún eins og i leiðslu, bæði af áreynsl- unni og liklega einnig af drykknum Veörið hafði gengið niður og gekk þeim heimferðin greiðlega. Við bæjar- dyr hennar nam maðurinn staðar og sagði: „Hér skiljumst við og munum ekki oftar sjást. Litið hef ég til að gjalda þér með, en þó get ég gefið þér það, sem bezt mun koma þér, það, að aldrei mun þér mistakast i starfi og aldrei mun deyja hjá þér barn eða kona, og vertu nú sæl”. — Gekk hann út i náttmyrkrið og var horfinn. Ljósmóðirin unga hélt inn, klæddist úr snjófötum og lagðist siðan fyrir i rúmi sinu, uppgefin með öllu. Hafði hún ekki einu sinni þrek til að hugsa um þessa undarlegu vitjun. Hún hafði rétt fest blund, þegar þrjú högg voru barin á bæjarhurðina. Var þar kominn bóndinn á Tanga. Konan fór að klæða sig og leit i tösku sina. Var taskan snjóug og blóð var á lindúk i töskunni. Þessi fyrsta ferð var þá enginn draumur, hugsaði hún. Tangabóndinn var á báti og var leiði gott út fjörðinn heim að bænum hans. Þegar þangað kom brá ljósmóðurinni illa við, er hún sá sængurkonuna. Var þá auðséð»að hér voru góð ráð dýr. Konunni var nær blætt út. Hér var hver andrá mikils virði. Ljósmóðirin rannsakaði konuna og sá að það var fótafæðing. Ekki bætti það úr. Nú lá við, að henni féllust hendur, en var þá hugsað til mannsins stóra og orða hans,,Þér skal aldrei mistakast”... ..Láttu nú sjá,” — sagði ljósmóðirin, eins og hún væri enn að tala við mann- inn ókunna. Brá þá svo við, að lif virtist færast í dauðvona andlit sængurkonunnar, og að stuttum tima liðnum var barnið fætt og heilsaðist báðum vel. Eftir þetta var ljósmóðirin að starfi sinu i hálfa öld og ári betur. Aldrei mistókst henni og þakkaði hún það huldumanninum, sem vitjaði hennar fyrstur. Oft varð henni gengið i þá átt, sem hún hafði farið með honum hriðarnóttina, þar var fjalldalur, óbyggður, en með klettabelti stóru og lá orð á frá fornu fari,að þar byggi huldufólk. Ekki hafði ljósmóðirin ástæðu til að efast um tilvist þess. Þvoðu nú, kerli mín Einu sinni voru hjón, sem bjuggu búi sinu uppi i sveit. Þau voru mjög ólik, karlinn litill vexti og mannleysa, en konan há og digur og hinn mesti svarkur. Konan var kattþrifin, en karlinn endemis sóði. Þeim kom eðlilega miður vel saman, eins ólik og þau voru. Engin börn áttu þau og bjuggu ein á bænum. Aldrei þvoði karl sér sjálfviljugur, en kerlingin þvoði honum sárnauðug- um á hverju kvöldi. Kveið hann mjög fyrirþvi og frestaði oft heimferð sinni vegna væntanlegs þvottar, eins lengi og hann gat. Kerling vann ekki utanbæjar, þvi að inni var nóg að gera. Hún þvoði bæinn á hverjum degi hátt og lágt, siðan þvoði hún heimilisköttinn, þar á eftir hundinn og siðast bónda sinn. Þessa þrjá þvoði hún alla upp úr forláta bað- keri, sem hún hafði keypt i upphafi bú- skapar sins. Baðkerið var sá hlutur, sem henni þótti vænst um á heimilinu, enda var það i stöðugri notkun. Þess á milli þvoði hún blessað baðkerið sitt úr heimatilbúinni sápu. Sápan, búin til úr vitissóda, var ágæt. Hún hreif, þvi var ekki að neita. Kötturinn var alltaf mjallahvitur og hundurinn gljá- svartur, það var nú liturinn hans. Bóndinn kvartaði undan skinnsæri, en hann var alltaf sami vesalingurinn. Þannig gekk það dag eftir dag þar til einn morgurv að bóndinn lá dauður i rúminu sinu. Konan þvoði hann nú hátt og lágt i siðasta sinn og það meira að segja á undan hundinumog kettinum. Svo fékk hún hjálp af næsta bæ og innan fárra daga var karlinn grafinn sómasamlega i kirkjugarðinum. Nú varð konan að vinna útistörfin lika og hafði langt um minni tima til að sinna þvottinum heima. Þegar hún hafði lokið útiverkunum, mátti hún hita vatn á heimilisdýrin og þvo þeim, hversu þreytt sem hún var. Það þótti henni verst, að þegar hún hafði lokið kvöldþvottinum, heyrðist henni karl sinn hlæja hátt og segja illkvittn- islega: „Þvoðu nú, kerling min!” Þetta fékk svo á hana, að hún réði til sin ráðsmann, en hann tolldi stutt, þar sem hann vildi ekki láta þvo sér á hverju kvöldi. Siðan réði hún annan, en það fór á sömu leið. Loks vildi eng- inn koma til hennar og hún varð að hýrast ein i kotinu. Hundurinn og kötturinn dóu úr elli, en hún veslaðist upp og er sögð hafa látizt af of miklu hreinlæti. (Gömulsögn) Sunnudagsblað Tímans 729

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.