Tíminn Sunnudagsblað - 30.09.1972, Qupperneq 10
t uppsátri á Sæbóli á Ingjaldssandi og sér yfir fjörö.
730 Sunnudagsblað Timans
Kristjana Jónsdóttir, kölluð Kitta
gamla, hét gömul kona, er átti heima á
Sæbóli á Ingjaldssandi á uppvaxtarár-
um minum. Hún þáði af sveit, enda fór
hún ekki út úr bæ til vinnu öll þau ár,
sem hún dvaldist á Sæbóli hjá Jóni
Bjarnasyni og konu hans, Sveinfriði
Sigmundsdóttur, og áttu hún hæga og
góða ellidaga hjá þeim ágætu hjónum.
Sæból er næsti bær við æskuheimili
mitt og ekki langt á milli, enda kom ég
langoftast á þennan bæ af nágranna-
bæjunum. Þau voru æöimörg erindin
að sjónum, bæði að þörfu og leik. Ég sá
þvi Kristjönu oft og hafði af henni náin
kynni, og þar eð hún var aö mörgu
leyti „öðru visi en fólk er flest”, fór
ekki hjá þvi, að hún vekti eftirtekt, og
festist i minni. Hún var eins og ein af
fjölskyldunni, enda tók hún miklu ást-
fóstri við yngsta barnið á heimilinu,
sem fæddist um það leyti, er hún kom
að Sæbóli. Það var Jón Sveinn Jóns-
son, sem var i áratugi bjó á Sæbóli, en
er nýfluttur til Flateyrar.
Kristjana var mjög einkennileg i út-
liti og háttum. Hún var mjög smá
vexti, en snotur og bauð af sér góðan
þokka, glaðlynd og skipti sjaldan
skapi. Andlitið smáfellt, brúnleitt með
sérkennilegu og óvenjulegu lifarafti.
Kúpt var hún i herðum og rétti sjaldan
alveg úr sér, enda voru fætur hennar
bognir og gekk hún á jörkunum. Sagt
var, að beinkröm eða „enska sýkin”,
er hún fékk i æsku ætti sök á þvi.
Þessi ár, sem ég man eftir henni, mun
hún sjaldan hafa farið niður af lofti, en
sat á rúmi sinu, kembdi, spann og
prjónaði, — oftast var hún prjónandi.
Hún var frábær tónskaparkona, þó
ekki gæti hún mikilvirk kallazt. Band
spann hún svo fint, að fáar ætla ég að
hafi leikið slikt eftir. Hér tók ofan af
(þ.e. togið af ullinni), hærði þelið
vandlega og kembdi sjálf, spann,
tvinnaði og þrinnaði. Or þessu fina
bandi prjónaði hún skotthúfur á kven-
fólk, og hygg ég að flestar konur og
heimasætur á Sandinum og liklega
viðar hafi átt skotthúfur, sem
Kristjana hafði unnið i og prjónað, og
tæplega þótti sú kona vel búin, sem
ekki átti skotthúfu frá Kristjönu.
Skotthúfurnar ýmist seldi hún eða gaf,
oftast hygg ég, að hún hafi gefið þær,
en þegar hún seldi þær, var veröið 1
króna, annars held ég að þetta hafi
verið dálitið breytilegt, og jafnvel að
húfan hafi farið niður i 25 aura. En
hvað sem um það er, þá var þessi
vinna mjög rómuð, þar sem til þekkt-
ist og mjög eftirsótt.
Kristjana átti sér einn tyllidag, sem
hún æviniega hélt upp á, það var
Gvendardagur 16. marz, þ.e. dánar-
dagur Guömundar góða Hólabiskups.
Vægi gott veður á Gvendardag og hún
gæti gefið kaffi, sagði hún, að „Gvend-
ardagur hefði nú verið góður, bæði út-
vortist og innvortis”. Fyrir skotthúfu-
peningana keypti hún kringlur, til þess
að gefa með Gvendardagskaffinu. Það
brást varla, að hún gæfi kaffi og
kringlur á Gvendardag.
Kristjana var fluglæs og kunni
ódæmi af sögum og ljóðum. Tólfsona-
kvæði kunni hún allt og fór oft með
það, einnig langan flokk, er hún nefndi
Geðfró o.m.fl. Ég sé mikið eftir þvi, að
hafa ekki skrifað upp ýmislegt af þvi,
sem hún kunni, en úr þvi verður ekki
bætt. Kitta min var áreiðanlega dálitið
hagmælt. Hún skaut oft fram visum.
Eina visu kann ég, en hún mælti fram
eitt sinn er sr. Sigtryggur kom til að
messa. Hún segir, er hann kom upp i
loftsgatið:
Góðan daginn, Guðsmaður,
gáfaðasti prestur.
Sómamaður Sigtryggur,
sifellt bezti gestur.
Kristjönu þáttur
I