Tíminn Sunnudagsblað - 30.09.1972, Side 21
rUEDUK
náttúrunnar
Hafið þið heyrt um dvergselina, sem íshafsfarar
tala um — m jög smávaxna hringanór, sem eru ekki
nema 60 sm langir ársgamlir. Menn halda, að þeir
hafi staðnað i vexti vegna þess að þeir villtust
undan mæðrum sinum ungir að aldri.
En hringanórinn er ætið litill selur, þótt ekki sé hann
dvergvaxinn, verður varla lengri en 120-180 sm. Hann er
viða um höf — var til að mynda áður algengur i norður-
hluta Eystrasalts og Finnska flóa. Þar lá hann oft á land-
skerjum og var skotinn úr landi. Hann kunni einnig vel viö
sig á rekatrjám.
Hringanórinn kæpir um miðjan
vetur úti á isnum, og kópurinn fær
næringarmestu móðurmjólk, sem
til er. Hann getur synt og kafað
nokkurra daga gamall.
A sama hátt og hringanórinn
hefur orðið innlyksa i Eystrasalti,
varð hann eftirlegukind i nokkrum
stórvötnum, svo sem Ladoga og
Saima. Þar hefur hann unað lifi
siðan þessi vötn voru hluti ishafs.
Hringanórinn er eitthvert mikil-
vægasta veiðidýr fjölda fólks á
ströndum heimskautslanda. Hann
gefurbæði skinn og kjöt. Eskimóa-
fjölskylda veiðir um 400 seli á ári.
Hringanórinn er liðtækur við
fiskveiðar og sundfimur vel, svo að
hann leikur sér að þvi að hremma
væna laxa, og henn eltir laxa langt
upp i ár. Hann hefur sézt allt að 60
km. frá árósum.
Hringanórinn syndir í kafi og
kemur upp til þess að anda með 7-8
minútna millibili. Þeir geta þó
verið i kafi allt að 20 minútum, og
skutlaðir selir koma helzt ekki upp
fyrr en þeir eru mjög aðþrengdir.
Hringanórinn getur sofiö i kafi
eins og aðrir selir. Þeir sofa oft á
botni á grunnsævi en renna i hring
upp og niður hálfsofandi á 5-6
minútna fresti til að mynda að og
frá öndunaropi á is.
Sunnudagsblað Tímans
741
'.V.'.V.V.V.V.V.V.V.W.V.V.V/.V,