Morgunblaðið - 01.05.2004, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 01.05.2004, Blaðsíða 42
UMRÆÐAN 42 LAUGARDAGUR 1. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Eldaskálinn Brautarholti 3 105 Reykjavík Sími: 562 1420 www.invita.com Opið hús: laugardag kl. 10 - 16sunnudag kl. 11 - 15 50–55% AFSLÁTTUR AF SÝNINGARINNRÉTTINGUM Rýmum fyrir nýjum eldhús- og baðinn- réttingum FRÍDAGUR verka- lýðsins er haldinn há- tíðlegur 1. maí. Meiri- hluti þeirra tíu þúsund einstaklinga sem fylla raðir ungra sjálfstæð- ismanna tilheyrir hópi launafólks. Það er því ekki úr vegi að reifa nokkrar hugmyndir ungra sjálfstæð- ismanna sem eru til þess fallnar að bæta hag launþega. Reyndar telja ungir sjálfstæðismenn hugmyndir sínar þjóna hagsmunum alls almenn- ings, enda snýst hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins ekki um baráttu stétta gegn hvor annarri. Þær hugmyndir sem Samband ungra sjálfstæðismanna hefur gert að stefnu sinni byggja á trú fé- lagsmanna á frelsi hvers manns til orðs og æðis. Ungir sjálfstæðismenn trúa því að frjálst val einstaklinga sé grundvöllur hagsældar og forsenda velfarnaðar sérhvers manns. Rík- isvaldið eigi því að halda afskiptum af vinnuveitendum og launþegum í lágmarki. Lækkum skatta strax Fyrst má nefna skattamál. Grund- völlur frekari hagvaxtar felst í því að almenningur sjái aukinn hag í því að sýna frumkvæði og dugnað í starfi. Til þess að svo megi vera þarf fólk að geta haldið eftir afrakstri eigin vinnu. Þess vegna er brýnt að halda allri skattheimtu í lágmarki. Mik- ilvæg skref hafa verið stigin í þessa átt, en betur má ef duga skal. Í stjórnarsáttmála sem samþykktur var 23. maí á síðasta ári var því heitið að á yfirstandandi kjörtímabili yrði tekjuskattsprósenta á einstaklinga lækkuð um allt að 4% og virð- isaukaskattkerfið endurskoðað með það í huga að bæta kjör almennings. Það er ákaflega brýnt að staðið verði við þessi fyrirheit. Samþykkt verði nú í vor lög sem kveði á um lækkun tekjuskatts og virðisaukaskattur verði lækkaður strax á haustþingi. Slíkar skattalækkanir yrðu veruleg kjarabót fyrir allan almenning, en hafa ber í huga að lækkun virð- isaukaskatts á nauðsynjavörur er trúlega besta kjarabót sem völ er á fyrir láglaunafólk. Því er mikilvægt að áformum um skattalækkanir verði hrundið í framkvæmd, en án þess að hækka aðra skatta eða op- inber gjöld sem ekki voru á lof- orðalistanum, til dæmis trygginga- gjald. Þá telur SUS löngu orðið tímabært að leggja niður stimp- ilgjöld og vörugjöld sem eru til þess eins að skekkja samkeppnisstöðu á markaði og draga úr kaupmætti fólks. Miklvægt er að ólíkum at- vinnugreinum sé ekki gert mishátt undir höfði. Þess vegna er eðlilegt að fagna hugmyndum fjármálaráð- herra um að fella niður sjó- mannaafslátt í áföngum. Breytt rekstrarform, betri menntun Íslenskt menntakerfi hefur verið í sókn á undanförnum árum með til- komu nýrra framhaldsskóla og fjölg- un háskóla. Þá hefur fjölbreytni náms á öllum skólastigum aukist vegna aðkomu einkaaðila að rekstri skólastofnana. Nemendum á há- skólastigi hefur fjölgað ár frá ári og fleiri valmöguleikar standa þeim nú til boða en nokkru sinni áður. Auka þarf fjölbreytni í námi enn frekar á öllum skólastigum. Samband ungra sjálfstæðismanna hefur ályktað að ríki og sveit- arfélögum ætti að vera skylt að greiða sömu upphæð með öllum nemendum á öllum námsstigum, hvort sem þeir kjósa að mennta sig í opinberum eða einkareknum skól- um. Óheimilt verði að mismuna skól- um eða einstaklingum með ólíkum greiðsluupphæðum vegna rekstr- arforms skólanna. Með þessu fyr- irkomulagi myndu foreldrar hafa fleiri valmöguleika fyrir börnin sín og tekjulágt fólk, jafnt sem tekju- hátt, hefði efni á að sækja nám í einkaskólum. Bæjarstjórn Garða- bæjar hefur fylgt þessari stefnu og tekið forystu meðal íslenskra sveit- arfélaga. Annað er að segja um Reykjavíkurborg, þar sem furð- urlegrar afstöðu virðist gæta í garð einkarekinna skóla. Samband ungra sjálfstæðismanna hélt ráðstefnu um menntamál fyrr á árinu, þar sem at- hyglin beindist ekki síst að mál- efnum grunnskólanna. Í máli Árna Péturs Jónssonar, formanns skóla- nefndar Ísaksskóla, kom fram að rekstrargrundvöllur skólans hefði versnað eftir að málefni hans heyrðu undir Reykjarvíkurborg í stað rík- isins. Er rekstrarstaðan orðin það slæm að ekki er ljóst hver afdrif þessa rótgróna skóla verða í framtíð- inni. Fjandsamleg afstaða Reykja- víkurborgar til skólans og annarra einkarekinna grunnskóla hefur gert það að verkum að það framlag sem foreldrar hafa þurft að greiða til skólanna hefur hækkað og dregið úr möguleikum efnaminni foreldra til þess að senda börn sín í skólana. Öflugra heilbrigðiskerfi Heilbrigðisþjónusta á Íslandi þykir í flestum tilfellum góð. Hún er að mestu leyti rekin af hinu opinbera og er stærsti einstaki útgjaldaliður rík- isins. Heilbrigðiskerfið er á föstum fjárlögum frá ríkinu en markmiðið með því skipulagi er að halda út- gjöldum þjónustunnar í skefjum. Það hefur hins vegar ekki skilað til- ætluðum árangri þar sem útgjöld til heilbrigðis- og tryggingamála hafa aukist jafnt og þétt og nema þau nú um 110 milljarðar króna sem er rétt ríflega 40% af útgjöldum ríkisins. Kröfum um öflugra heilbrigðiskerfi mun þó að sjálfsögðu aldrei linna. Ljóst er að útgjöld til heilbrigð- ismála geta ekki aukist hraðar en hagvöxtur í landinu býður upp á. Það er ekki hægt að eyða meiru en aflað er. Því er nauðsynlegt að freista þess að ná fram aukinni hagræðingu með því að breyta rekstrarfyrirkomulagi í heilbrigðiskerfinu. Þar leikur einkaframtakið lykilhlutverk. Gera á einkaaðilum kleift að taka þátt í rekstri heilbrigðiskerfisins í auknum mæli með því að skilja að þátt kaup- anda og seljanda. Hið opinbera myndi þá áfram fjármagna heil- brigðisþjónustu og hafa eftirlit með þvi að hún uppfyllti þær kröfur sem gerðar eru, þótt reksturinn yrði í höndum annarra. Íslensk heilbrigð- isþjónusta hefur á að skipa góðu starfsfólki. Það eru kreddufullir kenningarmenn sem halda því fram að meðal þess ríki engin kostn- aðarvitund. Það er hins vegar kunn- ara en frá þurfi að segja að fólk fer betur með eigið fé en annarra. Með því að einkaaðilar, svo sem starfsfólk heilbrigðisstofnana, tæki aukinn þátt í rekstri heilbrigðiskerfisins næðist aukin hagræðing í heilbrigð- iskerfinu og hægt væri að efla heil- brigðisþjónustu á Íslandi án þess að ríkisútgjöld vaxi upp úr öllu valdi. Barátta fyrir raunverulegum kjarabótum Dagurinn 1. maí ætti að snúast um baráttu fyrir raunverulegum kjara- bótum, almenningi til handa. Vinstristefnan, stefna skattahækk- ana og miðstýringar, hefur ekki skil- að almenningi á íslandi kjarabótum. Þvert á móti hefur aukið frjálsræði, minnkandi ríkisafskipti, skattalækk- anir og samkeppnisrekstur verið það afl sem hefur og mun áfram stuðla að auknum kaupmætti og hærri lífs- gæðum. Árangur kjarabaráttu næst með takmörkun ríkisafskipta Hafsteinn Þór Hauksson og Jón Hákon Halldórsson skrifa um kjaramál ’Dagurinn 1. maí ættiað snúast um baráttu fyrir raunverulegum kjarabótum, almenningi til handa.‘ Jón Hákon Halldórsson Hafsteinn Þór er formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, Jón Hákon er framkvæmdastjóri Sambands ungra sjálfstæðismanna. Hafsteinn Þór Hauksson ÞAÐ er að koma fyrsti maí og lík- legt að ýmsir góðir menn horfi um öxl í söknuði og finnist, að hvað sem líður hefðbundnum fánum og ræðum og músík sé stéttabar- áttan á bak og burt. Enda verður ekki bet- ur séð en alla daga aðra sé í fullu gildi það sam- stillta göngulag okkar tíma, að stéttabaráttan sé dauð og gleymd í bestum markaðsheimi allra heima. Allir fá eftir þörfum Upp í hugann skýst ný- leg blaðagrein eftir ungan mann markaðs- trúaðan, sem vill leggja sitt til að flýta fyrir út- för verklýðshreyfingar og þeirra viðhorfa sem hún veifar fyrsta maí. Hann vildi leggja niður heildarsamninga um kaup og kjör, enda gerðu þeir ekki annað en halda kjörum fólks- ins niðri og kynda und- ir allsherjar óánægju. Þess í stað skuli hver og einn að semja fyrir sjálfan sig og þá leysist allur vandi því, segir pistilshöf- undur: „lögmál framboðs og eft- irspurnar hvetur aðila vinnumark- aðarins til að hækka laun til samræmis við þarfir starfsfólks“. Með svo dásamlegri aðferð fær hver vinn- andi maður prýðilegar kjarabætur „í takt við þarfir sínar.“ Þótt skrýtið sé hefur hin unga markaðshetja gert í huga sér að veruleika þá staðleys- uformúlu, sem einu sinni var látinn gilda um sælan kommúnisma framtíð- arinnar: þá vinnur hver eftir getu og allir fá í sinn hlut eftir þörfum! Óþarft að hafa mörg orð um að svona gerast hlutirnir ekki á eyrinni. Samt er draumsýn hins unga manns nálægt þeim veruleika sem ákveðinn hópur manna býr við. Hér er átt við þá menn sem eiga fyrirtæki og stjórna þeim og hétu einu sinni yfirstétt – en svo ókurteislegt orð er nú svotil horfið úr fjölmiðlum. Og það eru einmitt þessir menn sem hafa haldið lífi í stéttabaráttunni, þegar grannt er skoðað. Þeir hafa svo sannarlega bar- ist fyrir sínum kjörum af hörku og ár- angri. Þeir hafa knúið það í gegn að sjálfsmat þeirra á „þörfum“ forstjóra og fjármagnseigenda sé ekki bara tek- ið gilt heldur viðurkennt sem eins- konar náttúrulögmál. Um víða veröld Þetta er vissulega að gerast um allan heim. Í Bandaríkjunum til dæmis hef- ur einörð stéttarvitund, sem hjálpar forstjórum til að meta sjálfa sig og hver annan til upp til æ meira fjár í samræmi við „þarfir“, borið mjög rót- tækan árangur. Þar í landi hefur 1% þeirra ríkustu tvöfaldað sinn hlut í þjóðartekjunum á sl. 20 árum eða svo, og þeir 0,01% sem allra auðugastir eru hafa sexfaldað sinn skerf. Forstjórar sem áður tóku til sín 100 sinnum meira en hver starfsmaður eru nú 400 sinnum dýrari en Meðaljóninn í laun- um og fríðindum eða meir. Ekki nóg með að ofurlaunafregnir eru daglegt fjölmiðlafóður austan hafs sem vestan. Um leið og fyrrnefndir stéttabaráttumenn auka tekjur sínar stórkostlega eflist einnig opinbert vel- ferðarkerfi fyrir fyrirtækin. Árin 1996-2000 var mikil uppsveifla og fá- dæma hagnaður vestra. Samt tókst tveim af hverjum þrem bandarískum fyrirtækjum á þessum árum að kom- ast hjá því að greiða skatta af þessu góðæri – þeim tókst t.d. mætavel að sýna góðan arð í kauphöllum en núll- rekstur eða tap á skattskýrslum. Hin- um stéttvísu þykir þetta ekki nóg, og þeir hafa sem kunnugt er fengið Bush forseta með sér í því að létta enn frek- ar sköttum af þeim ríku. Í Bretlandi hefur það gerst á stjórnardögum Tony Blairs, að fátækasti fimmt- ungur skattgreiðenda er farinn að bera stærri hluta af heildarskattbyrð- inni en hann gerði á dögum Mar- grétar Thatcher, en þeir efnuðustu þar eftir minna. Meir en svo: efn- aðasti fimmtungurinn fær í sinn hlut 40% meira af því fé sem hið opinbera eyðir til heilbrigðis-, kennslu- mála og annarra vel- ferðarmála en það sem sá fimmtungur fær í sinn hlut sem fátæk- astur er. Slíkum tölum mætti lengi fjölga. Hér reyna menn sitt besta Hér á Íslandi reyna menn vitanlega að líkja eftir alþjóðlegum fyr- irmyndum og gera sam- anburð við þær að höf- uðvopni í sinni stéttarbaráttu. Enn vantar mikið á, að for- stjórastéttin hafi náð bandarískum árangri, en menn gera vissulega sitt besta. Yfirmenn KB-bankans sýndust að vísu þjófstarta og ekki taka tillit til jafn- aðarhefða, sem ekki eru alveg dauðar í okkar smáa samfélagi. Þeir urðu að hörfa frá áformum um glæsilega kaupauka og kauprétt, en þeirra mun áreiðanlega minnst síðar með þakklæti sem brautryðjanda sinnar stéttar: þeir sprengdu svo stóra bombu að allar aðrar sem síðar koma munu sýnast smáar, leikurinn verður auðveldur þeim sem á eftir fara. Stjórnvöld hér hafa þegar lækk- að að miklum mun skatta af fyr- irtækjum og fjármagni en sú barátta heldur áfram: nú síðast var Versl- unarráð að reikna það út að enn þyrfti að gera stórátak í þeim velferð- armálum fyrirækja. Ungir hægri- þingmenn setja það nú á oddinn að banna að opinbera skýrslur um álagningu skatta og vilja þar með létta af efnafólki þeirri kvöl, að alls- konar utanfjárfestingapakk fái tæki- færi til að hneykslast á þeim „vinnu- konuútsvörum“ sem eru reyndar elsta baráttuaðferð hinna best settu hér á landi. Daufleg viðbrögð Sú öfluga stéttabarátta, sem hér hef- ur verið lýst, vekur merkilega daufleg viðbrögð, enda þótt hún geri mann- anna mun mikinn og meiri með hverj- um degi sem líður. Sumpart stafar það af íslenskri vanmáttarkennd: þegar Íslendingum er sagt að „svona er þetta í útlöndum“ þá fara þeir hjá sér og vilja ekki verða sér til skamm- ar með sveitamannafýlu í garð betra fólks. Gleymum heldur ekki þeirri einföldu staðreynd, að fæstir þora að styggja þá sem landið eiga, enda eru þeir miklu voldugri en stjórn- málamenn meðan þeir voru og hétu. Í annan hefur um hríð gengið á með einsleitri og öflugri hugmynda- fræðilegri innrætingu, sem hefur með góðum árangri sett „hina ósýnilegu hönd“ markaðarins í stað heilags anda, sem er ekki sýnilegur heldur. Þessi ósýnilega markaðshönd kemur í staðinn bæði fyrir siðaboðskap og pólitíska viðleitni, því það er hún sem mun vinna það langþráða kraftaverk að gera gott úr illu. Eða eins og markaðstrúin segir: nú skuli allir þjóna sinni sérgæsku af sannri trú- mennsku og þá mun öllum vel farn- ast. Græðgi er góð! Innrætingin eins- leita sér líka til þess, að yngra fólki finnst gamalt hjal um samstöðu manna skelfing hallærislegt og ekki fyrir aðra en lúsera. Hver ein- staklingur gengur inn á markaðstorg lífsins sannfærður um að hann hljóti að verða ofan á í viðskiptunum – enda hlýðir hann skyldubjartsýni sem bannar honum að efast um að allt sé honum sjálfum í hag. Stéttabaráttan er á fullu Árni Bergmann skrifar um stéttabaráttu Árni Bergmann ’Gleymumheldur ekki þeirri einföldu staðreynd, að fæstir þora að styggja þá sem landið eiga…‘ Höfundur er rithöfundur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.