Morgunblaðið - 01.05.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.05.2004, Blaðsíða 1
Punktar úr ljóðum Ljóð Laxness kveikjan að verkum Kristjáns | Listir Lesbók og Börn í dag Lesbók | Þýðinguna eða lífið?  Santeria og sósíalismi á Kúbu  Konunglegir söngvarar Börn | Spennandi sumarsamlokur  Fjör í frjálsum íþróttum  Krakkar á ferð og flugi STOFNAÐ 1913 118. TBL. 92. ÁRG. LAUGARDAGUR 1. MAÍ 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is FRÆÐSLA til neytenda og frysting á smituðu kjúklingakjöti hefur leitt til fækkunar á kamfílóbaktersmiti í mönnum. Smituðum kjúklingum hef- ur þó ekki fækkað. Jarle Reiersen, dýralæknir og sér- fræðingur í alifuglasjúkdómum, greindi frá því í erindi sem hann hélt á Vísindadegi að Keldum í gær að á árunum 1998–2000 hefði blasað við kamfílóbakterfaraldur í mönnum vegna neyslu ferskra kjúklinga. Honum hefði hins vegar náðst að af- stýra. Þrátt fyrir að neysla á fersk- um kjúklingum hérlendis hafi aldrei verið meiri en nú hafi kamfílóbakter- smit í mönnum á árinu 2003 aðeins verið 16% af þeim sýkingum sem greindust 1999. Stóra gátan óleyst „Það eru ansi miklar breytingar sem hafa átt sér stað. Við teljum þetta vera eftirliti með kjúklinga- framleiðslu að þakka. Við könnum hvern einasta fuglahóp 2–5 dögum áður en hann fer í slátrun. Ef það greinist sýni úr þeim hópi þá er allur hópurinn frystur,“ segir Jarle. Hann segir að í byrjun árs 2000 hafi embætti yfirdýralæknis hafið víðtækt, reglubundið eftirlit með ali- fuglum. „Þetta skilar sér í færri til- fellum í mönnum. Stóra gátan núna er að finna út af hverju kjúklingar smitast og finna markvissar aðgerðir til að stöðva smit inni á kjúklingabú- unum,“ segir Jarle. Kamfíló- bakter á undan- haldi Morgunblaðið/RAX 1. maí – baráttudagur verkalýðsins FRAMINN og frægðin hafa aldrei verið takmarkið í sjálfu sér, segir rússneska óperusöngkonan Olga Borodina í viðtali í Lesbók í dag en hún heldur tvenna tónleika með Sinfón- íuhljómsveit Ís- lands á Listahá- tíð í Reykjavík í maí. „Það sem skiptir mig mestu máli, og hefur alltaf gert, er að sjá ánægt fólk í salnum, andlit sem eru ham- ingjusöm.“ Borodina segist alltaf hafa stefnt að því að verða best en hún er álitin ein af fremstu söngkonum heims um þessar mundir. Talað hefur ver- ið um Mokka-röddina og Ferrari óperunnar í því sambandi. Frægðin aldrei tak- mark hjá Borodinu  Hef alltaf stefnt/Lesbók Olga Borodina ljós reiði og hneykslun yfir framferði varðanna. „Hernámsliðið kemst upp með hvað sem er,“ sagði Faez Ahmed, verslunareigandi í borginni, eftir að hafa séð útsendingarnar. Ungur súnní- múslími, Akil Taleb, sagðist hafa orðið mjög reiður vegna myndanna. „Ég er furðu lostinn vegna þess að ég hélt ekki að þeir myndu gera svona hluti. Þeir komu til að frelsa Írak og lof- uðu okkur öryggi,“ sagði Taleb. gær hafa mikla andstyggð á framferði banda- rísku varðanna og hét að þeim yrði refsað. Bresk heryfirvöld sögðu í gær að verið væri að rannsaka hvort breskir hermenn hefðu misþyrmt íröskum fanga. Dagblaðið Daily Mirror birti í gær myndir af manni sem segist hafa sætt mis- þyrmingum af hálfu breska hermanna. Arabískar sjónvarpsstöðvar sýndu í gær myndir af nöktum föngum sem fangaverðirnir neyddu til að vera í ýmsum auðmýkjandi, kyn- ferðislegum stellingum. Íbúar í Bagdad létu í TALSMAÐUR Kofi Annans, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, sagði í gær að Annan væri felmtri sleginn vegna mynda af illri meðferð bandarískra hermanna á íröskum föngum í Abu Ghraib-fangelsi í Bagdad. „Hann vonar að um einangrað tilfelli hafi verið að ræða og fagnar því sem virðist vera einbeitt ákvörðun bandaríska hersins um að draga þá sem ábyrgðina bera fyr- ir rétt og hindra að afbrot af þessu tagi geti end- urtekið sig,“ sagði talsmaðurinn. George W. Bush Bandaríkjaforseti kvaðst í Annan fordæmir pynt- ingar á íröskum föngum SÞ, London, Bagdad. AFP, AP.  Öllum múslímum/18 HÁTÍÐARHÖLD voru í gær í Evr- ópusambandinu öllu og ekki síst nýju ríkjunum 10 sem fengu í gær- kvöld aðild að sambandinu. Á mynd- inni sést er menn slepptu blöðrum við Brandenborgarhliðið í Berlín. Ráðamenn sambandsins komu sam- an í Dyflinni en Írar eru forystuþjóð sambandsins þetta misserið. Var mikill öryggisviðbúnaður í borginni, að sögn fréttavefjar breska rík- isútvarpsins, BBC. Í Eystrasaltslöndum tóku menn forskot á sæluna þegar í gær og sungu tugþúsundum saman á götum úti til að fagna þessum sögulegu þáttaskilum en löndin voru fram til 1991 hluti sovétveldis kommúnista. Í Litháen báðu þeir sem skipulögðu hátíðarhöldin alla um að láta innreið Litháens varpa birtu á ESB í orðsins fyllstu merkingu með því að láta öll ljós loga í fimm mínútur þegar að- ildin tæki gildi kl. 10 að ísl. tíma, sagði í frétt AP. Ekki voru samt allir sáttir. „Það er ill nauðsyn að ganga í ESB,“ sagði Zsolt Meszaros, 35 ára læknir í Búdapest í Ungverjalandi. „Það eru hins vegar of margir óvissuþættir í þessu til að ég geti lýst meiri hrifn- ingu en þetta.“ Prodi býður ný ríki velkomin Romano Prodi, forseti fram- kvæmdastjórnar ESB, fagnaði tíma- mótunum í gær. „Eftir að hafist var handa við að sameina Evrópu fyrir 50 árum, má segja að við stöndum í dag nær því en nokkru sinni fyrr að búa í sameinaðri heimsálfu fjarri gömlum landamærum kalda stríðs- ins,“ sagði Prodi. „Sem forseti fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins vil ég leggja áherslu á að framkvæmdastjórnin er til staðar til að þjóna borgurum Evrópusam- bandsins. Það er okkar að tryggja að Evrópusambandið starfi fyrir borg- arana. Það er okkar að skapa fleiri störf fyrir borgarana og bæta starfs- umhverfi þeirra.“ Fagnað í nýjum ríkjum ESB AP Stækkun ESB/16/19/36 ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.