Morgunblaðið - 01.05.2004, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 1. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN | FJÖLMIÐLAR
ÞESSA dagana er rætt um
fjölmiðlafrumvarpið, eins og eðli-
legt er. Margt er sagt og ekki
allt skynsamlegt – eins og geng-
ur. Meðal annars er rætt, hvort
lög með því efni sem frumvarpið
greinir myndu standast 72. gr.
stjórnarskrár sem verndar eign-
arréttinn. Þar er fyrst og fremst
um að ræða ákvæðið um að út-
varpsleyfi skuli falla úr gildi eftir
tvö ár, ef sá sem þess nýtur,
verður ekki að þeim tíma liðnum
búinn að uppfylla kröfur lag-
anna. Nokkur orð um þetta.
Það er misskilningur ef menn
halda að Alþingi megi ekki
skerða eignarrétt. Í 72. gr.
stjórnarskrárinnar er löggjafan-
um einmitt heimilað að skerða
hann. Greinin mælir fyrir um
skilyrði þess að slíkt sé heimilt.
Skilyrðin eru þrjú: Almennings-
þörf þarf að krefjast skerðingar,
lagafyrirmæli þarf til og fullt
verð þarf að koma fyrir þá eign
sem skert er.
Hér stendur svo á, ef Alþingi
setur lögin, að þingið telur al-
menningsþörf krefjast lagasetn-
ingar. Það er næstum víst í
þessu máli, að dómstólar myndu,
ef á reyndi, ekki telja sig geta
hnekkt mati löggjafans á þessu
skilyrði. Ljóst er líka, verði lögin
sett, að skilyrðið um að lög þurfi
til eignaskerðingar verður upp-
fyllt.
Þriðja skilyrðið varðar fullt
verð fyrir þá eign sem skert er. Í
þessu efni gildir sú meginregla,
að menn verði að þola bótalaust
þær skerðingar á eignum, sem
teljast almennar, þ.e.a.s. bitna á
öllum mönnum eða miklum
meirihluta þeirra. Það geta kom-
ið upp alls konar álitamál um
hvenær skerðing á eignum sé
heimil bótalaust af þessum
ástæðum. Ekki er þörf á að fjöl-
yrða um þær hér.
Í því tilviki sem hér um ræðir
er nærtækt að álykta að einn að-
ili, Norðurljós hf., muni verða
fyrir meira tjóni á eignum sínum
en aðrir. Fyrirkomulag frum-
varpsins er að kveða ekki sér-
staklega á um bótarétt, heldur
gefa tveggja ára frest til að upp-
fylla kröfur laganna. Þeim sem í
hlut eiga, ber áreiðanlega skylda
til að nýta þann tíma til að tak-
marka tjón sitt með þeim ráðum
sem sanngjarnt er að ætlast til
að þeir beiti í því skyni. Takist
þeim ekki að komast hjá skaða á
eignum sínum vegna laganna og
sé sá skaði sérstakur fyrir þá,
sýnast þeir geta sótt bætur fyrir
dómi á hendur ríkinu. Sá réttur
þeirra byggist á 72. gr. stjórn-
arskrárinnar og er sjálfsagður.
Það er hins vegar að mínu
mati ljóst, að lögin, sem til
stendur að setja á grundvelli
frumvarpsins, verða stjórnskipu-
lega gild. Hinar almennu reglur
þeirra um skilyrði þess að fá út-
varpsleyfi munu því fá gildi. Ein-
stakir lögfræðingar (til dæmis
Sigurður Líndal prófessor) hafa
að undanförnu haldið því fram,
að frumvarpið standist ekki 72.
gr. stjórnarskrár, og virðast þá
eiga við að til bótaréttar geti
komið ef lögin verða sett. Slíkur
málflutningur er villandi, því
stjórnarskráin gerir berum orð-
um ráð fyrir, að lög sem skerða
eignarréttindi standist komi
bætur fyrir, þar sem það á við.
Mér dettur ekki í hug eitt augna-
blik, að núverandi þingmeirihluti
vilji hafa bætur af þeim sem fyr-
ir skaða kunna að verða umfram
aðra við þessa lagasetningu.
Vísa má um sjónarmið sem
þetta varða til ágætrar greinar
eftir Skúla Magnússon, nú hér-
aðsdómara, í nýútkomnu riti
Lagastofnunar Háskóla Íslands,
sem helgað var alveg einstökum
lögfræðingi (Sigurði Líndal). Þar
nefnir Skúli meðal annars dæmi
úr dómasögu Hæstaréttar frá
1964, bls. 573. Í því máli fékk
eigandi sundmarðabús dæmdar
bætur fyrir tjón sem hann hafði
orðið fyrir vegna ákvæða laga
nr. 32/1951, sem bönnuðu sund-
marðaeldi, en höfðu ekki inni að
halda sérstök bótaákvæði. Málið
virðist nokkuð hliðstætt því máli,
sem nú er rætt, að því er snertir
lögfræðileg álitamál, þó að ekki
eigi sundmerðir í hlut að þessu
sinni. Lögin munu því standast
og réttur þeirra sem í hlut eiga
verða tryggður eins og vera ber í
réttarríkinu.
Má Alþingi skerða
eignarrétt?
Höfundur er prófessor við HR.
Jón Steinar Gunnlaugsson
SKELFING hefur hún verið ein-
kennileg umræðan undanfarið ár.
Ef einhver vogar sér að hafa ein-
hverjar skoðanir á því sem nokkrir
forsvarsmenn Sjálfstæðisflokksins
eru að framkvæma, þá er brugðist
við því með ofsafengnum við-
brögðum. Vikist er undan mál-
efnalegri umræðu með því að af-
greiða framkomna
gagnrýni með upp-
hrópunum á borð við
vinstra samsæri. Eft-
irlaunafrumvarpi for-
sætisráðherra var
rennt í gegn og við öll-
um blasti skoðanaleysi
stjórnarliða. Þeir sem
voguðu sér að benda á
að þetta gengi of langt
voru úthrópaðir.
Fréttablaðið, DV og
fréttastofa Norður-
ljósa eru afgreidd á
einu bretti, sem ein-
hverjir ómerkilegir
auglýsingapésar Bónusfeðga. Þó
svo að á þessum fjölmiðlum starfi
nokkur hundruð frétta- og tækni-
menn, er fullyrt að þeir séu viljalaus
verkfæri í höndum manna sem hafa
það markmið eitt að koma höggi á
stjórnarflokkana og þá sérstaklega
forsætisráðherra. Hér má t.d.
benda á aðdróttanir í garð besta
þáttar útvarpsins Spegilsins.
Í kringum forsætisráðherra hefur
í gegnum tíðina safnast saman
ákveðinn hópur manna sem end-
urvarpa athugasemdalaust skoðun
hans. Litlir voffar sem fara í fjöl-
miðla og gelta þar fyrir eiganda
sinn og setja fram alls konar fá-
fengilegar fullyrðingar og staðfærð
atriði til stuðnings því sem forsætis-
ráðherra hefur sagt. Flest af því
sem þessir litlu voffar halda fram,
skilur maður hvorki upp eða niður í
og er rakalaus della. Morgunblaðið
birtir innrammaðar greinar eftir þá
samdægurs á meðan aðrir verða að
bíða jafnvel vikum saman eftir birt-
ingu. Til þess að tryggja fylgispeki
voffanna er hent til þeirra margs-
konar þóknunum, góðum störfum,
setu í vel launuðum stjórnum og
nefndum, sölurétt á
lambakjöti í Ameríku,
rétt til þess að skipu-
leggja stórar hátíðir
þar sem hrópað er fer-
falt húrra fyrir út-
valda. Sjónvarpið er
fengið til þess að
kaupa af þeim sjón-
varpsþætti fyrir miklar
upphæðir og þannig
mætti lengi telja.
Því er haldið að okk-
ur hinum almenna
borgara, að það sé ekki
neinum sæmandi að
fylgjast með öðrum
fjölmiðlum en þeim sem eru for-
mönnum stjórnarflokkanna þókn-
anlegir. Ég les og hlusta á alla fjöl-
miðla og sé ekki mikla vinstri
slagsíðu þar. En ég spyr; „Ef svo
væri, er það eitthvað sem er óheim-
ilt, sem verður að stöðva?“ Morg-
unblaðið hefur ætíð verið í eigu
fárra einstaklinga. Blaðið hefur nær
einokað auglýsingamarkaðinn í
prentmiðlum og hefur haft svo
mikla yfirburði í útbreiðslu, að það
hefur ráðið því hvaða mál eru á dag-
skrá í almennri umræðu hverju
sinni. Það hefur aldrei verið nein
launung á því að blaðið styður Sjálf-
stæðisflokkinn þegar út í pólitísk
slagsmál er komið. Hér má t.d.
nefna viðtal við aðstoðarritsjóra
Moggans í útvarpinu að morgni 28.
apríl og í leiðurum hans þessa dag-
ana. En Mogginn hefur á að skipa
mjög öflugum fréttamönnum og
blaðið birt afgerandi og góðar
greinar og fréttapistla. Það er frek-
ar að það sem ekki stendur þar æpi
á mann. Það er akkúrat það sem er
meira skoðanamyndandi en það sem
birt er, menn mynda sér skoðanir á
þeirri þekkingu sem þeir hafa.
Landsmenn lesa blaðið og taka því
eins og það er. Engum dettur í hug
að hrópa að þar sé á ferðinni hægri
hætta eða saka blaðamenn Moggans
um að þeir séu viljalaus verkfæri í
höndum eigenda. Reyndar var um
langt tímabil einnig gefið út annað
blað DV hið eldra, sem var orðið svo
ofstækisfullt til hægri að engin
nennti lengur að lesa það.
En nú eru komnir fram fjölmiðlar
sem ógna veldi Moggans. Þeir taka
til sín mikið af auglýsingum og eru
víðlesnir. Það er ekki lengur í hendi
Moggans að ráða því hvaða mál eru
sett er á dagskrá. Við þetta fara
þeir sem telja sig vera handhafa
valdsins á taugum og þeir saka hin
nýju blöð um að þau séu eitthvað
ljótt, sem þurfi að tryggja að hinn
almenni borgari lesi ekki. Formenn
stjórnarflokkanna hafa í viðtals-
þáttum fullyrt að Fréttablaðið hafi
Hvaða skoðanir eru leyfilegar?
Guðmundur Gunnarsson skrif-
ar um stjórnmál og fjölmiðla ’Formenn stjórn-arflokkanna og hirð
þeirra treysta lands-
mönnum ekki til þess að
greina og meta þau
sjónarmið sem fram eru
sett.‘
Guðmundur
Gunnarsson
BRESKI mannfræðingurinn
Mary Douglas setti fram einfalda
skilgreiningu á óhreinindum, eða
einfaldlega: „Óhreinindi eru hlutir
á röngum stað.“ Þannig er t.d.
mold í blómabeði ekki óhrein fyrr
en hún berst inni í stofu. Mat-
urinn er ekki óhreinn fyrr en hann
er orðinn að matarleifum á diski
eða öðrum mataráhöldum. Ég
ætla ekki að fara frekar út í kenn-
ingar hennar, en mannfræðilegar
rannsóknir hafa sýnt að þessi
skilgreining og flokkunarkerfi
leidd af henni eru einn af grund-
vallarþáttum í táknkerfi okkar
manna.
Lög um fjölmiðla fjalla um
tjáningarfrelsið en lög um sam-
keppni í viðskiptum fjalla um
eignarhald og leikreglur á mark-
aði. Markmið þeirra beggja er að
standa vörð um rétt einstaklinga
til orða og athafna.
Þau eru í sitt hvor-
um lagakaflanum
því þau fjalla um
ólíka hluti, að
blanda þeim of
mikið saman gerir
þau óskýr og ekki
eins augljós að
starfa eða dæma
eftir. Þetta snýst í
raun um það að hafa
hlutina á sínum
rétta stað. Annað
gerir lagasetningu
og lagatúlkun flókn-
ari, það flækir ein-
faldlega lögin, gerir
þau verri og hvetur
jafnvel til ýmissa
undarlegra leik-
fimiæfinga til að
uppfylla þau.
Ég fæ ómögulega
séð að um eign-
arhald á fjölmiðla-
fyrirtækjum þurfi
að gildi einhver sér-
ákvæði önnur en þau sem koma
fram í almennum lögum um eign-
arhald og samkeppni í viðskiptum.
Enda eiga fjölmiðlalög að tryggja
tjáningarfrelsi ritstjórna gegn
eigendum sínum (valdhöfunum). Í
þessu sambandi verðum við að
gæta þess að þegar eignarhald á
fjölmiðli er viðskiptalegt, hafa eig-
endur oft á tíðum mun ríkari hag
að ritstýra fjölmiðlinum í mark-
aðslegum tilgangi en pólitískum.
Vernd ritstjórnar gegn ofríki eig-
enda á því ekki síst að taka á
þessum þætti. Dæmi um þetta er
þegar fjölmiðlafyrirtækið er jafn-
framt útgefandi á tónlist og kvik-
myndum.
Þetta finnst mér í raun mun erf-
iðari þáttur að glíma við en hin
pólitíski og snýr ekki síst að tján-
ingarmöguleikum listamanna og
ójafns aðstöðumunar á markaði. Í
sjálfu sér á markaðskerfið að ráða
við að leysa þennan vanda. Mark-
aðurinn kallar á fjölbreytni og
markaðarinn kallar líka á hámörk-
un arðseminnar. Hér
þarf því að tryggja
sjálfstæði fjölmiðla-
deilda fyrirtækja-
samstæðu. Þetta er
einfaldlega gert með
kröfu í lögum um að
deildir í óskyldum
rekstri innan fyrirtækis
hafi sjálfstæðan fjár-
hag og sjálfstæða
stjórn. Þetta eru ein-
faldar leikreglur sem
eiga að gilda almennt
um fyrirtækjarekstur í
landinu og því óþarft
að setja sértækari regl-
ur fyrir fjölmiðla. Einu
tengsl fjölmiðlalaga og
annarra laga um eign-
arhald og samkeppni í
viðskiptum eiga að vera
skilgreiningar á því
hvað telst til óskylds
reksturs innan fjöl-
miðla- og útgáfufyr-
irtækja, þannig að
skýrt sé hvað sam-
keppnislögin ná yfir það.
Ég hirði síðan vart að rökræða
hversu alvarlegt brot það er á
tjáningarfrelsi einstaklinga ef til-
tekið eignarmunstur er farið að
meina einstaklingum rétt til út-
varps. Eignarhald kemur tjáning-
arréttinum ekkert við. Sé það sett
í lög, þá er það ekkert nema ólög.
Það er svo alvarlegt brot á grund-
vallarrétti einstaklinga að ég á
bágt með að trúa að Alþingi og
forseti lýðveldisins hleypi slíkum
ólögum í gegn.
Eignarhald og tjáningarfrelsið
Jóhann Ásmundsson skrifar
um fjölmiðafrumvarpið
Jóhann Ásmundsson
’Markaðurinnkallar á fjöl-
breytni og
markaðurinn
kallar líka á há-
mörkun arð-
seminnar.‘
Höfundur er félagsfræðingur.
Í DAGSLJÓS er þessa dagana
dreginn fram grúi tilvitnana þar sem
menn lýsa þeirri skoðun sinni að
hina brýnustu nauðsyn beri til að
hindra hvers kyns einokun; í þessu
falli einokun á fjölmiðlamarkaði.
Dregnar eru fram fyrir skjöldu
mannvitsbrekkur um veröld víða þar
sem lýðræði er talið
ríkja, að bera vitni um
nauðsyn þess að
stemma stigu við of
mikilli samþjöppun
fjölmiðla í höndum eins
aðila eða örfárra, sem
líklegir séu til að mis-
nota þá aðstöðu til
framdráttar óhollum
viðskiptaháttum í eigin
þágu. Sér í lagi er við
slíkum varað, ef um-
svifamiklir eru á öðr-
um sviðum viðskipta,
að ekki sé talað um
markaðsráðandi.
Allir virðast vera á einu máli í
þessum efnum, nema þá þeir, sem
undirtökum vilja ná, sem líklegt er.
Og nú sem flestum virðist að
bryddi á slíkri stöðu hérlendis er
nauðsynlegt að ræða og rannsaka ít-
arlega hvaða elkur skuli setja við
þeirri þróun til frambúðar; gefa sér
til þess góðan tíma, því málið er víð-
feðmt, viðkvæmt og flókið, en
flaustra engu af í bráðræði, eins og
nú virðist standa til.
Að láta persónulegan óbifur ráða
för í svo mikilvægu málsefni er ótrú-
legt óráð, en til þess bendir allur að-
dragandi þess, og nú um stundir er
þæfður í sölum Alþingis, og höf-
uðpaur þess til hinnar
mestu vansæmdar.
En svo liggur hver
sem lund er til. Sjálf-
stæðisflokkurinn hefir
undanfarinn áratug
gengið erinda auð-
valdsins í öllum grein-
um. Sú stefna hans hef-
ir ekki farið með
veggjum að það væri
þjóðinni hollast að fjár-
reiður hennar væru á
sem fæstum höndum.
Þá myndi henni bezt
vegna og hin heilnæma
hagræðing ná fótfestu á flestum
sviðum. Ríkisstjórnin núverandi hef-
ir til þess refana skorið að lunginn
úr þjóðarauði Íslendinga, sjáv-
arfangið, væri fært fáeinum þókn-
anlegum að gjöf. Forysta Sjálfstæð-
isflokksins í landsmálum ber
fullkomna ábyrgð á þeim aðstæðum
sem gerir örfáum auðmönnum kleift
að sölsa undir sig markaði, hvort
heldur er á sviði verzlunar eða fjöl-
miðla.
Sjálfskaparvítin eru ekki betri
hinum. En að gengið skuli þannig til
verka á fjölmiðlamarkaði, sem nú
blasir við, er óðs manns æði og ósv-
inna meiri en dæmi eru til. Það dylst
engum hver undirrót flaustursins nú
er.
Gömlum þingræðissinna blöskrar
og blæðir í froðu að sjá löggjaf-
arsamkunduna niðurlægða með
þeim ólíkindum sem nú stefnir í.
Raunar hlýtur öllum landsmönnum
að renna til rifja þær hamfarir geð-
brigða og flumbrugangs sem ríða
húsum ríkisstjórnar og þjóðþings.
Óðs manns æði
Sverrir Hermannsson skrifar
um fjölmiðlafrumvarp ’En að gengið skuliþannig til verka á fjöl-
miðlamarkaði, sem nú
blasir við, er óðs manns
æði og ósvinna meiri en
dæmi eru til.‘
Sverrir Hermannsson
Höfundur er fv. form.
Frjálslynda flokksins.