Morgunblaðið - 01.05.2004, Blaðsíða 4
FRÉTTIR
4 LAUGARDAGUR 1. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Opið í dag og sunnudag frá kl. 13-16
www.netsalan.com
„Alltaf með nýjungar!“ Aðeins það besta!
Netsalan ehf. - Knarrarvogi 4, 104 Reykjavík - Sími 517 0220
landsins langbesta
verð 695.000
með bremsum.
Knaus hjólhýsi
það er framtíðin
Munið Viking
fellihýsin -
Sölusýningarhalda áfram
FORSVARSMENN Norðurljósa
héldu fund með trúnaðarmönnum
fyrirtækisins í gær vegna þeirrar
stöðu sem uppi er vegna framlagn-
ingar frumvarps um eignarhald fjöl-
miðla á Alþingi. Skarphéðinn Berg
Steinarsson stjórnarformaður segir
að rætt hafi verið um hvaða þýðingu
það gæti haft yrði frumvarpið að lög-
um.
„Það mun örugglega koma til sam-
dráttar í rekstrinum nái þetta fram
að ganga, sérstaklega hjá Íslenska
útvarpsfélaginu, sem leiðir til fækk-
unar starfsmanna,“ segir Skarphéð-
inn en ekki hafi verið tilgreint
hversu víðtækar uppsagnirnar yrðu
né hvenær þær kæmu til fram-
kvæmda. Farið var yfir lög um hóp-
uppsagnir og hvernig standa eigi að
þeim.
Í gær gengu um vinnustaði Norð-
urljósa undirskriftalistar þar sem
frumvarpinu, eins og það er lagt
fram, var mótmælt. Höfðu starfs-
mannafélögin frumkvæði að því og
ráðgert er að afhenda listana ráð-
herrum í ríkisstjórninni á mánudag-
inn. Á þá að ræða frumvarp um eign-
arhald á fjölmiðlum á Alþingi.
Einnig á að hvetja starfsmenn til að
mæta á þingpalla við það tækifæri.
Á þriðjudaginn verður haldinn
sameiginlegur fundur starfsfólks
allra félaga Norðurljósa í Smárabíói.
Rætt var um fyrirkomulag hans á
fundinum með trúnaðarmönnum í
gær. „Við sýndum því skilning og
ætlum að greiða götu fólks svo af því
geti orðið. Annars er þessi fundur á
vegum starfsmannanna,“ segir
Skarphéðinn Berg.
Fundur með trúnaðarmönnum
hjá Norðurljósum
Farið var yfir
lög um hóp-
uppsagnir
JÓN Ásgeir Jóhannesson, forstjóri
Baugs, segir í viðtali við Viðskipta-
blaðið í gær það ekki endilega hollt
að einstakir aðilar eigi meirihluta í
fjölmiðlum. Það kemur til greina í
hans huga að setja reglur þar að lút-
andi og eins hvernig fréttastofum er
stýrt.
Hann segist vera tilbúinn að
sætta sig við að eiga bara 25% í
Norðurljósum verði engar frekari
kvaðir. Hans skoðun sé sú að fjöl-
miðlar eigi ekki að lúta öðrum
reglum en almennum samkeppnis-
reglum en hann sé hins vegar tilbú-
inn að koma til móts við áhyggjur
sem fólk hefur með þessum hætti.
Jón Ásgeir telur að ekki sé hægt
að reka DV eitt og sér en Frétta-
blaðið geti hins vegar skilað ágætri
afkomu. Með samruna blaðanna í
Frétt ehf. var hægt að samnýta
dreifikerfið.
Spurður um ljósvakamiðla Norð-
urljósa segir hann að reksturinn
hafi staðið höllum fæti. Ekki hafi
verið borgað af lánum né af vöxtum.
Stöð 2 hafi verið haldið á lofti af
markaðsráðandi fyrirtækjum. Lögin
um eignarhald á fjölmiðlum útiloki
þetta og einnig eignarhald banka og
fjárfestingarsjóði. Það sé út í hött
enda hafi enginn hringt í hann og
óskað eftir að kaupa hlutann í Norð-
urljósum.
Norðurljós óbreytt
Jón Ásgeir segir jafnframt í Við-
skiptablaðinu að engin ákvörðun
hafi verið tekin um hvort hann ætli
að eiga dagblöðin áfram. Baugur
ætli áfram að vera í fjölmiðlun. Það
verði að koma í ljós hvort félagið
hætti að vera markaðsráðandi fyr-
irtæki á öðrum sviðum til þess að
geta átt ljósvakamiðil eða hvort það
eigi bara blöðin. Ákveðið hafi verið
að Norðurljós verði í óbreyttri mynd
þangað til niðurstaða fáist fyrir
dómstólum.
Jón Ásgeir Jóhannesson
í Viðskiptablaðinu
Reglur um
hámarkseign
koma til greina
TÓLFTA fundi nefndar Sameinuðu þjóðanna um
sjálfbæra þróun lauk í gær í höfðustöðvum SÞ í
New York. Alls sóttu eitt hundrað ráðherrar fund-
inn og hafa þeir aldrei verið fleiri frá stofnun
hennar árið 1993.
Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra gerði
grein fyrir ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að
auka þróunarframlög Íslands. Þá benti hún m.a. á
nauðsyn þess að styrkja framkvæmd alþjóðlegrar
áætlunar um varnir gegn mengun sjávar frá landi.
Kofi Annan framkvæmdastjóri SÞ ávarpaði
fundinn og sagði í ræðu að athygli heimsbyggð-
arinnar hefði að undanförnu beinst frá sjálfbærri
þróun að hryðjuverkum, gereyðingarvopnum og
Íraksstríðinu. Þótt slíkt væri skiljanlegt mætti
ekki frekar beina athygli og kröftum frá hinni víð-
tækari baráttu fyrir almennri velferð mannkyns-
ins.
Umhverfisráðherra á fundi SÞ um sjálfbæra þróun
Skýrt frá
ákvörðun um
aukin framlög
Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, og Siv Friðleifsdóttir um-
hverfisráðherra ræðast við í höfuðstöðvum SÞ í New York.
NOTENDUR mbl.is geta pant-
að ókeypis smáauglýsingar á
vefnum fram til 1. júní nk. Aug-
lýsingarnar munu birtast á
smáauglýsingavef mbl.is, og
verður hver auglýsing inni í sjö
daga. Að þeim tíma loknum er
auglýsandanum sendur tölvu-
póstur þar sem honum er boðið
að framlengja birtingu um aðra
sjö daga eða að bóka nýja aug-
lýsingu.
Auglýsing getur innihaldið
allt að 160 stafi og hægt er að
láta mynd fylgja sé þess óskað.
Ókeypis smá-
auglýsingar
á mbl.is
„NÝR aðili hefur kvatt sér hljóðs á
sviði orkumála,“ sagði Valgerður
Sverrisdóttir iðnaðarráðherra þeg-
ar hún gangsetti Djúpadalsvirkjun
í Eyjafjarðarsveit síðdegis í gær.
„Þetta er mikill gleðidagur, virkj-
unin er glæsileg.“ Valgerður sagð-
ist vita til þess að eigendur Fall-
orku, sem reistu Djúpadalsvirkjun,
hefðu farið víða um landið í leit að
heppilegu virkjunarsvæði og valið
Djúpadalsá í Eyjafjarðarsveit.
„Við Eyfirðingar erum mjög
ánægðir með það val.“
Aðalsteinn Bjarnason er for-
svarsmaður Fallorku, hann er
Vestfirðingur, búsettur í Reykja-
vík. „Ævintýrið hefur orðið að
veruleika,“ sagði hann við form-
lega opnun virkjunarinnar. Tvær
vélar eru í virkjuninni, smíðaðar í
Svartaskógi í Þýskalandi og er
hvor um sig 950 kW eða samtals
1900 kW. Aðalsteinn sagði útlitið
gott en framleiðsla hefði hafist fyr-
ir nokkrum vikum og verið heldur
meiri en menn gerðu ráð fyrir. „Og
það er bara gott,“ sagði hann.
Norðurorka keypti fyrr á árinu
40% hlut í Fallorku en kaupir auk
þess rafmagn frá virkjuninni og er
hún afhent á Botni í Eyjafjarð-
arsveit.
Framkvæmdir við virkjunina
hófust í apríl á síðastliðnu ári og er
um að ræða stærstu einkavirkjun
landsins. Djúpadalsá var stífluð of-
an við gljúfrið en ofan hennar
myndað uppistöðulón. Vatninu er
svo veitt eftir skurði að inntaks-
mannvirki og þaðan er 900 metra
fallpípa að stöðvarhúsinu. Í því eru
vélarnar tvær sem framleiða raf-
magnið og þaðan liggur jarð-
strengur að Laugalandi. Að-
alsteinn sagði virkjunina
alsjálfvirka þannig að ekki þyrfti
að hafa vaktmann á staðnum. Alls
eiga fimm landeigendur í Eyja-
fjarðarsveit land að áhrifasvæði
virkjunarinnar.
Morgunblaðið/Kristján
Djúpadalsvirkjun formlega gangsett. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, ræðir við Aðalstein
Bjarnason hjá Fallorku og konu hans, Hjördísi Sigurðardóttur, á stíflu virkjunarinnar.
Djúpadalsvirkjun í Eyjafjarðarsveit formlega opnuð
Ævintýri að veruleika
BROTIST var inn á lager Puma-um-
boðsins við Skemmuveg í Kópavogi í
fyrrinótt. Hurðin var spennt upp og
höfðu þjófarnir á brott með sér mikið
af íþróttavörum; skóm og treyjum.
„Það var stolið mikið af dökk-
bláum íþróttagöllum og Puma-fót-
boltaskóm,“ segir Torfi Tómasson,
einn af eigendum umboðsins.
Hann tekur þó fram að ekki er bú-
ið að ganga úr skugga um hverju ná-
kvæmlega var stolið. Þarna sé mikið
af íþróttaskóm og tískuíþróttafatn-
aði. Þótt málið sé alvarlegt sér hann
spaugilegu hliðina á málinu og spyr
hvernig menn ætli að koma þessu í
verð.
Torfi segir að svo virðist sem þjóf-
arnir hafi bakkað bíl upp að dyrun-
um og hent varningnum þar inn.
Fyrirtækið sé ekki búið að vera lengi
með lager á þessum stað og því ekk-
ert öryggiskerfi tengt. Svo virðist
sem mennirnir hafi verið búnir að
kanna aðstæður áður. Lögreglan í
Kópavogi rannsakar málið.
Stuldurinn kemur sér illa fyrir
umboðið enda var búið að selja hluta
af varningnum fyrir sumarið auk
þess sem fjárhagslegt tap er nokkuð.
Stálu bláum Puma-
íþróttagöllum