Morgunblaðið - 01.05.2004, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 01.05.2004, Blaðsíða 60
ÍÞRÓTTIR 60 LAUGARDAGUR 1. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Langar þig í Íþróttalýðháskóla í Danmörku? Íþróttalýðháskólinn í Sønderborg og UMFÍ hafa gert með sér samstarfssamn- ing og gefst nú íslenskum ungmennum kostur á að stunda nám við frábærar aðstæður í Danmörku. Veittur er styrkur til námsins. 18 vikna lýðháskóladvöl sem er skipt í tvær annir  1. önn: - 7 vikna persónuleg þjálfun í eftirfarandi íþróttagreinum: Seglbretti, siglingar, útilífsnámskeið, strandblak, þríþraut og þolfimi/ dans.  Ein ferðavika á tímabilinu til La Santa, Suður-Frakklands eða Tékklands.  2. önn: - 10 vikna þjálfaranámskeið þar sem þátttakendur geta fengið kennslu í eftirfarandi: Blaki, badminton, knattspyrnu, handbolta, jaðaríþróttum (hjólreiðar, línuskautar, kajak, klifur o.fl.), þolfimi. Kennsla hefst 15. ágúst 2004 í Íþróttalýðháskólanum í Sønderborg. Skráning á netinu admin@ihs.dk. Ath! Þú verður að vera orðin(n) 17½ árs. Sjá nánar á heimasíðu skólans www.ihs.dk. Kynningarfundur um nám í Íþróttalýðháskólanum í Sønderborg verður haldinn í þjónustumiðstöð UMFÍ, Fellsmúla 26, 108 Reykjavík, þriðju- daginn 4. maí kl. 19:30. UMFÍ hefur gert samstarfssamninga við fleiri íþróttalýðháskóla í Danmörku. Nánari upplýsingar um íþróttalýðháskóla í Danmörku hjá UMFÍ, s. 568 2929 eða valdimar@umfi.is sem einnig getur gefið nánari upplýsingar um aðra styrkjamöguleika til náms í íþróttalýðháskólum. Ungmennafélag Íslands, Þjónustumiðstöð UMFÍ, sími 568 2929, www.umfi.is ÚRSLIT KNATTSPYRNA Laugardagur Deildabikar karla, neðri deild, undanúr- slit: Fífan: HK – Fjölnir ....................................15 Sunnudagur Deildabikar karla, efri deild, undanúrslit: Egilshöll: ÍA – FH......................................20 Deildabikar kvenna, efri deild, undanúr- slit: Fífan: Valur – KR.......................................13 Fífan: Breiðablik – ÍBV .............................15 HANDKNATTLEIKUR Sunnudagur Úrslitakeppni karla, undanúrslit, odda- leikir: Ásvellir: Haukar – KA ..........................16.15 Hlíðarendi: Valur – ÍR..........................16.15 Úrslitakeppni kvenna, undanúrslit, odda- leikur: Vestmannaeyjar: ÍBV - FH .................16:15 HANDKNATTLEIKUR FH - ÍBV 30:27 Kaplakriki, Hafnarfirði, undanúrslit kvenna, föstudaginn 30. apríl 2004. Gangur leiksins: 0:1, 3:2, 8:4, 12:6, 14:9, 14:13, 17:14, 20:14, 24:19, 27:22, 28:26, 30:27. Mörk FH: Þórdís Brynjólfsdóttir 9/6, Gunnur Sveinsdóttir 7, Bjarný Þorvarðar- dóttir 5, Björk Ægisdóttir 4, Dröfn Sæ- mundsdóttir 3,Sigrún Gilsdóttir 1, Guðrún Hólmgeirsdóttir 1. Varin skot: Kristín Guðjónsdóttir 15/1 (þar af 4 til mótherja). Utan vallar: 8 mínútur. Mörk ÍBV: Anna Yakova 9/3, Guðbjörg Guðmannsdóttir 7, Birgir Engl 5, Alla Gor- korian 2, Sylvia Strass 2, Elísa Sigurðar- dóttir 1, Edda Eggertsdóttir 1. Varin skot: Julia Gantimorova 15/1 (þar af 8 til mótherja). Utan vallar: 2 mínútur. Dómarar: Hlynur Leifsson og Anton Páls- son. Mistækir. Áhorfendur: 300.  Staðan 1:1 og mætast liðin í oddaleik í Eyjum á morgun. KNATTSPYRNA Deildabikar karla Efri deild, 8-liða úrslit: KR - Valur .................................................4:0 Bjarki Gunnlaugsson, Arnar Jón Sigur- geirsson, Kristinn Hafliðason, Kjartan Henry Finnbogason.  KR mætir Víkingi R. í undanúrslitum á mánudagskvöldið. Neðri deild, undanúrslit: Völsungur - Breiðablik ............................0:2 Kristján Óli Sigurðsson og Gunnar Örn Jónsson.  Breiðablik í úrslitaleikinn og mætir HK eða Fjölni. Deildabikar kvenna Efri deild: Breiðablik - ÍBV........................................4:7 Lokastaðan: Valur 5 4 1 0 22:5 13 KR 5 3 1 1 9:4 10 ÍBV 5 3 1 1 13:11 10 Breiðablik 5 1 2 2 17:18 5 Stjarnan 5 1 1 3 10:16 4 FH 5 0 0 5 3:20 0  Í undanúrslitum leikur Valur við KR og ÍBV við Breiðablik. Neðri deild: Fjölnir - Þróttur R. ...................................7:6 Keflavík - HK/Víkingur ............................2:1 Staðan: Þór/KA/KS 4 3 1 0 25:9 10 Fjölnir 4 2 2 0 19:15 8 HK/Víkingur 4 2 0 2 14:9 6 Keflavík 3 1 1 1 9:9 4 Þróttur R 4 1 0 3 15:14 3 Sindri 3 0 0 3 0:26 0 England 1. deild: Sheffield United - Ipswich........................1:1 Staða efstu liða: Norwich 43 26 10 7 73:35 88 WBA 43 25 11 7 63:35 86 Sunderland 43 20 12 11 58:43 72 Ipswich 44 21 8 15 82:70 71 West Ham 44 18 16 10 63:44 70 Wigan 44 18 16 10 59:43 70 Cr. Palace 44 20 10 14 70:59 70 Sheff. Utd 44 20 9 15 61:52 69 Reading 44 19 10 15 54:56 67 Millwall 44 17 15 12 54:46 66 Cardiff 44 17 12 15 66:56 63 Coventry 44 15 14 15 60:51 59 Stoke City 43 16 11 16 52:54 59 Preston 44 15 13 16 64:65 58 Nottingham F. 44 13 15 16 58:58 54 Watford 44 14 12 18 53:64 54 Burnley 44 13 14 17 59:72 53 Crewe 44 14 10 20 55:62 52 Rotherham 44 12 15 17 48:58 51 Gillingham 44 14 8 22 46:63 50 Derby 44 12 13 19 51:66 49 Walsall 44 12 12 20 42:62 48 Bradford 44 10 6 28 38:66 36 Wimbledon 44 7 4 33 39:88 25 Belgía Germinal Beerschot - Lokeren ................2:1 Staða efstu liða: Anderlecht 31 23 5 3 72:25 74 Club Brugge 31 19 6 6 64:31 63 Standard Liège 31 17 10 4 65:28 61 Moeskroen 31 14 13 4 60:38 55 Genk 31 15 8 8 53:36 53 Westerlo 31 13 9 9 48:42 48 Germinal B. 32 11 11 10 31:35 44 La Louviere 31 8 13 10 39:42 37 Lokeren 32 10 7 15 43:52 37 Lierse 31 7 15 9 28:35 36 Gent 31 7 14 10 29:32 35 St-Truiden 31 8 11 12 33:45 35 Beveren 31 10 4 17 37:52 34 Mons 31 7 12 12 29:40 33 Cercle Brugge 31 7 12 12 26:48 33 Charleroi 31 6 8 17 32:46 26 Antwerpen 31 7 5 19 26:59 26 Heusden-Zolder 31 6 7 18 32:61 25 KÖRFUKNATTLEIKUR NBA-deildin 16-liða úrslit: Austurdeild: Detroit - Milwaukee ..............................91:44  Detroit vann 4:1. Vesturdeild: Sacramento - Dallas ..........................119:118  Sacramento vann 4:1. Samuel Eto’o bestur í Afríku Samuel Eto’o framherji spænska knatt- spyrnuliðsins Real Mallorca var í gærkvöld útnefndur knattspyrnumaður Afríku en hann er landsliðsmaður frá Kamerún. Næstir á eftir honum í kjörinu voru ’Jay Jay’ Okocha frá Nígeríu en hann er leik- maður Bolton í ensku úrvalsdeildinni og Di- dier Drogba framherji franska liðsins Mar- seille, en hann er frá Fílabeinsströndinni. UM HELGINA ALFREÐ Gíslason, Sigfús Sigurðs- son og félagar þeirra í þýska handknattleiksliðinu Magdeburg eru úr leik í baráttunni um þýska meistaratitilinn eftir óvænt jafn- tefli við Göppingen í vikunni og því geta þeir nú lagt allt kapp á að sigra í bikarkeppninni en fjög- ur lið berjast um bikarinn í Ham- borg um helgina. Í undanúrslitum í dag mætast annars vegar Hamborg og Magde- burg og hins vegar Flensburg og Kiel og sigurliðin eigast svo við í úrslitaleik á morgun. Löngu er uppselt í Hamburger Arena- höllina þar sem leikirnir fara fram en höllin tekur um 15.000 manns. Morgunblaðið sló á þráðinn til Sigfúsar Sigurðssonar í gær en hann hafði þá nýlokið við æfingu í Magdeburg og var að ferðabúast til Hamborgar. „Það er ekkert sem heitir. Fyrst meistaratitillinn er genginn okkur úr greipum og sú staðreynd að við komumst ekki alla leið í Evr- ópukeppninni þá kemur ekkert annað til greina en að taka bik- arinn,“ sagði Sigfús. Sigfús mætir ekki alveg heill til leiks í dag en hann er laskaður í baki eftir leik- inn við Göppingen en eins og Sig- fúsi einum er lagið þá ætlar hann ekki að láta það hafa áhrif á sig. „Ég bít bara á jaxlinn og reyni að gleyma bakinu. Það mörðust nokkur rifbein en það er ekkert hættulegt heldur bara vont. Það er verra að við erum hálf- skyttulausir þar sem bæði Gregorz Tkazcyk og Perunicic eru fjarri góðu gamni en við verðum bara að þjappa okkur saman. Við unn- um báða leikina á móti Hamborg í deildinni og ég tel okkur vera með betra lið þó svo að vanti í liðið okkar.“ Flensburg, sem á meistaratit- ilinn nokkuð vísan, glímir við Kiel í hinni undanúrslitaviðureiginni. Kiel varð fyrir áfalli í fyrrakvöld þegar í ljós kom að sænski lands- liðsfyrirliðinn Stefan Lövgren get- ur ekki leikið vegna meiðsla og það ætti að auka sigurlíkur Flens- borgara. Sigfús Sigurðsson ætlar sér að vinna þýska bikarinn með Magdeburg FÓLK  SACRAMENTO Kings vann Dall- as Mavericks í úrslitakeppni Vest- urstrandarinnar í NBA-deildinni í fyrrinótt og sendi þar með Texasliðið í sumarfrí þar sem Kings vann ein- vígið, 4:1. Kings mætir líklega Minnesota Timberwolves í undanúr- slitum. Fimmta leik liðanna lauk 119:118, en Dallas fékk tækifæri til þess að landa sigri í leiknum en Þjóð- verjinn Dirk Nowitzki hitti ekki úr síðasta skoti leiksins. Þetta er þriðja árið í röð sem Kings slær Mavericks út úr úrslitakeppni NBA.  DETROIT Pistons tryggði sér rétt til þess að leika gegn New Jersey Nets í undanúrslitum Austurstrand- arinnar í NBA-deildinni en Pistons vann Milwaukee Bucks í átta liða úr- slitum, 4:1.  STJÓRN körfuknattleiksdeildar Keflavíkur segir í frétt á heimasíðu félagsins að búast megi við um 2–3 millj. kr. hagnaði af rekstri deildar- innar á yfirstandandi rekstrarári. Þrátt fyrir að kostnaður vegna þátt- töku karlaliðsins í Evrópukeppni hafi verið allt að 6 millj. kr. náðist að reka deildina með hagnaði, fjórða ár- ið í röð. Á aðalfundi deildarinnar þann 11. maí nk. verða reikningar lagðir fram.  ERLENDU leikmennirnir sem munu leika með ÍBV í sumar komu til landsins í fyrrakvöld. Ian Jeffs og Matt Garner koma frá Crewe Alex- andra og var Jeffs einnig með ÍBV í fyrra. Þá er Bandaríkjamaðurinn Mark Schulte kominn til Eyja.  MARADONA er laus af sjúkra- húsi. Hann var lagður þar inn fyrir tólf dögum vegna erfiðleika við að anda og eins sló hjarta hans eitthvað óreglulega. Þrátt fyrir að hann sé kominn heim af sjúkrahúsinu er hann undir stöðugu eftirliti lækna og talið er að hann sé með sína lækna heima við.  UEFA hefur stytt leikbann Marc- els Desailly, fyrirliða Chelsea, úr þremur leikjum í tvo en Frakkinn gerði sig sekan um að slá til Fern- ando Morientes, framherja Monaco, í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni. Þar með er útséð að Desailly leikur ekki síðari leikinn gegn Monaco og heldur ekki úrslita- leikinn komist liðið þangað.  ÍSLENSKA kvennalandsliðið í áhaldafimleikum tekur þátt á Evr- ópumeistaramótinu sem fram fer í Amsterdam í Hollandi. Ísland sendi tvö landslið til keppni og í fyrradag lauk yngra landsliðið keppni í fjöl- þraut unglinga, en liðið endaði í 25. sæti af alls 27 liðum. Rússar sigruðu, Rúmenía varð í öðru sæti og Ítalía endaði í þriðja sæti. Lið Íslands var þannig skipað: Harpa Snædís Hauksdóttir (Gróttu), Karitas Harpa Davíðsdóttir, Kristjana Sæ- unn Ólafsdóttir og Margrét Hulda Karlsdóttir en þær eru allar úr Gerplu. FH-liðið kom meistaraliði ÍBV íopnu skjöldu strax í upphafi leiks með gríðarlega öflugum varn- arleik. FH-ingar brugðu á það ráð að spila vörnina fram- liggjandi og taka helstu stórskyttur ÍBV, Öllu Gorkorian og Önnu Ya- kovu úr umferð af og til. Við þetta riðlaðist sóknarleikur ÍBV og hvað eftir annað sigldi hann í strand. FH- ingar léku af skynsemi í sókninni og með Þórdísi Brynjólfsdóttur og Gunni Sveinsdóttur í broddi fylking- ar náði FH mest sex marka forskoti í fyrri hálfleik, 12:6 og 13:7. Aðal- steinn Eyjólfsson, þjálfari ÍBV, tók leikhlé í stöðunni 13:7 og skilaboðin sem hann gaf sínu liði virtust vekja það eitthvað til lífsins. ÍBV minnkaði muninn í 14:13 og héldu þá margir að björninn væri unninn fyrir hið reynslumikla lið ÍBV. En FH-konur voru ekkert á þeim buxunum. Þær komust þremur mörkum yfir áður en fyrri hálfleikur var allur og héldu uppteknum hætti í byrjun síðari hálfleiks með því að skora þrjú fyrstu mörkin. Munurinn var fimm mörk, 28:23, þegar átta og hálf mín- úta var eftir en ÍBV náði að hleypa spennu í leikinn með því að minnka muninn í tvö mörk, 28:26, þremur og hálfri mínútu fyrir leikslok. Nær komust Eyjakonur ekki því FH-ing- ar, vel studdir af stuðningsmönnum sínum, létu ekki slá sig út af laginu og uppskáru óvæntan en sanngjarn- an sigur. Það er ekki annað hægt en að hrósa liði FH fyrir frábæra frammi- stöðu. Hver einasti leikmaður liðsins gaf sig allan í verkefnið. Baráttan var til fyrirmyndar og sigurviljinn skein út úr hverju andliti. Þórdís Brynjólfsdóttir og Gunnur Sveins- dóttir voru fremstar meðal jafningja í annars afar sterkri liðsheild. Bjarný Þorvarðardóttir átti mjög góðan leik í horninu og Kristín Guð- jónsdóttir varði vel í markinu fyrir aftan afar hreyfanlega vörn FH sem tókst að brjóta niður sóknarleik ÍBV en það hefur ekki mörgum liðum tek- ist á leiktíðinni. „Ég get ekki verið annað en mjög stoltur af stelpunum. Við lékum illa í fyrri hálfleik í Eyjum, enda stelp- urnar ryðgaðar eftir langt hlé, en leikurinn í kvöld var kannski beint framhald af síðari hálfleiknum sem við spiluðum í Eyjum. Við vorum ákveðin í að selja okkur dýrt og vörnin gerði líklega gæfumuninn. Hún var frábær og sóknin lengst af leiksins,“ sagði Sigurður Gunnars- son, þjálfari FH. Guðbjörg Guðmannsdóttir var best í liði ÍBV sem virtist koma á óvart öflug mótspyrna FH. Anna Ya- kova átti ágæta spretti. „Mættum ekki til leiks“ „Við mættum greinilega ekki til- búnar til leiks. Við lentum strax fimm mörkum undir, sem okkur tókst ekki að vinna upp. Við nýttum dauðafærin illa, náðum í rauninni aldrei takti í okkar leik. FH-liðið er sterkt og getur á góðum degi unnið hvaða lið sem er,“ sagði Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari ÍBV, við Morg- unblaðið eftir leikinn. Sigurvilji og barátta hjá FH-ingum FH-ingar gáfu flestum handboltaspekingum landsins langt nef með glæsilegum sigri á Íslandsmeisturum ÍBV, 30:27, í öðrum leik lið- anna í undanúrslitum Íslandsmóts kvenna í handknattleik sem fram fór í Kaplakrika í gærkvöld. Með sigurviljann að vopni ásamt gríð- arlegri baráttu tókst hinu unga liði FH að að knýja fram hreinan úr- slitaleik við ÍBV um það hvort liðið mætir Val í úrslitum og fer leik- urinn fram í Eyjum á morgun kl. 16:15. Guðmundur Hilmarsson skrifar CIUDAD Real, með Ólaf Stefánsson í broddi fylkingar, getur með sigri á Portland San Antonio á morgun tryggt sér spænska meistaratitilinn í handknattleik í fyrsta sinn í sögu félagsins. Þegar fjórum umferðum er ólokið er Ciudad Real með sjö stiga forskot á önnur lið. Ciudad Real hefur 50 stig en Ademar Leon, Barcelona og Portland koma næst með 43 stig. Ciudad Real tapaði fyrir Barce- lona í úrslitum spænsku bik- arkeppninnar fyrr á leiktíðinni og var slegið út í undanúrslitum í Meistaradeild Evrópu af Celje Laso sem fór alla leið í keppninni með því að leggja Flensburg í úrslita- leik. Ólafur er langmarkahæsti leik- maður Ciudad á leiktíðinni en hann hefur skorað 60 mörkum meira en næsti maður. Ólafur hefur skorað 205 mörk, spænski landsliðsmað- urinn Talant Dushjabaev kemur næstur með 145 og egypski lands- liðsmaðurinn Hussein Zaki hefur skorað 142. Ólafur meistari á Spáni?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.