Morgunblaðið - 03.05.2004, Síða 7

Morgunblaðið - 03.05.2004, Síða 7
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. MAÍ 2004 B 7 Aðalfundur Breiðabliks 2004 Aðalfundur Breiðabliks verður haldinn í Smáranum þriðjudaginn 25. maí 2004 kl. 18.00 DAGSKRÁ: Venjuleg aðalfundarstörf Lagabreytingar Önnur mál Stjórnin NEW Orleans Hornets var ekki á því að ljúka keppni í NBA-deild- inni í gær er liðið átti í höggi við Miami Heat í átta liða úrslitum Austurstrandarinnar. Heat gat tryggt sér sigur í einvíginu í gær en þess í stað vann Hornets, 89:83, og jafnaði þar með einvíg- ið, 3:3. Liðin eigast við í oddaleik um sæti í undanúrslitum Austur- strandarinnar, en liðin voru í 4. og 5. sæti að lokinni deildar- keppninni á Austurströndinni. Liðið sem vinnur oddaleikinn á þriðjudaginn mætir Indiana Pacers í undanúrslitum. Sagan er ekki með Hornets í oddaleiknum því tölfræðispekingar vestanhafs hafa sýnt fram á að aðeins 5 sinn- um hefur það gerst að gestaliðið hafi sigrað í oddaleik í leikseríu þar sem úrslit ráðast í sjö leikjum. Í 75 tilvikum hefur heimaliðið haft betur. Stigahæstur í liði Heat í gær var nýliðinn Dwayne Wade sem skoraði 27 stig en félagi hans Eddie Jones var með 19 stig. Fimm leikmenn Hornets skor- uðu meira en 10 stig, en George Lynch var þar atkvæðamestur með 17 stig líkt og P.J. Brown. Það var uppselt á leikinn á heimavelli Hornets í aðeins þriðja sinn á leiktíðinni en þess ber að geta að bandaríska Idol-stjarnan William Hung skemmti áhorf- endum með söng í hálfleik og að sjálfsögðu var það lag eftir Ricky Martin sem fékk að hljóma. FLENSBURG varð í gær þýskur bikarmeistari í 30. sinn þegar liðið bar sigurorð af Hamborg í úrslita- leik, 29:23, eftir að hafa yfir í leik- hléi, 14:8. Danirnir í liði Flensburg voru sem fyrr atkvæðamiklir en Sör- en Stryger var markahæstur með 6 mörk, Lars Christiansen skoraði 5 og Lars Krogh Jeppesen var með 4. Hjá Hamborg var Svíinn Jonas Erle- lind markahæstur með 6 mörk. Það stefnir í góða uppskeru hjá Flensborg á leiktíðinni en meist- aratitillinn er innan seilingar hjá lið- inu og silfurverðlaun urðu hlutskipti liðsins í Meistaradeildinni. Þegar þremur umferðum er ólokið er Flensburg með 5 stiga forskot á Magdeburg í Bundesligunni og með sigri gegn Minden um næstu helgi verða Flensborgarar krýndir meist- arar. Magdeburg tapaði fyrir Ham- borg, 27:26, í undanúrslitum á laug- ardaginn og þar með rann síðasta tækifæri liðsins úr greipum að vinna titil á leiktíðinni. Magdeburg var undir í leikhléi, 14:9, en liðið átti góðan endasprett og fékk gullið tækifæri til að jafna metin þegar það fékk dæmt vítakast 4 sekúndum fyr- ir leikslok. Bennet Wiegert tók víta- kastið en Goran Stojanovic gerði sér lítið fyrir og varði vítakastið og tryggði þar með sínum mönnum sigurinn. Sigfús Sigurðsson var marka- hæstur í liði Magdeburg ásamt Sprenger og Bennet Wiegert en allir skoruðu þeir 5 mörk í leiknum. Sví- inn Jonas Ernelind var atkvæða- mestur í liði Hamborg með 6 mörk. AC Milan varð í gær ítalskur meistari í 17. sinn og í fyrsta skipti síðan 1999 þegar liðið bar sigurorð af aðalkeppi- nautum sínum í Roma á San Siró. 76.000 áhorfendur sáu Úkraínumanninn Andriy Shevchenko skora eina mark leiksins strax á 2. mínútunni og var þetta 22. mark hans á leiktíðinni. Þegar tvær um- ferðir eru eftir er AC Milan með níu stiga forskot á Róm- verja. AC Milan hefur 79 stig, Roma 70 og fráfarandi meist- arar, Juventus, sem töpuðu fyrir Perugia, 1:0. Eiður Smári Guðjohnsen var í við-tali við enska blaðið Independ- ent um helgina þar sem hann var spurður út í hugsanlega komu enska fyrirliðans á Stamford Bridge. „Það þarf ekki að ræða neitt um gæði Beckhams sem knattspyrnu- manns. Hann er frábær fótboltamað- ur sem er dáður út um allan heim. Ég vil helst ekki vera að velta hlut- um fyrir mér sem eru í lausu lofti, hvort Chelsea ætti að kaupa hann eða hvort hann er yfirleitt til sölu. Ég vil ekki vera að spá í hvort leik- maður sé að koma til okkar fyrr en hann er kominn, þegar og ef hann kemur. Beckham er stórkostlegur leikmaður sem myndi án efabæta okkar lið,“ segir Eiður Smári. Eiður Smári sér ekkert neikvætt við ef svo fer að Beckham gangi til liðs við Chelsea: „Ef við getum bætt okkur þá sé ég ekkert að því að fá nýja leikmenn en ég held að við þurf- um ekki á nýjum ellefu leikmönnum að halda. Þú getur ekki keypt allt í heiminum. Það verður að vinna með það sem þú hefur og bæta gæðum of- an á það. Þetta tímabil hefur gengið út á það að finna samsetningu og jafnvægi í liðið og það kemur til með að halda áfram. Ég vona bara að Ranieri verði hjá okkur áfram. Við leikmenn styðjum heils hugar við bakið á honum en ég óttast samt að hann verði látinn fara,“ segir Eiður en hann og félagar hans búa sig nú af kappi undir leikinn gegn Mónakó í Meistaradeildinni sem fram fer á Stamford Bridge á miðvikudaginn. AÐALSTEINN Eyjólfsson, þjálfari ÍBV, var að vonum kátur með sitt lið að leikslokum enda spilaði það feikilega vel. „Við mættum með kollinn í lagi í dag. Við fórum vel yfir okkar leik eftir tapleikinn í Hafnafirði. Við voru óánægð með okkar leik þar.“ Aðalsteinn sagði erfitt að taka einhverja eina eða tvær út enda hefði allt liðið spilað vel. „Leikur Öllu og Sylviu var frábær í dag en allt liðið spilaði vel og sóknarleikur okkar gekk upp eins og hann væri teiknaður upp á blað. Við spiluðum flottan handbolta og ég er virkilega ánægður með stelp- urnar.“ Fyrsti leikur ÍBV og Vals í úrslitum verður á þriðjudaginn í Eyjum. „Valsstelpurnar hafa verið að spila vel að undanförnu og þær eru virkilega verðugur andstæðingur. Við hlökkum mikið til leikjanna enda eru þetta skemmtilegustu leikir ársins og þarna vilja allir vera.“ „Valsstelpurnar virkilega verðugur andstæðingur“ AC Milan meistari New Orleans Hornets knúði fram oddaleik Flensburg bikar- meistari í 30. sinn ÍBV byrjaði leikinn mun betur ogfyrstu þrjú mörkin voru þeirra. Jafnræði var svo með liðunum fram- an af hálfleiknum og munurinn aldrei meira en þrjú mörk. Gestirnir minnkuðu muninn niður í eitt mark þegar tíu mínútur voru til leik- hlés en þá kom góður kafli Eyja- stúlkna og þær skoruðu hvert mark- ið á fætur öðru og þegar flautað var til leikhlés var munurinn fimm mörk. ÍBV hélt uppteknum hætti í síðari hálfleik og var sóknarleikur liðsins fjölbreyttur með þær Silviu Strass og Öllu Gorkorian í miklu stuði. Mestur varð munurinn tíu mörk en á lokakaflanum fengu varamenn ÍBV að spreyta sig. Julia varði vel Mesti munur á liðunum lá í mark- vörslu en Julia varði yfir tuttugu skot í marki ÍBV á meðan markverð- ir FH vörðu samanlagt átta skot. ÍBV spilaði einn besta leik sinn í langan tíma í gær og átti FH fá svör við fjölbreyttum sóknarleik Eyja- liðsins. Gunnur Sveinsdóttir var í miklum ham í liði FH, skoraði tíu mörk og var hún og Dröfn Sæ- mundsdóttir bestu leikmenn liðsins en Dröfn var öflug í síðari hálfleik. Eyja- stúlkur mæta Val EYJASTÚLKUR tryggðu sér í gær sæti í úrslitum um Íslands- meistaratitilinn í handknattleik þegar þær sigruðu FH-stúlkur nokkuð sannfærandi í oddaleik liðanna í Eyjum, 37:30. Eyja- stúlkur mæta Valsstúlkum í úr- slitarimmunni. Sigursveinn Þórðarson skrifar Reuters Eiður Smári Guðjohnsen fagnar marki í leik með Chelsea. Eiður Smári segir David Beckham velkominn til Chelsea Þurfum ekki ellefu nýja menn ENSK og spænsk blöð héldu um helgina áfram að eyða drjúgu plássi á síðum sínum undir David Beckham og framtíð hans hjá Real Madrid. Vaxandi líkur virðast vera á að Beckham yfirgefi Real Madrid og þó svo að forráðamenn Madridarliðsins segist vilja halda honum þá er klásúla í samningi hans að komi tilboð frá öðru félagi sem samsvarar 16 milljörðum íslenskra króna þá getur það fengið hann. Beckham er því eðlilega orðaður við Chelsea en eini mað- urinn sem getur pungað út þessari upphæð er Roman Abramovich, eigandi Chelsea.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.