Morgunblaðið - 10.05.2004, Page 3

Morgunblaðið - 10.05.2004, Page 3
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. MAÍ 2004 B 3 WEST Bromwich Albion, sem vann sér á dögunum sæti í ensku úrvals- deildinni í knattspyrnu, hefur sýnt áhuga á að fá landsliðsmanninn Jó- hannes Karl Guðjónsson í sínar rað- ir. Hann hefur leikið með Wolves í úrvalsdeildinni í vetur en hann er í láni þar frá Real Betis þar sem hann er samningsbundinn til 2006. „Já, ég hef heyrt af þessu og WBA sýndi líka áhuga á að fá mig að láni í janúar. Ég skoða þetta vel þegar deildakeppninni lýkur um næstu helgi. Ég er nokkuð viss um að ég fæ mig lausan undan samn- ingnum hjá Real Betis í sumar og ég vil vera áfram í England. Wolves virðist vilja halda mér áfram, sem væri allt í lagi, en auðvitað er spennandi að vera áfram í úrvals- deildinni,“ sagði Jóhannes Karl við Morgunblaðið í gær. Wolves er fallið úr úrvalsdeild- inni en Jóhannes hefur aðeins spil- að 11 deildaleiki með liðinu í vetur. Þar á bæ hefur hins vegar verið gefið sterklega til kynna að hann sé inni í framtíðaráætlunum félagsins. West Bromwich er útborg Birm- ingham, rétt eins og Wolverhampt- on, og því stutt að fara fyrir Jó- hannes ef af verður. Fari hann til WBA verður það þriðja félagið hans í Birmingham og nágrenni því síðasta vetur spilaði hann með Aston Villa. Lárus Orri Sigurðsson er á mála hjá WBA út næsta tímabil en hann er frá keppni fram undir áramót vegna alvarlegra meiðsla í hné. KRÓATINN Dado Prso, sem leikur með Mónakó, hefur gengið frá samningi um að leika með Glasgow Rangers næstu þrjú árin, en samningur hans við Mónakó rennur út í sumar. Prso, sem er 29 ára sóknarmaður, mun væntan- lega leika með króatíska landsliðinu á móti Íslending- um í undankeppni HM í haust. Alex McLeish, þjálfari Rangers, segir á heimasíðu fé- lagsins: „Ég er auðvitað mjög ánægður með að við skulum hafa náð í leikmann með slíka hæfileika. Ég hef séð hann leika marga leiki í vetur og hrifist af leik hans. Hann er fæddur sigurvegari enda með í toppbaráttunni alls staðar.“ Valsliðið er mun lágvaxnara en liðHauka og ætli það sér sigur í einhverjum leikjum í úrslitarimm- unni verður það að leika mun betur en í gær. Það var vitað fyrir að sókn Vals- manna gegn gríðar- lega sterkri flatri vörn Hauka yrði erfið, en í gær tókst þeim stundum ágætlega að leysa það þó svo að lang- tímum saman væru sóknaraðgerðir þeirra hálfvandræðalegar. Vals- menn gleymdu hins vegar hreinlega að leika vörn og það gengur ekki gegn Haukum. Valur verður að leika gimma vörn ætli liðið sér einhverja hluti í þessari úrslitarimmu. Í gær var vörnin slök og því fór sem fór. Af framan sögðu gætu menn hald- ið að Haukar hefðu átt náðugan dag gegn Val, en því var nú ekki fyrir að fara. Reyndar náðu heimamenn nokkrum sinnum fjögurra marka forystu en Valsmenn náðu jafnan að minnka muninn, jöfnuðu nokkrum sinnum, en komust ekki lengra. Haukar þurftu sem sagt að hafa fyrir sigrinum, enda lék liðið ekki vel í þessum leik, nógu vel samt til að sigra, en hefur oft leikið betur. Ásgeir Örn Hallgrímsson gaf tón- inn í gær með góðu marki eftir nokk- urra sekúndna leik. Valsmenn virt- ust ekki gera sér grein fyrir því að það þyrfti að trufla hann því eftir tólf mínútna leik, þegar staðan var 8:4, hafði Ásgeir Örn gert sex af mörkum heimamanna. Þá fyrst kveiktu Vals- arar á perunni og náðu að halda aft- ur af honum það sem eftir var leiks. Valsmenn náðu góðum kafla, skor- uðu úr fimm sóknum í röð og náðu að jafna 9:9, en Haukar svöruðu með fimm mörkum gegn einu marki gest- anna og staðan 14:10. Á lokakafla fyrri hálfleiks gerði Valur þrjú mörk en Haukar eitt og staðan var15:13 í leikhléi. Það var dálítið furðulegt að þrátt fyrir að manni fyndust Haukar miklu sterkari munaði bara tveimur mörkum í leikhléinu. Seiglan í Vals- mönnum var mikil og þrátt fyrir að margoft virtist sem Haukar væru komnir með öruggt tak á leiknum gáfust leikmenn Vals ekki upp og náðu jafnan að minnka muninn. Valsmenn náðu að jafna 16:16 og 17:17 en þá komu fimm mörk heima- manna í röð, 22:17 og hefðu getað aukið muninn ennfrekar ef ekki hefði komið til glæsileg markvarsla hjá Pálmari Péturssyni, markverði Vals, sem varði meðal annars tvívegis maður á móti manni á þessum kafla. Sem fyrr gáfust Valsarar ekki upp, munurinn hélst fimm mörk og var sex undir lok leiksins. Þá gerðu Vals- menn þrjú mörk í röð og hefðu hæg- lega getað minnkað muninn enn frekar, en voru óheppnir í skotum og eins varði Birkir Ívar Guðmundsson vel. Haukar gerðu tvö síðustu mörk- in og þá fyrst var sigurinn tryggður. Haukar eru með geysisterkt lið. Flöt vörnin er öflug og að baki henni er Birkir Ívar. Sóknin er einnig fín og í gær skoraði liðið úr tíu hraða- upphlaupum. Allir leikmenn Hauka léku ágætlega í gær. Ásgeir Örn átti fínan leik, sérstaklega í fyrri hálfleik, Hallldór Ingólfsson var öruggur sem fyrr og Vignir Svavarsson gríðarlega sterkur á línunni. Aðrir stóðu einnig fyrir sínu og þeir Pauzuolis og Sham- kuts stóðu sig vel í vörninni. Eins og áður segir verða Vals- menn að spila góða vörn – þá fyrst geta þeir gert sér vonir um að leggja Hauka. Það hjálpar raunar ekki lið- inu hversu margir eru meiddir. Markús Máni er bara hálfur maður, Bjarki Sigurðsson varla það í gær enda lék hann lítið með. Baldvin Þor- steinsson virtist einnig meiddur og beitti sér lítt, nema á vítalínunni þar sem hann var öruggur. Hann tók þó smárispu í horninu í síðari hálfleik, skoraði þá þrjú flott mörk þaðan. Brendan Þorvaldsson átti fínan leik á línunni í síðari hálfleik og ekki má gleyma Pálmari markverði. Þá átti Hjalti Gylfason ágætan leik. West Bromwich vill fá Jóhannes Karl í sumar Prso til Rangers  GUÐJÓN Valur Sigurðsson var í aðalhlutverki hjá Essen í gær þegar lið hans vann Guðmund Hrafnkels- son og félaga í Kronau-Östringen, 28:24, í þýsku 1. deildinni í hand- knattleik. Guðjón Valur var marka- hæsti leikmaðurinn á vellinum með 7 mörk.  FLENSBURG er komið með aðra höndina á þýska meistaratitilinn eft- ir stórsigur á Minden á útivelli á laugardaginn, 43:28. Lars Christ- iansen skoraði 9 mörk fyrir Flens- burg og Marcin Lijewski 8 en lið þeirra er með fjögurra stiga forskot á Kiel þegar tveimur umferðum er ólokið. Flensburg nægir stig á heimavelli gegn Nordhorn um næstu helgi til að gulltryggja sér tit- ilinn.  SIGFÚS Sigurðsson skoraði 4 mörk fyrir Magdeburg sem tapaði, 33:31, frammi fyrir 10.250 áhorfend- um í Kiel. Með því nánast tryggði heimaliðið sér annað sæti, er nú þremur stigum á undan lærisveinum Alfreðs Gíslasonar í Magdeburg.  GYLFI Gylfason skoraði 4 mörk fyrir Wilhelmshavener sem gull- tryggði sæti sitt í 1. deildinni með því að sigra HSV Hamburg, 27:26, á úti- velli.  JALIESKY Garcia skoraði 2 mörk fyrir Göppingen sem vann Stral- sunder, 35:26, í miklum fallslag og komst með því þremur stigum frá fallsæti.  DAGUR Sigurðsson og félagar í Bregenz töpuðu, 27:20, fyrir Alpla Hard í lokaumferð austurrísku úr- valsdeildarinnar í handknattleik á laugardaginn. Dagur skoraði 3 mörk í leiknum. Bregenz vann deildina samt með yfirburðum, fékk 10 stig- um meira en næsta lið, West Wien. Það verða því Bregenz og West Wien sem heyja einvígi um austur- ríska meistaratitilinn en það hefst um næstu helgi.  TVÆR þjóðir voru teknar inn í Evrópusambandið í handknattleik á þingi EHF sem lauk í gær. Nýju að- ildarlöndin eru England og Skot- land, og eru þau nú orðin 47 talsins.  HJALTI Gylfason, leikmaður Vals í handknattleik, fór meiddur af velli snemma í síðari hálfleik leiksins við Hauka í gær. Hjalti fékk slæmt högg á vinstri öxlina, en hann er örvhent- ur, og var nokkurn tíma að jafna sig. Hann kom þó inn á aftur.  KANADAMENN urðu heims- meistarar í íshokkíi í Tékklandi í gær, þar sem þeir unnu Svía í úr- slitaleik 5:3. Joy Bouwmeester, sem skoraði eftir 20 sek. í þriðja leik- hluta, og Matt Cooke, tryggðu Kan- ada sigurinn. Þetta var í 23 skipti sem Kanadamenn fögnuðu heims- meistaratitlinum. Bandaríkjamenn tryggðu sér brons með því að leggja Slóvaka að velli. FÓLK Morgunblaðið/Golli Ásgeir Örn Hallgrímsson fékk mikinn frið framan af leiknum gegn Val í gær en síðan tóku Hlíðarendapiltar við sér og létu hann ekki komast upp með neitt nema hafa fyrir því. Haukamenn miklu sterkari HAUKAR unnu fremur auðveldan sigur á Val í fyrsta leik liðanna í úr- slitum Íslandsmótsins í handknattleik karla í gærkvöldi. Leikið var að Ásvöllum og lauk leiknum með fimm marka sigri, 33:28, Hauka, sem höfðu undirtökin frá upphafi og vandséð hvernig Valsmenn eiga að krækja í titilinn. Haukar virðast einfaldlega með mun heil- steyptara lið. Skúli Unnar Sveinsson skrifar                                  ! "   #                  

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.