Morgunblaðið - 10.05.2004, Side 4
ÍÞRÓTTIR
4 B MÁNUDAGUR 10. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
VALENCIA varð spænskur meist-
ari í sjötta skiptið í gær, í annað
skiptið á þremur árum, þegar liðið
lagði Sevilla á útivelli, 2:0. Tveimur
umferðum er ólokið í spænsku 1.
deildinni en Valencia náði 7 stiga
forskoti á Real Madrid.
Valencia var með pálmann í
höndunum eftir að Real tapaði á
heimavelli fyrir Mallorca, 2:3, á
laugardagskvöldið og lét tækifærið
ekki úr greipum sér ganga. Vicente
skoraði strax á 12. mínútu, sitt 12.
mark í deildinni í vetur. Undir lok
leiksins skoraði síðan Ruben Bar-
aja, 2:0, og innsiglaði sigur Val-
encia við gríðarlegan fögnuð leik-
manna liðsins, sem og stuðnings-
mannanna sem voru fjölmargir
meðal 38 þúsund áhorfenda.
Þar með var tímabil vonbrigð-
anna fullkomnað hjá Real Madrid
en stórveldið missti af öllum titlum
í vetur, þrátt fyrir stjörnum prýtt
lið. Til að bæta gráu ofan á svart
var það Samuel Eto’o, Kamerúninn
sem Real Madrid lét frá sér fara á
sínum tíma, sem var í aðalhlutverki
hjá gestunum á Santiago Bernabeu
og skoraði tvö markanna. Mallorca
komst í 2:0 og 3:1.
Barcelona varð loks að játa sig
sigrað eftir 17 leiki án taps. Einmitt
þegar Katalóníuliðið átti möguleika
á að fara uppfyrir erkióvinina í
Real Madrid og í annað sætið, tap-
aði það 1:0 fyrir Celta í Vigo. Luis
Edu skoraði sigurmarkið sem getur
farið langt með að forða Celta frá
falli þó liðið sitji enn í fallsæti.
Valencia meistari og Real
Madrid tómhent í vetur
BOCHUM lagði í gærkvöldi lið
Freiborgar, 3:0, og var þetta þrett-
ándi leikur félagsins í deildinni á
heimavelli þar sem mótherjunum
tekst ekki að skora mark. Þessi ár-
angur er met í þýsku deildinni og
það sem ef til vill er enn ánægju-
legra fyrir félagið er að með sigr-
inum skaust það í fimmta sætið, síð-
asta sætið í þýsku deildinni sem
gefur sæti í UEFA-bikarnum.
„Það var flott hjá strákunum að
fá ekki á sig mark og setja þar með
met og ekki var það verra að kom-
ast í fimmta sætið. Nú er það al-
gjörlega undir okkur sjálfum komið
hvort við náum að halda því sæti og
spila í Evrópumóti næsta vetur,“
sagði Peter Neururer, þjálfari
Bochum.
Martin Max gerði sitt tuttugusta
mark í deildinni þegar Rostock
lagði 1860 München að velli, 3:0.
Þar með versnar staða Münchenar-
liðsins enn frekar á botninum því
þegar tvær umferðir eru eftir er
það í þriðja neðsta sæti, fjórum
stigum á eftir Herthu Berlín og
Kaiserslautern. Ekki er einu sinni
víst að það dugi liðinu að vinna
báða leiki sína, en það tekur á móti
Herthu á laugardaginn og fer til
Gladbach í síðustu umferðinni.
Kaiserslautern á Schalke úti í
næstu umferð og Dortmund heima í
síðustu umferðinni og Hertha 1860
á laugardaginn og tekur á móti
Köln í síðustu umferðinni. Botn-
slagurinn er því hvergi nærri búinn
í Þýskalandi.
Þrettán heimaleikir án
þess að fá á sig mark
Gestirnir fengu óskabyrjun því á 19.mínútu gerði Oliver Kahn, fyrirliði
meistaranna, slæm mistök sem Ivan
Klasnic nýtti sér. Kahn kom langt út í víta-
teiginn til að grípa að því er virtist sak-
laust skot eða sendingu. Hann missti bolt-
ann og Klasnic nýtti sér það. Johan
Micoud kom gestunum í 2:0 á 26. mínútu
og Aliton bætti við þriðja markinu á 35.
Þetta er í fyrsta sinn í þrjá áratugi sem
Bayern fær á sig þrjú mörk í fyrri hálfleik.
Roy Makaay lagaði stöðuna aðeins á 56.
mínútu en 65.000 áhorfendur voru ekkert í
vafa hvaða lið er sterkast þessa dagana í
Þýskalandi.
„Við höfum virkilega unnið fyrir þessu í
vetur og höfum haft trú á því að okkur
tækist að verða meistari þó svo að við vær-
um ekkert að auglýsa það út um allt,“
sagði Micoud eftir leikinn.
Þjálfarinn, Thomas Schaaf sem hefur
verið með liðið síðan 1999, var einnig
ánægður og svo gott sem orðlaus: „Þetta
er stórkostlegt!“
Bayern er enn í öðru sæti en alls ekki
öruggt með það, en annað sætið gefur
beinan rétt til að keppa í meistaradeildinni
að ári. Stuttgart og Leverkusen eiga enn
möguleika á að skjótast upp í annað sætið
Bremen
sér meis
inn í Mü
WERDER Bremen sýndi hvaða lið er
best í Þýskalandi á laugardaginn
þegar það heimsótti Bayern
München, sigursælasta lið landsins
og meistara síðasta árs. Stórsigur,
3:1, á útivelli tryggði Bremen sigur í
deildinni, þann fyrsta síðan 1993 og
þann fjórða í sögu félagsins.
ÞÓRÐUR Guðjónsson lék síðustu
15 mínúturnar með Bochum þegar
lið hans vann Freiburg, 3:0, í þýsku
1. deildinni í knattspyrnu í gær.
Bochum komst upp fyrir Dortmund
og í fimmta sætið með sigrinum.
PÉTUR Hafliði Marteinsson,
landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur
jafnað sig af meiðslum sem hann
varð fyrir um fyrri helgi. Hann leik-
ur að öllu óbreyttu með Hammarby
gegn Trelleborg í sænsku úrvals-
deildinni í knattspyrnu í kvöld.
AUÐUN Helgason sat á vara-
mannabekk Landskrona allan tím-
ann þegar lið hans tapaði, 5:3, fyrir
Halmstad í sænsku úrvalsdeildinni í
gær.
GYLFI Einarsson lék síðasta hálf-
tímann með Lilleström en Davíð
Þór Viðarsson var ekki í leikmanna-
hópnum þegar lið þeirra gerði jafn-
tefli, 2:2, við Molde á útivelli í norsku
úrvalsdeildinni í gær.
VEIGAR Páll Gunnarsson lék
ekki með Stabæk gegn Bodö/Glimt
vegna meiðsla en lið hans steinlá á
heimavelli, 5:2.
ÓLAFUR Örn Bjarnason lék allan
leikinn með Brann sem tapaði fyrir
Sogndal á útivelli, 3:1.
HANNES Þ. Sigurðsson lék fyrri
hálfleikinn með Viking sem gerði
marklaust jafntefli við Vålerenga á
útivelli.
JÓHANNES Harðarson kom inn á
sem varamaður á lokamínútunni
þegar Start vann Raufoss, 2:1, í
norsku 1. deildinni í gær. Start hefur
unnið fimm fyrstu leiki sína á tíma-
bilinu.
HELGI Kolviðsson var varamaður
hjá Kärnten og kom ekki við sögu
þegar lið hans vann Mattersburg,
5:1, í austurrísku úrvalsdeildinni á
sunnudaginn. Kärnten er enn neðst
en er nú þremur stigum á eftir
næsta liði, Sturm Graz, þegar tveim-
ur umferðum er ólokið.
HREFNA Jóhannesdóttir lék ekki
með Medkila vegna veikinda þegar
lið hennar tapaði, 2:0, fyrir Team
Strömmen í norsku úrvalsdeildinni á
laugardaginn. Medkila hefur tapað
fjórum fyrstu leikjum sínum og að-
eins skorað eitt mark en fengið á sig
átján.
BRESKI kylfingurinn Barry Lane
sigraði á breska meistaramótinu í
golfi sem lauk í gær Lane lék síðasta
hringinn á 66 höggum og vann með
þriggja högga mun. Argentínu-
mennirnir Eduardo Romero og
Angel Cabrera komu næstir en Paul
Broadhurst, sem var með forystu
fyrir síðasta dag, lék skelfilega í
gær.
LANE vann þarna sitt fyrsta mót
á ervrópsku mótaröðinni í áratug og
gerir sér nú vonir um að komast í
Ryder-lið Evrópu sem mætir
Bandaríkjamönnum í haust.
FÓLK
Þetta er besti árangur Chelsea ídeildakeppninni í 27 ár en liðið
hafnaði einnig í öðru sæti vorið
1977 og þar áður 1963. Eina meist-
aratitil sinn til þessa vann Chelsea
árið 1955.
Eiður Smári lék allan leikinn í
fremstu víglínu hjá Chelsea en
hann var eini sóknarmaðurinn í
leikmannahópi félagsins á laugar-
daginn. Hann lék vel og var óhepp-
inn að gera ekki út um leikinn um
miðjan síðari hálfleik þegar hann
lék á Gary Neville og Wes Brown á
markteig United en Tim Howard
varði frá honum á glæsilegan hátt.
Þá hefði Chelsea komist í 2:0 því
Jesper Grönkjær skoraði eina mark
fyrri hálfleiks með glæsilegu skoti í
þverslána og inn. Carlo Cudicini,
markvörður Chelsea, varði víta-
spyrnu frá Ruud van Nistelrooy
undir lok fyrri hálfleiks en breyttist
úr hetju í skúrk 13 mínútum fyrir
leikslok. Þá missti hann boltann
klaufalega og van Nistelrooy þakk-
aði fyrir sig og jafnaði, 1:1. Fyrsta
mark Hollendingsins síðan í febr-
úar og hans 27. á tímabilinu. Þegar
þarna var komið sögu var Chelsea
manni færra því Robert Huth, veiki
hlekkurinn í liðinu, fékk rauða
spjaldið á 73. mínútu fyrir endur-
tekin brot.
„Það er frábær árangur að ná
öðru sætinu. Við gerðum okkar
besta í dag, það skipti öllu máli að
spila vel á þessum magnaða velli og
halda okkar stöðu í deildinni,“ sagði
Claudio Ranieri, knattspyrnustjóri
Chelsea. „Ég er ekki búinn að vera
ennþá,“ bætti hann við og vísaði til
endalausra frétta um að hann væri
á förum frá félaginu.
Þetta er aðeins í annað skiptið frá
stofnun úrvalsdeildarinnar árið
1992 sem Manchester United hafn-
ar ekki í fyrsta eða öðru sæti en það
gerðist einnig tímabilið 2001–02.
„Ég var búinn að sætta mig við
þriðja sætið fyrir leikinn því
Chelsea hefði alltaf unnið Leeds í
lokaumferðinni hvort sem var,“
sagði Alex Ferguson, knattspyrnu-
stjóri Manchester United, sem hef-
ur stýrt liðinu í 18 ár.
Besti árangur
Chelsea í 27 ár
EIÐUR Smári Guðjohnsen og félagar í Chelsea tryggðu sér annað
sætið í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laugardaginn með því
að gera jafntefli, 1:1, við Manchester United á Old Trafford. Fjögur
stig skilja liðin að fyrir lokaumferð deildarinnar og með þessu varð
ljóst að Chelsea fylgir Arsenal inn í riðlakeppni meistaradeildar
Evrópu næsta haust en Manchester United þarf að taka þátt í loka-
umferð forkeppninnar.
Reuters
Eiður Smári Guðjohnsen á hér í höggi við Mikael Silvestre og John O’Shea á Old Trafford.