Morgunblaðið - 16.06.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.06.2004, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S IC E 24 84 3 05 /2 00 4 NETSMELLUR – alltaf ódýrast á netinu Allt að 18 ferðir á dag Sumaráætlun Icelandair Bókaðu á www.icelandair.is Engin þjónustugjöld þegar bókað er á netinu. Innifalið: Flug og flugvallarskattar. Breytingagjald 5.000 kr. Icelandair ódýrari í 54,5% tilfella í júní og júlí í sumar til Kaupmannahafnar og London Úttektin var framkvæmd af IMG Deloitte fyrir Icelandair á tímabilinu 6. - 14. maí. Miðað er við algengustu tegund sumarleyfisferða sem er yfir helgi. Til að gæta fyllsta hlutleysis var íslenskur samkeppnisaðili Icelandair á þessum flugleiðum látinn vita að verðkönnun yrði gerð á fyrrgreindu tímabili. Ódýrastir til Evrópu Verð á mann frá 14.490 kr.* JÓN Ólafsson bóndi í Brautarholti á Kjalar- nesi lést á Landspítala – háskólasjúkrahúsi í Fossvogi 14. júní síð- astliðinn, 72 ára að aldri. Jón fæddist í Reykjavík 26. apríl 1932, sonur hjónanna Ólafs Bjarnasonar bónda í Brautarholti og Ástu Ólafsdóttur hús- móður. Jón kvæntist Auði Kristinsdóttur 15. apríl 1961 og áttu þau börnin Ólaf, Kristin Gylfa, Björn, Jón Bjarna og Emilíu Björg. Jón lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1953 og tók við búi af föður sínum í Brautarholti á Kjalarnesi það sama ár ásamt Páli bróður sínum. Að Brautarholti rak Jón kúabú, auk þess sem hann stofnaði grasmjöls- verksmiðju árið 1963 og grasköggla- verksmiðju 1972 sem hann rak til ársins 1999. Jón byggði upp stórt svínabú í Brautarholti ásamt sonum sínum fjórum og rak frá árinu 1984. Árið 1985 áttu þeir feðgar hlut í kaupum á fugla- búinu Móum á Kjalar- nesi. Árið 1998 stofn- uðu þeir ásamt fleirum kjötvinnsluna Esju, og keyptu Nesbú á Vatns- leysuströnd árið 1999. Árið 2000 fór Jón ásamt sonum sínum í aukinn svínabúsrekst- ur með fyrirtækinu Ali og með kaupum á Síld og fiski. Jón kom mikið að fé- lagsstörfum, hann starfaði í stjórn Ung- mennafélags Kjalnesinga á árunum 1954–1965, og var formaður fulltrúa- ráðs sjálfstæðisfélaganna í Kjósar- sýslu 1980–1986. Jón var í flokksráði Sjálfstæðisflokksins frá 1980–1986 og frá 1991–1998. Hann var í lækn- ishéraðsnefnd Álafosslæknishéraðs frá 1962–1988, formaður skólanefnd- ar Klébergsskólahverfis á Kjalar- nesi frá 1962–1982, og formaður sóknarnefndar Brautarholtskirkju frá 1970–1999. Jón sat í hreppsnefnd Kjalarneshrepps frá 1958 og var oddviti nefndarinnar frá 1982–1996. JÓN ÓLAFSSON Andlát TEKJUSKATTUR einstaklinga á að lækka um 4 prósentustig á þremur árum. Þetta kom fram í svörum Davíðs Oddssonar forsætisráðherra við fyrirspurnum á fundi American Enterprise Institute (AEI) í Washington á mánudag. Var Davíð þar meðal frummælenda. Forsætisráðherra sagði í fyrirspurnum og umræðum að unnið væri að því að útfæra skattalækkun hjá einstaklingum. Þetta væri mjög mikilvæg aðgerð. Einnig væri unnið að því að afnema eignaskatt á einstaklinga og fyr- irtæki, það væri ósanngjarn skattur. Tekju- skattur einstaklinga, miðað við staðgreiðslu, er nú 38,58% og færi því niður í 34,58% samkvæmt ummælum forsætisráðherra í Washington. Davíð sagði reynsluna af skattalækkun á fyr- irtækjum vera þá að hagnaður þeirra hefði auk- ist enn meir og ríkið í raun fengið meiri tekjur en áður. Þetta hefði gerst þrátt fyrir hrakspár stjórnarandstöðuflokka á Alþingi um að skatta- lækkun þýddi stórfellt tap fyrir ríkissjóð og meiri halla á fjárlögum. Hið gagnstæða hefði gerst, fyrirtækin hefðu haft úr meiru að spila og velta þeirra og framlegð aukist. Davíð var einnig spurður hve sannfærður hann væri um að áform um skattalækk- anir næðu fram að ganga þegar hann væri að stíga upp úr stóli forsætisráðherra í haust eftir 13 ára setu við völd. Davíð svaraði því til að Sjálfstæðisflokkurinn yrði áfram stærri aðilinn í ríkisstjórninni. Mikilvægt væri að ríkisstjórn- in myndi halda áfram á sömu braut. Davíð var spurður um mögulega aðild Íslands að ESB og hvort ríki ESB myndi þrýsta á Ís- lendinga að taka upp tilskipanir Evrópusam- bandsins. Davíð sagði Íslendinga þegar taka upp fjölmargar reglugerðir og tilskipanir ESB í sína löggjöf, hlutfallið hér á landi væri um 18%. Íslendingar gætu vel haldið sinni sérstöðu, sök- um smæðar landsins væri það engin ógn við Evrópu. Íslendingar myndu litlu fá áorkað með aðild að ESB og glata sjálfstæði í sinni löggjöf. Skattalækkun og einkavæðing ástæða velgengninnar Í ræðu sinni á fundinum sagði Davíð að mikl- ar skattalækkanir og einkavæðing ríkisfyrir- tækja væru helstu ástæður efnahagslegrar vel- gengni á Íslandi, að því er segir í frétt netmiðilsins Big News Network af fundi AEI í Washington, sem var fjölsóttur. Tekjuskattur á fyrirtæki hefði lækkað úr 50% í 18% og einka- væðing ríkisbankanna væri lykillinn að vel- gengni íslensks efnahagslífs. Davíð sagði ennfremur að viðvarandi vel- gengni í efnahagslífinu hefði ekki náðst þrátt fyrir lækkun skatta á fyrirtæki, heldur að miklu leyti vegna þeirra. Vitnað er til þess í fréttinni að landsframleiðsla hafi aukist um nærri 5% á ári frá því á miðjum síðasta áratug og Íslend- ingar njóti einna bestu lífskjara í öllum heim- inum. Davíð Oddsson forsætisráðherra svaraði fyrirspurnum á fundi í Washington Tekjuskattur lækki um 4 prósentustig á þremur árum Davíð Oddsson DORRIT Moussaieff for- setafrú fær þekktan breskan sjónvarpskokk, Mike Robin- son, í heimsókn til sín á Bessa- staði á föstudag, en Robinson ætlar að elda með henni lamba- kjöt að hætti húsmóðurinnar. Verður þátturinn með for- setafrúnni sýndur á sjónvarps- stöðinni UK Food, en þátta- gerðarmenn UK Food eru hér á landi á vegum Iceland Ex- press og munu þeir framleiða fjóra staka þætti um íslenska matargerð sem verða kryddað- ir með myndum af íslensku mannlífi og landslagi, segir í til- kynningu frá flugfélaginu. Auk heimsóknarinnar til forsetafrú- arinnar mun UK Food heim- sækja víkingahátíðina í Hafn- arfirði, þar sem fjallað verður um hákarlaverkun og íslenska skyrið. Þá verður fjallað um ís- lenska laxinn og skötuselinn. Þættirnir frá Íslandi verða sýndir sem innslög í þættinum Good Food, sem sýndur er í beinni útsendingu. Breskur sjónvarps- kokkur á Bessastaði „ÞETTA er mjög skemmtilegt,“ segir Andri Snær Sigurðsson einn þátttakenda í Háskóla unga fólks- ins, en hann frétti af skólanum í gegnum vin sinn, sem einnig tekur þátt í sumarháskólanum. Að- spurður um hvað honum hefur þótt mest spennandi hingað til segir hann að lögfræðin hafi verið mjög skemmtileg, en hann á eftir að taka námskeið m.a. í tölvunarfræði og fjölmiðlafræði þannig að af nógu er að taka. Una Emilía Árnadóttir, sumarháskólanemi, tekur undir með Andra og segir að sér hafi þótt gaman. Hún segist m.a. vera í spænsku og þýsku ásamt því að taka þátt í líffræðinámskeiði. Um 130 unglingar taka þátt í sumarháskólanum sem starfræktur er á vegum Háskóla Íslands (HÍ) dagana 14. - 19. júní. Skólinn hóf starfsemi sína á mánudaginn en unglingar fæddir 1988 - 1991 gátu skráð sig í skólann og valið að taka þátt í átta námskeiðum af þeim 22 sem í boði eru. Björn Þorsteinsson, verkefn- isstjóri Háskóla unga fólksins, segir verkefnið í beinu framhaldi af ým- iss konar annarri starfsemi, sem hafi verið í gangi á vegum HÍ und- anfarin ár, sem miði að því að miðla þekkingu til barna og unglinga. Af þeim 22 námskeiðum sem eru í boði er að finna jafnólíkar greinar og fornleifafræði, viðskiptafræði og japönsku, en Björn segir að það hafi verið reynt að ná góðum þver- skurði yfir námsframboð Háskól- ans. „Eitt af þeim sem færri nem- endur komast á er japanskan og hún fylltist mjög fljótlega,“ segir Björn og bætir við að mikill áhugi sé á tungumálum meðal Sumarhá- skólastúdenta. Háskóli unga fólksins starfræktur á vegum HÍ Unglingar áhugasamir um japönsku Una Emilía lærir m.a. spænsku og þýsku í sumarháskólanum. Morgunblaðið/Árni Torfason Andra Snæ Sigurðssyni þótti gam- an á lögfræðinámskeiði. KAUPÞING Búnaðarbanki, nú KB banki, hefur verið sýknaður af kröf- um fyrrverandi vaktmanns í Bún- aðarbanka sem fór fram á rúmar 5,7 milljónir króna auk vaxta frá í októ- ber 2002 vegna rofs á ráðningar- samningi. Hann var sakaður um að hafa fjarlægt skjöl úr bankanum og komið trúnaðarupplýsingum til við- skiptavinar bankans, Norðurljósa, en þar var sonur hans starfandi. Í júlí 2002 komst upp að Bún- aðarbankinn hafði lagt drög að með- ferð eigna Norðurljósa án samráðs við þau. Um sumarið hafði fjölmiðl- um borist gögn um þetta mál úr bankanum og grunaði forsvarsmenn hans að einhver starfsmanna ætti þar hlut að máli. Fjármálaeftirlitið úrskurðaði að bankinn hefði með þessu brotið gegn reglum um bankaleynd. Grunur féll á vakt- manninn og var lögð gildra fyrir hann í bankanum. Á skrifborð eins bankastjóra var lagt tilbúið skjal er bar yfirskriftina „Trúnaðarmál“. Skjalið fjallaði um samning á milli Búnaðarbankans og annars banka og varðaði lánamál Norðurljósa. Komið var fyrir myndavél er beint var að skrifborðinu, og tók hún upp myndir af vaktmanninum nokkrum sinnum. Héraðsdómur segir að engum dyljist, sem skoðar myndbandið, að þar er vaktmaðurinn að skoða skjal og allt bendi til þess að hann sé að skrifa niður hjá sér upplýsingar úr því. Fullyrðing hans um að hann hafi verið að skrifa niður ljóð á þessu sama augnabliki sé eins og hver önnur fjarstæða. KB banki sýkn- aður af kröfum STJÓRNARANDSTAÐAN hefur ákveðið að leggja fram frumvarp um framkvæmd fyrirhugaðrar þjóðarat- kvæðagreiðslu um leið og þing kem- ur saman í byrjun júlí. Össur Skarp- héðinsson, formaður Samfylking- arinnar, segir að flokkarnir þrír, Samfylkingin, Vinstrihreyfingin – grænt framboð og Frjálslyndi flokk- urinn, hafi komist að samkomulagi um að fallast ekki á hugmyndir sem gera ráð fyrir lágmarksþátttöku. „Við teljum margt benda til þess að ríkisstjórnin ætli sér að setja skilyrði um að tiltekin þátttaka þurfi að vera fyrir hendi til að nið- urstöður þjóðaratkvæðagreiðslunn- ar gildi óbreyttar. Við teljum að stjórnarskráin veiti enga heimild til þess.“ Össur segir að leitað verði ráða hjá lögfræðingum og stjórnmála- fræðingum og að frumvarpið verði kynnt áður en þing hefst. Frumvarp um þjóðar- atkvæða- greiðslu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.