Morgunblaðið - 16.06.2004, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.06.2004, Blaðsíða 26
DAGLEGT LÍF 26 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Smiðsbúð 1, 210 Garðabær Pantanir í síma: 565 7040 Laufey Þóra ValdísKatrín Nú er rétti tíminn! Fagleg þjónusta fyrir alla sem vilja góðar höfuðlausnir. Leðuriðjan ehf. Brautarholti 4 Rvk s. 561 0060 Fjóla Gullsmiður, Keflavík Útskriftagjafi r æsibæ Sími 562 5110 Opið virka daga 10-18 laugardaga 10-16 Í tilefni þjóðhátíðar er 50-70% afsláttur af drögtum og samkvæmiskjólum dagana 16-24. júní 1 4 4 4 w w w. g u l a l i n a n . i s „SÚ STAÐREYND að ég hef alla tíð verið í stjúptengslum og er sjálf stjúpa hefur haft áhrif á val mitt á rannsóknarefni í meistaranámi í fjöl- skyldumeðferð,“ segir Valgerður Halldórsdóttir félagsráðgjafi. „For- rannsókn mín fólst í að kanna þörf ís- lenskra stjúpforeldra og kynforeldra á fræðslu og stuðningi við stjúp- fjölskyldur. Þessi rannsókn var hvati að því að ég opnaði vefinn www.stjuptengsl.is. Það kom í ljós í viðtölum mínum vegna rannsókn- arinnar að stjúpforeldrar óskuðu þess að geta rætt við aðra sem voru í sömu aðstæðum og þeir. Ég sá að það var mikil þörf á því að stjúp- fjölskyldur væru sýnilegri í sam- félaginu, enda margir með ýmiss konar tengsl inn í stjúpfjölskyldur þrátt fyrir að engar tölulegar upplýs- ingar séu um þær og umræður litlar sem engar. Ólíkar hefðbundnum fjölskyldum Valgerður segir ótal spurningar vakna hjá fólki við það að stjúp- fjölskylda verður til. Stjúp- fjölskyldur séu stofnaðar á grunni annarrar fjölskyldu eða fjölskyldna í kjölfar skilnaðar eða dauða og því ólíkar hefðbundnum fjölskyldum. Oft flytji fólk saman áður en tengsl hafi náð að myndast milli stjúpforeldra og stjúpbarna. Það þurfi að huga að mörgu, t.d. að kynforeldri verji stundum tíma eitt með barninu sínu og einnig að stjúpforeldrið fái tíma með því einu, bæði til að viðhalda tengslum og skapa tengsl. Eins þurfi að huga að samveru allra, því hún sé forsenda þess að væntumþykja og umhyggja skapist. Hætta sé á óham- ingju þegar gerðar eru óraunhæfar kröfur og væntingarnar verða of miklar. Margt geti haft áhrif á hvernig til tekst, svo sem samskipti kynforeldra og aldur barnanna. Yngri börn eiga auðveldara með að laga sig að breyttum aðstæðum. „Fólk veit ekki við hverju það má búast við stofnun stjúpfjölskyldu. Þess vegna fannst mér nauðsynlegt að opna umræðu um stjúptengsl. Á vefnum fær fólk rödd til að tjá sig og ræða saman og deila reynslu sinni. Ég legg áherslu á að birta fræðilegar og gagnlegar upplýsingar á vefnum en auk þess býð ég upp á námskeið og persónulega ráðgjöf sem hægt er að skrá sig í þar.“ Á vefnum er sérstök barnasíða og finnst Valgerði hún sérlega mik- ilvæg. Hún segir börn í stjúp- fjölskyldum oft lenda í því að stjúp- foreldrar krefjist skilyrðislausrar ástar og hlýðni þeirra þegar í stað. „Þetta er dæmi um óraunhæfar kröf- ur og væntingar í stjúpfjölskyldum,“ segir hún. „Slíkt getur orðið upp- spretta margvíslegra vandamála og skapað togstreitu. Það má ekki van- meta sorg barna við skilnað og flest eiga þau það sameiginlegt að vilja að foreldrar þeirra taki saman á ný. Þrátt fyrir að nýja stjúpforeldrið sé góð manneskja og öll af vilja gerð til að láta hlutina ganga vel er ekki sjálfgefið að börnunum líki vel við hana og er algengt að börnunum finnist stjúpforeldrið standa í vegi fyrir að draumur þeirra rætist um að foreldrar þeirra sameinist að nýju. Eins getur verið erfitt fyrir stjúpfor- eldri að elska stjúpbarnið eins og sitt eigið barn, enda oft í óvissu um hlut- verk sitt a.m.k. í fyrstu. En þessar tilfinningar eru eðlilegar og þetta er reynsla sem margir ganga í gegnum þrátt fyrir að lítið sé talað um hana,“ segir hún. Valgerður segist gera sér vonir um að vefurinn eigi eftir að eflast og skapa umræðu um stjúpfjölskyldur í þjóðfélaginu. Hún segist vonast til að umræður verði opnar og fólk verði duglegt að tjá sig og segja frá sinni reynslu. Stjúpfjölskyldur upplifa stuðningsleysi „Það er nauðsynlegt að styðja bet- ur við bakið á stjúpfjölskyldum. Þeir sem rætt var við í tengslum við for- rannsóknina mína upplifa stuðnings- leysi þrátt fyrir að þátttakendum í lífi fjölskyldunnar fjölgi. Samt kann stuðningurinn að vera fyrir hendi, en oft er ekki leitað eftir honum, t.d. hjá fyrrverandi tengdaforeldrum, sem eru amma og afi stjúpbarnanna, hvernig sem aðstæður foreldranna breytast. Vandamálið virðist vera að mikil óvissa er um hlutverk fólks sem tengist stjúpfjölskyldum. Húmor, sveigjanleiki og fordómaleysi eru eiginleikar sem koma öllum að gagni í samskiptum – og ekki síst í stjúp- fjölskyldum.“  FJÖLSKYLDUR|Nýr vefur þar sem hægt er að fræðast um stjúptengsl Óraunhæfar væntingar geta skapað vanda Umræða um stjúp- fjölskyldur hefur verið lítil hér á landi þrátt fyr- ir að stór hluti íslensku þjóðarinnar búi við slík tengsl. Ásdís Haralds- dóttir hitti Valgerði Halldórsdóttur fé- lagsráðgjafa að máli, en hún opnaði nýlega vef um stjúptengsl. asdish@mbl.is 1. Stjúpfjölskyldur eru ólíkar hefðbundnum fjölskyldum 2. Unum því að allir í stjúpfjölskyldum elski ekki hver annan 3. Látum kynforeldra annast agamál í byrjun 4. Sýnum börnunum sveigjanleika í umgengni 5. Finnum okkur hlutverk en ofleikum ekki 6. Tökum ekki hlutina persónulega 7. Komum á skipulagi sem skapar samkennd 8. Verum opin og hreinskilin um stöðuna í fjármálum 9. Munum að hafa parasambandið í fyrirrúmi 10. Þakklæti frá stjúpbörnum okkar er bónus! Íhugunarefni BESTA te í Bretlandi fæst í Bird on the Rock Tea Room í Clungunford, þorpi í Shropshire, nálægt landa- mærum Wales. Þetta eru nið- urstöður Teráðsins sem heimsækir yfir hundrað testofur og hótel í því skyni að veita Douglas og Annabel Hawkes verðlaunin, að því er fram kemur í fréttabréfinu Britain call- ing. Besta síðdegisteið í London að mati ráðsins er að fá á Ritz-hótelinu á Piccadilly. Bretar drekka 165 milljónir tebolla á hverjum degi, að því er fram kemur í fréttabréfinu. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson  SÆLKERAR Besta te í Bretlandi TENGLAR .............................................. www.tea.co.uk HJÁ STÆRSTA tóbaksframleið- anda Bretlands er nú íhugað hvort bragðbæta eigi vindlinga t.d. með súkkulaði- eða kirsuberjabragði, að því er m.a. kemur fram á vefútgáfu Aftenposten. Hugmyndin vekur and- úð hjá þeim sem berjast gegn reyk- ingum og þeir telja að bragðefnin geti vakið áhuga barna á reykingum og þannig leitt til aukinna reykinga. British American Tobacco (BAT) hef- ur prófað 482 efni sem geta gefið vindlingum bragð. Fyrirtækið fram- leiðir m.a. vindlingategundina Lucky Strike og aðrar tegundir sem þegar eru bragðbættar með lakkrís og kakói. Fyrrverandi heilbrigð- isráðherra Bretlands, Frank Dobson, gagnrýnir hugmyndina í samtali við The Independent og finnst sem til- raun BAT sé að hefja markaðs- setningu gagnvart börnum, þar sem tölfræði sýni að næstum enginn byrj- ar að reykja á fullorðinsárum. BAT vísar gagnrýninni á bug og talsmaður fyrirtækisins segir að vindlingar bragðist eins og vindling- ar. Hann útilokar ekki að fyrirtækið muni nota einhver af bragðefnunum sem prófuð hafa verið. Prófanirnar fóru fram með tilraunum á dýrum í Kanada þar sem slíkar tilraunir hafa verið bannaðar í Bretlandi frá árinu 1997. Súkkulaði- vindlingar  REYKINGAR TENGLAR .............................................. www.stjuptengsl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.