Morgunblaðið - 16.06.2004, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.06.2004, Blaðsíða 28
LISTIR 28 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ R is og þýlindi, metnaður og metn- aðarleysi er sitthvað, skrifari varð rækilega var við það á ferð sinni til Bandaríkjanna, og bar saman við ástandið á heimaslóðum. Vitaskuld er skilningurinn á vægi sjónmennta annars eðlis og fjárstreymið til lista af ólíkum víddum, einnig marka höfðatöluna tveir and- stæðir pólar, mikið við lítið, heimsálfa á móti eyríki í norðri, segir þó ekki alla söguna. Bandaríkin eru ríkasta þjóð í heimi, líka sú blandaðasta, innflytjendur hafa streymt að úr öllum áttum og borið með sér framandi siði og gildi, jafnt allur sá fjöldi sem kom frá Asíu og Evrópu, sem litli hópurinn frá Íslandi. Þó hafa flestir samlagast viðtekinni menningu og halda í heiðri, einnig afkom- endur þrælanna frá Afr- íku, en í raun eru Bandaríkin margar þjóð- ir og mörg þjóðarbrot. Að sú mynd sem við blasir í sjónvarpinu með íþróttir og niðursoðna lágmenningu í öndvegi sé hin kórrétta er fjarri lagi, hér mætti stundum vísa til orðtækisins; bylur hæst í tómri tunnu. Í landinu þróast einnig hámenning og ýmsa nafn- kenndustu menntastofnanir heims má finna þar, en líka ótal miðlungs háskóla. Maður upplifir þessar andstæður með ýmsum hætti, til að mynda er langur vegur frá fólkinu sem af íhygli og lífsnautn reikar um sali safna og til miðaldra leigubílstjórans sem ók okkur á hið reisulega Þjóðarsögusafn Bandaríkjanna, en vissi ekki hvar það var (!), kominn í næsta nágrenni þess á Constitution Ave, og varð að spyrja aðra bíl- stjóra til vegar. Eða unga bílstjórans í New York sem ég bað um að aka mér á MoMA á Queens. Sá hristi skilningsvana höfuðið og leit- aði upplýsinga hjá nokkrum félögum sínum í ná- grenninu, sem höfðu jafntakmarkaða hugmynd um það. Kallaði upp miðstöðina og talaði um stund í gemsann, var þá trúlega fyrirlagt að aka í ákveðið hverfi á Queens, spyrja þarnæst til vegar. Gerir svo og ekur að verksmiðju nokk- urri, snaraðist út og kallaði upp mann í gegnum rimla á stórri hurð, sá kom von bráðar en reyndist ei heldur margfróður hér um, hvarf aftur inn til að fá nánari upplýsingar, en gat svo bara sagt að safnið væri einhvers staðar nærri, hvarf við svo búið. Bílstjórinn skiljanlega ekki upplitsdjarfur en settist inn og hugsaði sitt ráð nokkur augnablik, en þá birtist maðurinn á ný hrópaði og veifaði allt hvað tók til að vekja at- hygli okkar. Nú var náunginn alveg viss og benti í ákveðna átt og síðan skyldi sveigt til hægri, þetta gerði bílstjórinn og það stóð heima safnið reyndist í minna en 100 metra fjarlægð! Okkur Evrópubúum kemur þetta spanskt fyrir sjónir því MoMA er eitt nafnkenndasta safn í heimi og iðulega í fréttunum. Unga manninum raunar til nokkurrar afsökunar að um útibú safnsins er að ræða meðan stendur á end- urbyggingu gamla safnsins á 53 stræti vestur milli fimmtu og sjöttu traðar. Í hvorugu tilviki sallaklárt að ekki var um pretti að ræða, líkast til stórum frekar þegar mig bar að í New York og bílstjórinn var kominn upp á 55. götu fimmtu traðar þegar ég vakti athygli hans á að hótelið mitt sem hann þóttist kannast svo vel við væri á þeirri 47. vestur! Andstæðurnar vissulega miklar í henniAmeríku, landið býður eins og flestirvita upp á flest hið besta og versta íheimi hér og allt þar á milli, ríkidæmi og fátækt, hámenningu og lágmenningu og allt þar á milli. Trúlega vegna þess að þeir hafa lengstum lagt svo mikla áherslu á einstaklings- framtakið og opið þjóðfélag, um leið er þeim mjög í mun að styrkja ímynd sína, halda gaum- gæfilega utan um hana. Rækta alla þætti menn- ingar sinnar, eru þannig jafnuppteknir af fortíð- inni og nútíðinni sem endurspeglast einkar vel í myndlist og sjónmenntum, grandskoða liðin tímabil af sama ákafa og þeir halda nú- listamönnum sínum fram. Í eystri álmu Þjóð- listasafnsins mátti þannig einnig líta málverk, sem þættu lítilsigld og úrelt af menningarvitum norðursins, ekki síst hérlendum, en eru þó mjög sterkur þáttur amerískrar þjóðarvitundar. Lýsandi hér um eru þrjár steinríkar konur sem stóðu að baki stofnun MoMA í New York, sem grunnur var lagður að 1929 og er fyrsta núlistasafnið í heiminum. Hugmyndina fengu þær í og með er þeim var sögð sagan af van Gogh, fátækt hans og mótlæti, fyrir höfðu þær eðlisávísunina, fjármagnið og þekkinguna á framsækinni myndlist. En seint hefði þeim dott- ið í hug að um leið væri tilefni til að rífa niður arfleifð fortíðar, að stuðningur við samtímalistir hefði samasemmerki við niðurrif núliðinna og eldri gilda. Hér má koma fram að Núlistasafnið í París opnaði ekki fyrr en 1937, sem kemur sennilega mörgum spánskt fyrir sjónir. Sú meinlega og arfavitlausa hugmynd að valta yfir fortíðina á að stórum hluta rætur að rekja til þess tíma er æstum og fávísum múg var sigað á arfleifð aldanna eftir byltinguna í Rússlandi og löngu seinna menningarbyltinguna í Kína, neyð- arlegt að vestrænir menntamenn létu glepjast og núlistamenn tímanna vildu leggja eld að söfnum og láta jarðýtur sópa burt rústum forn- aldar, eins og til að mynda Forum Romanum. Svo komið í meira lagi undarlegt að líta til baka og áranna eftir seinni heimsstyrjöldina, er slag- orð niðurrifsins voru einna háværust, sér í lagi vegna þess að á seinni tímum hefur hátæknin gert fortíðina forvitnilegri en nokkru sinni fyrr, vísinda-, náttúru- og sögusöfn heimsborganna yfirfull alla daga. Tel þetta spjall mikilvægt innlegg tilsamanburðar og skara ferðapistlamína, vegna þess að við erum ekkinægilega með á nótunum um þetta mikilvæga jafnvægi milli fortíðar og nútíðar, að halda utan um eigin arfleifð. Dæmigert hér um er hávaðinn og metnaðurinn í kringum sýningu Ólafs Elíassonar, hins vegar metnaðarleysið og ládeyðan varðandi sýningu í Gerðarsafni á ís- lenzkum málverkum í eigu einstaklinga í Dan- mörku, forvitnilegt framtak og um margt vel staðið að því af hálfu Dana, afrakstur drjúgrar og fórnfúsrar vinnu í tvö ár ef ekki lengur. Jafnframt landlæg tilhneiging til að valta yfir fortíðina, hún skal víkja fyrir niðursoðnum nýj- ungum, jafnvel hismi og hjómi, að viðbættu við- varandi lítilþægni listamanna gagnvart meintum nústraumum frá útlandinu. Enn einu sinni ástæða til að minna á og vísa til, að þegar Am- eríkumenn lyftu upp og jarðtengdu eigin mynd- list hrifsuðu þeir með tíð og tíma til sín for- ustuna frá París. Og þegar Þýðverjar gerðu það sama, þurftu framsæknir innlendir listamenn ekki lengur að hafa sannað sig í París til að hljóta viðurkenningu á heimaslóðum. Á tíma- skeiði er spannaði áratug eða svo risu upp tíu mikilsháttar núlistasöfn í Þýskalandi og það varð stórveldi í heimslistinni. Ekkert gerir inn- viði þjóða rismeiri en rótgróin menning, reynist sú auðlegð sem blívur og helst eykur sjálfstæði og orðstír þeirra út á við. Í ljósi reynslunnar þannig farsælla að líta inn á við heldur en að miða allt sem gert er við útlandið eða það sem er hinum megin við fjallið til undirbyggingu þess. Vera alltaf tilbúnir með rauða dregilinn, lyfta því upp til hásætis sem menn halda að sé það heitasta á alþjóðavettvangi. Segi halda, eitt er að halda annað að vita, yfirleitt fjölmargt annað að gerast en hingað ratar, utan einsýnna viðhorfa og ranghugmunda. Vongleði framtíðar, fata morgana, erum þó við sjálf, ris okkar og metnaður… – Hugmyndin að þessum pistli mótaðist við skoðun listasafna í Washington einkum eftir að hafa óvænt litið stórt myndverk Ólafs Elíasson- ar af húsum í Reykjavík á hinu glæsilega Hirs- horn-núlistasafni í Washington. Tók á sig form er gengið var um nær galtóma sali Gerðarsafns, þar sem sýningin Íslenzk málverk í einkaeign í Danmörku er að renna sitt skeið. Metnaður/metnaðarleysi Morgunblaðið/Bragi Ásgeirsson Ólafur Elíasson: Hús í Reykjavík, Hirshorn-safnið í Washington. Hluti myndverka Júlíönu Sveinsdóttur á sýningunni Íslenzk málverk í eigu Dana, í Gerðarsafni. SJÓNSPEGILL Bragi Ásgeirsson bragi@internet.is KRAFTUR hins lútherska sálmalags, af melódískum rótum fornra kaþólskra lofsöngva og þýzkra þjóðlaga, hefur fylgt okkur frá ómunatíð í þraut og heill. Það er eitthvað sérstakt við þessi lög sem loða við minnið eins og iglur, og óneitanlega freistandi að nota í tónverkum og útsetningum lag- stúfa sem allir þekkja, eins og ýmis klassísk dæmi sanna. Raunar væri ofsagt að frum- kjarni sálmalaga frá 16. og 17. öld sé fyrirferðarmikill á þessum hljómdiski. Langflest lögin eru af öðrum toga og yngri, mörg þeirra af engilsaxnesku málsvæði en einn- ig mörg af norrænu, þ. á m. nokkur íslenzk frá nútíma. E.t.v. að hluta undir áhrifum frá núgildandi breið- um samnefnara við hérlend brúð- kaup og jarðarfarir, þar sem bregður fyrir tónefni sem hvarflaði ekki að neinum fyrir 30–40 árum að tengja við slík tímamót. Um leið er eftirtektarvert hvað íslenzk þjóðlög við sálmtexta liggja hér óbætt hjá garði. E.t.v. til marks um hvað þau þykja viðkvæm og vandmeðfarin, eða þá hvað sá tónlistararfur er löngu gleymdur og grafinn í vitund þjóðarinnar nema á menningartylli- dögum eins og Sumartónleikum í Skálholti. Nú mætti kannski halda að um sé að ræða yfirkeyrt hjálpræðis- popp með grenjandi „ad lib“ saxo- fónlínum út um allt a la Jan Garba- rek, eins og ég hélt reyndar sjálfur er ég brá diskinum á fóninn í fyrsta sinn. Svo er þó ekki, og sem betur fór reyndust hinar fáu og spar- neytnu spunastrófur Sigurðar Flosasonar flestar smekklega við settar, og einnig hinn (líklega oft- ast útskrifaði) leikur Hallfríðar Ólafsdóttur og Daða Kolbeinsson- ar, þótt flautan gæti að sumra smekk stöku sinni minnt á ofsykrað kransakökuskraut með einstaka tóni á skjön, t.d. í Vertu, Guð faðir, faðir minn. Annars bætast slík „aðskota- obbligató“ aðeins við minnihluta laganna, og breitt úrvalið tryggir furðumikla fjölbreytni, enda þótt varla sé ætlazt til að menn hlusti á ríkulega fylltan diskinn í einni bunu. Sumum kann að þykja flutn- ingur kórsins í kraftlausara lagi, miðað við ekta svartan baptista- gospelsöng eða rússneskan rétt- rúnaðarkór. Öðrum mun á hinn bóginn þykja þakkarvert að að- standendur skuli hafa sniðið sér stakk eftir vexti, enda má söngur kórsins heita lýtalaus og án þung- lamalegra kúnstpása á hendinga- mótum, burtséð frá ofurlitlu mis- vægi á kostnað karlaradda. Yfirbragðið ber í heild keim af hlédrægum en snyrtilegum nor- rænum kirkjukórssöng eins og hann gerist beztur. Í mínum huga standa að öðru leyti upp úr ferska sænska þjóðlagið Ó, vef mig vængj- um þínum, Ó, undur lífs Jakobs Hallgrímssonar og Nú hverfur sól í haf eftir Þorkel Sigurbjörnsson, ásamt sígildu perlu hans Heyr, himna smiður. Hlé- drægt en snyrti- legt TÓNLIST Kammerkór Langholtskirkju Sálmar í sorg og von. 26 íslenzk og er- lend sálmalög, m.a. í útsetningum Gunn- ars Gunnarssonar, Hildigunnar Rúnars- dóttur og Þorkels Sigurbjörnssonar. Guðmundur Sigurðsson & Gunnar Gunn- arsson orgel, Sigurður Flosason saxo- fónn, Daði Kolbeinsson óbó og Hallfríður Ólafsdóttir flauta ásamt Kammerkór Langholtskirkju. Stjórnandi: Jón Stef- ánsson. Lengd: 79:20 mín. Skálholts- útgáfan SÚCD008, 2004. HLJÓMDISKUR Ríkarður Ö. Pálsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.