Morgunblaðið - 16.06.2004, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.06.2004, Blaðsíða 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÞETTA HELST … VIÐSKIPTI Ítalsk-íslenska verslunarráðið heldur árlegan Ítalskan við- skiptadag í dag, kl. 15.30–17.00 á 14. hæð í Húsi verslunarinnar. Ræð- ur flytja Halldór Ásgrímsson, utan- ríkisráðherra, Umberto Pestalozzi, sendiherra Ítalíu á Íslandi, Enrico Cattaneo, frá viðskiptaþjónustu Ítal- íu á Norðurlöndunum, Erla Þór- arinsdóttir, eigandi Verslunar Sæv- ars Karls, Eygló Ólafsdóttir, markaðsstjóri Karls K. Karlssonar, Elvar Ingimarsson, eigandi Rosso Pomodoro, og Gianni Porta, yf- irmaður Impregilo á Íslandi. Guðjón Rúnarsson, formaður ráðs- ins, stýrir fundinum. Málstofa Seðlabankans verður haldin í dag kl. 15:00 að Sölvhóli. Er- ic Leeper frá háskólanum í Indiana í Bandaríkunum flytur erindi sem nefnist Models for Monetary Pol- icy, eða Líkön fyrir peningastefnu. Í DAG ● BRESKA verslanakeðjan House of Fraser, sem Baugur Group á hlut í, tilkynnti í gær að sala hefði aukist á fyrstu 19 vikum fjárhagsárs fyrirtæk- isins, miðað við sama tímabil í fyrra. Salan jókst alls um 0,4% frá sama tíma í fyrra í samanburðarhæfum verslunum og framlegð batnaði um 2,5%. Forstjórinn John Coleman seg- ist í tilkynningu frá fyrirtækinu ánægður með þessar tölur og að að- gerðir til að ná niður kostnaði séu að skila sér. Því megi gera ráð fyrir við- unandi afkomu á fyrri helmingi árs- ins sem lýkur 31. júlí nk. Þær af- komutölur verða birtar í septembermánuði. Sala jókst hjá House of Fraser ● HLUTABRÉF, og þar með hluta- bréfavísitölur, hækkuðu almennt víð- ast hvar í heiminum í gær eftir al- menna lækkun á mánudag. The Wall Street Journal segir að skýringin í Bandaríkjunum sé sú að nýjar tölur um hóflega hækkun kjarnavísitölu neysluverðs þar í landi dragi úr ótta við að seðlabankinn hækki vexti hratt. KB banki hækkaði annan daginn í röð, í gær um 3,3%, og hefur nú hækkað um rúm 16% á tveimur dög- um. Mikil viðskipti voru með bréf KB banka, rúmar 1.100 milljónir króna, en þau bréf sem hækkuðu mest í gær voru þó ekki bréf KB banka held- ur bréf SÍF. Þau hækkuðu um 5,9% í 132 milljóna króna viðskiptum. Í gærmorgun var tilkynnt í Kauphöll- inni að Jakob Óskar Sigurðsson, sem hefur mikla reynslu af stjórnun á alþjóðlegum mörkuðum, hefði ver- ið ráðinn forstjóri SÍF.                    Hlutabréf hækka víðast hvar STÆRÐ íslensku bankanna og fjár- hagslegur styrkur þeirra hefur haft sitt að segja um getu þeirra til að kaupa FIH. Stærð banka má til dæmis meta út frá markaðsverði eða heildareignum og KB banki er stærstur á hvorn mælikvarðann sem er. Markaðsverð KB banka í gær, eftir 16% hækkun síðustu tvo daga, var 180 milljarðar króna, sem gerir hann níunda stærsta banka Norðurlanda á þann mælikvarða. Markaðsverð Íslandsbanka var 84 milljarðar króna og markaðsverð Landsbankans 65 milljarðar króna. Því hærra sem markaðsverðið er, þeim mun auðveldara er að gefa út nýtt hlutafé til að kaupa önnur fyr- irtæki. Heildareignir KB banka námu 601 milljarði króna í lok mars og á sama tíma námu heildareignir Landsbankans 511 milljörðum króna og heildareignir Íslands- banka 488 milljörðum króna. Eigið fé er einn af mælikvörðum um fjárhagslegan styrk. Eigið fé KB banka nam 47,3 milljörðum króna í lok mars, eigið fé Íslands- banka nam 30,7 milljörðum króna og eigið fé Landsbankans 30,3 milljörðum króna. Eiginfjárhlutfall samkvæmt CAD-reglum er einnig mælikvarði á fjárhagslega stöðu banka. Eig- infjárhlutfall KB banka var 11,2% í lok mars og á sama tíma var eig- infjárhlutfall Landsbankans 11,0% og eiginfjárhlutfall Íslandsbanka 10,0%. Stærð og fjárhagur ALLIR íslensku viðskiptabankarn- ir, KB banki, Landsbanki og Ís- landsbanki, voru meðal þeirra sem áttu í viðræðum um kaup á danska fjárfestingarbankanum FIH og þeir tveir fyrrnefndu voru í slagn- um allt undir hið síðasta. Nokkrir bankar frá Norðurlöndunum, þeirra á meðal þrír af fjórum stærstu bönkum Norðurlandanna, voru einnig á meðal þeirra sem sýndu mikinn áhuga á FIH. Eins og fram hefur komið náði KB banki samkomulagi við seljand- ann, sænska bankann Swedbank, um kaupin á mánudag, og greiðir fyrir 84 milljarða króna auk vaxta frá 31. mars og þar til gengið verð- ur frá kaupunum. Að auki taka seljendurnir 28 milljarða króna út úr FIH og fá því greidda 112 millj- arða króna auk vaxta. Þessi við- skipti eru stærstu fyrirtækjakaup íslensks fyrirtækis frá upphafi, enda jafngildir verðið sem KB banki greiðir markaðsverði Ís- landsbanka, og er þá ekki litið til þeirra 28 milljarða króna sem selj- andinn tekur út úr FIH. Val á kaupanda Verðið er vitaskuld ein af for- sendum kaupanna, en fleira kemur til, svo sem ýmsir skilmálar samn- ings og mat seljanda á fjárhags- legri getu kaupandans, þ.e. hvort að kaupandinn muni geta staðið við tilboð sitt. Erlendir fjölmiðlar fjöll- uðu mikið um kaupin í gær og ef marka má suma þeirra spilaði einn- ig inn í að seljandinn hafði ekki sérstakan áhuga á að selja sænsk- um keppinautum sínum bankann. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins voru þrír stórir sænskir bankar meðal þeirra fimm sem völdust úr eftir fyrstu viðræður, en það voru Nordea, stærsti banki Norðurlandanna, Svenska Hand- elsbanken og SEB. Tveir íslenskir bankar munu einnig hafa verið í þessum hópi, en það voru Lands- banki Íslands og KB banki. Eftir því sem komist verður næst stóð valið á endanum á milli íslensku bankanna tveggja. Landsbankinn mun hafa haft fullan stuðning helstu hluthafa sinna auk þess sem fjármögnun mun hafa verið tryggð. Á loka- sprettinum var það þó KB banki sem hafði betur, en hann hafði líka stuðning meirihluta hluthafa sinna og trygga fjármögnun. Ekki verður fullyrt um hvað olli því að KB banki varð ofaná í þessu kapphlaupi, en þar kann að hafa spilað inn í að KB banki skilgreinir Norðurlöndin sérstaklega sem heimamarkað sinn, sem Lands- bankinn gerir til að mynda ekki. Af þessari ástæðu getur verið að KB banki meti það meira en flestir aðr- ir að eignast FIH, sem er banki sem margir töldu vissulega eftir- sóknarverðan. Mikil reynsla KB banka erlendis hefur sennilega einnig haft sitt að segja um að hann náði alla leið. Spurning um verð Eins og áður sagði var Íslands- banki einn þeirra sem sýndu áhuga á að eignast FIH, en viðræður þar um náðu þó ekki langt. Einar Sveinsson, formaður bankaráðs Ís- landsbanka, segir að bankinn hafi vitað af því að FIH væri til sölu og að hann hafi óskað eftir upphafs- upplýsingum sem hann hafi fengið. Íslandsbanki hafi lagt mat á þær og farið til viðræðna. Það hafi þó aðeins verið upphafsviðræður og þær hafi aldrei komist af því stigi. Einar segir að FIH hafi vissu- lega verið nokkuð áhugaverður kostur, „en þetta er líka spurning um verð,“ segir hann. Allir íslensku viðskipta- bankarnir kepptu um FIH                      !  "     #    $%       ! !          &  ' (' ) "**+,'-" . "' ' ('    +/ ) Fréttaskýring Haraldur Johannessen haraldurj@mbl.is TÖLUVERT var fjallað um kaup KB banka á FIH í erlendum fjöl- miðlum í gær og fyrradag og kom þeim greinilega á óvart að þessi tiltölulega óþekkti íslenski banki skyldi verða ofan á í keppninni við stóra erlenda banka. Financial Times segir að kaupin hafi vakið furðu um öll Norðurlöndin, þar sem gert hafi verið ráð fyrir að sænskt fjármálafyrirtæki á borð við Nordea eða SEB myndi hreppa hnossið. Blaðið hefur eftir Sigurði Einarssyni, stjórnarfor- manni KB banka, að bankinn vilji verða raunverulegur valkostur á Norðurlöndum og að hann verði að vaxa í Danmörku, í Noregi og á Íslandi. Berlingske Tidende kall- aði KB banka íslenskt „bankaeld- fjall“, sem hafi skyndilega komið inn af hliðarlínunni og náð foryst- unni í keppninni um FIH. Danska viðskiptablaðið Börsen segir að KB banki muni liðka um hið mikla aðhald sem FIH hafi sýnt í útlánum síðustu ár og sækja fram með nýjar vörur inn á nýja markaði. The Wall Street Journal sagði frá því í fréttum af kaupunum á mánudag að verðið sem KB banki greiddi fyrir FIH hafi verið yfir þeim verðhugmyndum sem grein- endur á markaði hafi sett fram í mars. Blaðið segir að komið hafi á óvart að KB banki skyldi kaupa FIH, en ekki einhver stóru sænsku bankanna. „Það er engin spurning að KB banki hefur mik- inn metnað, en hann er mjög veik- ur fjárhagslega og enginn leit á hann sem alvöru keppinaut,“ hef- ur WSJ eftir Rodney Alfven, greinanda hjá Alfred Berg ABN Amro í Stokkhólmi. „Bankaeldfjall“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.