Morgunblaðið - 16.06.2004, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 16.06.2004, Blaðsíða 33
SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 2004 33 veginn fyrir slíkt? Hversvegna hef- ur hann ekki hafið umræðu og gert tillögur að reglugerð um málskots- réttinn ef hann telur að þetta eigi rétt á sér? Ég held að einföld skýr- ing sé á þessu. Hún er einfaldlega sú að Ólafur Ragnar Grímsson ætl- aði aldrei að nota þetta, en taldi sig ekki geta skorast undan því að ganga erinda kosningastjóra síns og fjárhagslegra bakhjarla, þeirra sem komu honum í embættið fyrir átta árum. Forsetinn hefur selt sig! Ef forsetar ganga kaupum og sölum eins og Ólafur Ragnar Grímsson, grefur það undan emb- ætti þeirra og lýðræðinu. Á skömmum tíma getur slíkt leitt til alvarlegrar upplausnar og stjórn- arkreppu í landinu. Ólafur veit þetta líklegast alltsaman, og kannski er það skýringin á þeirri fáránlegu uppákomu forsetans að hlaupa undan mótframbjóðanda sínum á 150 km hraða, hendast í loftköstum inn á skrifstofu og laumast síðan út um bakdyrnar eins og Ólafur gerði þegar ég reyndi að ná persónulega tali af honum eftir að hafa ítrekað sent bréf og hringt til að fá svar hans um kappræðuþátt í sjónvarpi. Ég sá enga ástæðu til að bera erindi mitt við forsetann upp við lögmann Norðurljósa eins og skrifstofustjóri forsetaembættisins lagði til þegar hann fór undan í flæmingi um svar við erindinu. Ég vil virkara lýðræði með eft- irfarandi hætti: Ríkisráðið. Ég tel ótækt að for- setinn sé meira og minna fjarver- andi þegar haldnir eru ríkisráðs- fundir. Slíka fundi tel ég mikilvæga fyrir stjórnsýslu landsins og í dag er hægt að nota nútímatækni til að forsetinn geti ávallt verið við- staddur. Ríkisráðið er vettvangur fyrir forsetann að ræða við fram- kvæmdarvaldið og veita þannig nauðsynlegt aðhald án þess að valda úlfúð og stjórnarkreppu í landinu. Hér er textinn um rík- isráðið úr forsetasamningnum sem ég lagði fram er ég kynnti fram- boðið sl. febrúar og sem birtur er á www.forsetakosningar.is: ‘Ný lög skulu lögð fyrir forsetann á fund- um ríkisráðs. Í þeim tilfellum sem forsetinn er staddur erlendis þegar halda þarf ríkisráðsfundi, mun for- setinn leitast við að nota nútíma- fjarfundartækni til þátttöku í við- komandi fundi og þannig tryggja að forsetinn sé sá öryggisventill fyrir þjóðina sem ætlast er til í stjórnarskrá lýðveldisins hvað varðar gildistöku nýrra laga frá Al- þingi eða ríkisstjórn.’ Virkara lýðræði og neitunarvald. Ég vil þróa lýðræðið. Ég tel neit- unarvald forseta mikilvægt, en að- eins ef því er beitt eftir að mark- visst þróunarferli hefur átt sér stað í samvinnu við Alþingi. Slíkt þróun- arferli myndi m.a. fjalla um breyt- ingar á stjórnarskrá eða lög/ reglugerð um hvernig beita skuli ákvæðum stjórnarskrár um mál- skotsrétt. Útilokað er að beita þessu valdi nema um það gildi skýrar reglur. Forseti getur haft frumkvæði að umræðu um að þróa slíkar reglur eða lög sem Alþingi myndi síðan setja til að samræma þau sjón- armið sem eru uppi um málskots- rétt. Það verður að vera skýrt hvert er hlutverk forseta Íslands varðandi lagasetningar og sátt um málskotsréttinn meðal þjóðarinnar og Alþingis. Ótækt er að málskots- rétturinn sé notaður eins og eitt- hvert stríðssverð gegn Alþingi eða lottóspil sem byggist á geðþótta- ákvörðunum eins manns eða þrýst- ingi frá einstökum fjársterkum bakhjörlum og einkavinum forseta eins og nú hefur gerst. Hér er textinn úr forsetasamn- ingnum sem ég lagði fram í febr- úar um þetta mál: ‘Forsetinn skal stuðla að virku lýðræði á Íslandi og þjóðinni verði gefinn kostur á aukinni þátttöku með þróun á beinu lýðræði með nútíma tækni. Forsetinn skal nota neitunarvaldið til að leggja umdeild mál fyrir þjóðina til úrskurðar telji hann að viðkomandi lagasetning sé á skjön við meirihlutavilja þjóð- arinnar.’ Mikilvægt er að átta sig á því að ég er tala um þróun til beins lýðræðis. Ég vil fá í gang víðtæka umræðu og undirbúningsvinnu í góðri samvinnu við Alþingi og framkvæmdarvaldið um þessi atriði eins og ofan er rakið. Hefði ég set- ið sl. átta ár sem forseti, væri búið að koma á stað slíku frumkvæði forseta í þeim tilgangi að fá skil- greind réttindi og skyldur embætt- isins um málskotsréttinn. Þá væru í dag allir með það á hreinu við hvaða tækifæri og með hvaða hætti forseti Íslands gæti eða ætti að beita málskotsréttinum. Þannig gætu flestir orðið sáttir með mál- skotsréttinn sem eðlilegan hluta í nútíma stjórnkerfi landsins. Ísland fyrirmynd friðar Hér skulum við byrja á textanum úr forsetasamningnum sem ég lagði fram í febrúar: ‘Forsetinn mun hafa frumkvæði að því að kynna einstaka sögu íslensku þjóð- arinnar sem fyrirmynd friðar á al- þjóðlegum vettvangi og stofna til víðtæks alþjóðlegs samstarfs um að á Íslandi rísi þróunarstofnun lýð- ræðis og stjórnstöð alþjóðlegs frið- argæsluliðs er geri einstökum þjóð- um mögulegt að leggja niður heri sína og gera varnarsamninga við hið alþjóðlega friðargæslulið.’ Við stöndum gagnvart stærsta tækifæri Íslandssögunnar. Forseti Íslands gæti valdið straumhvörfum á alþjóðavettvangi í friðarmálum fái ég tækifæri til að gegna emb- ættinu næstu árin. Víðtækur stuðn- ingur er við þessar hugmyndir meðal fremstu fræðimanna og frammámanna friðarmála í heim- inum eins og sjá má af heimsókn- um dr. Dietrich Fischer prófessor við friðarháskólann í Austurríki, dr. Johan Galtung sem er höfundur handbókar Sameinuðu þjóðanna í friðarsamningum og stuðnings- greinum sem okkur hafa borist m.a. frá Oscar Arias Sanches frið- arverðlaunahafa Nóbels og fyrrum forseta og núverandi forseta- frambjóðanda Costa Rica. Allir hafa þessir aðilar kynnt sér hug- myndafræði mína um að á Íslandi rísi þróunarstofnun lýðræðis og á Keflavíkurflugvelli stjórnstöð al- þjóðlegrar friðargæslu Sameinuðu þjóðanna. Þeir hafa allir verið sam- mála því að við Íslendingar eru í einstakri sérstöðu að boða nýja hugmyndafræði í friðarmálum á al- þjóðavettvangi vegna sögu okkar um það sem hér gerðist á Alþingi árið 1000 og vegna þess að Íslend- ingar hafa aldrei rekið eigin hernað heldur leyst varnarmálin með samningum við annan aðila. Þetta er fyrirmyndin að því hvernig aðrir gætu leyst sín varnarmál með samningum við hið nýja alþjóðlega friðargæslulið sem stjórnað yrði frá Keflavíkurflugvelli. Stundum hefur verið nefnt við mig að óraunhæft sé að forseti lít- illar þjóðar eins og Íslendinga geti breytt heimsmyndinni. M.a. kom þetta fram í viðtali við annan for- setaframbjóðanda í Kastljósi fyrir nokkrum vikum. Hinsvegar benti prófessor Dietrich Fischer á í Kastljós-upptöku hjá RÚV á skýr dæmi um hve raunhæfar þessar hugmyndir mínar eru og þá mögu- leika sem myndu skapast yrði ég kjörinn forseti. Því miður var mál- flutningur dr. Fischer ritskoðaður af RÚV og meirihluti viðtalsins, þar með öll atriði um forsetaemb- ættið, klipptur út áður en viðtalið fór í loftið. Fischer lýsti því að hug- myndafræði mín sé alls ekki óraun- hæf og nefndi fordæmi fyrir því að forsetar lítilla þjóða hafi valdið straumhvörfum í friðarmálum. Þar nefndi hann sérstaklega að árið 1973 bauð forseti Finnlands, Urho Kekkonen, öllum ríkisstjórnum í Evrópu til ráðstefnu í Helsinki um öryggi og samvinnu í Evrópu, sem stóð til 1975, og undirbjó jarðveg- inn fyrir endalok kalda stríðsins. Þetta varð upphafið að Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu. Þá benti hann á að árið 1986 fundaði forseti Costa Rica, Oscar Arias Sanchez, með öðrum forsetum Mið-Ameríku og gerði samkomulag sem und- irritað var af öllum forsetunum, sem endaði Contra-stríðið í Nic- aragua, og varð að grundvelli ann- arra svipaðra friðarsáttmála í El Salvador og Guatemala. Einnig var áhugavert að heyra Johan Galtung um hugmyndafræði mína og forsetaembættið á fyr- irlestri í Háskóla Íslands. Johan er af mörgum álitinn upphafsmaður nútímafriðarrannsókna og er ákaf- ur stuðningsmaður við framboð mitt. Þrátt fyrir að fyrirlesturinn var haldinn í tilefni forsetakosn- inga, sáu fjölmiðlar því miður ekki ástæðu til að fjölmenna og því fékk þjóðin litlar upplýsingar um efni hans. Morgunblaðið birti smá- klausu í eindálki og þar sem þessi merki fræðimaður vakti m.a. at- hygli á því að Vigdís Finn- bogadóttir, fyrrverandi forseti Ís- lands, og Mary Robinson, fyrrverandi forseti Írlands, hefðu í sínum málflutningi á alþjóðavett- vangi lagt áherslu á m.a. kvenrétt- indi og mannréttindi almennt. Þá nefndi hann nokkur dæmi um það hvernig forseti Íslands gæti stuðlað að friði í heiminum. Til dæmis gæti hann haft frumkvæði að því að ræða við stríðandi fylkingar í deil- um Ísraela og Palestínumanna og staðið að ráðstefnu í þeim heims- hluta um öryggi og samvinnu. Þá nefndi hann einnig það að Íslend- ingar gætu t.d. tekið sér fyrrver- andi forseta Finnlands, Urho Kekkonen, til fyrirmyndar, en hann hefði haldið ráðstefnu um ör- yggi og samvinnu árið 1973 í Hels- inki. Á þeirri ráðstefnu hefði verið lagður grunnur að endalokum kalda stríðsins. Ég og samstarfsaðilar mínir í friðarhreyfingunni um allan heim bíða eftir því að íslenska þjóðin vakni upp og kannist við hlutverk sitt. Vegna þess hvernig RÚV kom í veg fyrir að boðskapur minn bær- ist þjóðinni með ritskoðun, tel ég mikilvægt að endurtaka hér að hluta það sem Dietrich Fischer sagði í viðtali við Morgunblaðið ný- lega: Lítil ríki í mun betri aðstöðu til að beita sér fyrir friði því ekki sé hægt að tortryggja vilja þeirra og segja þau beita sér í þágu heims- valdastefnu öflugra og stærri ríkja. Ísland sé eitt þeirra ríkja sem haf- in eru yfir þá tortryggni. Einnig sé mikilvægt að Íslendingar hafi aldr- ei stofnað her. „Af þeim sökum tel ég að Ástþór Magnússyni takist mun betur að vinna að friði í heiminum sem for- seti Íslands en stjórnandi Friðar 2000,“ segir Fischer. Ástþór eigi að beita sér sem forseti fyrir lýðræð- isþróun í heiminum og frjálsum kosningum, hvetja til samræðna milli stríðandi fylkinga og stöðva sölu og flutning vopna. Þessi atriði hafi leitt til friðar víða um heim. Forseti Íslands eigi að leita eftir samstarfi við forystumenn Norður- landanna og annarra ríkja sem vilja beita sér fyrir friði í heim- inum.’ Þá segir í grein Morgunblaðsins: Hann er sannfærður um að Ástþór geti framfylgt stefnumálum sínum á áhrifaríkan hátt nái hann kosn- ingu. Nefnir hann sérstaklega hug- mynd Ástþórs að stofna miðstöð fjölþjóðlegs friðargæsluliðs á Kefla- víkurflugvelli, sem ekki einungis verndar Ísland heldur önnur smá- ríki gegn árlegri þóknun. Það kosti mun minna fyrir hvert land að leggja fjármagn til slíkrar frið- argæslu í stað þess að halda uppi eigin herafla. Dietrich Fischer segir einnig vel við hæfi að stofna hér á landi al- þjóðlega þróunarstofnun lýðræðis enda rík lýðræðishefð á Íslandi og eitt elsta þjóðþing heims. „Á með- an fólk talar saman skýtur það ekki hvert annað. Það er mikilvæg grundvallarregla. Finnist fólki að hlustað sé á það er það tilbúið að finna sameiginlega lausn og mála- miðlun á deilum sínum. Ef fólki finnst það hunsað og ekki hlustað á sjónarmið þess grípur það til vopna,“ segir hann. Stuðla ætti að fyrirbyggjandi aðgerðum, áður en stríð brestur á, með samræðum á milli deiluaðila. Slík aðferð feli líka í sér mun minni tilkostnað og færri mannslíf. Íslendingar gætu sett á laggirnar alþjóðlega sáttamiðstöð, boðið deiluaðilum á einstökum átakasvæðum til viðræðna og beint málinu í farsælan farveg þar sem sáttasemjari aðstoðar við að finna viðunandi lausn. Atvinnu- og tekjuskapandi forsetaembætti Ljóst er að sú umfangsmikla starf- semi sem ég vil sem forseti Íslands stuðla að hér á landi mun skapa mikla atvinnu og gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið. Þannig mun þjóð- in með mig sem forseta fá margfalt til baka þann kostnað sem nú er af embættinu. T.d. myndi starfsemi alþjóðlegrar friðargæslu á Kefla- víkurflugvelli auðveldlega leysa úr þeim atvinnuvanda sem upp er að koma á Suðurnesjum vegna brott- farar bandaríska herliðsins. Um- svifin á Keflavíkurflugvelli myndu margfaldast í við slíka starfsemi. Ég tel að ég geti leyst verk mín sem forseti Íslands vel af hendi fái ég til þess traust þjóðarinnar og tel að mér muni reynast það létt verk að vinna hefðbundin verk forseta jafnframt því að styðja við bakið á helstu atvinnuvegum í útrás þeirra erlendis. Ég mun jafnframt með stuðningi helstu fræðimanna og frumkvöðla heims í friðarmálum ná árangri við að byggja Ísland upp sem alþjóðlega miðstöð friðarmála. Í hlutverki mótmælandans Nauðsynlegt er að almenningur skynji muninn á því að vera í hlut- verki forseta eða hlutverki forystu- manns grasrótarsamtaka. Und- anfarin ár hef ég oft gegnt hlutverki mótmælandans í starfi mínu fyrir Frið 2000. Þannig hef ég orðið að nota ýmsar óhefð- bundnar aðferðir til þess að vekja athygli á málstað samtakanna. Ís- lendingar eru ekki mjög vanir slíkri aðferðarfræði, þótt þær séu algengar erlendis. Þannig hafa t.d. stór erlend grasrótarsamtök notað ýmsar uppákomur og mun róttæk- ari en ég hef gert, til að koma mál- efnum sínum á framfæri. Stað- reyndin er einfaldlega sú að fréttatilkynningar frá slíkum sam- tökum komast yfirleitt ekki á prent eða í loftið nema notuð sé leikræn tjáning. Þannig var það t.d. þegar ég flaug til Bagdad jólin 1996. Með því að „pakka“ boðskapnum inn í jólapakka og nota jólasveininn með slagorðunum ‘Hættið að drepa börnin mín’ tókst okkur að komast í nær alla helstu fjölmiðla heims og þannig hjálpa til við að ýta mót- mælaöldu sem þegar gerjaði á net- inu upp á yfirborðið víða um heim með þeim árangri að hundruð þús- unda manns risu upp í mótmælum gegn fyrirhuguðu Persaflóastríði. Ekkert varð úr þeirri alþjóðlegu samstöðu sem Clinton var þá að reyna að fá um nýtt Persaflóastríð 1997. Ég fékk mannúðarverðlaun grísku rétttrúnaðarkirkjunnar eftir tilnefningu UNESCO fyrir uppá- tækið en skammir hjá utanrík- isráðuneytinu sem sagðist sjálft hafa fengið orð í belg frá starfs- bræðrum sínum í Bandaríkjunum. Á sama hátt notaði ég leikræna tjáningu þegar reynt var að þagga niður í mér og fá mig dæmdan til margra ára fangelsisvistar fyrir að vekja athygli á þeirri augljósu hættu sem myndi skapast ef flutt yrðu vopn og hermenn til Íraks- stríðs með íslenskum flugvélum. Áður reyndi lögreglan að hræða mig með 16 ára fangelsi drægi ég ekki viðvörun mína til baka. Sem betur fer tókst mér að stöðva það brjálæði að Icelandair flugvélar væru notaðar, því þegar málið komst í fjölmiðla með öllum þeim látum sem mér tókst að skapa í kringum það, virtust menn sjá að sér og drógu í land. Aðeins eru nokkrir dagar síðan viðvörun barst um yfirvofandi hryðjuverk gegn þeim vestrænu flugfélögum sem tóku þátt í þessum aðgerðum. Ég vona að þjóðin hafi þá skyn- semi til að bera að skilja þá stað- reynd að ég greip til leikrænnar tjáningar að vel íhuguðu máli eftir að ljóst var að aðrar aðferðir dugðu ekki til að fá nauðsynlega umfjöllun í fjölmiðlum. Þeir ein- faldlega mættu ekki og reynt var að þegja málið í hel. En uppá- komurnar trekktu eins og góð leik- sýning þrátt fyrir að fjölmiðlar reyndu síðan að draga úr áhrifum mótmæla minna og gera mig ótrú- verðugan með ýmiskonar skítkasti. Var ég m.a. kallaður ‘þorpsfífl’ af Fréttablaðinu. En eins og gefur að skilja var þetta mál og þau fleiri hundruð skjöl sem ég fékk hins- vegar aldrei að leggja fram í rétt- arhaldinu allt hið vandræðalegasta fyrir ríkisstjórnina og flugfélögin. Að sjálfsögðu ætti ég ekki að þurfa að taka það fram, en geri það samt, að slíkar leikrænar tján- ingar tilheyra hlutverki grasrót- arsamtaka en yrðu ekki á dagskrá hjá mér sem forseti Íslands. For- seti á greiðan aðgang að fjöl- miðlum um allan heim og þarf sem betur fer ekki að notast við slíkar aðferðir til að koma málefnum sín- um á framfæri. Aðgengi að fjölmiðlum Það er engu líkara en margra mán- aða barátta mín fyrir jöfnum að- gangi að fjölmiðlum til að kynna stefnumál forsetaframboða, ganga mín um hálfa Reykjavík á fund rit- stjóra Morgunblaðsins með risa- vaxið spjald með úrklippum úr blaðinu, ítrekaðar beiðnir í meira en þrjá mánuði til ÖSE um að hingað verði sendir alþjóðlegir eft- irlitsmenn vegna mismununar fjöl- miðla gagnvart framboðum, kvart- anir til útvarpsstjóra og útvarpsréttarnefndar út af mis- munun og ritskoðun hjá RÚV og eltingarleikur við sitjandi forseta Ólaf Ragnar Grímsson um að mæta mér í opnum kappræðum á jafn- réttisgrundvelli hafi farið framhjá pistlahöfundi. Ekki stendur á mér að fjalla á málefnalegum grundvelli um stefnumál framboðs míns til emb- ættis forseta Íslands. En ég ætlast til að Morgunblaðið verði þá við þeim umkvörtunum sem ég hef ítrekað sent blaðinu, og birti þetta efni frá mér með jöfnu vægi og umfjöllun blaðsins um framboð Ólafs Ragnars Grímssonar til end- urkjörs. Daginn eftir framboð- stilkynningu forsetans birti blaðið stóra frétt á forsíðu og fleiri síður inn í blaðinu þar sem rakin voru stefnumál forsetans og hugmyndir um framtíð embættisins. Einnig gerði Morgunblaðið viðamikla út- tekt á embættisverkum forsetans með fjölda glansmynda af honum og eiginkonum hans og spannaði þetta kynningarefni um forsetann nær þrjátíu síður í tímariti Morg- unblaðsins. Morgunblaðið skrifaði í mars leiðara um forsetakosningarnar í Rússlandi og lýsti yfir áhyggjum af lýðræðisþróun þar í landi. Ég hef bent ritstjóra Morgunblaðsins á að þetta sé að kasta steinum úr gler- húsi, því hér á landi er ástandið verra ef eitthvað er. Hversvegna fæ ég t.d. ekki samsvarandi tæki- færi og Ólafur Ragnar Grímsson til að kynna mig sem frambjóðanda og mín stefnumál í fjölmiðlum hér? Lesendum er bent á að lesi þeir þessa grein frá mér sem eitthvert hálffalið efni í blaðinu á meðal inn- sendra greina og ef blaðið verður ekki við þeirri áskorun að vekja at- hygli lesenda á þessari grein með álíka inngangsgrein á forsíðu Morgunblaðsins og gert var fyrir Ólaf Ragnar Grímsson er hann kynnti sitt framboð, má lesendum vera ljóst að hugur fylgir ekki máli hjá ritstjórn blaðsins að fjalla með jöfnum hætti um öll framboðin. Við skulum vona að eftir það ágæta Reykjavíkurbréf sem birtist um helgina að bragarbót verði nú á þessu og Morgunblaðið kynni mitt framboð fyrir lesendum blaðsins þannig að þeir öðlist meiri skilning á því um hvað framboð mitt snýst og hvernig ég gæti sem forseti orð- ið sameiningartákn þjóðarinnar á friðarstóli á Bessastöðum. Ég gæti einnig sem forseti Íslands valdið straumhvörfum á alþjóðavettvangi í friðarmálum með atvinnuskapandi tækifærum sem okkur bjóðast. Höfundur er forsetaframbjóðandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.