Morgunblaðið - 16.06.2004, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.06.2004, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Laufey Gott-liebsdóttir fædd- ist í Bustabrekku í Ólafsfirði 11. októ- ber 1922. Hún lést á Landspítalanum há- skólasjúkrahúsi 7. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Gottlieb Hall- dórsson, f. 4. ágúst 1890, d. 21. maí 1980, og Guðrún Frímannsdóttir, f. 6. maí 1894, d. 15. ágúst 1981. Systkini Laufeyjar eru: Guð- rún Sigurbjörg, f. 18.8. 1915, d. 25.9. 1915; Halldóra Guðrún, f. 30.8. 1916, d. 4.3. 2000; Sig- urjóna Sveinfríður, f. 1.5. 1918, d. 1.12. 2002; Mundína Kristrún, f. 24.11. 1919; Olgeir, f. 24.8. 1921; Anna Baldvina, f. 12.5. 1924, d. 31.9. 2000; Dómhildur, f. 17.4. 1927; Þórunn, f. 3.1. 1929; og Konráð, f. 30.4. 1930. Laufey giftist Sigurði Guðmundssyni 11. okt. 1947. Hann lést 20. mars 1980. Þau áttu sex börn saman en fyrir átti Sigurður þrjár dætur. Börn Laufeyjar og Sigurðar eru: 1) Valur, f. 30.11. 1946, maki Karen Aradóttur, þeirra börn eru Hlín Hulda og Arnar Þór, barnabörnin eru fimm. 2) Rúnar, f. 22.7. 1948, börn Laufey og Sigur- laug Rúna. 3) Guðmundur, f. 8.9. 1949, maki Steinunn Gísladótt- ir, börn Guðmund- ur Sigurður og Berglind, barnabörnin eru tvö. 4) Sigurjóna, f 9.4. 1952, börn Hrefna Fanney, Bryndís og Matthías Már. 5) Hildur, f. 28.11. 1954, maki Sigurjón Á. Ólafsson, börn Ólafur, Sigríður Eyrún og Árni Freyr. 6) Hörður, f. 12.10. 1956, maki Þóra Eylands, barn Þórunn, börn Harðar Aníta Rút, Jó- hanna, Dagný og Helena, barna- börn þrjú. Útför Laufeyjar verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku mamma. Mig langar að kveðja þig með nokkrum orðum sem þú ert vel að komin. Ég á þér nefnilega mikið að þakka, og hlýn- ar um hjartarætur er ég læt hug- ann reika um liðna tíma. Hér áður fyrr var oft þröngt í búi hjá okkur, enda margir munnar að metta. Ég dáðist alltaf að því hvernig þú virtist alltaf geta bjarg- að málunum. Aldrei liðum við skort, þótt við yrðum að neita okk- ur um hluti sem engu máli skipta. Ég man hvað ég var stoltur er ég 13 ára gamall hafði farið tvo sigl- ingartúra á b.v. Jóni forseta með góðum vini okkar, Steinari Péturs- syni vélstjóra. Það gerði mér kleift að kaupa marga hluti, bæði mat- arkyns til heimilisins og gjafir handa systkinum mínum. Ég mun aldrei gleyma hvað það var gaman að koma heim færandi hendi og létta undir með ykkur pabba. Þið stóðuð alltaf við bakið á okk- ur systkinunum, eins og þegar þið hvöttuð mig til að fara á sjóvinnu- námskeið hjá Æskulýðsráði, sem reyndist mér afskaplega vel. Þar með gat ég ráðið mig á togara og komið til baka með uppáhaldsfisk- inn þinn, steinbít og lúðu. Árið 1980 var þér og okkur öllum erfitt þegar pabbi dó eftir erfið veikindi eins og þú hefur nú gengið í gegnum. Þið voruð nýbúin að kaupa íbúðina í Dvergabakka 32, sem þú síðan bjóst í alla tíð. Á þeim tíma þjöppuðum við okkur saman, eins og við systkinin gerðum á meðan á þínum veikindum stóð og munum gera eftirleiðis. Ég hafði alltaf gaman af því að spila við þig, enda vissi ég hvað þú hafðir mikla ánægju af því. Það skemmdi heldur ekki kvöldið er ég vann þig, og þó ég hafi stundum orðið fúll ef þú vannst, þá jafnaði það sig fljótlega. Síðari ár hefur samverustundum okkar fjölgað, og þær stundir eru mér ómetanlegar. Oft fór ég til þín á kvöldin og við gripum í spil eða fórum suður í Voga, til Tótu systur þinnar og Nonna. Að sjálfsögðu var spila- stokkurinn tekinn fram og spilaður bridge. Oft var gaman þá og mörg skemmtileg spil tekin og reynt við slemmur með misjöfnum árangri. Nú þegar þú hefur fengið hvíld- ina eftir þín erfiðu veikindi, vona ég að þú hittir pabba sem fyrst á þeim stað sem þú heldur á nú. Þú misstir mikið er hann féll frá, og ég veit að ykkar endurfundir verða kærir. Ég vil þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig, elsku mamma mín. Þú varst okkur systk- inunum góð móðir. Hvíldu í friði og Guð veri með þér. Þinn sonur, Rúnar. Með örfáum orðum langar okkur að minnast ömmu okkar Laufeyjar. Minningarnar eru ófáar og hver annari dýrmætari nú. Amma var alltaf svo mikil hörkukona. Hún var aldrei að skafa utan af hlutunum. Hún sagði sitt álit burt séð frá því hvort það féll í góðan jarðveg eða ekki. Okkar fyrstu minningar um ömmu eru frá Dvergabakkanum. Það var siður þegar við vorum litl- ar að fara í sunnudagskaffi til ömmu. Þar var alltaf líf og fjör þar sem flest öll frændsystkinin komu saman. Þá var langbest að fá pönnsurnar hennar og kókómjólk. Hún bakaði nefnilega heimsins bestu pönnukökur og átti alltaf til kókómjólk. Oft fengum við að horfa á vídeó. Fyrstu árin voru Tommi og Jenni efst á óskalistanum, síðan Jón Oddur og Jón Bjarni og síðast Söngvaseiður. Og eftir þá mynd settumst við gjarnan við skemmt- arann hennar ömmu og spiluðum lögin úr myndinni eftir nótnabók. Stundum fengum við að gista hjá ömmu. Þá fengum við að klæða okkur upp í gamla blúndunáttkjóla og fíluðum okkur sem svaka skvís- ur. Amma hafði mjög gaman af að spila og þá aðallega brids. Það glittir í minningar þar sem við sát- um að spila Veiðimann eða Ólsen ólsen og þá náðum við oft að hrósa sigri, en seinna þróaðist spilið út í tveggja manna brids eða Rússa og þá blossaði upp keppnisskapið í gömlu og við þóttumst heppnar að ná einum slag. Í seinni tíma sátum við oft við eldhúsborðið. Þá vék kókómjólkin fyrir kaffi og við spjölluðum og spáðum í bolla og spil. Ósjaldan snerust umræðurnar um sparnað og menntun og þar fannst henni við ekki standa okkur í stykkinu, ef við vorum í nýjum fötum eða búnar að vera í plokkun og litun eða ein- hverju álíka fussaði hún hálfpart- inn og sagði að það væri miklu mik- ilvægara og kostaði minna að vera fallegur innan frá. En sjálfri var henni umhugað um útlitið, alltaf vel til höfð með varalit og nýlagt hárið. Amma fylgdist alltaf mjög vel með því sem var að gerast í okkar lífi hverju sinni. Hún vildi alltaf fá að vita hvernig okkur gengi og fá að segja sitt álit á því sem við vor- um að gera. Stundum leiddi það til smá ágreinings þar sem hún hafði ævinlega síðasta orðið. Hún vildi alltaf eiga síðasta orðið. En gagn- rýni hennar bar vott um umhyggju og velvilja í okkar garð. Hún átti það líka til að gera bara grín og hlæja að vitleysunni í okkur. Hún hafði alveg einstakan hlátur, svo hlýjan og innilegan. Þrátt fyrir sorg okkar og söknuð þá erum við fegnar að baráttu hennar við þennan hræðilega sjúk- dóm er lokið og að sú barátta hafi ekki verið löng. Elsku amma, við kveðjum þig, þar til við hittumst aftur, með þess- ari bæn sem við fórum svo oft með saman. Hvíl í friði. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) Þín barnabörn Hrefna Fanney, Bryndís og Sigríður Eyrún. Ég kveð nú með söknuði Lauf- eyju Gottliebsdóttur, systur tengdamóður minnar Önnu Gott- liebsdóttur frá Ólafsfirði sem lést árið 2000. Þegar við Maggi fluttumst ung suður til Reykjavíkur fyrir 30 árum þekktum við ekki marga. Sunnu- dag einn þegar við vorum úti að keyra stakk Maggi upp á því að fara í kaffi til Laufeyjar frænku sinnar. Ég var svolítið kvíðin þar sem ég hafði aldrei hitt hana né fjölskyldu hennar áður, en sá kvíði var fljótur að hverfa þegar þangað var komið því þar var okkur tekið opnum örmum. Eftir þetta var oft farið í kaffi á Miklubrautina til Laufeyjar og Sigga þar sem saman voru komin börn, tengdabörn og barnabörn, þar bar Laufey fram kaffi, kakó, heimabakaðar kökur og heimsins bestu pönnukökur á meðan Siggi maðurinn hennar sagði brandara og sögur sem við öll gátum hlegið að, mikið var gaman. Seinna fluttu Laufey og Siggi í næstu blokk við okkur Magga þeg- ar við bjuggum í Breiðholtinu þá var stutt að fara í kaffi og við alltaf jafnvelkomin þó að við værum komin með börn og þau oftast með fullt hús af ættingjum og vinum. Eftir að Siggi lést kom Laufey oft til mín á kvöldin þar sem ég var ein heima með börnin því Maggi var á sjó, það voru góðar stundir. Upp frá því bundumst við Laufey sterkum vináttuböndum og þrátt fyrir aldursmuninn vorum við eins og bestu vinkonur, við gátum talað um allt og þá var mikið hlegið. Þegar ég fór að læra snyrtifræði og vantaði að æfa mig gat ég alltaf leitað til Laufeyjar, hún var alltaf til hvort heldur sem mig vantaði að æfa mig heima fyrir eða vantaði módel upp í skóla, eins var þegar dóttir mín fór að læra förðun og mágkona mín að læra hársnyrtingu þá var hringt í Laufeyju og hún sló til, svona var Laufey. Eftir að ég fór að reka snyrti- stofu fannst mér ég loksins geta launað Laufeyju fyrir alla þá góð- vild og vinsemd sem hún hafði sýnt mér og fjölskyldu minni í gegnum tíðina með því að bjóða henni að koma og láta dekra við sig á stof- unni, þar naut hún sín. Þó að Laufey væri orðin mikið veik og komin á spítala áttum við góðar stundir saman, alltaf stutt í húmorinn hjá henni sem ég hafði svo gaman af, já, við skildum hvor aðra við Laufey. Ég og fjölskylda mín sendum systkinum Laufeyjar, börnum hennar og fjöskyldum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guðrún Mikkaelsdóttir. Fyrir tæpum 60 árum kom til vistar hjá okkur Gunnari ung kona frá Ólafsfirði, Laufey Gottliebs- dóttir. Hún gekk þá með fyrsta barn sitt. Fæddist frumburðurinn á heimili okkar, myndarlegur drengur sem skírður var Valur. Laufey og Sigurður eiginmaður hennar stofnuðu fljótlega heimili og eignuðust önnur fimm mann- vænleg börn. Laufey fékk því ær- inn starfa við að sjá um heimili sitt og ala upp þennan fjölmenna og kraftmikla barnahóp. En þrátt fyr- ir þetta sinnti hún húshjálp á öðr- um heimilum nær alla tíð. Margir sóttust eftir starfskröftum hennar. Hún sinnti m.a. hreingerningum á heimilum systkina minna og ým- issa annarra sem haft höfðu spurn- ir af vinnubrögðum hennar. Laufey var mikill vinnuforkur, fljót að klára það sem gera þurfti, en þó vandvirk. Ekki varð ég vör við að henni yrði nokkurn tíma misdæg- urt, sennilega ekki látið það eftir sér að verða veik. Á heimili okkar Gunnars kom Laufey reglulega til ýmissa hús- verka, allt frá þeim degi sem áður er nefndur og þar til fyrir um ári að heilsu hennar þraut. Þrátt fyrir fítonskraft Laufeyjar til allra verka var hún alltaf tilbúin að spjalla og sinna því heimilisfólki sem þurfti að sinna. Enda var hún elskuð og dáð af börnunum. Laufey var einstaklega hlý kona og glað- leg, vel greind og fylgdist með af áhuga því sem var að gerast í þjóð- félaginu. Seinustu árin reyndist hún mér mjög dýrmæt. Hún kom vikulega. Þá hafði hægst um verkin, og hún var eins og ávallt fljót að gera það sem gera þurfti. Síðan brugðum við okkur í sund og spjölluðum um heima og geima fram eftir degi. Ég sakna þessara stunda. En ég er líka þakklát fyrir að hafa átt þessa góðu vinkonu. Megi Guð blessa minningu Lauf- eyjar. Vala Ásgeirsdóttir Thoroddsen. Laufey var tengd tilveru okkar frá fyrstu tíð. Hún var traust og heilsteypt kona sem alltaf var glað- leg í viðmóti og tilbúin að tala við okkur. Tryggð hennar hélst þótt árin liðu, og hún fylgdist af áhuga og hlýju með lífshlaupi okkar systkinanna og maka alla tíð. Við viljum einnig þakka innilega fyrir 60 ára vináttu og tryggð Laufeyjar við móður okkar, Völu. Ásgeir og Sigríður Hall- dóra, Sigurður og Sigríður, Dóra, María Kristín og Guðmundur. Ég vil þakka Laufeyju alla henn- ar hjálp og trygglyndi um margra ára skeið. Hún reyndist mér og ekki síður foreldrum mínum mikil og ómetanleg stoð. Innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldu Laufeyjar. Blessuð sé minning góðrar konu. Sigríður Halldóra. Í mínum huga er Laufey hluti af fjölskyldunni minni. Frá því ég man eftir mér var hún einn af föstu og öruggu stólpunum í fjölskyldu- lífinu. Hún bjó og vann hjá móð- ursystur minni Völu og manni hennar Gunnari þegar hún fluttist sem ung stúlka frá Ólafsfirði. Árin liðu og síðar kom Laufey til mömmu minnar, Bjargar Ásgeirs- dóttur, einu sinni í viku og þær tvær sinntu þrifum á stóru heimili eins og tveir stormsveipir. Sam- vinna þeirra var alltaf góð og sterk vinátta var þeirra á milli. Kaffitímarnir sem þær tóku sér eru mér, sem stóð utan við aðal- aðgerðirnar, mjög minnisstæðir. Mamma hafði alltaf eitthvað gott með kaffinu. Þegar kaffidrykkju lauk var bollunum hvolft og eftir viðeigandi hringi yfir höfði voru þeir settir á ofninn til þerris. Alls konar rendur, stólpar, hringir og punktar komu fram í þurrum kaffi- bollunum og út úr öllum þessum táknmyndum las Laufey fyrir okk- ur unga fólkið í fjölskyldunni hvað beið okkar í framtíðinni. Alltaf var jafn spennandi að heyra hvað hún hafði að segja því margreynt var að hún var mjög sannspá. Einnig var mjög gaman og skemmtilegt að hlusta og taka þátt í spjalli stormsveipanna tveggja því báðar höfðu fastmótaðar skoðanir á öllu milli himins og jarðar. Laufey kom sterk inn. Hún lá ekki á skoð- unum sínum. Hún fylgdist mjög vel með þjóðmálum. Laufey skóf ekki utan af hlutunum. Í veikindum mömmu var Laufey einn af máttarstólpum okkar syst- kinanna og pabba. Eftir að mamma dó var hún kjölfestan í heimilis- haldi pabba. Ég vil þakka Laufeyju margra áratuga tryggð og vináttu við for- eldra mína og okkur systkinin. Ég vil einnig þakka henni fyrir allar góðu og skemmtilegu stundirnar sem hún veitti okkur. Hjartanlegar samúðarkveðjur sendi ég til allra afkomenda Lauf- eyjar og Sigurðar. Blessuð sé minning góðrar atorkukonu. Dóra Pálsdóttir. Vikuleg koma Laufeyjar Gott- liebsdóttur á heimili okkar í Háu- hlíð var fastur punktur í tilverunni um langt árabil. Hún hafði starfað hjá afa okkar og ömmu og hélt áfram störfum hjá foreldrum okkar í um þrjátíu ár. Fimmtudagur var dagur Laufeyjar, og gladdist hún við ef annað okkar eða við bæði vorum heima við og tókum þátt í störfum hennar. Það voru ófáar gáturnar sem lagðar voru fyrir Laufeyju, og allt- af lagði hún sig fram við að taka þátt í leikjunum. Svo var sest niður og drukkinn kaffisopi, og þá urðu oft fjörugar umræður. Laufey veitti okkur sýn á ýmsa þætti þjóð- lífsins sem við hefðum líklega ann- ars ekki velt jafn mikið fyrir okkur. Hún hafði ákveðnar skoðanir og lá ekki á þeim. Það var ávallt spenn- andi að hlusta á hana tjá sig um þjóðmálin. Eftir að Laufey hætti störfum á heimili foreldra okkar heimsóttum við hana á heimili hennar í Breið- holti og héldum áfram að ræða þjóðmálin og áhugamálin. Sömu- leiðis var heimili Laufeyjar fastur viðkomustaður á aðfangadag, og gáfum við okkur tíma til að setjast niður í eldhúsinu hjá henni og þiggja hressingu. Það er með miklum söknuði sem við minnumst allra ánægjulegu stundanna með Laufeyju, sem var okkur sem önnur amma alla tíð. Sigríður Sól Björnsdóttir, Bjarni Benedikt Björnsson. LAUFEY GOTTLIEBSDÓTTIR Helluhrauni 10, 220 Hfj. Sími 565 2566 Englasteinar Legsteinar Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minning- argreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.