Morgunblaðið - 16.06.2004, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.06.2004, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ GuðmundurÁgústsson fædd- ist í Bolungarvík 2. febrúar 1939. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík laugar- daginn 5. júní síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Ágúst Elíasson, f. 28. ágúst 1895, d. 13. sept. 1969, kaupmað- ur og yfirfiskmats- maður á Vestfjörðum og síðar á Norður- landi, og Valgerður Kristjánsdóttir, f. 21. nóv. 1900, d. 29. maí 1963, hús- freyja. Systkini Guðmundar eru Unnur, f. 29. maí 1921, d. 1. maí 1924; Rannveig, f. 22. apríl 1925, d. 2. ágúst 1996; Helga, f. 5. okt. 1926; Guðrún, f. 27. júlí 1929; Elí- as, f. 17. nóv. 1932; Olga, f. 29. júlí 1935; Ásgerður, f. 12. ágúst 1941; og Auður, f. 18. júní 1944. Guðmundur kvæntist í Berlín 28. maí 1963 Moniku Maríu Karls- dóttur frá Zeulenroda í Thüringen í Þýskalandi, f. 24. sept. 1941, hag- fræðingi. Foreldrar hennar voru Emil Walther Karl, f. 4. mars 1908, d. 7. jan. 1979, og Charlotte Eleonore, fædd Mollenhauer, f. 31. mars 1912, d. 10. júní 1980. Börn Guðmundar og Moniku eru: 1) Kristján, f. 1. ágúst 1964, verk- fræðingur, búsettur í Reykjavík, sambýliskona hans er Þóra Mar- grét Pálsdóttir, sálfræðingur, f. 31. jan. 1970, börn þeirra eru Lara Valgerður, f. 7. sept. 1997 og Þór Valgarð, f. 15. júní 2001. 2) Stefán Ásgeir, f. 28. feb. 1969, M.A. í menningarsögu Rómönsku-Amer- íku, búsettur í Reykjavík, sam- býliskona hans er Védís Skarphéð- insdóttir, f. 30. júní 1959, ritstjóri. 3) Katrín, f. 26. maí 1973, sam- eindalíffræðingur, búsett í Lond- on, sambýlismaður hennar er Haukur Valgeirsson, f. 10. nóv. 1972, tölvunarfræðingur. Guðmundur ólst upp á Ísafirði og Æðey í Ísafjarð- ardjúpi, en flutti 10 ára gamall til Akur- eyrar þar sem hann lauk gagnfræða- skólaprófi. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1959 og sama ár flutti hann til Berlínar, þar sem hann lauk diplom- prófi í þjóðhagfræði við Hochschule für Ökonomie árið 1964. Eftir heimkomu að loknu háskólanámi starfaði Guðmundur hjá Alþýðu- sambandi Íslands árin 1965–71. Á þeim tíma sinnti hann einnig störf- um stundakennara í stærðfræði við Kennaraskóla Íslands 1967–70 og við framhaldsdeild Samvinnu- skólans 1975–78. Frá 1970 til 1985 var hann stærðfræðikennari við Menntaskólann við Hamrahlíð, að- allega við öldungadeild. Árið 1985 réðst hann sem aðstoðarbanka- stjóri Alþýðubankans og gegndi þeirri stöðu til ársins 1989. Árin 1990 til 1996 var hann útibússtjóri hjá Íslandsbanka. Fyrstu þrjú árin í útibúi bankans við Laugaveg 31 og seinni þrjú árin við Dalbraut. Síðustu starfsár sín vann hann hjá Lánaeftirliti Íslandsbanka á Kirkjusandi. Hann lét af störfum vorið 2003. Guðmundur gegndi ýmsum félags- og trúnaðarstörf- um. Hann var í vinnumálanefnd ríkisins 1973–1988, í stjórn Iðnað- arbankans hf 1972–1975, stjórn KRON 1973–1976, í í stjórn Norð- urstjörnunnar hf 1973–75 og Glits hf 1976–80. Einnig gegndi hann stöðu endurskoðanda Sparisjóðs vélstjóra 1975–79. Guðmundur var formaður Alþýðubandalagsins í Reykjavík 1967–1969 og 1977– 1978, og gegndi ýmsum störfum á vegum þess. Útför Guðmundar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Veiztu, ef þú vin átt, þann er þú vel trúir, og vilt þú af honum gott geta geði skaltu við þann blanda og gjöfum skipta, fara að finna oft. (Úr Hávamálum.) Fyrir réttu ári stóð hann á tíma- mótum. Hann kvaddi okkur vinnu- félagana og við fundum fyrir söknuði, en sjálfur var hann fullur tilhlökk- unar, e.t.v. örlítið kvíðinn. Það var komið að starfslokum og að njóta þess frítíma sem áunnin eftirlauna- réttindi veittu honum. Njóta sam- vista við fjölskylduna, einkum barna- börnin. Sumarið fór í hönd og það voru skipulögð mörg ferðalög, til vina og kunningja í Þýskalandi og til ókunnra stranda. Hann nýtti tímann vel og ferðalögin stóðu langt fram á haust. Við héldum sambandi, fréttum af honum í Havana og Dublin og við samglöddumst honum, en söknuðum þess að hann hafði ekki tíma til að ganga með okkur í hádeginu eins og við höfum gert sl. 12 ár. Það stóð til bóta, héldum við. En í byrjun þorra kom svo fréttin og tíminn stóð kjur. Okkur var spurn. Hvers vegna? Mikill ógnvaldur lagði til þessa vinar okkar og félaga. Og lagið stefndi á hann miðjan, það var krabbameinið. Nú reið á að ná vopn- um sínum. Gera eins og fornmenn- irnir, æða fram mót ógnvaldinum. Berjast um á hæl og hnakka. Og ógn- valdurinn mælti: „Far þú eigi til, Álf- ur,“ sagði hann, „þú hefur haus þunn- an en ég öxi þunga.“ (Eyrbyggja). Og þetta reyndust orð að sönnu. Barátt- an var ótrúlega snörp og ógnvaldur- inn bar vin vorn ofurliði á fjórum mánuðum. Við minnumst daglegu gönguferð- anna þar sem spjallað var um heima og geima, ekki síst um Sturlungu, Njálu, Eyrbyggju, Króka-Ref, Þór- berg, Laxness og Björn Th. Við minnumst ferðalaganna þar sem þú skipulagðir dagskrána, varst sögumaður og leikstýrðir leikþátt- um, á bökkum Snorralaugar, á Þing- völlum, við Brúarhlöð og víðar. Frá- sagnir þínar í og við kirkjurnar á Gilsbakka og í Haukadal eru okkur í fersku minni. Sögur og sögumennska voru eitt áhugamálið og þú komst ávallt auga á spaugilegu hliðarnar og miðlaðir þeim svo vel. Það fór ekki hjá því að þessi áhugi þinn smitaðist til okkar. Við munum búa að því um langa framtíð. Nú ert þú lagður af stað í nýja göngu og nú er tækifæri til að fræð- ast og spyrja. Og ef þú hittir höfund Njálu, þá veistu hvar okkur er að finna. Í hádegisgöngu í Laugardaln- um. Far þú í Guðs friði. Moniku, börn- um þínum og barnabörnum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðj- ur frá okkur, vinum þínum og sam- starfsmönnum í Íslandsbanka. Þórarinn Klemensson. Það var úr vöndu að ráða vorið 1967. Alþýðubandalagið í Reykjavík stóð frammi fyrir miklum erfiðleik- um eftir Tónabíósfundinn, en hann var haldinn til að ákveða G-lista kosninganna. Það gekk ekki betur en svo að G-listinn klofnaði og úr varð I- listi auk G-listans. Sá góði maður Magnús Torfi Ólafsson, sem var fyrsti formaður Alþýðubandalagsins í Reykjavík, var meðal þeirra sem kvöddu við svo búið og þess vegna þurfti að finna nýjan forystumann á fyrsta fundi félagsins eftir það, aðal- fundi Alþýðubandalagsins í Reykja- vík. Sú kenning sást meðal annars í þessu blaði að nú væri Alþýðubanda- lagið í Reykjavík endanlega úr sög- unni. Morgunblaðinu varð sem betur fer ekki að þeirri ósk sinni. Skömmu eftir Tónabíósfundinn var haldinn aðalfundur Alþýðubandalagsins í Reykjavík. Þar var kosinn formaður Guðmundur Ágústsson hagfræðing- ur. Fundurinn var fjölmennur, hald- inn á Hótel Borg; nú var um að gera að sýna íhaldinu að við værum enn á fullu skriði. Þegar nýi formaðurinn tók fyrir dagskrárliðinn innganga nýrra félaga tóku fáir við sér í byrj- un; það var yfirleitt rútína að lesa upp svoleiðis nokkuð á þeim árum, eitt nöfn, tvö eða þrjú,. Þarna urðu nýir félagar hins vegar talsvert á annað hundrað ef ég man rétt og fé- lagarnir á fundinum urðu þeim mun siginleitari sem lesturinn varð lengri; en um leið brosmildari. Þetta er í lagi; þetta sleppur, sagði Kjartan Ólafsson sem var það lengsta sem hann komst í að hæla nokkrum manni þá og kannski enn. Guðmund- ur Ágústsson reyndist góður formað- ur félagsins á vandasömum tíma og hann varð svo aftur formaður seinna. Kona hans Monika Karlsdóttir var líka í stjórn félagsins seinna þannig að þetta góða stjórnmálafélag tengd- ist þeim hjónum sterkum böndum. Oft voru haldnir fundir til að taka stöðuna í risinu á Óðinsgötunni, þar var gott að vera. Guðmundur kom einnig mjög við sögu er kosin var uppstillinganefnd vegna alþingis- kosninganna 1978. Um það verður skrifað seinna. Svo var gerð ruddaleg atlaga að mannorði Guðmundar í fjölmiðli fyrir nokkrum árum. Hann tók því með ró og ég ætlaði alltaf að fara yfir þau mál og önnur með honum. En ég náði því aldrei á níu árum! Síðast hringdi ég í vetur; þá var hann orðinn veikur og vildi ekki fá mig vegna þess að það var svo af honum dregið. Hann hafði frétt að ég vildi skoða sumarbústaða- land í Skorradal. Það er gott sagði hann, að skoða, en ekki að kaupa. En við skulum fara í sumar, sagði hann. Og skoða meira. Af því ferðalagi varð ekki. Og ég sakna góðs vinar sem ég vissi alltaf af öll þessi ár. Guðmundur Ágústsson var fríður maður, ljúfur og alltaf skemmtilegur. Hann var á yngri árum framúrskar- andi eftirherma og við áttum það reyndar sameiginlegt að hafa báðir verið forsetar Framtíðarinnar. Og þá er þess ógetið að hann var afburða- kennari í stærðfræði; það þekkir fólk í mínu húsi og stór fjöldi annarra menntaskólanema. Moniku sendum við Guðrún sam- úðarkveðjur svo og börnum þeirra Kristjáni, Stefáni og Katrínu. Alltaf þegar ég heimsæki Skorra- dal framvegis mun ég minnast vinar míns Guðmundar Ágústssonar. Í honum átti málstaðurinn góðan dreng. Svavar Gestsson. Veistu ef þú vin átt þann er þú vel trúir og vilt þú af honum gott geta. Geði skaltu við þann blanda og gjöfum skipta, fara að finna oft. (Úr Hávamálum.) Fallinn er frá vinur til margra ára, Guðmundur Ágústsson. Mikill er missir að svo stórbrotnum manni og góðum vini og fátækleg orðin þegar reynt er að endurspegla kynnin við hann. Guðmundur hafði einstaka kímni- gáfu og var viskubrunnur ritaðs og bundins máls. Þar stóðu Íslendinga- sögur og einkum Sturlunga upp úr þó að segja megi að allar fagurbók- menntir væru honum hugleiknar. Hann var snillingur í að fá fólk til að hlusta þegar hann las upp og kynnti eitthvað úr sínum uppáhalds ritverk- um. Hann hændi börnin okkar að sér með skemmtisögum og ýmiss konar sprelli og gegndi nafninu ,, Þrjótur- inn“ þegar þau voru ung að árum. Fyrir 15 árum bauð Guðmundur okkur, vinum þeirra hjóna, í Rauðu- kusunes á aðventunni. Síðan höfum við farið saman í menningarferð yfir helgi á aðventunni og tölum ætíð um að fara í Rauðukusunes hvert svo sem ferðinni er heitið. Þar hefur Guðmundur verið kjölfestan og hrók- ur alls fagnaðar og allir beðið spennt- ir eftir kvöldvökunni. Hann mætti ætíð vel undirbúinn, settist í miðja stofuna með bókhlaðann kringum sig með merkimiðum til glöggvunar á því hvað lesa skyldi og vitnað í hér og þar. Við fylgdum honum hvert sem var, hann las af innlifun og lék allar sögupersónurnar, já, hann hreinlega breyttist í þær. Skemmtilegri og fróðlegri sögustundir höfum við ekki átt. Við búum vel að þessu veganesti frá Guðmundi sem hefur kennt okk- ur svo margt. Elsku Monika, Rauðukusuness- hópur þinn mun halda uppteknum hætti þó óbætanlegt skarð sé komið í hópinn. Við gerum okkar besta. Við vottum þér og fjölskyldu þinni innilega samúð. Vilborg og Gísli, Sigrún og Magnús, Kalla og Jón. Hann Krabbi frændi (sbr. afstöðu hinnar hugþekku söng- og listakonu Önnu Pálínu Árnadóttur til sjúk- dómsins) er harðskeyttur tollheimtu- maður og það virðist tilviljunum háð hvar og af hverjum hann heimtar tollinn. Það kom mér að minnsta kosti í opna skjöldu þegar ég frétti að hann hefði hrifið með sér minn gamla og góða félaga og vin, Guðmund Ágústsson, ekki síst fyrir þá sök að fyrir mér var Gág (framber Gák; svo var hann ævinlega nefndur af vinum og kunningjum) ímynd lífsorku og lífsgleði. Ég minnist þess frá náms- árum okkar í Austur-Þýskalandi í byrjun sjöunda áratugarins, en þá bar fundum okkar mjög oft saman, að Gág var alltaf glaður og kátur, hreinasti fjörkálfur. Það var helst að skugga brygði á andlit hans þegar að honum sóttu efasemdir um að honum tækist að vinna hug hennar Moniku Karlsdóttur sem hann var yfir sig ástfanginn af. Það fór nú allt saman vel eins og þeir vita gerst sem til þekkja. Við Gág tilheyrum þeirri kynslóð sem komst til manns á eftirstríðsár- unum þegar Íslendingar voru loks að rétta úr kútnum eftir að hafa gengið hoknir í aldir. Enn reyndust þó venjulegu alþýðufólki ýmsir hlutir erfiðir viðfangs, til dæmis að komast í háskólanám erlendis. Námslán voru enn ekki komin til sögunnar. Það var því hrein himnasending þegar nokkr- um okkar buðust námspláss í Þýska alþýðulýðveldinu þar sem greidd voru laun fyrir að læra, fæði og hús- næði var ódýrt sem og bækur og önn- ur námsgögn. Auðvitað vorum við flest ef ekki öll sósíalistar og trúðum í upphafi að í hinum svokölluðu sósíalísku ríkjum væri verið að byggja framtíðarþjóð- félög á grunni lýðræðislegs sósíal- isma, jafnréttis og bræðralags. Og ýmislegt gladdi af því sem við sáum og heyrðum í DDR: vel þróað menntakerfi, gott heilbrigðiskerfi, öflugar almannatryggingar í þágu hins vinnandi manns. En þegar við huguðum nánar að gerð þessa sam- félags tóku að renna á okkur tvær grímur. Fyrst og fremst vantaði und- ir það grunninn: hinn lýðræðislega sósíalisma (félagshyggja er betra orð – og auk þess íslenskt). Stjórnskip- anin var flokksræði. Í stuttu máli komumst við að raun um að í þessum löndum var ekki verið að koma á sósí- alisma heldur ríkisreknum kapítal- isma. Og við komum þessu á fram- færi í SÍA-skýrslum og fleiri gögnum. En auðvitað tók enginn mark á okkur: andstæðingarnir sneru út úr öllu, samherjarnir þögðu allt í hel. Þannig var það nú þá. Kannski finnst einhverjum óvið- eigandi að ræða stjórnmál í minning- argrein en ég tel þvert á móti að það væri verið að afbaka sögu okkar Gág og félaga okkar frá því forðum með því að minnast ekki á þau. Við vorum gríðarlega pólitísk (eins og kynslóð okkar í heild) og ólum með okkar mikil áform, stóra framtíðardrauma. Og enn þann dag í dag trúi ég því staðfastlega að þeir muni einhvern- tíma rætast. Ég sagði hér að framan að Gág hefði verið glaðlyndur félagi, ævin- lega hrókur alls fagnaðar. Það tíðk- aðist um árabil að Íslendingar í DDR söfnuðust saman til jólablóts í Leip- zig. Þar var að jafnaði drukkin bolla en hún var þannig búin til að keypt voru kirsuber og látin liggja í koníaki í stórri skál yfir nótt (og það hefur Gág trúlega ekki vitað). Kvöldið eftir var skálin síðan fyllt og blandað sam- an sterku og léttu víni ásamt gos- drykkjum. Gág var bindindismaður á vín á þessum árum og þess vegna þurfti að hugsa fyrir því að eitthvert gos væri til handa honum til að væta kverkarnar. Nú gerist það einu sinni að þegar bolludrykkjan hófst upp- götvaðist að allt gos var uppurið. Var nú úr vöndu að ráða og illt að hafa Gág vin okkar þurrbrjósta. En þá dettur einhverjum snjallræði í hug og segir: „Gág, þú getur borðað ber- in!“ Það fannst honum heillaráð en varaði sig ekki á því að berin voru mun kröftugri en útþynnt bollan! Þar með fauk bindindisheit Gágs (hafi hann einhverntíma unnið það!) út í veður og vind en ekki veit ég til þess að það hafi skaðað hann til lang- frama. Eftir að heim kom frá námi áttum við Gág ekki mikið saman að sælda, spiluðum þó saman tvímenning í brids hjá Breiðfirðingafélaginu hluta úr vetri. Þegar ég vildi halda áfram spilamennskunni næsta haust sagði Gág: „Nei, það gengur ekki, Monika ætlar að láta mig fara að byggja!“ Síðan hurfum við báðir að mestu hvor inn í sinn heim. Ég votta Moniku, Kristjáni, Stef- áni og Katrínu ásamt systkinum hins látna samúð mína og þakka fyrir ljúf kynni við góðan dreng. Franz Gíslason. Guðmundur Ágústsson — „GÁg.“ — hefur kvatt þennan heim, einn skemmtilegasti maður sem ég hef hitt um dagana. Hreinn og beinn, heiðarlegur og ákveðinn. Hann var frábær kennari, þess naut ég eins og svo margir aðrir í Menntaskólanum við Hamrahlíð snemma á 8. áratugn- um. Fasið og framkoma öll kveikti áhuga á náminu og ríghélt athyglinni við það sem kennarinn sagði. Hann var kennari af guðs náð. Guðmundur hafði einkennilega dökkt en þó viðkunnanlegt útlit og útgeislunin hafði þau áhrif að manni fannst eins og þennan mann hefði maður þekkt alla tíð. Öllum sem til hans leituðu fagnaði hann vel og vandamálin voru leyst með velvilja og gleði, eða fremur glettni. Hann kenndi m.a. hagfræði. Þau fræði nam hann í Austur-Þýskalandi og hefur tímans tönn síðan nagað þær kennisetningar í ofan í rótina. Eins og að líkum lætur á þessum tíma, upp úr 1970, spunnust oft mikl- ar umræður um hvaða hagfræði- kenningar væru samfélaginu bestar. Guðmundur bar þá þegar hæfilega virðingu fyrir kenningum, ekki síst austur-þýskum, og lét ekki pólitíska sannfæringu sína, sem var mjög skýr, villa sig í kennslunni og hló oft og hjartanlega að þessum ströngu bókstafstrúarmönnum sem hann kenndi og héldu að Sannleikurinn Eini væri nú loksins kominn í leit- irnar. Rétt fyrir stúdentspróf hafði ég fengið loforð um styrk til náms í Þýska alþýðulýðveldinu, að vísu ekki í hagfræði heldur skipaverkfræði, og tilkynnti Guðmundi það í einum tím- anum. Honum var skemmt og teikn- aði fyrir okkur á töfluna það sem hann kallaði „dæmigert austur-þýskt rúm“! Þessi rúm væru alltaf með stórum og bosmamiklum sængum þannig að þegar maður legðist í þau sæi maður ekki til veggja heldur bara til lofts en það væri einmitt svo nauðsynlegt fyrstu dagana fyrir austan — meðan menn væru að læra að loka augunum fyrir því sem þar væri að sjá. Seinna fylgdu viðvaranir um að þar gætu bæði menn og mál- efni verið varasöm reynslulausum strákgutta frá Íslandi. Helst mættti treysta á ungar stúkur, sérstaklega ef þær hefðu ástarglampa í augun- um, þær einar hefðu líka þolinmæði til að kenna manni almennilega þýsku. Þegar ég hafði flutt mig til „Wstberlin“ eftir námið fyrir austan járntjald hitti ég Guðmund þar nokkrum sinnum þegar hann var í heimsókn hjá syni sínum sem var við nám í borginni. Þá urðu fagnaðar- fundir og gaman að rifja upp austur- þýsku rúmin og fleira gott. Síðan var farið yfir til „Berlin — Hauptstadt der DDR“ og borðað vel feitt Eisbein með hinum sanna Berliner Kindl. Loks var haldið í Karlshorst-hverfið þar sem „Hochschule für Ökonomie GUÐMUNDUR ÁGÚSTSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.