Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.2003, Side 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 18. JANÚAR 2003
H
INN 15. nóvember 1979
varð uppi fótur og fit á
breska þinginu er þáver-
andi forsætisráðherra,
Margaret Thatcher, kunn-
gerði þjóð sinni að einn af
áhrifamestu og virtustu
mannvitsbrekkum í bresku
listalífi og fyrrum umsjónarmaður listaverka-
safns Hennar Hátignar, Sir Anthony Blunt,
hefði árið 1964 viðurkennt að hafa njósnað fyr-
ir Sovétmenn í síðari heimsstyrjöldinni meðan
hann var starfsmaður bresku leyniþjónust-
unnar. Um leið tilkynnti forsætisráðherra að í
kjölfar upprunalegrar játningar sinnar hefði
Blunt verið veitt friðhelgi þar sem hann hefði
fallist á að veita ítarlegar upplýsingar um
tengsl sovésku leyniþjónustunnar við breska
menntamenn á árunum um og eftir stríð.
Aðdragandinn að þessari síðbúnu uppljóstr-
un var sá að á haustdögum 1979 hafði flogið
fyrir að rithöfundur að nafni Andrew Boyle
væri í þann mund að fletta ofan af Blunt og um
leið langri hrakfallasögu bresku leyniþjónust-
unnar. Munu lögspekingar frú Thatcher hafa
tjáð henni að Blunt gæti hugsanlega farið í mál
ef Boyle gæti ekki lagt fram ótvíræðar sann-
anir fyrir sekt hans. Því þurfti ríkisstjórnin að
vera fyrri til að afhjúpa hann. Gamlar syndir
Blunts komu einnig við kaunin á Járnfrúnni
persónulega. Einn af innvígðum meðlimum
breskrar forréttindastéttar hafði gert sig ber-
an að drottinsvikum, en þá stétt hataði frúin
eins og pestina. „Kom vel á vondan“ hreytti
hún í aðvífandi þingmann í kjölfar uppljóstr-
unar sinnar í þinginu. Samdægurs barst til-
kynning frá höll drottningar þess efnis að
Blunt hefði verið sviptur aðalstign sinni.
Um nokkurra mánaða skeið voru breskir
fjölmiðlar gagnteknir af þessu hneyksli og var
gula pressan, sjálfskipuð rödd alþýðunnar,
sérstaklega uppáfinningasöm. Enda lá synda-
selurinn vel við höggi þótt aldraður væri: yf-
irstéttarmaður – raunar fjarskyldur sjálfri
konungsfjölskyldunni í móðurættina – hroka-
fullur menningarviti, gamall kommi og í of-
análag kirfilega samkynhneigður. Ævintýra-
legar „staðreyndir“ og samsæriskenningar
voru viðraðar í blöðunum. Blunt átti að hafa
forfært fjölda ungra efnismanna og fengið þá
til að njósna fyrir Sovétmenn, valdið dauða
hollenskra flugumanna á yfirráðasvæði Þjóð-
verja, gengið erinda bresku krúnunnar á ár-
unum eftir stríð í því skyni að leyna tengslum
hertogans af Windsor við nasista, orðið þess
valdandi að tveir fræðimenn í listasögu sviptu
sig lífi, átt þátt í að koma fölsuðum listaverkum
í verð, sölsað undir sig heilt bókarhandrit og
birt undir eigin nafn o.s.frv. Blunt reyndi að
verjast verstu ávirðingunum, en lögmaður
hans tjáði honum að sem ærulaus maður yrði
hann einfaldlega að sitja undir þeim.
Afneitun tilfinninganna
Nokkrir kunningjar hans reyndu að malda í
móinn, m.a. með því að benda á að njósnir
Blunt hefðu mestmegnis átt sér stað meðan
Sovétmenn voru sannarlega bandamenn Breta
í stríðinu við nasista. Ekki varð heldur sannað
að þessar njósnir hefðu kostað nokkurn mann
lífið. Auk þess væri framlag Blunts til bresks
menningarlífs á eftirstríðsárunum svo mikils-
vert að hann verðskuldaði ekki yfirhalningu af
þessu tagi. Jafnvel mestu óvildarmenn Blunts
gátu ekki þrætt fyrir það að með bókum sínum
og fyrirlestrum hafði hann lagt grunn að
fræðilegri umfjöllun myndlistar í Bretlandi og
gert listsögudeild Lundúnaháskóla, Courtauld
Institute, að virtustu stofnun sinnar tegundar í
Evrópu.
En þessar raddir voru fáar og sumar þeirra
voru beinlínis kæfðar í fæðingu, svo mikil var
heiftin. Fyrrverandi nemanda Blunts var vísað
úr starfi þegar birtist eftir hann lesendabréf í
dagblaði þar sem hann dirfðist að halda uppi
vörnum fyrir sinn gamla læriföður. Vinir
Blunts og samstarfsmenn voru einnig í úlfa-
kreppu, því þeir uppgötvuðu að þeir höfðu
aldrei kynnst honum til hlítar; töldu sig því
eiga erfitt með að koma honum til varnar.
Sumir þeirra reiddust honum fyrir að hafa
ekki upplýst þá um fortíð sína. Tillaga um að
svipta Blunt prófessorsnafnbót sinni við Lund-
únaháskóla var þó felld með miklum meiri-
hluta atkvæða, ekki síst fyrir andstöðu sam-
kennara hans við Courtauld Institute.
Blunt virðist hafa haft einstakt lag á að dylja
tilfinningar sínar og deila lífi sínu niður í mis-
jafnlega aðgengileg hólf. Það er einmitt þessi –
og sérkennilega breska – afneitun tilfinning-
anna og niðurhólfun lífsstarfsins sem er meg-
instef nýlegrar ævisögu Blunts (2001); und-
irtitil hennar mætti útleggja sem „Hin mörgu
líf hans“. Höfundurinn er ensk blaðakona,
Miranda Carter, sem af kápumynd að dæma
hefur verið unglingur þegar Blunt lést árið
1983. Áður hafa þrír rithöfundar raunar lagt út
af ævi og persónuleika Blunts, kunningjakona
hans, rithöfundurinn Brigid Brophy (The Fin-
ishing Touch), skoski rithöfundurinn John
Banville (The Untouchable), sem reynir að
varpa ljósi á yfirvegaða þögn yfirstéttarnjósn-
arans um ástæður sínar, og loks leikskáldið og
spéfuglinn Alan Bennett, en sjónvarpsleikrit
hans, A Question of Attribution, er snilldarleg
líkingasaga – allegoría – um undirfurðulega
samsetningu persónuleikans.
Hins vegar kemst Miranda Carter býsna vel
frá umfangsmikilli ævisögu sinni og nýtur
góðs af þeim viðhorfsbreytingum sem orðið
hafa í Bretlandi síðan Blunt lést. Rússnesk
leyniskjöl sem bárust til Vesturlanda í kjölfar
þíðunnar miklu á 9unda áratugnum, t.a.m.
Mítrókín-skjölin, hafa slegið á ýmislegt rugl
sem til skamms tíma gegnsýrði bæði bresku
gulu pressuna og svokallaðar „njósnarbók-
menntir“, samkynhneigðir eru ekki lengur út-
skúfaðir og í tímans rás hafa menn haft tæki-
færi til að leggja sæmilega hlutlægt mat á
fræðimennsku og kennslu Blunts.
Laukur breskrar yfirstéttar
Samt er sá æviferill sem Miranda Carter
rekur í bók sinni jafnvel ævintýralegri en
margt það sem gula pressan smjattaði á í kjöl-
far uppljóstrunarinnar 1979. Á stundum minn-
ir þessi ferill einna helst á hreinræktaðan farsa
eftir Oscar Wilde. Á sjöunda áratugnum var
Blunt til dæmis tíður gestur í Buckingham
Palace þar sem hann leit til með málverkum
drottningar, eins og áður er getið. Þaðan fór
hann iðulega upp á hanabjálka til Peters
Wrights, útsendara bresku leyniþjónustunn-
ar, sem vann að því árum saman að yfirheyra
hann samkvæmt áðurnefndu samkomulagi frá
1964. Frá „skriftaföður“ sínum skrapp Blunt
kannski niður á Courtauld Institute til að
halda lærðan fyrirlestur um uppáhaldslista-
mann sinn, 17. aldar snillinginn Nicholas
Poussin. Eftir venjubundna sérrídrykkju með
kennurum og nemendum lá leið hans loks á
einhvern samkomustað samkynhneigðra til að
sækja sér myndarlegan ungan sjóliða til að
gamna sér með fram eftir nóttu.
Miranda Carter hefur ekki á hraðbergi ein-
hlíta skýringu á því hvers vegna þessi laukur
breskrar yfirstéttar – maður sem aldrei hirti
um að nýta sér kosningarrétt sinn – hóf að
njósna fyrir Sovétríkin, en veltir þó upp ýms-
um tilgátum. Að sönnu hafa sumar þeirra verið
viðraðar áður, ekki síst í tengslum við vini
Blunts, njósnarana Philby, Burgess og Mac-
lean. Þar má nefna hættuna sem Vesturlönd-
um stafaði af fasismanum á 4. áratugnum, upp-
vaxtarárum þeirra félaga, örlög spænska
lýðveldisins, fátæktina og hrópandi misskipt-
ingu auðæfanna í Bretlandi á þessum áratug
og áróðursstríð Sovétmanna, sem höfðuðu til
hugsjóna ungra Vesturlandabúa um leið og
þeir komu í veg fyrir að utanaðkomandi aðilar
fengju kynnt sér sannleikann um „kraftaverk
kommúnismans“. En Miranda Carter telur
einnig að ýmislegt í skaphöfn Blunts hafi einn-
ig ýtt undir tilhneigingar til leynibruggs, m.a.
samkynhneigð hans sem gerði hann sjálfkrafa
að utangarðsmanni og hatursmanni fordóma-
fullra ráðamanna. Einnig leiðir höfundur að
því líkum að vitsmunadýrkun, sprottin af
menntunarhroka, hafi hugsanlega innprentað
Blunt óbilandi trú á eigin dómgreind og alræði
vitsmunanna. ,,Rökhyggja marxismans, sú
sannfæring að hægt sé að leysa allan vanda
með harðvítugri skipulagningu þjóðfélagsins,
hlýtur að hafa átt greiðan aðgang að slíkum
manni,“ segir höfundur á einum stað. Og ef ég
man rétt hefur aðdráttarafl þessarar rök-
hyggju einnig verið nefnt í nýafstaðinni um-
ræðu um Sovétdýrkun Halldórs Laxness.
En kannski er skýringin á athöfnum Blunts
ofur einföld – og um leið ofur mannleg – nefni-
lega ævilöng og náin vinátta hans og hins ógeð-
fellda Guys Burgess, sem fyrstur mun hafa
vakið með listfræðingnum pólitíska vitund.
Hvað sem á gekk, og hversu mjög sem Burg-
ess gekk fram af öllum sem umgengust hann,
aldrei hallaði Blunt á hann orði. Jafnvel eftir
að Burgess flúði til Sovétríkjanna árið 1951,
útmálaður sem gjörspilltur njósnari, lét Blunt
vera að fjarlægja sérstakar þakkir til hans úr
formála að þekktustu bók sinni, Artistic
Theory in Italy. Enn er þessi bók gefin út með
upprunalegum formála höfundar.
Í þessu sambandi kemur upp í hugann það
sem Miranda Carter upplýsir um skáldið
Stephen Spender, sem lengi var í slagtogi við
Blunt og félaga hans. Eftir afhjúpun Blunts
þóttist Spender aðspurður ekki þekkja mann-
inn nema af afspurn. Hér er hollusta Blunts
öllu geðfelldari en hentistefna Spenders.
En þegar upp er staðið veit enginn hvers
vegna Blunt hélt tryggð við Burgess, því þótt
báðir væru samkynhneigðir er ekkert sem
bendir til þess að þeir hafi verið elskendur.
Í frásögn sinni af njósnum þeirra félaga,
Blunts, Burgess og John Cairncross, tekst Mi-
röndu Carter vel að lýsa hvernig hélst í hendur
viðvaningsháttur þeirra og nánast sjúkleg tor-
tryggni húsbændanna í Kreml. Til dæmis
kemur í ljós að Sovétmenn lásu aldrei nema
um það bil helming þeirra skjala sem Bret-
arnir lóðsuðu til Moskvu með ærnu leyni-
makki, þar sem þeir voru lengi sannfærðir um
að þeir lékju tveim skjöldum. Þeim var fyr-
irmunað að trúa því að þeir væru í raun og
veru með á sínum snærum yfirstéttarpilta í
innsta hring bresku leyniþjónustunnar. Blunt
DROTTIN-
SVIK OG
LISTASAGA
E F T I R A Ð A L S T E I N I N G Ó L F S S O N
Anthony Blunt árið 1962.
Blunt sýnir Elísabetu drottningu húsakynni Courtauld-stofnunarinnar 1959.
Listfræðingurinn og njósnarinn Anthony Blunt virðist
hafa haft einstakt lag á að dylja tilfinningar sínar og
deila lífi sínu niður í misjafnlega aðgengileg hólf. Það
er einmitt þessi – og sérkennilega breska – afneitun
tilfinninganna og niðurhólfun lífsstarfsins sem er meg-
instef nýlegrar ævisögu Blunts.