Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.2003, Qupperneq 7

Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.2003, Qupperneq 7
glaum. Svipuð saga er í Landnámu um Auði djúpúðgu í Hvammi í Dölum: „Hún hafði bænahald sitt á Krosshólum, þar lét hún reisa krossa, því að hún var skírð og vel trúuð. Þar höfðu frændur hennar síðan átrún- að mikinn á hólana. Var (þar) þá gör hörg, er blót tóku til; trúðu þeir því að þeir dæi í hólana, og þar var Þórður gellir leiddur í, áður hann tók mannvirðing, sem segir í sögu hans.“7 Í Landnámu segir einnig að „þeir Sel-Þórir frændur enir heiðnu dó í Þórisbjörg“ í Hnappadalssýslu, og að Kráku-Hreiðar á Steinsstöðum í Skagafirði, „kaus að deyja í Mælifell.“ Það vekur athygli að allar þessar fornu sagnir um fólk sem deyr í fjöll eru af Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Ýmsar sagnir eru um menn sem létu heygja sig á fjöllum eða í hlíðum þeirra, og gerðust þeir gjarnan ármenn eða verndarvættir byggðanna. Alkunn saga er af Ármanni í Ár- mannsfelli í Þingvallasveit. Frá honum segir í Ármanns rímum Jóns lærða og Ármanns sögu, sem rituð var eftir þeim. Sagan segir að þeir Bárður og Ármann hafi verið náskyldir. Ármann kom út nokkrum ár- um á undan Bárði, og settist að í Ármannsfelli, gerðist þar fjallvættur og sérstakur verndari Alþingis, er það var stofnað, og hélst það alla tíð meðan þingið var háð þar. Virtist kristni- takan litlu breyta þar um. Lengi eftir það hétu menn á hann til fulltingis sér, og var hann mörgum bjargvættur.8 Í Hænsna-Þóris sögu er sagt af Tungu-Oddi sem lét heygja sig á Skáneyjarfjalli, og þjóð- sögur greina að Ingólfur Arnarson hafi verið heygður á Ingólfsfjalli. Samkvæmt þjóðsögum á Önundur land- námsmaður að vera heygður í samnefndu fjalli við Önundarfjörð og Bjólfur landnámsmaður í Seyðisfirði á Bæjarbrún í Bjólfsfjalli, og þar er haugur hans sem mikill melkollur. „Hann mælti svo um, að eigi myndi Fjarðarbær eyð- ast af skriðuhlaupi meðan haugur sinn stæði þar órofinn.“9 Helgi Þorláksson (1978) telur eðlilegast að hugsa sér að þeir Bjólfur og Ön- undur hafi dáið í viðkomandi fjöll.10 Mikil trú var á Helgafell á Snæfellsnesi, sem fyrr getur, og ganga ýmsar sögur af því. Snorri goði (um 1000) taldi þau ráð gefast best er þar voru gerð (Eyrbyggja), og tótt sem finna má á fellinu á að vera af kapellu munka í Helgafells- klaustri. Nokkur önnur Helga- og Helgufell eru til á Íslandi, og má nefna t.d. eldfjallið Helgafell í Vestmanneyjum, Helgafell í Mosfellsveit og Helgafell upp af Hafnarfirði. Vafalaust tengj- ast þau fornum átrúnaði, þó um það vanti sög- ur, og eins er um fjölmarga Helga- og Helgu- hóla og Helgulæki. (Kaldá sprettur af lindum við Helgafell í Hafnarfirði, og hverfur aftur í hraunið, sem hefur þótt furðulegt). Þessi ör- nefni eru flest um vestan- og norðanvert land- ið, en mjög fá austanlands. Hermann Pálsson (1967) ritar: „Hér á landi eru nokkur fjöll, sem Helgafell heita, og munu þau öll hafa hlotið skírn sína í heiðni. Þau minna oss því enn á fornan átrúnað landnámsmanna og annarra Íslendinga fyrir kristnitöku. Af einhverjum ástæðum sem nú eru oss ekki kunnar lengur, hafa frumbyggj- arnir lagt á þessi fjöll goðlega helgi, og nöfnin hafa varðveizt, þótt skipt væri síðar um sið.“11 Hér má geta þess að Þórarinn Þórarinsson arkitekt hefur skoðað fellin í kringum Reykja- vík, út frá kenningum Einars Pálssonar um landnám, með tilliti til landnámsbæjar Ingólfs og þingstaðar á Elliðavatni, og eru Helgafellin tvö þar mikilvægir punktar.12 Goðaborgir á Austurlandi Á Austurlandi hefur varðveist eða orðið til mjög sérstök fjallatrú, sem oft tengist goða- nöfnum á fjöllum og tindum. Algengasta ör- nefnið af því tagi er Goðaborg eða Goðaborgir. Þekkt eru 15 fjöll með því nafni í fjórðungnum, auk þess þrír Goðatindar, eitt Goðafjall, ein Ragnaborg, tvö Hoffell/Hoffellsfjall, eitt Þór- fell og eitt Sönghofsfjall. Oft eiga þessi örnefni þó aðeins við litla tinda, kletta eða dranga uppi á fjöllunum, og vekur það grun um að nöfnin geti verið dregin af líkingu við skurðgoð (sbr. tilgátur um Goðafoss-nafnið í S-Þing.) Sigfús Sigfússon safnaði munnmælum um þessi fjöll og vakti athygli á þeim með sér- stakri ritgerð í Árbók Fornleifafélagsins 193213, sem reyndar er eina fræðilega ritgerðin sem birst hefur frá hans hendi. Stefán Ein- arsson prófessor í Baltimore (USA) ritaði svo greinina „Goðaborgir á Austurlandi“ í Lesbók Morgunblaðsins 1967, sem var endurbirt í tímaritinu Glettingi, 199714, ásamt fleiru þar að lútandi. Alls er vitað um 23 slíka staði aust- anlands, sem dreifast um svæðið frá Borgar- firði til Öræfa, en þéttust eru þau á norðan- verðum Austfjörðum. Slík fjallanöfn eru nánast óþekkt í öðrum landshlutum. Oft fylgir sú saga þessum fjöllum, að heiðnir menn hafi dýrkað goðin uppi á þeim, og að þar hafi jafnvel staðið heiðin hof. Þegar landið var kristnað áttu þeir heiðnu að hafa „slegið huldu“ yfir hofin svo mönnum sýndust þau að- eins vera klettar. Þau gátu samt orðið sýnileg við sérstakar aðstæður. Voru það vanalega smalar er villtust í þoku, sem urðu vitni að því, og höfðu stundum með sér sönnunargögn, svo sem lykla eða hringa, jafnvel fjársjóði. Þegar fleiri fóru að leita sást hins vegar aldrei neitt nema klettur. Ein slík saga er sögð af fjallinu Bjólfi, sem þó ber ekki goða-nafn, og því taldi Sigfús þetta tignarlega fjall með heilögu fjöll- unum Það er til marks um hversu mögnuð þessi fjallatrú var meðal Austfirðinga, að árið 1682 var gerður út leiðangur úr Skriðdal, til að kom- ast að raun um hvort hof væri uppi á Hall- bjarnarstaðatindi, en þar er klettastrýta nefnd Goðaborg. Frá því greinir í Desjarmýrarannál á þessa lund: „Gengu fjórir bræður, synir prestsins í Þingmúla, upp á það mikla og háva Hallbjarn- arstaðafjall í Skriðdal í Múlasýslu, og könnuðu fjallið ofan gjörsamlega, og fundu þar þó engin líkindi þess, að þar hefði nokkurn tíma verið goðahús, eftir langvarandi manna mælum, hvað reyndist uppdiktun manna. Til athugunar vorum eftirkomendum.“15 Prestur sá er hér um ræðir var Bjarni Giss- urarson (1621–1712), en hann hélt Þingmúla 1647–1701. Bjarni var náskyldur séra Stefáni Ólafssyni í Vallanesi, og vel skáldmæltur eins og hann, en lítið hefur verið prentað af kvæð- um hans. Þetta mun jafnframt vera einhver fyrsta fjallganga sem sögur fara af á Íslandi, um 70 árum áður en Eggert og Bjarni gengu á Heklu. Hefur hún líklega verið farin að und- irlagi Bjarna, til að afsanna orðróminn um hof á tindinum. Stefán Einarsson telur fráleitt að hof eða hörgar hafi verið uppi á háfjöllum Austur- lands: „Af öllu því sem vitað er um hof, stór og smá (hof, hörga, blóthús), má fullyrða að þau hafi aldrei verið byggð á fjöllum uppi, heldur alltaf niðri í dölum og fjörðum. Jafnvíst er það, að ekkert er eðlilegra en að hugsa sér goðin á fjöllum uppi, eða í fjöllum, eða í klettum í fjöll- unum.“16 Dulsýn nútímans á fjöll Tignun fjalla og fjallvætta er engan veginn útdauð. Hún hefur tekið á sig nýjar myndir á okkar upplýstu tímum, og líklega orðið fyrir áhrifum af austurlenskri (indverskri) dultrú. Hin fræga dulskyggniskona, Erla Stefánsdótt- ir, hefur innleitt orðið fjallatívi (fjalltívi) í ís- lenskt mál, fyrir risastóra sveipa eða stróka, sem hún sér yfir fjöllum og fellum. Á teikn- ingum hennar af fjalltívum koma stundum fram mannsmyndir og í þeim er margvíslegt litaskrúð. Hugsanlega er þarna um einhverja útgeislun fjallanna að ræða eða segulstrauma, sem aðeins skyggnir menn sjá. Hún hefur teiknað „vættakort“ eða „huliðsheimakort“ af nokkrum stöðum hér á landi, sem hafa verið gefin út, t.d. af Ísafirði (Skutulsfirði) og eru þar birtar myndir af fjalltívum og svipuðum fyrirbærum sem hún kallar „fjalladísir“ og „fjallaengla. „Tívar sjást yfir fjöllum og geta verið mjög fallegir. Þeir eru staðbundnir, ljósmiklir, og geta orðið mörg hundruð metrar á hæð.“17 Fjalltívi Snæfells minnir einna mest á tré. Hann hefur mikið af gulum litum og fölbláum litatónum, og gnæfir stundum ofar skýjum, segir Erla, sem hefur teiknað hann. Erla skynjar einnig „orkulínur“ (ley-línur) í landinu, sem oft liggja á milli stórra fjalla og á skurðpunktum þeirra er mikil orka fólgin. Hún skynjar línurnar sem litaða stróka og heyrir jafnvel hljóm frá þeim. „Ég skynja fjórar meginstöðvar hér á landi, nokkurs konar landvætti. Það eru Snæfellsjök- ull, Kaldbakur austan Eyjafjarðar, Búlands- tindur við Djúpavog og loks Mýrdalsjökull. Frá þessum stöðum stafar mikið ljós. Hofsjök- ull er þó perlan og er höfuðstöð landsins.“18 Reyndar telur Erla Snæfellsjökul vera eina af sjö höfuðorkustöðvum jarðarinnar. Ingibjörg S. Hjörleifsdóttir á Ísafirði sér eða skynjar innviði fjallanna á hinu dulræna sviði, og lýsir áhrifum þeirra og eiginleikum á myndrænan hátt. Hún hefur veitt mér leyfi til að birta lýsingu sína á Herðubreið, sem hljóðar svo: „Fjallið Herðubreið er eitt af göfugustu fjöllum Íslands. Það tengist ljónsmerkinu í dýrahringnum. Þessvegna er tign þess svo mikil og reisn. Herðubreið er eitt af undrum veraldar hvað form og fegurð snertir. Yfir fjallinu er mikil helgi. Það er umvafið útfjólu- bláum geislum. Fjallið glitrar allt af þeim guð- lega krafti sem yfir því og í því býr. Herðubreið er afar mikilvægt fjall fyrir Ís- land og önnur lönd. Það er tákn sjálfstæðis, og þess styrkleika sem íslensk þjóð hefur yfir að búa. Í allri sinni fegurð er það bjargið sem ekki bifast, og sú bjarta von og trú sem bundin er við það göfuga hlutverk, sem íslenskri þjóð er ætlað að inna af hendi fyrir allt mannkyn. Herðubreið er mikill helgidómur launhelga Íslands, enda litu fornmenn með lotningu til fjallsins. Það gera reyndar margir Íslendingar enn í dag. Í fjallinu býr sá andi, er gætir þess gullna leyndardóms sem í Herðubreið er fólg- inn. Í fyllingu tímans verður hann opinber gjör, ásamt öðrum leyndum dómum landsins. Herðubreið má líkja við skartgripaskrín fullt af fágætum eðlasteinum og djásnum. Herðu- breið stendur fyrir þeirri geislandi fegurð og kærleika, sem streymir frá Íslandi og þeim ljóma sem frá landinu stafar. Herðubreið er lýsandi orkulind. Við fjallið Herðubreið eru miklar auðlindir, sem eiga eftir að nýtast ís- lenskri þjóð til blessunar.“19 Lokaorð Væntanlega sýna ofangreind dæmi að fjöllin eru mikil verðmæti, hvernig sem á þau er litið, ekki einungis sem náttúrufyrirbæri, heldur ekki síður sem ímyndir og fyrirmyndir, og þau eiga ennþá rík ítök í hugarheimi Íslendinga, sem flestir eiga sér eitthvert uppáhaldsfjall. Það er undarlega öfugsnúið að á þessu ári fjalla er harðar sótt að fjalllendi Íslands en nokkru sinni áður í sögu þjóðarinnar. Enginn veit nú hvernig því stríði muni lykta, en von- andi geta andar fjallanna komið vitinu fyrir ís- lenska ráðamenn og leitt í ljós það „göfuga hlutverk, sem íslenskri þjóð er ætlað að inna af hendi“ þó að nú bendi fátt til þess. „Mín fjöll standa þegar lygin hrynur, mín bláu fjöll, mín hvítu fjöll“, yrkir Jóhannes úr Kötlum í kvæð- inu Fjöll. Tilvísanir 1 Ari Trausti Guðmundsson: Þessar fínlegu hrukkur (Ár fjalla, grein 1). Lesb. Mbl. 8. júní; Fólk og fjöll (Ár fjalla, grein 2), 22. 6.; Fjöll, iðnaður og listir (Ár fjalla, grein 3), 6. júlí 2002. 2 Helgi Hallgrímsson: Undirgöng á Austurlandi, Gletting- ur 2(1) og 3(1), 1992–1993. 3 Ólafur Lárusson: Byggð og saga, Rv. 1944, bls. 175. 4 Bjarni Einarsson: Munnmælasögur 17. aldar, Rv. 1955, bls. 33. 5 Árni Óla: Undir Jökli, Rv. 1969, bls. 21. 6-7 Ísl. fornrit I, bls. 125 og 140. 8 Árni Óla: Dulheimar Íslands, Rv. 1975, bls. 59. 9 Sigfús Sigfússon: Ísl. þjóðsögur og sagnir, VI. bindi, bls. 45. 10 Helgi Þorláksson: Sjö örnefni og Landnáma, Skírnir 1978, bls. 143. 11 Hermann Pálsson: Helgafell. Saga klausturs og höf- uðbóls (Snæfellsnes II), Rv. 1967, bls. 17. 12 Landið geymir lykilinn. Viðtal við Þórarin Þórarinsson í DV, 2. maí 1991. 13 Sigfús Sigfússon: Goðkennd örnefni eystra, Árbók Forn- leifafélagsins 1932, bls. 83–89. 14 Stefán Einarsson: Goðaborgir á Austurlandi, Glettingur, 1. tbl. 1997. 15 Annálar 1400–1800, V bindi, bls. 280. 16 Glettingur 7 (1), 1997, bls. 20. 17 Vættakort Ísafjarðar 1994. 18 Svanhildur Konráðsdóttir: Neistar af sömu sól (Viðtal við Erlu Stefánsd.), Rv. 1990, bls. 100). 19 Ingibjörg Hjörleifsdóttir: Íslensk fjöll séð með augum andans (handrit). Svanhildur Eggertsdóttir: Herðubreið, 1993. Finnur Jónsson: Snæfell, 1923. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 18. JANÚAR 2003 7 Höfundur er líffræðingur, búsettur á Egilsstöðum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.