Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.2003, Síða 10
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 18. JANÚAR 2003
KROSSGÁTAN
Verðlaun hlutu:
25.000 kr.: Sigrún Guðjónsdóttir, Nesbakka
14, 740 Neskaupstað.
20.000 kr.: Hallberg Hallmundsson, Álfta-
mýri 14, 108 Reykjavík.
15.000 kr.: Áslaug Ármannsdóttir, Látra-
strönd 52, 170 Seltjarnarnes.
Lausn á verðlaunagátum
MYNDGÁTAN
Lausnin er: Óvissunni um hvað yrði gert við
víkingaskipið Íslending var eytt er Reykjanes-
bær tók af skarið og bjargaði málum. Mynd-
arlega var þar að verki staðið.
Verðlaun hlutu:
Kr. 25.000: Ingibjörg Snæbjörnsdóttir, Ból-
staðarhlíð 45, 105 Reykjavík.
Kr. 20.000: Alda María Traustadóttir, Ólafs-
vegi 9, 625 Ólafsfjörður.
Kr. 15.000: Jón Þorbergsson, Laugalind 1,
210 Kópavogur.
MORKINSKINNA er heiti á lítið eitt
löskuðu íslensku handriti sem ritað var nálægt
árinu 1280. Í því eru sögur af Noregskonung-
um á 11. og 12. öld auk margra Íslendinga-
þátta. Morkinskinna byggist á eldri verkum,
rituðum og munnlegum, en deilt hefur verið
um hvers eðlis helsta heimildarritið var, sem
ætlað er að hafi verið ritað um 1220 og haft um
hönd við ritun Fagurskinnu og Heimskringlu.
Áður fyrr deildu menn einnig um hina varð-
veittu Morkinskinnu sem blöndu af upphafleg-
um texta og síðari tíma innskotum. Sú deila
hefur nú lognast út af og litið er á hina varð-
veittu Morkinskinnu sem heild – líkt og Ár-
mann Jakobsson gerir í nýrri bók sinni um
konungasöguna Morkinskinnu.
Ný viðhorf í miðaldafræðum
Hin síðari ár hefur Morkinskinna verið í
sviðsljósi fræðanna sem heilsteypt verk. Árið
2000 kom út glæsileg þýðing hennar á ensku
með rækilegum inngangi og skýringum, og ári
síðar kom verkið út á norsku. Sama viðhorf
endurspeglast í umfjöllun Sverris Tómassonar
í 1. bindi Íslenskrar bókmenntasögu frá 1992
þar sem hann segir að þættir Morkinskinnu
séu „óaðskiljanlegir hlutar frásagnarinnar“
(385). Þetta sjónarmið Sverris er í samræmi
við þá aðferð að greina heildarhugsun í mið-
aldahandritum sem fyrri tíðar fræðingar hlut-
uðu oft niður í minni einingar með tilheyrandi
umræðu um upprunalegan texta og síðari tíma
innskot. Ágæt dæmi um þessi viðhorf vorra
tíma má sjá í bók Stephen Tranter frá 1987 um
byggingu Sturlungu sem bókmenntaverks, í
útgáfu og skýringum við Sturlungu Svarts á
hvítu frá 1988, í skýringarritgerðum með
Heimskringluútgáfu Máls og menningar frá
1991 og í doktorsritgerð Svanhildar Óskars-
dóttur frá 2000 sem fjallar um samsetningu 14.
aldar handritsins AM 764 4to (ekkert þessara
rita er þó á heimildaskrá Ármanns). Þannig
hefur áherslan færst frá hinum glötuðu frum-
textum einstakra höfunda, sem lágu að baki
öllum miðaldaverkum í hugum fyrri tíðar
fræðimanna, til hinna varðveittu gerða sem
bera þó með sér að textar voru í stöðugri mót-
un og endurvinnslu í skrifarastofum miðalda.
Lífseigt hugarfóstur
Í ljósi þessa almenna viðhorfs kemur það á
óvart hvað Ármann leggur mikið upp úr deilu
Finns Jónssonar og Gustavs Indrebø frá fyrri
hluta 20. aldar um sköpunarsögu Morkin-
skinnu. Stundum talar hann jafnvel við les-
endur eins og hann vilji umfram allt sannfæra
Finn um það sem sæmileg sátt ríkir nú um í
fræðunum: Að Morkinskinna sé heilsteypt
bókmenntaverk. Nokkurt undrunarefni er
einnig að Ármann skuli vera ákafur talsmaður
hinnar glötuðu Frum-Morkinskinnu frá um
1220 – en þar tekur hann sér stöðu þétt upp við
ensku þýðinguna sem færir rök fyrir þessari
Frum-Morkinskinnu. Í ljósi þess hvað mið-
aldatextar voru síbreytilegir hefði þó ekki ver-
ið úr vegi fyrir Ármann að hlusta betur eftir
efasemdarröddum um þetta atriði í stað þess
að slá þær af í einni setningu (54, án þess að
geta höfundar „í nýlegu yfirlitsriti“). Morkin-
skinna væri nokkuð einstök sem varanlegt
verk í umróti 13. aldar ef hún hefði haldist lítt
breytt frá um 1220 til 1280. Á 13. og 14. öld
kappkostuðu menn að setja saman konunga-
sagnasamsteypur eftir sínu höfði, oft með
miklu efni úr munnlegri geymd eins og í Mork-
inskinnu (þó að þess sjáist lítil merki að Ár-
mann hafi hugað að því atriði).
Máli sínu til stuðnings notar Ármann niður-
stöður samanburðarrannsókna Jonnu Louis-
Jensen á Morkinskinnu og yngri handritum
um að til hafi verið glatað sameiginlegt forrit
(sem er ein vinsælasta tilgáta textafræðinga)
og notar þær niðurstöður sem stökkbretti til
að álykta að þetta glataða sameiginlega forrit
hljóti að hafa verið það verk frá um 1220 sem
nýttist við ritun Fagurskinnu og Heims-
kringlu. Sönnunarbyrðin hvíli á þeim sem vilji
efast um það. Þessi röksemdafærsla er hæpin
enda er þá óleyst hvernig ætti að skýra úr-
vinnslu Fagurskinnu og Heimskringlu á texta
þeirrar Morkinskinnu sem við þekkjum. Höf-
uðprýði Morkinskinnu, Íslendingaþættina svo-
kölluðu, er til dæmis hvergi að finna í þessum
verkum. Í ljósi þess að kenningin er umdeild
um að til hafi verið lítt breytt Frum-Morkin-
skinna um 1220 verður að teljast glannalegt í
upphafi bókar að kynna Morkinskinnu fyrir-
varalaust eins og hún hafi orðið til „nálægt
1220“ (11).
Tematísk bókmenntagreining
Að þessum vandamálum slepptum, sem eru
þó nokkurt grundvallaratriði í allri afstöðu til
verksins, er hitt ánægjulegt hvað margt er hér
glögglega athugað um hlutverk og tematíska
byggingu Morkinskinnu, og hvernig þættirnir
svokölluðu falla að hugsun verksins – eins og
boltinn er gefinn upp með hjá Sverri í bók-
menntasögunni. Eins er aðdáunarvert hvað
efnið er rakið sundur og flokkað af miklum
dugnaði undir kaflafyrirsögnum um formgerð,
samfélagsmyndir, mannamyndir og listaverkið
Morkinskinnu. Það er hins vegar skaði að svo
nákvæm umfjöllun skuli sett í of gamaldags
textasögulegt samhengi. Enn sárar er að horfa
upp á þetta í ljósi niðurstaðna Ármanns um
hugmyndafræði Morkinskinnu sem hefðu átt
að gefa honum vísbendingu um að hún ætti
betur við nær 1280 en árið 1220. Eða hvenær
má ætla að Íslendingum hafi þótt brýnt að fella
sögur af sjálfum sér að Noregskonungasögum,
og máta sig þannig við hirðlífið og nýtísku evr-
ópska menningu, ef ekki eftir að þeir gengu
Noregskonungi á hönd? Margt sem Ármann
telur sem einkenni Morkinskinnu er sambæri-
legt við Fagurskinnu og Heimskringlu þannig
að oft er um almenna hefð að ræða en ekki sér-
kenni eins verks. Lítt er unnið úr þessum
möguleika. Og er það miður því að merking
miðaldaverka verður ekki síst til í samspili
þeirra við hefðina, aðra ritaða texta, munn-
legar sögur og kvæði sem ætla verður að
áheyrendur hafi þekkt til. Því verða slík verk
aldrei lesin og greind sem lokuð listræn heild
eins og oft er gert við skáldsögur í skólarit-
gerðum í bókmenntafræði samtímans. Hér
sem oftar hefði því verið hollt að huga vel að
undirstöðum þekkingarinnar og stilla betur
það fræðilega sjónarhorn sem fornir textar eru
skoðaðir undir. Annars er hætt við að heldur
súran daun leggi frá feysknum innviðum
glæstrar sviðsmyndar – eins og orð Ármanns í
upphafi um að hann ætli að fá „smjörþef“ (12)
af Morkinskinnu eru raunar vísbending um.
Að fá „smjör-
þef“ af
Morkinskinnu
Gísli Sigurðsson
BÆKUR
Fornsaga
Ármann Jakobsson. (Tileinkuð Finni Jónssyni pró-
fessor 1858–1934.) 352 bls. Háskólaútgáfan
2002.
STAÐUR Í NÝJUM HEIMI: KONUNGASAGAN
MORKINSKINNA
Ármann Jakobsson beinir sjónum sínum að
konungasögunni Morkinskinnu.