Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.2003, Side 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 15. FEBRÚAR 2003 7
ÁSDÍS R. Magnúsdóttir er lektor í frönsku
máli og bókmenntum við Háskóla Íslands.
Ásdís hefur kennt þar frá árinu1997. Hún
stundaði nám í frönsku og frönskum bók-
menntum við Stendhal-háskólann í Grenoble
og lauk þaðan doktorsprófi í frönskum mið-
aldabókmenntum sama ár. Í doktorsritgerð
sinni fjallar hún um áhrif þjóðtrúar og sagna-
minna í frönskum kappakvæðum og ridd-
arasögum og þar á meðal í einu elsta verki
franskra bókmennta, Rólantskvæði (La
Chanson de Roland), sem samið var um 1100.
Því var snúið á norrænu á 13. öld undir heit-
inu Af Rúnzivals bardaga og er hluti af
Karlamagnús sögu og kappa hans. Elsta gerð
kvæðisins er varðveitt í handriti frá síðari
hluta 12. aldar. Kvæðið byggist á sögulegum
atburði sem átti sér stað árið 778 þegar ráðist
var á her Karlamagnúsar í Pýreneafjöllum og
hann sigraður. Í tímans rás hefur minningin
um ósigurinn tekið miklum breytingum og sú
mynd sem dregin er upp af þessum atburði í
kvæðinu er gjörólík þeirri sem finna má í
annálum frá þessum tíma þar sem minnst er í
fáum orðum á óvænta árás á her Karlamagn-
úsar og fall mætra manna úr hans röðum. Í
kvæðinu mæta Karlamagnús og her hans
heiðingjum í hörðum bardaga og bera sig-
urorð af þeim með Guðs hjálp. Nýjar persón-
ur hafa bæst í hópinn og skýringin sem gefin
er á ferðum Karlamagnúsar og orsök bardag-
ans á ekki við sögulegar heimildir að styðjast.
Krossferðirnar sem hófust um aldamótin
1100 og sá áróður sem þeim tengdist setja
sterkan svip á kvæðið en þar gætir einnig
annarra áhrifa, m.a. úr þjóðtrú eins og Ásdís
bendir á í ritgerðinni. Ásdís hefur haldið
áfram að rannsaka Rólantskvæði og önnur
verk franskra miðaldabókmennta og hefur
þýtt úr fornfrönsku nokkrar ljóðsögur eða
strengleika, en það eru stuttir textar í
bundnu máli sem sækja flestir efnivið sinn í
keltneskan sagnaheim.
Seinustu ár hefur áhugi á íslenskum mið-
aldabókmenntum aukist í Frakklandi og þýð-
ingum á áður óþýddum verkum fjölgar jafnt
og þétt. Ásdís hefur þýtt á frönsku tvær forn-
aldarsögur, Sturlaugs sögu starfsama og Eg-
ils sögu einhenta og Ásmundar berserkja-
bana, og tvo þætti, Helga þátt Þórissonar og
Þorsteins þátt bæjarmagns. Þessar þýðingar
komu út í Frakklandi í lok seinasta árs. Um
þessar mundir er hún að leggja seinustu
hönd á þýðingar á úrvali af þjóðsögum og æv-
intýrum úr safni Jóns Árnasonar sem hún
hefur valið og þýtt í samvinnu við franska
fræðimanninn Jean Renaud. Bókin kemur út
í haust, hún inniheldur u.þ.b. eitt hundrað
sögur og er henni ætlað að gefa góða mynd af
íslenskri þjóðsagnahefð og -heimi. Hún mun
vera sú fyrsta sinnar tegundar sem gefin er
út í Frakklandi.
Íslenskur framburður á ensku
Pétur Knútsson hefur um árabil kennt m.a.
enska hljóðfræði og enskan framburð í
enskuskor heimspekideildar. Enska hefur þá
sérstöðu í heiminum í dag, að meirihluti not-
enda hennar hefur lært hana sem erlent
tungumál, og talar hana því með mismunandi
„erlendum“ hreim. Í ljós kemur að þótt þessi
„erlendu“ afbrigði af ensku séu mjög mis-
munandi eiga þau margt sameiginlegt. Á
sama hátt eru hin mörgu „innfæddu“ af-
brigði, á Bretlandseyjum, Norður-Ameríku,
Suðurálfu og víðar, öll svipuð að innri gerð og
skera sig mjög frá „erlendu“ afbrigðunum.
Því er ekki úr vegi að flokka ensku í tvær
stórar fylkingar í heiminum í dag, sem hvor
um sig hefur meira sem sameinar en sundrar:
í grófum dráttum má tala um hina „gömlu“
ensku í heimalöndunum, og hina nýju al-
þjóðaensku sem er að ryðja sér til rúms víða
um heim. Ljóst er að á næstu öldum og jafn-
vel áratugum fer bilið milli þessara tveggja
afbrigða breikkandi, og sú spurning vaknar
hér heima hvort Íslendingar eigi að leggja sig
fram við að tala breska eða ameríska ensku
eða snúa sér að hinu alþjóðlega afbrigði sem
er á margan hátt skýrara, framburðurinn
meira í takt við stafsetningu og mun nothæf-
ari í því alþjóðaumhverfi sem Íslendingar búa
í. Íslendingur sem þarf að tala jafnt við Jap-
ani sem Þjóðverja, Rússa sem Chilebúa,
kemst fljótlega að því að flottur breskur am-
erískur eða ástralskur framburður getur
jafnvel verið til trafala. Við þetta bætist að al-
þjóðaenskan skilst oft betur í heimalöndun-
um sjálfum en sumar hinar gömlu mállýskur.
Áherslan í framburðarrannsóknum hjá
Pétri hefur verið að skilgreina aðaleinkenni
íslensks framburðar á ensku í því augnamiði
að gera nemendum ljóst
hvaða framburðaratriði
þeirra kunna að valda erf-
iðleikum í samskiptum við
útlendinga. Öll þekkjum
við vandamálin með ’s’ og
’sh’-hljóðin, eða ’v’ og ’w’,
en færri gera sér grein
fyrir því að afröddun og
aðblástur eru áberandi í ís-
lenskum framburði og
kunna að valda misskiln-
ingi. Nátengd þessum at-
riðum er íslensk sérhljóða-
lengd, sem fellur illa að
báðum tegundum ensku,
bæði hinni gömlu og hinni
alþjóðlegu. Loks má nefna
að íslenska hefur sterkari
tilhneigingu en flest önnur
mál til að leggja áherslu á
fyrsta atkvæði orða, en það
getur valdið verulegum
vandkvæðum í íslenskum
framburði á erlendum sér-
nöfnum, staðarnöfnum og
alþjóðlegum tækniorðum.
Rannsóknir Péturs gefa
til kynna að mun vænlegra
sé að gera íslenskum nem-
endum ljóst að hverju leyti
framburður þeirra sker sig
úr, og reyna að lagfæra
helstu vankantana, en að
leggja ofuráherslu á „rétt-
an“ framburð að breskri
eða bandarískri fyrirmynd.
Finnskar samtímabókmenntir
Sari Päivärinne hefur verið lektor í finnsku
máli og menningu við Háskóla Íslands frá
árinu 1999. Hún er bókmenntafræðingur að
mennt og fjallaði kandídatsritgerð hennar um
módernisma sjötta áratugarins og smásagna-
gerð Antti Hyrys. Sari var byrjuð að vinna að
doktorsverkefni um finnska smásagnagerð í
upphafi tuttugustu aldar, og hefur hún skrif-
að nokkrar greinar um það efni í finnsk
fræðirit. Eftir að hún kom til Íslands hefur
athygli hennar í auknum mæli beinst að nýrri
bókmenntum og rannsóknir hennar snúist
um það sem er að gerast í núinu. Í lekt-
orsstarfinu hefur hún þurft að fylgjast náið
með því sem efst er á baugi í finnskum bók-
menntum og finnskri menningu og að und-
anförnu hafa rannsóknir hennar einkum
beinst að finnskum samtímabókmenntum og
tengslum þeirra við fornbókmenntir, sbr.
grein hennar um þetta efni „Hverju orði
sannara – Manillareipið eftir Veijo Meri“,
sem birtist í ritinu: „Heimur skáldsögunnar
2001“, sem gefin var út af Hugvísindastofnun.
Í vor mun birtast grein eftir Sari í Háskól-
anum í Sofiu í Búlgaríu, sem ber heitið
„Something new, something old – Tradition
and Modernity in the Contemporary Finnish
Litterature“. Greinin fjallar um erindi sem
hún hélt á málstofu sl. haust, sem nefndist:
„Snorri Sturluson and The roots of the Nord-
ic litterature.“ Í greininni fjallar Sari um
tengsl fornrar finnskrar-skandinavískrar
goðafræði við nútímabókmenntir Finna. Um
þessar mundir er hún að skrifa um tengsl
fornra hefða og nútímalistsköpunar í kvik-
myndum, en í greininni beinir hún sjónum að
rótum verka kvikmyndaleikstjórans Aki
Kaurismäki, sem eru órjúfanlega tengd þeirri
hefð, sem gömlu finnsku kvikmyndirnar
byggjast á.
Auk kennslu og rannsókna felst starf
sendikennara að miklu leyti í menningarmiðl-
un og menningarsamvinnu. Að sögn Sari er
oft leitað til hennar og hún beðin að halda
fyrirlestra eða veita viðtöl um ýmis málefni
sem snerta Finna og Finnland eða samskipti
landanna. Norrænu sendikennararnir við Há-
skóla Íslands starfa í náinni samvinnu við
Norræna húsið og sendiráð Norðurlandanna
á Íslandi. Starfið er að þessu leyti frábrugðið
störfum annarra fræðimanna í erlendum
tungumálum við Háskólann, sem óhjákvæmi-
lega hefur í för með sér að minni tími gefst til
rannsókna. Það er sjaldan að tími gefst til að
einbeita sér í lengri tíma að rannsókna- og
ritstörfum. Frekar má segja, að um stutt
ígrip sé að ræða en samfellda vinnu. Í Ís-
landsdvölinni hefur hún fengið vissa fjarlægð
á bókmenntir og menningu heimalandsins,
sem hefur vakið athygli hennar á ýmsum
áhugaverðum efnum. Hún hefur viðað að sér
forvitnilegu efni, sem hún vonast til að fá
tækifæri til að rannsaka nánar í framtíðinni.
RANNSÓKNIR Í
TUNGUMÁLUM
Sari
Päivärinne
Pétur
Knútsson
Ásdís R.
Magnúsdóttir
unin að jafnaði vikulega fyrir málstofu um mál-
vísindi, en umsjón með þeim hefur dr. Matthew
Whelpton, lektor í ensku. Á árinu 2001 voru gef-
in út tvö fræðirit á vegum stofnunarinnar og
þrjú árið 2002. Jafnframt hafa verið gefin út rit
eftir einstaka fræðimenn á öðrum vettvangi og
greinar birst eftir þá í erlendum og innlendum
fræðiritum. Kynningarefni um stofnunina hefur
verið gefið út á íslensku, ensku og japönsku og
unnið er að útgáfu kynningarefnis á dönsku,
frönsku, spænsku og þýsku. Stofnunin hefur
notið velvilja fyrirtækja og stofnana, sem með
beinum og óbeinum hætti hafa lagt henni lið.
Helstu styrktaraðilar hafa verið: K.K. Viking/
Icelandair Japan, Kaupþing, Menningarsjóður
Íslandsbanka, Menningar- og styrktarsjóður
Búnaðarbankans, Menningarsjóður VÍS, P
Samúelsson hf., Prentsmiðjan Gutenberg,
Seðlabankinn, Sjóvá-Almennar, Smith og Nor-
land, Sparisjóðurinn í Keflavík, Sparisjóður vél-
stjóra og VÍS. Þá hefur Hollvinafélag Háskóla
Íslands og nokkrir traustir bakhjarlar stutt
stofnunina dyggilega. Síðast en ekki síst ber að
nefna Vigdísi Finnbogadóttur sem hefur verið
stofnuninni ómetanlegur liðsmaður.
Þess má geta, að Þýðingasetur Háskóla Ís-
lands, sem starfar innan vébanda stofnunarinn-
ar, hefur verið í samstarfi við Skýrr hf. og Össur
hf. um nýyrðasmíð og fjölmála þýðingar.
Starfsmenn stofnunarinnar taka þátt í ýms-
um þróunar- og rannsóknaverkefnum ýmist
einir eða í samstarfi við innlenda eða erlenda
fræðimenn. Sem dæmi um rannsóknaverkefni
sem unnið er að innan vébanda stofnunarinnar
má nefna:
rannsóknir sem miða að uppbyggingu tví-
mála gagnagrunna á dönsku og íslensku ann-
ars vegar og þýsku og íslensku hins vegar
rannsóknir á breskri leikritun
rannsóknir á dönskum, norskum og sænsk-
um bókmenntum
rannsóknir á íþróttum í bókmenntum
rannsóknir á kanadískum bókmenntum með
áherslu á þátt Vestur-Íslendinga
rannsóknir á kvennabókmenntum og sjálfs-
mynd í bókmenntum Rómönsku-Ameríku
rannsóknir á spænskum nútímabókmenntum
rannsókn á dönskukunnáttu íslenskra náms-
manna í framhaldsnámi í Danmörku
rannsóknir á fjölmiðlaþýðingum á Íslandi
rannsóknir á tungumálum íslenskra lær-
dómsmanna frá siðaskiptum fram á 19. öld.
Unnið er að gerð spænsk-íslenskrar orðabók-
ar og þýsk-íslenskrar orðabókar ásamt þýðing-
um á íslenskum fornaldarsögum á frönsku.
Stefnt er að því að framkvæma rannsókn á
notagildi tungumála í íslensku atvinnulífi. Sem
dæmi um þróunarverkefni í tungumálum má
nefna nýja kennslumiðla í þýsku og sænsku-
kennslu í fjarnámi. Stofnunin er í nánu sam-
starfi við Tungumálamiðstöðina, en þar gefst
nemendum í öllum deildum Háskólans kostur á
skilvirku tungumálanámi. Í Tungumálamið-
stöðinni hefur farið fram mikilvægt þróunar-
starf, þar sem áhersla er lögð á að nota nýja
miðla, m.a. gervihnattasendingar og upplýs-
ingatækni, í þágu málanámsins.
Fræðimenn Stofnunar Vigdísar Finnboga-
dóttur hafa tekið þátt í ýmsum innlendum og er-
lendum samstarfs- og þróunarverkefnum á
sviði tungumála. Af innlendum samstarfsverk-
efnum má nefna, að menntamálaráðuneytið fól
stofnuninni að annast undirbúning og fram-
kvæmd ráðstefnu um strauma og stefnur í
tungumálakennslu á Íslandi, sem haldin var í
tilefni af Evrópska tungumáladeginum hinn 26.
september. Varaforstöðumaður stofnunarinn-
ar, dr. Oddný G. Sverrisdóttir, dósent í þýsku,
fer með formennsku í nefnd á vegum mennta-
málaráðuneytisins, sem ætlað er að hrinda í
framkvæmd evrópska þróunarverkefninu Port-
folio og dr. Birna Arnbjörnsdóttir, lektor í
ensku, hefur leitt þróunarverkefnið Icelandic –
On line, en þar er um að ræða kennslu- og rann-
sóknarverkefni í íslensku fyrir útlendinga á
Netinu.
Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur hefur átt
ágætt samstarf við samtök tungumálakennara,
og nefna má, að dr. Hólmfríður Garðarsdóttir,
lektor í spænsku, er varaformaður STÍL, Sam-
taka tungumálakennara á Íslandi.
Styrktarsjóður Stofnunar
Vigdísar Finnbogadóttur
Allt kapp er nú lagt á að efla Stofnun Vigdísar
Finnbogadóttur sem alþjóðlega rannsókna- og
þróunarstofnun. Hinn 22. janúar var stofnaður
Styrktarsjóður Stofnunar Vigdísar Finnboga-
dóttur í erlendum tungumálum og lögðu Há-
skóli Íslands og Kaupþing fram frumstofnfé
sjóðsins. Tilgangur sjóðsins er að renna styrk-
um stoðum undir starfsemi stofnunarinnar og
stuðla að vexti hennar og viðgangi. Átak verður
gert í að leita eftir stofnfé í sjóðinn jafnt innan
lands sem utan á næstu tveimur árum eða fram
til 15. apríl 2005, þegar Vigdís Finnbogadóttir
verður 75 ára. Þeir sem leggja fé í sjóðinn á
þessu tímabili munu teljast til sjóðsstofnenda
skv. skipulagsskrá hans. Efnt verður til kynn-
inga í þeim löndum, þar sem tungumál, sem
kennd eru við Háskóla Íslands, eru töluð. Til-
gangurinn með kynningunum er að efla tengsl
við erlenda háskóla og leita eftir styrkjum til
stofnunarinnar. Fyrsta kynningin erlendis var í
Japan í nóvember sl., en eins og áður er getið
mun japönskukennsla hefjast við Háskólann í
haust. Í vor verður stofnunin kynnt í Þýska-
landi og í nóvember mun fara fram kynning í
Danmörku í tengslum við vígslu Norðurbryggj-
unnar í Kaupmannahöfn. Kaupþing veitti stofn-
uninni nýlega myndarlegan styrk til kynning-
arstarfs erlendis.
Höfundur er forstöðumaður Stofnunar Vigdísar
Finnbogadóttur í erlendum tungumálum.
veita móðurmálið og að kenna 3–4 erlend
tungumál á bóknámsbrautum framhaldsskól-
anna, vakti mikla athygli og lýstu sérfræðing-
arnir því yfir, að margar þjóðir gætu lært
mikið af Íslendingum, hvað þetta varðar.
Fundir með ráðamönnum
Í Japansheimsókninni gáfust tækifæri til að
hitta nokkra áhrifamenn í japönsku þjóð-
félagi. Þannig var haldinn árangursríkur
fundur með Hiroaki Fujii, forseta Japan
Foundation, en nefna má, að sótt hefur verið
um styrk til Japan Foundation til að hefja jap-
önskukennslu við Háskólann. Einnig var hald-
inn fundur með Jyoichi Takagi varaborg-
arstjóra og Toshiko Isobe, þingforseta
Kyotoborgar.
Formaður utanríkismálanefndar japanska
þingsins, Shinako Tsuchiya, bauð til hádeg-
isverðar með nokkrum þingmönnum og hátt-
settum embættismönnum í ráðuneytinu. Shi-
nako Tsuchiya hefur mikinn áhuga á Íslandi
og er sérstök vinkona Vigdísar Finn-
bogadóttur. Hún er sögð hafa átt þátt í því að
beina athygli Obuchis, fv. forsætisráðherra
Japans, að Íslandi, en að sögn mun það hafa
verið Obuchi sem ákvað að stofna sendiráð á
Íslandi eftir opinbera heimsókn til landsins.
Hápunktur Japansferðarinnar var þegar
Vigdís Finnbogadóttir ávarpaði þingmenn í
japansk-íslenska þingmannasambandinu í
húsakynnum japanska þingsins. Vigdís vék
m.a. að mikilvægi tungumála almennt, þ.e.
fyrir menningararf hverrar þjóðar, fyrir
skilning á menningu annarra og fyrir tungu-
málakunnáttu sem lykil að árangri í við-
skiptum. Hún sagði mikilvægt að þjóðir og
þjóðarbrot gætu talað saman. Nú væri að
vaxa úr grasi kynslóð sem þyrfti að takast á
við alþjóðavæðinguna í daglegu lífi og það
þyrfti að undirbúa ungu kynslóðina fyrir það
sem framundan væri. Rækta þyrfti móð-
urmálið, en á sama tíma gefa ungu kynslóð-
inni tækifæri til þess að læra önnur tungumál.
Í því sambandi benti Vigdís á, að rannsóknir
Evrópusambandsins gæfu til kynna, að þeir
sem hefðu gott vald á tungumálum skildu bet-
ur heiminn sem þeir lifðu í. Nauðsynlegt væri
að kenna erlend tungumál til að auka skilning
manna á meðal. Einnig yrði að hafa í hug að
tungumál væru einnig mikilvæg tæki í allri
verslun, viðskiptum, ferðaþjónustu, vísindum
og menntun. Síðast en ekki síst væri þekking í
erlendum tungumálum mikilvæg, því hún
styrkti vitundina um eigin tungumál. Vigdís
sagði Íslendinga búa yfir mikilli reynslu af því
að kenna erlend tungumál og að Ísland hefði
ýmislegt fram að færa í sambandi við tungu-
málarannsóknir og tungumálakennslu. Að
loknu ávarpinu fóru fram líflegar umræður
og voru áhugaverðar spurningar bornar
fram. Þannig fýsti þingmennina að vita meira
um málvernd og áhrif alþjóðavæðingar á ís-
lenska tungu og einnig voru bornar fram
spurningar um nýyrðasmíð Íslendinga, sem
þóttu afar forvitnilegar. Einnig þótti þing-
mönnunum athyglisvert að Íslendingar legðu
áherslu á hvort tveggja í senn að kenna mörg
erlend mál og efla móðurmálið íslenskuna.
Heimsókn til
Saitama-fylkis
Yoshihiko Tsuchiya er fylkisstjóri í Sai-
tama, sem er stórt fylki norður af Tókýó með
um 7 milljónir íbúa. Tsuchiya er faðir Shinako
Tsuchiya, sem áður var nefnd, og hann er,
eins og dóttirin, mikill vinur Vigdísar. Í tilefni
af heimsókninni skipulagði fylkisstjórinn dag-
skrá í Saitama-fylki. Tsuchiya hefur vakið at-
hygli á jafnréttismálum og lagt kapp á að al-
þjóðavæða Saitama. Á þeim tveimur
kjörtímabilum, sem fylkisstjórinn hefur verið
við völd, hefur hann hrint í framkvæmd metn-
aðarfullum verkefnum. M.a. átti Tsuchiya
frumkvæði að því að láta reisa glæsilegan
leikvang fyrir heimsmeistaramótið í fótbolta
á síðasta ári og láta byggja stórbrotið fjöl-
notahús sem nefnist Saitama Super Arena.
Tækifæri gafst til að skoða þessi mannvirki
og auk þess farið var í kurteisisheimsókn á
skrifstofu fylkisstjórans. Dagskránni lauk
með veglegu kvöldverðarboði í boði Yoshi-
hiko Tsuchiya og frúar hans. Fjölmiðlar í Sai-
tama sýndu heimsókn Vigdísar mikla athygli.