Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.2003, Qupperneq 8

Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.2003, Qupperneq 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 15. FEBRÚAR 2003 Í FRAMHALDI þeirrar umræðu sem varð á fundi menningarmálanefndar Reykjavíkur nýlega um sýningarstefnu listasafns borgarinnar langar mig til að bæta við nokkrum hugleiðingum um stöðu og hlutverk listasafnsins í samtím- anum. Hugmyndin um listasöfn fyrir al- menning varð til samfara upplýsingunni í Evr- ópu á 18. öld. Upplýsingaöldin var jafnframt blómaskeið nýlendutímans, og safnhúsin voru byggð í hinum alþjóðlega stíl nýklassísku stefn- unnar eins og grísk hof. Hlutverk safnsins var að fræða og mennta almenning, upplýsa hann um hin algildu fagurfræðilegu viðmið og hina réttu sögu listarinnar samkvæmt þeim gild- isviðmiðum sem nýstofnaðar listaakademíur stóðu vörð um. Listmunurinn og hinir formlegu eiginleikar hans voru þungamiðja safnsins, og hans átti gesturinn að njóta í hljóði og einrúmi og af „hlutlausri fullnægju“ eins og heimspek- ingurinn Kant orðaði það. Nýklassíski stíllinn sem einkenndi þennan tíma var óumdeildur og alþjóðlegur og hafinn yfir öll þjóðernisleg eða kynþáttaleg gildisviðmið. List sem byggðist á þjóðlegri eða kynþáttalegri arfleifð var talin frumstæð og vanþróuð nýlendulist er ætti frek- ar heima á mannfræðisöfnum en listasöfnum. Fyrsta andófið gegn alræðislegu gildismati nýklassísku stefnunnar kom fram með róm- antísku stefnunni á 19. öldinni, þar sem gjarn- an var vísað til þjóðlegra hefða og upphafinna draumsýna um framandi menningarheima ný- lendnanna, einkum í Austurlöndum. Þetta and- óf var engu að síður mótað af menningarlegri einsýni nýlendustefnunnar og staðfastri trú á menningarlega yfirburði nýlenduveldanna og á óstöðvandi framfarasókn þeirra. Segja má að fyrsta alvarlega atlagan að hin- um algildu fegurðarviðmiðum akademíunnar hafi komið fram með myndinni sem Pablo Picasso málaði af stúlkunum í Avignon árið 1907. Með þessu verki var sett stórt spurning- armerki við yfirburði hins ríkjandi gildisvið- miðs akademíunnar um hið fagra og sögulega rétta í fagurfræðilegum skilningi. Um leið vakti málverkið athygli á því að hugsanlega kynnu fagurfræðileg gildi hinna „frumstæðu“ ný- lendna í Afríku að eiga fullt erindi inn í háborg evrópskrar nýlendumenningar. Þetta verk eftir Pablo Picasso markaði inn- reið fjölhyggjunnar í evrópska menningarum- ræðu; þeirrar hugsunar að ólík gildisviðmið í fagurfræðilegum skilningi geti unnið saman og að gagnvirk áhrif þeirra geti leitt til frjórrar sýnar og nýs skilnings á heiminum. Þessi atlaga Picassos að alræðislegu valdi akademíunnar og menningarlegri einsýni lista- safnanna var aðeins uppafið að gagnrýni sem átti eftir að rista mun dýpra. Þegar dadaistarnir með Marcel Duchamp í broddi fylkingar tóku upp á því að safna óhefl- uðum brúkshlutum úr umhverfinu og stilla þeim upp sem listaverkum á 2. áratug 20. ald- arinnar voru þeir um leið að setja fram spurn- ingu, sem átti eftir að verða eitt helsta við- fangsefni módernismans og framúrstefnunnar á 20. öldinni. Spurning þeirra snerist ekki síst um það, hvort hið fagurfræðilega gildi byggi í formlegum eigindum listmunarins sem slíks, eða hvort hugsanlega væri það einungis að finna í huga viðtakandans, að hið fagurfræði- lega gildi yrði fyrst og síðast til við upplifun verksins. Ef sú væri raunin, þá væru öll gild- isviðmið hefðbundinnar fagurfræði úr sögunni og þar með væru allar akademíur heimsins um leið búnar að missa umboð sitt fyrir sannleik- ann um fegurðina. Ef hægt er að tala um að módernismi 20. aldarinnar hafi leitt til einhverrar fagurfræði- legrar niðurstöðu, þá er hún einmitt þessi: í stað þess að snúast um formræn fagurfræðileg gildi listmunarins á myndlistin að snúast um hina fagurfræðilegu reynslu, listupplifunina sem slíka og hvernig hún getur breytt ein- staklingnum, skerpt skilning hans á heiminum og dýpkað samband hans við heiminn. Ef það er raunin, að ekki sé um nein algild fagurfræðileg viðmið að ræða í samtímanum, ef við getum ekki falið söfnum okkar og listaaka- demíum að kveða upp slíka dóma og kenna okkur hina réttu listasögu, kenna okkur að þekkja muninn á réttu og röngu í fagurfræði- legum skilningi, hvert getur þá hlutverk safn- anna orðið? Á fundinum í Ráðhúsinu komu fram sjón- armið, sem telja má tilraun til að leysa þennan vanda. Það mátti skilja á máli Einars Há- konarsonar og nokkurra annarra þátttakenda í umræðunni, að núverandi sýningarstefna safnsins bryti í bága við samkeppnislög með því að mismuna listamönnum á listamarkaðn- um. Lausnin á vandanum er þá fólgin í því að í stað hinna algildu fagurfræðilegu viðmiða og þess alræðisvalds akademíunnar, sem listasafn- ið á rætur sínar í, verði lögmál hins frjálsa markaðar tekin til grundvallar. Safnið geti þannig lánað eða leigt út sali sína til þeirra sem hafa til þess fjárhagslega burði og hafa þannig sannað sig á markaðnum. Listasafnið yrði samkvæmt þessu eins konar markaður eða „Smáralind“ listarinnar á grundvelli þeirrar jafnréttisreglu sem markaðslögmálin bjóða upp á með „jafnri markaðsaðstöðu“ eins og einhver fundargesta orðaði það. Þessi róttæka hugmynd byggist á þeirri hugsun að það eigi að vera hlutverk listasafns- ins að þjóna efnahagslegum hagsmunum lista- manna. Lausnin skapar greinilega fleiri vanda- mál en hún mundi leysa auk þess sem hún vanvirðir með öllu það sem mestu ætti að skipta: listupplifun safngestsins. Safn er legði slík sjónarmið til grundvallar starfsemi sinni yrði varla tekið alvarlega í hinum alþjóðlega safnaheimi. Það ætti heldur ekki erindi í krufn- ingu þess samfélagsveruleika sem er utan safn- veggjanna. Slík krufning er hins vegar for- senda frjórra og skapandi skoðanaskipta um hin fagurfræðilegu gildi í samtímanum. Ef það er almennt viðurkennt að hin algildu fagurfræðilegu viðmið listmunarins sem slíks séu ekki lengur til staðar og því sé ekki lengur hægt að leggja þau til grundvallar starfsemi safnanna, þá hlýtur sú spurning að vakna, hvort það viðmið sem stýri sýningarstefnu safnsins hljóti ekki að felast í sjálfum safngest- inum og upplifun hans. Þetta vekur aðra spurningu, sem einnig skiptir sköpun í þessari umræðu: hvað merkir „upplifun listar“ og „fagurfræðileg reynsla“ á tímum fjölhyggjunnar, þar sem hin algildu fag- urfræðilegu viðmið eru víkjandi? Á tímum nýklassísku stefnunnar beindist at- hyglin að formrænum gildum listmunarins, sem menn áttu að njóta með „hlutlausri full- nægju“. Þessi sjónarmið urðu lífseig og lágu til dæmis til grundvallar þeirri miklu áherslu sem bandaríski listfræðingurinn Clement Green- berg lagði á að skilja á milli listar og listlíkis, hámenningar og lágmenningar á 6. og 7. ára- tug 20. aldarinnar. Sú aðgreining hefur orðið æ erfiðari í samtímanum og tengist þeirri til- hneigingu sem verður áberandi í samfélagi fjöl- hyggjunnar og ítalski heimspekingurinn Gianni Vattimo kallaði „fagurfræðilega skynvæðingu“ [1] daglegrar reynslu okkar í samtímanum. Fagurfræðileg reynsla í samtímanum er ekki bundin við listmuninn með sama hætti og áður. Walter Benjamin benti á það í frægri ritgerð fyrir nærri sjötíu árum að tæknibyltingin væri að breyta skilyrðum og forsendum listarinnar og hinnar listrænu upplifunar með róttækum hætti. Kvikmyndin og ljósmyndin væru búnar að gera það sjokkáreiti sem dadaistarnir sótt- ust eftir að fullkomlega eðlilegum grundvall- arþætti í upplifun listarinnar og fjölföldun listaverka hefði svipt hinn einstaka listmun áru sinni. Walter Benjamin reyndist bæði glöggur og sannspár, en á þeim sjötíu árum sem liðin eru síðan hann skrifaði ritgerð sína hefur margt breyst, ekki síst á sviði tækninnar. Nánast öll svið okkar daglega lífs hafa verið klædd fagurfræðilegum búningi og það er ekki bara illgerlegt að greina á milli svokallaðrar hálistar og listlíkisins eða þess sem Greenberg kallaði kitsch, heldur hafa mörkin á milli listar og tísku, listar og neysluvarnings, listar og stjórnmála, listar og viðskipta, listar og veru- leikans almennt orðið æ óljósari. Öll þessi svið eru nú klædd í fagurfræðilegan búning sem er hannaður af sérmenntuðu fólki og matreiddur með beinni heimsendingarþjónustu fjöl- miðlanna. Myndlistin hefur líka tekið mið af þessum breytingum: stór hluti þess athygl- isverðasta sem er að gerast í myndlist samtím- ans er unninn á jaðri hins hefðbundna afmark- aða svæðis listmunarins og í mörgum gagnvirkum innsetningum og gjörningum þar sem áhorfandinn er virkur þátttakandi í verk- inu og hluti af því sjáum við hvernig mörkin á milli listar og veruleika þurrkast út. Upplifun listar er ekki lengur fólgin í hinni innhverfu íhugun fagurkerans sem smjattar á gullmolum hámenningarinnar, heldur er hún í æ ríkari mæli orðin félagsleg upplifun, sem felst ekki síður í nautninni af því að „njóta nautnar ann- arra“ eins og Gianni Vattimo orðaði það í áð- urnefndri grein. Upplifun listar er þannig í rík- ara mæli orðin félagsleg reynsla sem byggist á LISTASAFNIÐ Á TÍMUM FJÖL- HYGGJUNNAR Á opnum fundi sem menningarmálanefnd Reykjavíkur efndi til nýlega um sýningar- stefnu listasafns borgarinnar voru bornar fram gamalkunnar kvartanir um að safnið sinnti ekki þjónustuskyldum sínum við tiltekinn hóp listamanna. Í lok fundarins lýstu nokkrir nefndarmanna vilja sínum til þess að taka mark á þessari gagnrýni og taka skipulagsmál og stjórnun safnsins til endurskoðunar með breytta sýningarstefnu í huga. Hér er fjallað um hlutverk listasafna í samtímanum. E F T I R Ó L A F G Í S L A S O N Þetta verk eftir Pablo Picasso mark- aði innreið fjölhyggj- unnar í evrópska menningarumræðu; þeirrar hugsunar að ólík gildisviðmið í fagurfræðilegum skilningi geti unnið saman og að gagn- virk áhrif þeirra geti leitt til frjórrar sýnar og nýs skilnings á heiminum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.