Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.2003, Qupperneq 10
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 15. FEBRÚAR 2003
M
ANNKYNSSAGAN
greinir einkum frá af-
rekum þeirra stór-
menna sem stunduðu
hernað og landvinn-
inga forðum tíð,
sauðsvörtum almúga
yfirleitt til skelfingar
en sjaldan til gleði. Stundum bregður þó svo
við, að ófriðurinn leiðir óvænt til ánægjulegra
tíðinda og verður alþýðu manna til varanlegs
yndisauka.
Eins og frægt er orðið reið Sesar um héruð
á Bretaníuskaga ásamt herliði sínu á síðustu
öld fyrir Krists burð. Þá hitti hann fyrir Galla
og kynnti sér hætti þeirra. Velskir málaliðar
Sesars fluttu svo í stórum stíl á skagann frá
Bretlandsey á sjöttu öld e. Kr. Þeir voru í leit
að jarðnæði og fundu yfrið nóg af því. Þess
má geta til gamans að nafnið Burton, sem al-
gengt er í Wales, er ummyndun á orði sem
merkir bretónskur, en orðið velskur mun
upprunalega merkja samlandi. Bretónar
beggja vegna Ermarsunds kölluðu svo með-
bræður sína í Wales, eftir að Saxar og Engl-
ar, Írar og Skotar höfðu hrakið þá út til jað-
arsvæða og lagt undir sig bróðurpartinn af
Bretlandi.
Gallar og Bretónar voru ekki fyrstu land-
nemarnir á skaganum, fjarri því. Elstu um-
merki mannabyggða eru um 600 þúsund ára
gömul, tilhöggvið grjót, nothæft verkfæri. Í
Bretaníu eru líka ævafornir bautasteinar í
tonnatali og þúsundavís eins og frægt er orð-
ið, stórir og smáir og standa ýmist í löngum
röðum, hvirfingum eða einir sér og stakir.
Bautasteinar eru undursamlegur vitnisburður
um hugvit og lagni áanna, en mannvirkin eru
mörg og merk á skaganum. Frá síðari öldum
eru gamlar, skrautlegar sveitakirkjur og
verkleg kirkjuhlið, borgarvirki löngu liðinna
höfðingja og rammgerðir bæir úr höggnu
grjóti. Eitt furðulegasta mannvirkið á Bret-
aníu er reyndar mun yngra en nokkur bauta-
steinn, látlausara í sjón en flestar kapellur, og
ekki er það hátt í loftinu, þvert á móti. Lág-
reistara gæti það ekki verið. Samt þurfti jafn-
marga steina til að byggja það og Keop-
spýramídann fræga suður í Nílardal. Þetta
mannvirki er ekki nærri eins langt og Kína-
múrinn, en þó er lengd þess mæld í hundr-
uðum kílómetra. Þetta er skipaskurðurinn
sem hefst við hafnarborgina Nantes, eða
Nánd, eins og hún hefur verið nefnd á ís-
lensku.
Nánd og Brest
Hafnarborginni Nánd mætti líkja við efri-
vararskegg neðan á skaganefinu, rétt við
Leiruósa. Skipaskurðurinn nær frá Nánd,
austasta og syðsta hluta skagans, og langleið-
ina til Brest, vestustu hafnarborgar hans.
Nánd var löngum aðsetur hertoganna sem
réðu skaganum lengi vel, en borgin færðist öll
í aukana á tímum þrælaverslunar, en fram-
hliðar húsa í gamla miðbæjarkjarnanum eru
margar hverjar prýddar styttum eða andlits-
myndum af stórskornum ættarhöfðingjum frá
Afríku. Þeir voru ekki læsir á evrópskt letur,
blessaðir, en þurftu samt að ramba á réttan
stað til þess að semja um sölu á meðbræðrum
sínum við útgerðarmenn og verslunarjöfra
sem sáu um að koma farminum vestur um
haf, til dreifingar og smásölu. Því var brugðið
á það ráð að merkja þeim húsin með mynd af
þeim sjálfum svo ekkert færi á milli mála.
Borgin er vinsæl háskólaborg og þar þykir
gott að búa. Hún stendur við Atlantshafið og
Leiru, breiða og lygna, og þar mætast fljót og
úthaf, nútíð og fortíð með eftirminnilegum
hætti.
Brest var hins vegar rammgerð hafnarborg
sem komst ærlega á blað þegar siglingar hóf-
ust þaðan til Síam, þar sem nú heitir Tæland.
Mikil og góð vinátta tókst með Frakklands-
konungi, sem þá var Lúðvík fjórtándi, kennd-
ur við sól, og Síamskonungi. Voru farnar
margar ferðir með veglegar gjafir milli hirð-
anna, og var Brest ávallt viðkomustaður. Ald-
irnar liðu, tískan breyttist og samskiptin við
Síam dofnuðu. Bandamenn jöfnuðu borgina
við jörðu í heimsstyrjöldinni síðari og fátt
stendur þar eftir sem minnir á forna frægð,
þótt nýja borgin sé vel heppnuð og margt þar
hugvitsamlega gert. Enn er Brest mikilvæg
hafnarborg og þar eru bækistöðvar þeirra
sem hafa eftirlit með siglingum um landhelg-
ina, enda er siglingaleiðin um Ermarsund af-
ar fjölfarin. Í Brest er einnig háskóli.
Napóleon og verkfræðin
Ófriðarseggnum, Evrópusinnanum og
Korsíkubúanum Napóleoni keisara var á sín-
um tíma mjög í mun að auka veldi sitt. Í því
skyni þurfti hann að tryggja að unnt yrði að
halda samgönguleiðum opnum þótt hafnar-
borgir væru herteknar og sjóleiðin lokuð. Á
Bretaníuskaga brá hann á það ráð að hrinda í
framkvæmd gamalli hugmynd heimamanna
um að samtengja átta mislangar ár og veita
þeim í einn skipaskurð, langan og mjóan.
Hann mundi tengja hafnarborgirnar Nánd og
Brest, þannig að til lítils yrði fyrir óvinaheri
að loka höfnum þar. Nógur var mannaflinn til
verksins og kaupið lágt eða ekkert, enda voru
það stríðsfangar sem handmokuðu skurðinn
þegar teikniborðsvinnunni lauk. Þeir voru
ófáir sem þar báru beinin, og kaldhæðnislegt
að þeir skyldu lifa af hörmungar stríðsins til
þess eins að veslast upp í vosbúð og þrældómi
við skurðmokstur. Seinna voru refsifangar
nýttir í skurðmoksturinn, og loks verkamenn,
en framkvæmdirnar stóðu í hartnær fjörutíu
ár, til ársins 1842. Árnar átta runnu um mjög
mishæðótt landslag, og því var nauðsynlegt
að byggja skipastiga eða lása svo unnt væri
að koma bátum og prömmum upp og niður
brekkur. Slíkir lásar eru alls 236 talsins á
leiðinni frá Nánd til Brest. Gert var ráð fyrir
starfsmanni eða verði við flesta lásana og
honum ætlaður snotur bústaður. Margir slíkir
bústaðir standa enn fyrir sínu, enda ramm-
byggðir og vel hannaðir í upphafi.
Skurðurinn liggur eftir skaganum endi-
löngum, um villta skóga, dreifðar sveitir og
fornfrægar borgir. Ein þeirra heitir Pontivy,
eða Pondi. Þar ákvað Napóleon að láta hanna
og reisa nútímalega borg utan um fornan
byggðakjarna, hvað hann og gerði. Var borg-
inni gefið nýtt heiti að því tilefni og hún köll-
uð Napoléonville. Entist það örnefni í þrjátíu
ár. Erfiðlega gekk að veita skipaskurðinum
um þá borg, þar sem hún stendur tiltölulega
hátt, en það tókst með þéttri röð lása og
óhemjumiklum framkvæmdum. Allt var þetta
heldur fánýtt brölt, enda kom keisarinn aldrei
til skagans og borgar sinnar þar.
Af öðrum mannvirkjum
Kapellurnar á Bretaníuskaga eru kapítuli
út af fyrir sig, en margar þeirra standa
skammt frá skipaskurðinum. Mikill uppgang-
ur hófst á skaganum á síðmiðöldum þegar
vinnsla líns, hörs og hamps og tengdur iðn-
aður stóð með miklum blóma. Útflutningur
varð meiri en nokkru sinni, meðal annars til
nýnuminna landa vestanhafs, og voru þá
reistar kapellur og kirkjur í öllum sóknum, og
kepptust menn við að skreyta og fegra mann-
virkin í sinni sveit. Byggingarstíllinn er afar
sérstæður og frönskum menningarvitum þótti
lengi vel lítið til hans koma, þar sem erfitt
þótti að flokka hann eftir viðteknum listræn-
um gildum. Þetta væri hvorki rómanskt né
gotneskt, hvorki fugl né fiskur, og þar af leið-
andi ótækt sem list. Víða má sjá heilu teikni-
myndirnar höggnar í granít, og oftar en ekki
er slegið saman minnum úr ritningunni og
þjóðsögunum. Þessi gróska stóð fram á
sautjándu öld, en þá hrundi efnahagurinn,
auk þess sem skæð drepsótt herjaði á skag-
ann. Þegar fram liðu stundir dró úr útflutn-
ingi á vefnaðarvöru frá Bretaníu og greinin
lagðist að mestu af, en iðnvæddu þjóðirnar á
Bretlandseyjum og Flandri tóku við.
Til marks um vægi kirkju- og kapellubygg-
inga má rifja upp tíðindi sem urðu á
sautjándu öld. Þá gerðu bændur uppreisn
sem kennd hefur verið við rauðar húfur, og
telja sumir fræðingar hana fyrirboða og jafn-
vel fyrirmynd byltingarinnar 1789. Bret-
ónskir bændur voru langþreyttir á gjaldtök-
um jarðeigenda og aðalsmanna í héraði og
mótmæltu því að Lúðvík fjórtándi Frakk-
landskonungur væri óforvarendis að leggja á
þá skatta, en hann stóð eins og kunnugt er
undir dýrum rekstri og miklum hernaði. Skil-
uðu bændur bænaskrám sem vöktu athygli
utan Frakklands. Frakklandskonungur brá
skjótt við og lét hengja menn án dóms og
laga, þannig að víða svignuðu tré undan lík-
um. Þá var einnig höggvinn turninn af
kirkjum og kapellum í þeim sóknum sem
djarfastar þóttu. Ekki var hægt að sýna
heimamönnum meiri háðung en einmitt með
því, og það sveið þeim sárar en aftökurnar og
þungar fjársektir.
Lygn en streymir ekki
nema á köflum…
Snúum okkur aftur að skipaskurðinum.
Hann er að sjá eins og lygnt fljót sem
streymir hægt til sjávar en í raun er það gríð-
arlangt uppistöðulón. Yfirleitt er vatnið kyrrt,
en hægt er að láta það streyma ýmist til sjáv-
ar eða inn í land á völdum köflum með því að
beita lásunum. Þannig er jafnlétt að sigla í
báðar áttir. Botn skipaskurðarins er vatns-
heldur og bakkarnir styrktir, og er hann
sannkölluð völundarsmíð. Sums staðar er
hann býsna djúpur, annars staðar er hann
grunnur, og veltur það á því hversu mikið
þurfti að moka upphaflega til þess að komast
á fast.
Verkfræðingar Napóleons voru smekklegir
hugvitsmenn sem kunnu þá list að sameina
nytsemi og fegurð. Þeir létu sér annt um útlit
skipaskurðarins og sáu til þess að stígarnir
meðfram honum yrðu augnayndi. Þar þurfti
að vera skuggsælt að sumri og skjól fyrir
vindum að vetri. Stígarnir voru afar mik-
ilvægur hluti verksins, þar sem hestum og
ösnum á þurru landi var beitt fyrir fljótandi
vöruprammana, en ekki stóð til að beita þar
vélarafli. Verkfræðingarnir lögðu á það ríka
áherslu að ræktuð yrðu tré í beinum röðum
með stígunum, bæði til þess að veita drátt-
ardýrum skjól og eins til þess að binda bakk-
ana með hæfilegum rótavexti. Enn er lögð í
það talsverð vinna að grisja trjágróður og við-
halda stígunum, þótt notkun dráttardýra sé
þar fágæt orðin. Einnig þarf reglulega að
gera við skemmdir á bökkunum, en þar eru
að verki ýmis óhemjudugleg nagdýr sem
byggja sér stíflur og grafa göng í allar áttir.
Upphaflega voru þessar tegundir fluttar inn
til loðdýraræktar en nú eru þær engum til
gleði, þar sem téðum kvikindum fjölgar ört og
engin dýranna sem fyrir eru hafa áhuga á að
éta þau.
Annað verkfræðiafrek felst í stjórnun
vatnsmagnsins í skipaskurðinum. Ef þurrt er
í veðri og vatnsborð lækkar óhæfilega mikið
er hægt að hleypa vatni í skipaskurðinn úr
tjörnum sem búnar hafa verið til í námunda
við hann. Einnig er hægt að veita vatni úr
skipaskurðinum í téðar tjarnir ef vatnsborð
hækkar mjög, til dæmis í miklum rigningum.
Aldrei reyndi á herkænskulegt gildi skipa-
skurðarins. Óvinurinn lokaði aldrei höfnunum
í tíð Napóleons, og Korsíkumaðurinn kæni
var sendur í útlegð þrjátíu árum áður en
verkinu lauk. Í fyrstu nýttist skipaskurðurinn
að vísu til vöru- og efnisflutninga á prömm-
um. Fleiri slíkir skurðir eru hér á skaganum,
að vísu styttri en sá sem hér er fjallað um og
útheimtu ekki eins gríðarlega mikla vinnu.
Helstur er skipaskurðurinn sem árnar Ille og
Rance renna um, en hann tengir
Ermarsundsströndina við höfuðborg skagans,
Rennes, en þaðan er svo tenging í ána Vilaine
sem er skipfær, og er þessi langa leið kölluð
vatnaleiðin frá Ermarsundi til Atlantshafs.
Flutningar um skipaskurðina þóttu dýrir, þar
sem mönnum var gert að greiða gjald fyrir
hvern farm sem fór um skurðinn á pramma.
Flutningarnir lögðust að mestu af þegar járn-
braut var lögð um skagann þveran og endi-
langan.
Skipaskurðurinn í nútíð
Nú er skurðurinn frá Nánd til Brest vin-
sælt útivistarsvæði sem hentar bæði til
göngu, skokks, hestamennsku, hjólreiða og
lystisiglinga. Það kann að þykja út í hött að
róma náttúrufegurð mannvirkis, en skipa-
skurðurinn er dæmi um fágætt samspil hug-
vits, mannshandar og náttúru.
Snemma á tuttugustu öld voru unnin mikil
spjöll á skipaskirðinum og búið til uppistöðu-
lón og rafstöð, þar sem heitir Guerlédan. Nú
er skipaskurðurinn því skorinn í tvennt og
bátar komast ekki lengra en þangað, úr
hvorri áttinni sem siglt er. Nú eru menn sam-
mála um að um fádæma skammsýni hafi verið
að ræða, en dýrt yrði að þurrka svæðið aftur
og endurheimta skurðinn. Það er mótsagna-
kennt að tala um náttúruspjöll í þessu sam-
bandi, og þó er það nærtækt.
Nú er nokkuð um að smáar skútur sigli upp
og niður skipaskurði skagans. Margir hafa
reiðhjól með sér, enda er hægurinn að leggja
skútunni einhvers staðar við bakka og skjót-
ast á hjóli til næsta þorps að afla vista, eða í
skoðunarferð um sögustaði, klaustur, hallir,
kapellur eða bautasteinaraðir.
Margir stunda nú dorgveiðar í skipaskurð-
inum árið um kring, enda er þar mikið líf og
ljúffengur vatnafiskur. Margir fuglar, stórir
og smáir, eiga sér griðland í námunda við
skipaskurðinn, og það er tilkomumikil sjón að
sjá hegra flögra yfir vatnsborðinu. Ekki er
villugjarnt á þessum slóðum, maður fylgir
bara stígnum og snýr við þegar manni sýn-
ist…
NAPÓLEON OG ÚTIVIST
„Ófriðarseggnum, Evrópusinnanum og Korsíkubúan-
um Napóleoni keisara var á sínum tíma mjög í mun
að auka veldi sitt. Í því skyni þurfti hann að tryggja að
unnt yrði að halda samgönguleiðum opnum þótt
hafnarborgir væru herteknar og sjóleiðin lokuð.
Á Bretaníuskaga brá hann á það ráð að hrinda
í framkvæmd gamalli hugmynd heimamanna um
að samtengja átta mislangar ár og veita þeim
í einn skipaskurð, langan og mjóan.“
Höfundur er bretónskunemi.
REUTERS
„Á Bretaníuskaga brá hann á það ráð að hrinda í framkvæmd gamalli hugmynd heima-
manna um að samtengja átta mislangar ár og veita þeim í einn skipaskurð.“
E F T I R Ó L Ö F U P É T U R S D Ó T T U R