Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.2003, Síða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.2003, Síða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 1. MARS 2003 5 sleppti því Navaranaaq-sögunni úr útgáfu þjóð- sagnasafna sinna (Thisted, 2001: 275). Eftir að hafa vísað sögnunum burt úr sagn- fræðilegri umræðu um samskipti norrænna manna og inúíta varpar Thisted fram þeirri spurningu hvers vegna inúítum hafi þótt nógu mikið til sagnanna koma til þess að segja þær kynslóð eftir kynslóð. Þjóðsagnir Grænlend- inga segja iðulega frá átökum, segir hún. Átök- um sem oftast eru á milli þeirra og hinna ýmsu andstæðinga en þeir eru allt frá því að vera frá- brugðnir að því einu leyti að tala annað mál og upp í að vera hvers konar skrímsli eða andar. Þjóðsagnirnar eru notaðar til þess að viðhalda röð og reglu heimsmyndarinnar, ekki síst í samskiptum einstaklinganna og veiðidýranna, og á milli einstaklings og samfélags, og snúast iðulega um skiptingu valds. Þjóðsagnir frá ný- lendutímanum sem skráðar voru á sama tíma og ofangreindar sagnir segja tíðum frá ágrein- ingi innfæddra við Evrópubúa sem skammt eru undan í tíma; atburðum í samskiptum við trú- boða, hvalveiðimenn og danska embættismenn. Þar er áherslan öll á að yfir ,,Hinum“ ríki einn valdamikill höfðingi sem allir verða að hlýða, og hetja sögunnar, Grænlendingurinn, gerir upp- reisn gegn þessum einvaldi. Í þessum sögum brýtur sjálfskipaður ,,höfðingi“ gegn einu mik- ilvægasta siðalögmáli Grænlendinga sem felst í því að hver og einn hafi rétt til að taka ákvarð- anir sem varða hann sjálfan og fylgja eigin vilja. Þær vara því áheyrendur við afleiðingum þess að brjóta gegn hefðbundnum gildum sam- félagsins. Séu sagnirnar af norræna fólkinu bornar saman þá kemur í ljós að þar er miðdep- illinn einnig iðulega einn höfðingi, sem skipar öðrum að hlýða. Mikil áhersla er lögð á hvernig vandræði hljótast af því að brjóta siðalögmál samfélagsins, til dæmis um sjálfsákvörðunar- réttinn, dreifingu veiðibráðarinnar innan hóps- ins og þá reglu að tilkynna eigi fjölskyldu um víg. Sagnirnar af hinum norrænu kallast því ágætlega á við reynsluheim og væntingar áheyrendanna á 18. og 19. öld og ríma við þann boðskap sem er að finna í öðrum þjóðsögnum þeirra. Munurinn á sögnum um innfædda ann- ars vegar og norræna menn hins vegar liggur fyrst og fremst í sögulokunum, sem í fyrra til- vikinu snúa að því að röð og reglu er komið á aftur, en í því síðara eru þau fremur með harm- rænum blæ og söknuður svífur yfir vötnum og sá tónn er meira áberandi í sögnum sem eru skráðar þegar kemur fram á 19. öldina (This- ted, 2001: 291). Túlkun fræðimanna: Valdimar Tr. Hafstein Þjóðfræðingurinn Valdimar Tr. Hafstein segir í grein sinni ljóst af þessum grænlensku sögnum að norrænir menn, kavdlúnakkarnir, séu holdtekja framandleikans – þeir séu Hinir. Rökvísi sagnanna krefjist þess að nærhópurinn sigrist ávallt á fjarhópnum. Það segir sig sjálft að þetta skiptir sköpum fyrir túlkunina: Sigurinn á Hinum er vegsömun sjálfsins. Sigurinn staðfestir menningarleg gildi nærhópsins og mikilvægi þess að þekkja þau. Þótt sagnirnar lýsi ógn sem steðjar að hópnum að utan, þá sýna þær líka yfirburði hans með sigrinum á utanaðkomandi öflum. Til að leggja áherslu á þetta nota sagnirnar ákveðin auðkenni. Í grænlenskri hefð eru skæði þess konar auðkenni (Valdimar Tr. Hafstein, 2002: 469). Valdimar vísar síðan til endurtekinna dæma í þjóðsögum þar sem góð og lúsalaus skæði inúít- anna eru ljóslega minni sem aðgreinir þá frá öðrum og sannar menningarlega yfirburði þeirra. Inúítinn getur hlaupið á ísnum á stíg- vélum með selgómasólum en ekki kavdlúnakk- arnir, þeir fölu Evrópumenn, sem renna á rass- inn í hálkunni og eru auðsigraðir. Valdimar leggur einnig út af ísjakabátnum sem Qasape smíðar sér til hefnda gegn hinum norrænu, en á annan hátt en Kirsten Thisted. Hann skýrir þetta sérkennilega sagnaminni út frá grænlenskri þjóðtrú um svokallað ,,ummi- aríssat“, sem var útbreidd á suðvesturströnd Grænlands, sama svæði og sögnin af Uunngor- toq var skráð. Þetta fyrirbæri var sagt hafa litið út eins og bátur á siglingu og útlit þess vakti skelfingu fólks, því það hugði verurnar um borð seli í dulargervi sem væru á leiðinni að drepa mennina til að hefna seladrápa þeirra. Báturinn var þó aðeins ísjaki í álögum, samkvæmt þess- ari trú, og um leið og hann brotnaði voru álögin rofin og ræðararnir breyttust aftur í seli og syntu burt. Í þjóðsögunni eru höfð endaskipti með því að láta inúítana taka stað selanna, sem ná fram hefndum á þeim norrænu (Valdimar Tr. Hafstein, 2002: 473). Enda þótt Valdimar segi spurninguna um sannsögulegan kjarna sagnanna óleysanlega þá segir hann afdráttarlaust í sömu málsgrein að sagnirnar séu ekki heimildir um atburðarás á forsögulegum tíma, heldur um viðhorf síns eig- in samtíma til fortíðarinnar. Séu sagnirnar skoðaðar í samhengi við skráningartímann, þ.e. upphaf nýlendutímans, gefi augaleið að þær til- heyri samskiptum Grænlendinga og Dana. Rök hans þessu til stuðnings eru að nokkru leyti sömu og áður eru nefnd í grein Thisted, þótt nálgun hans sé nokkuð önnur, og meginþungi hvíli á þeirri túlkun að sagnirnar færi sönnur á yfirburði inúítamenningar yfir evrópskri menn- ingu. Sagnirnar eru því öðrum þræði bylting- arsagnir, segir Valdimar, sem ganga frá manni til manns og frá kynslóð til kynslóðar undir dönskum yfirráðum (Valdimar Tr. Hafstein, 2002: 475). Sjóræningjasagan Sú þjóðsaga um afdrif norrænna manna á Grænlandi á miðöldum sem var einna fyrst fest á blað var skráð af Niels Egede, syni Hans Egede, eftir angakoq í Unartoq-firði á suðvest- urströnd Grænlands árið 1769. Fjörður þessi var nefndur Siglufjörður af norrænum mönn- um og er í Eystribyggð. Sagan sker sig mjög úr öðrum frásögnum um eyðingu norrænu byggð- anna því þar eru það ekki inúítar sem eiga í úti- stöðum við þá norrænu heldur sjóræningjar af framandi þjóðerni. Samkvæmt henni bjuggu bæði norrænir menn og inúítar í sátt og sam- lyndi í fjörðum Eystribyggðar. Dag einn sáust þrjú skip koma siglandi og frá borði komu sjó- ræningjar sem gerðu árás á byggð hinna nor- rænu, rændu búfénaði og felldu nokkra íbúa. Þó tókst að stökkva ræningjunum á flótta, en inúít- arnir fluttu innar í landið eftir þetta. Árið eftir gerðu sjóræningjanir aðra árás og eftir hana sigldu margir hinna norrænu burt en báðu áður en þeir fóru inúítana að líta til með þeim sem urðu eftir, ef sjóræningjarnir kæmu aftur. Þriðja árásin var gerð ári síðar en áður höfðu inúítarnir flúið innar í fjörðinn aftur og höfðu með sér nokkrar norrænar konur og börn. Um haustið komu inúítarnir aftur til baka en fundu þá enga á lífi og bæir hinna norrænu höfðu ver- ið brenndir. Inúítar tóku þá að sér börnin sem þeir höfðu bjargað, og norrænu konurnar, fimm talsins, giftust inúítum (Fyllingsnes, 1990: 122). Sagan virðist ekki hafa verið vel þekkt á Grænlandi á þeim tíma sem þjóðsagnasöfnun var sem mest árin 1823 til 1868, því hún birtist ekki á prenti fyrr en árið 1939 og þá eftir skrá- setningu Nielsar Egede frá árinu 1769. Valdi- mar Tr. Hafstein fjallar ekki um þessa sögu í grein sinni en það gerir Kirsten Thisted og fell- ir um hana svipaðan dóm og aðrar; þ.e. að henni hafi verið ,,plantað“ af Egede, sem hafi verið sí- spyrjandi um örlög norrænna manna og viljað fá að heyra sögur um þá. Líklegt sé að hann hafi þekkt og spurt eftir staðfestingu á efni páfa- bréfs frá árinu 1448, en í því segist Nikolas V., þáverandi páfi, hafa heyrt af því að heiðingjar hafi gert árás á norrænu byggðirnar á Græn- landi 30 árum fyrr. Thisted rökstyður álit sitt með því að benda á að sagan hafi ekki náð neinni útbreiðslu í munnlegri frásagnarhefð, og hafi ekki þótt nógu góð til þess að lifa áfram í munnmælum (Thisted, 2001: 289). Í samantekt frá árinu 1988 um rannsóknir og þær ýmsu kenningar sem fram hafa komið um hvarf norrænu byggðanna á Grænlandi rekur norski sagnfræðingurinn Frode Fyllingsnes þessa sögu, og þau rök sem fram hafa komið með og á móti hugsanlegum sannleikskjarna hennar. Án þess að taka endanlega afstöðu sjálfur tiltekur hann þá fræðimenn sem hafa hallast að sjóræningjakenningunni, og segir að enda þótt hún hafi ekki verið áberandi í um- ræðunni um grænlensku ráðgátuna þá hafi nokkrir fræðimenn talið árásir Evrópumanna af sjó meðvirkandi þátt í eyðingu byggðanna. Menn hafa getið sér til um hugsanlegt þjóðerni þessara árásarmanna og stungið upp á Bösk- um, Portúgölum, Márum, Þjóðverjum og Eng- lendingum með ýmsum rökum. Fyllingsnes tel- ur að mestar líkur séu til þess að sjóræningjarnir, hafi þeir verið til á annað borð, hafi verið Englendingar, enda sigldu þeir stórum flota á Íslandsmið alla fimmtándu öld- ina og ólíklegt annað en að ensk skip hafi ein- hvern tímann siglt til Grænlands á þeim tíma, viljandi eða eftir hafvillur. Aukin heldur eru til skjöl sem sanna að enskir sjómenn og ,,fríbýtt- arar“ (ens. freebooters) voru fundnir sekir um rán á íslenskum börnum og ítrekað ásakaðir um ofbeldi gagnvart landsmönnum á þessum sama tíma (Fyllingsnes, 1990: 135). Sannleikskjarni eður ei? Eins og sjá má eru þau Kirsten Thisted og Valdimar Tr. Hafstein einhuga í afstöðu sinni um að túlka beri þjóðsögur skráðar á 18. og 19. öld í ljósi þess tíma og sem vitnisburð um við- horf samtíðar sinnar til fortíðarinnar, en ekki sem sagnfræðilegar heimildir. Rökstuðningur þeirra er sannfærandi en engu að síður þykir mér sú saga sem síðast er talin, um árásir sjó- ræningja á íbúa Eystribyggðar, ekki falla í sama flokk og aðrar hvað þetta varðar, svo frá- brugðin sem hún er að innihaldi og uppbygg- ingu. Álit Thisteds er að sagan hljóti að teljast uppspuni þar sem hún sé aðeins skráð í þetta eina sinn á 18. öld, eða að hún hafi ekki talist nógu góð til að varðveitast í munnmælum. Á það má benda að sagnir, sem hafa lifað öldum saman í munnmælum, geta glatast hafni þær hjá óvirkum áheyrendum, sem ekki bera þær áfram. Eigi sögn að lifa verður virkur sagna- maður að segja hana öðrum, og ekki er sjálf- gefið að slíkir menn séu alltaf til staðar á hverj- um stað til að veita sögu viðtöku. Tilviljunin er ríkur þáttur í því hvaða sagnir lifa og verða út- breiddar og hverjar ekki. Og eins og Thisted bendir sjálf á þá varðveittust best þær sögur sem var dreift í prentuðum heftum sem Henrik Rink gaf út og nutu mikilla vinsælda í hinum dreifðu byggðum Grænlendinga. Hefði sú út- gáfa ekki komið til þá er allt eins líklegt að fjöl- margar aðrar sagnir hefðu glatast fyrir fullt og allt. Rannsóknir á munnlegri hefð, þar sem rit- menning er óþekkt, gefa sterkar vísbendingar um að hún geti varðveitt fróðleik og staðreynd- ir kynslóð fram af kynslóð. Mörgum fræði- mönnum á sviði íslenskra fornbókmennta þykir nokkurt mark takandi á Íslendingabók Ara fróða Þorgilssonar sem og Landnámu, enda þótt heimildagildi þeirra sé reyndar á síðari tímum í vaxandi mæli dregið í efa. Þar er greint frá atburðum sem eiga að hafa átt sér stað tveimur til þremur öldum áður en frásagnirnar er skráðar á skinn. Álíka langur tími líður frá því að byggð norrænna manna leið undir lok upp úr miðri 15. öld og þar til Niels Egede skrá- ir sjóræningjasöguna eftir angakoqinum í Siglufirði árið 1769. Ég sé ekkert því til fyr- irstöðu að leggja sömu mælistiku á frásögn þessa fróða grænlenska angakoqs og hins ís- lenska Ara fróða, enda koma sögur beggja úr samfélagi sem hefur lifað og hrærst í munnlegri hefð frá örófi alda. Því má við þetta bæta að Niels Egede var mæltur jafnt á grænlenska tungu sem danska, sem gerir skráningu sög- unnar traustari en ella. Seint verður þó nokkuð hafið yfir allan vafa í þessum efnum og það eitt er víst að ráðgátan um hvarf norrænu byggðanna á Grænlandi á miðöldum mun lengi enn verða tilefni heila- brota og furðu þeirra sem í hana reyna að ráða. Heimildir Fyllingsnes, Frode (1990). Undergongen til dei norröne bygdene på Grønland í seinmellomalderen: Eit forskn- ingshistorisk oversyn. Oslo: Middelalderforum. Lynnerup, Niels (2000). Life and Death in Norse Green- land. Í Fitzhugh, W. William og Elisabeth I. Ward (rit- stjórar) Vikings: The North Atlantic Saga (bls. 285–294). Washington og London: Smithsonian Institution Press. McGovern, Thomas H. (2000). The Demise of Norse Greenland. Í Fitzhugh, W. William og Elisabeth I. Ward (ritstjórar). Vikings: The North Atlantic Saga (bls. 327– 339) . Washington og London: Smithsonian Institution Press. Petersen, Hans Christian (2000). The Norse Legacy in Greenland. Í Fitzhugh, W. William og Elisabeth I. Ward (ritstjórar). Vikings: The North Atlantic Saga (bls. 340– 350) . Washington og London: Smithsonian Institution Press. Thisted, Kirsten (2001). On Narrative Expectations: Greenlandic Oral Tradition about the Cultural Encounter between Inuit and Norsemen. Í Scandinavian Studies 73 (3): 253-296. Valdimar Tr. Hafstein (2002). Ungortoq, Navaranâq & Kavdlúnakkarnir: Grænlenskar sagnir af samskiptum við norræna menn á miðöldum. Í Í manna minnum. Reykjavík: Heimskringla. Höfundur er rithöfundur og þjóðfræðinemi. Morgunblaðið/RAX Hvalseyjarkirkja, stærsta byggingarrúst frá tímum norrænna manna á Suður-Grænlandi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.