Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.2003, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.2003, Síða 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 1. MARS 2003 H VAÐ er það í fari okkar mannanna sem gerir okk- ur að því sem við erum og greinir okkur frá öðrum dýrategundum? Svarið sem okkur er tamast er að það sé sá eiginleiki okkar að vera viti bornir. Í flokkunarfræði dýra höfum við gefið okkur tegundarheitið „homo sapiens“, hinn viti borni maður. Það mætti spyrja sig hvort ekki væri þar með verið að gera heldur lítið úr hæfileikum annarra dýrategunda sem einnig hafa töluvert af því sem við erum vön að kalla vit. Fuglar og önnur dýr rata lang- ar leiðir, þvert yfir heimsálfur og höf. Marg- ar dýrategundir sýna ýmiss konar færni við að skipuleggja sig og vinna saman að flókn- um úrlausnarefnum, meira að segja lítilfjör- legir maurar. Aðrar geta skipst á upplýs- ingum á táknmáli sem er að einhverju leyti skylt mannamáli. Það eru jafnvel til dýr sem nota tól og tæki til ýmissa þarfa, eins og t.d. simpansar sem nota strá til að veiða maura upp úr holum sínum. Hins vegar er ekki vit- að til þess að nokkur önnur dýr, m.a.s. ekki simpansar, stundi það félagslega athæfi sem okkur þykir svo skemmtilegt og felst í því að koma saman og opna munninn, þeyta lofti út úr okkur í stuttum kraftmiklum gus- um, um leið og raddböndin hljóma, maga- vöðvarnir herpast og slakna á víxl og kirtl- arnir í augnkrókunum framleiða tár. Hafði franski læknirinn og háðfuglinn á 16. öld, François Rabelais ef til vill rétt fyrir sér þegar hann sagði: „Hláturinn er betri en harmatölur manns, því hláturinn er dýpst í eðli hans“? Homo sapiens eða homo ridens? Ef til vill væri nær að skíra mannskepn- una upp á nýtt og gefa henni heitið „homo ridens“, hinn hlæjandi mann, en það væri sennilega fulldjúpt í árinni tekið. Þó mætti skoða betur þennan þátt í fari okkar og hug- leiða hvernig hann tengist einmitt því viti sem við erum svo stolt af. Líklegt er að vitið hafi fyrst og fremst þróast hjá forfeðrum okkar, mannöpum í Afríku, og þá sem tæki til að lifa af í hættu- legum heimi. Á svipaðan hátt og kjaftur og klær þróuðust hjá rándýrum og hjá bráð þeirra tilhneigingin til að hnappa sér saman til varnar og/eða fráir fætur til að komast undan. Tæknivitið sem gerir okkur kleift að sjá fyrir okkur hættur og varast þær, eða finna upp vopn og aðferðir við að ná okkur í mat, er þó bara ein hlið á greind hinnar viti bornu manneskju. Hún hefur einnig þróað með sér þann hæfileika að geta gert sér heiminn í hugarlund og smíða sér mynd af sjálfri sér í þessum heimi. Sá eiginleiki vits- ins sem felst í því að vita af tilvist sinni er kallaður vitund og fylgir sá böggull skamm- rifi að sá sem veit að hann er til áttar sig líka á því að einu sinni var hann það ekki. Öllu verra er þó þegar það rennur upp fyrir honum að það komi að því að tilvera hans endi. Hegðun manneskjunnar í gegnum árþús- undin hefur mótast af vitneskjunni um að hún muni eldast og deyja, nema hún verði fyrir enn verra hlutskipti og deyi fyrir aldur fram af áverkum eða krankleika, með allri þeirri þjáningu sem því fylgir. Segja má að hún hafi brugðist við þessari vitneskju á þrenns konar hátt. Hún hefur haldið áfram að þróa tæknivitið og fundið upp marg- víslegar leiðir til að lengja líf sitt og draga úr þjáningum með þeim fjölmörgu tækni- byltingum sem hún hefur staðið fyrir, allt frá uppfinningu eldsins til eldflaugarinnar. Eða frá því fyrsta manneskjan tuggði blað af jurt og fann að það dró úr sársauka og þar til genabyltingin gerði henni kleift að skilja eðli öldrunar og ímynda sér leiðir til að hægja á henni. Þetta má segja að séu hin virku viðbrögð við eymd mannlegs hlut- skiptis. En maðurinn hefur einnig brugðist við með því að leita huggunar í hugmyndum um önnur tilverustig handan þessa jarðlífis, trúnni um að yfir honum vaki æðra afl sem gefi brothættu lífi hans merkingu og ef til vill eilífa tilvist. Sköpun, sefjun, hlátur Hvað svo sem segja má um hinar leiðirnar tvær, tæknina og trúna, má einnig benda á þriðju leiðina til að takast á við hinn óbæri- lega hverfulleika mannlegs lífs. Það er með ýmiss konar menningarstarfsemi og þar skipar hláturinn mjög merkilegan sess. Segja má að í menningu og listum bregðist mennirnir við dauðleikanum með sköpun eða sefjun. Með sköpun listaverka eru lista- mennirnir að vissu leyti að skora dauðleik- ann á hólm, tryggja að nafn þeirra lifi eftir þeirra dag, reisa sér bautasteina, líkt og segir í Hávamálum að sonur reisi „eftir genginn guma“. Við getum haldið áfram að njóta snilldarverka tónskálda, myndlistar- manna, rithöfunda og kvikmyndagerðar- manna, öldum saman eftir að þau eru sköp- uð. En við njótum þeirra einnig vegna þess að þau fá okkur til að gleyma því hversu stundleg við erum. Listin hjálpar okkur að bægja frá áhyggjum og kvíða, og leyfir okk- ur að hverfa inn í heim fegurðar og gleði. Í þessu felst sefjun hennar og því er ekki að undra þótt hún gegni hlutverki trúarbragða fyrir fjölmarga. En hvað með þá einkennilegu iðju sem felst í því að fá fólk til að hlæja eða sækjast eftir því að láta vekja hjá sér hlátur? Hvern- ig tengist það vitinu í okkur? Hlátur er á vissan hátt hið gagnstæða við sköpun og sefjun. Að mörgu leyti má segja að hann rífi niður í stað þess að skapa og afhjúpi í stað þess að blekkja. Við skulum skoða nokkur dæmi um hlátur og athuga hvernig þessir eiginleikar hans birtast. Eitt af því sem vekur hlátur virðist vera þegar hugmynd okkar um líkama okkar er ögrað. Í goðafræðinni eru til frásagnir af gyðjum sem ekki vilja láta huggast, Demet- er í þeirri grísku og Skaði í þeirri norrænu. Í báðum tilfellum tekur annað goð að sér að koma þeim til að hlæja og gerir það með því að draga athygli þeirra að kynfærum sínum, þ.e. þeim líkamshluta sem yfirleitt er hulinn öðrum. Gyðjan Bábós lyftir kjólnum og af- hjúpar sköp sín en Loki bindur spotta utan um eigin pung og festir hinn endann við skegg á geit nokkurri. Í grísku frásögninni er sagt að Demeter hafi séð strákinn Íakós hlæja undir kjól Bábósar og hafa fræðimenn túlkað þetta svo að síðarnefnda gyðjan hafi verið búin að láta teikna mynd af karlmanni á maga sinn en sköpin látin gegna hlutverki hins hlæjandi munns. Hér er á ferðinni bæði afhjúpun og niðurrif: kynfærin eru sýnd, en venjulegu hlutverki þeirra er breytt, mynd þeirra í huga Demeters afvegaleidd, tengd hugmyndinni um munninn sem ekki tíðkast að hylja. Það vekur hlátur. Í norrænu goðsögninni hoppa Loki og geitin skrækjandi um og togast á um hreðj- ar guðsins, þar til hann lætur sig falla í kjöltu Skaða. Þá hlær hún. Hvers vegna? Væntanlega eru þetta tilfinningaleg við- brögð við bæði afhjúpun og sundrungu. Sjónum hennar er beint að kynfærum hans en segja má að þau séu í verulegri hættu í átökunum við geitina. Því er ekki bara verið að afhjúpa kynfæri Loka heldur líka gefa í skyn að hann verði vanaður, þ.e. að kynfær- in verði skilin frá líkama hans. Þessi sundr- ung líkamans tengist augljóslega hugmynd- inni um dauðann, þ.e. hverfulleikanum sem minnst var á hér að ofan. Það að sundrung líkamans veki hlátur kemur einnig fram í annarri norrænni goðsögn, sögunni af Tý sem lagði hægri hönd sína í gin Fenrisúlfs- ins til að hann féllist á að láta binda sig. Þegar úlfurinn gat svo ekki leyst sig úr Læðingi, beit hann handlegginn af Tý. „Þá hlógu allir nema Týr. Hann lét hönd sína.“ Ætla má að ásetningur Skaða um að hlæja ekki víki fyrir þeim tilfinningalegu viðbrögðum sem gera má ráð fyrir að hegð- un Loka veki hjá henni. Hver er líkleg skýr- ing á þessum viðbrögðum? Í fyrsta lagi er ekki ósennilegt að það að sjónum hennar sé beint að klofi Loka veki í sjálfu sér mót- sagnakenndar tilfinningar, því verið er að stíga yfir mörk þess sem venjulega er leyft og það kallar fram bæði ótta og áhuga. Í öðru lagi er ekki ólíklegt að skrækir Loka geri hana meðvitaða um sársauka hans og hættuna sem steðjar að þessum líkamsparti hans. Þetta leiðir til enn annarra tilfinn- ingalegra viðbragða sem kalla má samlíðun. Í þriðja lagi kemur til greina að Skaði geti vel hugsað sér að Loki fái makleg mála- gjöld, þar sem hann er einn þeirra guða sem drápu Þjasa föður hennar. Því togast á í henni hatur í garð hans og samúð með hon- um. Í fjórða lagi má ímynda sér að hálfnak- inn karlmaður sem lætur sig falla í kjöltu hennar kveiki með henni kynferðislega löng- un. Goðsögnin um Skaða og Loka lýsir því meðvitund um flókið samband hláturs við afhjúpun og niðurrif. Með því að afhjúpa kynfæri sín og dauðleika hefur Loki brotið niður varnir Skaða, gert sig hlægilegan í augum hennar. Í sjálfu sér er það ekkert annað en að vera mennskur, þ.e. dauðlegur líkami á valdi tilfinninga sinna og kennda. Með því hefur hann brotið niður ólund hennar en um leið óvild. Þau eru ekki leng- ur óvinir. Hlátur og árásarhneigð Þetta þýðir þó ekki að hlátur sé alltaf í eðli sínu vinsamlegur. Þetta vitum við öll, börn þó ef til vill enn betur en við fullorðnir, því þeim er yfirleitt illa við að verða að at- hlægi. Öll þörfnumst við sjálfsmyndar, myndar af því hver við erum, bæði sem ein- staklingar og sem meðlimir í samfélagi. Þegar hlegið er að okkur, en við höfum ekki boðið upp á það sjálf með því að bregða á leik, getur það vakið hjá okkur kvíða, jafn- vel sársauka og reiði. Ástæðan fyrir því er sú að þegar hlegið er að okkur á sér stað af- hjúpun og niðurrif á sjálfsmynd okkar. Þess vegna getur verið töluverð árásarhneigð í hlátri eins og sjá má t.d. í eddukvæðinu Lokasennu. Þar eru Loki og æsirnir að munnhöggvast, en níðið byggist ávallt á að vega að þeirri sjálfsmynd sem æsirnir vilja halda á lofti með því að draga fram aðrar og síður virðulegar hliðar: vergirni kvenna, heigulsskap karla, eða reikula kynhneigð beggja. Það vita allir sem lent hafa í því að hlátur getur verið útilokandi og særandi, svo mik- ilvæg fyrir okkur er mynd sú sem aðrir gera sér af okkur. En árásargirnin sem býr í hlátrinum getur líka verið frelsandi sé hon- um beint gegn kúgun. Meðan þjóðir Austur- Evrópu máttu þola harðstjórn kommúnista þróaðist brandaramenning sem birtist gjarnan í bröndurum eins og þessum: Hvers vegna er vinátta Póllands og Sovétríkjanna eins og kýr? Vegna þess að henni er beitt á Pólland en hún er mjólkuð í Sovétríkjunum. Með þessu var verið að afhjúpa hinn kalda veruleika á bak við opinbera mynd sem valdhafar drógu upp af samstöðu og eilífum vinartengslum Varsjárbandalagsríkjanna. En almennir Rússar skopuðust ekki síður að valdhöfum í eigin landi. Eins og menn vita einkenndist efnahagslífið í Sovét af skorti og eyddi hinn almenni Rússi gjarnan drjúgum hluta af hverjum degi í biðröðum eftir matvörum og öðrum lífsnauðsynjum. Sögð er saga af manni sem var búinn að hanga í slíkri röð klukkustundum saman og var búinn að fá nóg. Hann steig út úr röð- inni og lýsti því yfir að hann ætlaði að fara drepa flokksformanninn. Nokkrum klukku- stundum síðar kemur hann aftur og tekur sér stöðu á sama stað í röðinni. Þegar hann er spurður að því hvort hann hafi nú látið „HLÁTURINN ER DÝPST Í EÐLI HANS“ „Í norrænu goðsögninni hoppa Loki og geitin skrækjandi um og togast á um hreðjar guðsins, þar til hann lætur sig falla í kjöltu Skaða. Þá hlær hún. Hvers vegna?“ Í dag, laugardaginn 1. mars, taka Háskóli Íslands og Þjóðleikhúsið höndum saman og reyna að svara spurn- ingunni „Er vit í hlátri?“ Á ráðstefnu sem stendur frá kl. 14 til 16 á stóra sviði Þjóðleikhússins munu fræðimenn og listamenn í sameiningu draga upp mynd af hæfi- leikanum til að hlæja sem ásamt öðru gerir okkur að því sem við erum. Hér er hláturinn hugleiddur. E F T I R T O R FA H . T U L I N I U S

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.