Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.2003, Síða 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 1. MARS 2003
O
PINN fundur sem menn-
ingarmálanefnd
Reykjavíkur efndi til 7.
febrúar sl. um sýninga-
stefnu Listasafns
Reykjavíkur hefur orðið
mörgum tilefni til íhug-
unar um sýningahald
safnsins. Fundurinn fjallaði öðrum þræði um
kvartanir nokkurra listamanna um að þar sem
ákvörðun um sýningar væru alfarið í höndum
forstöðumanns safnsins ættu þeir þess ekki kost
að sýna í safninu. Þeir vilja að horfið verði aftur
til fyrirkomulags sem var lagt af fyrir meira en
áratug, og fólst einfaldlega í því að ákveðnir salir
safnsins voru leigðir út til listafólks í samræmi
við umsóknir.
Í tilefni af þessum umræðum tel ég rétt að
lýsa að nokkru með hvaða hætti sýningar í
Listasafni Reykjavíkur eru skipulagðar, og
hvernig það skipulag hefur þróast.
Fyrst ber að nefna, að formlega séð varð
Listasafn Reykjavíkur fyrst til á síðasta ári,
þegar borgarráð staðfesti samþykkt um starf-
semi safnsins. Fyrir þann tíma hefur safnið
starfað í samræmi við reglugerð um safn Ás-
mundar Sveinssonar og samþykkt um Kjarvals-
staði, sem báðar voru komnar til ára sinna.
Listasafn Reykjavíkur sér um menningar-
starfsemi í Ásmundarsafni við Sigtún, á Kjar-
valsstöðum og í húsnæði safnsins í Hafnarhús-
inu, sem var opnað árið 2000. Elsti hluti safnsins
eru Kjarvalsstaðir, sem voru opnaðir 1973. Frá
upphafi starfseminnar á Kjarvalsstöðum var
viðhöfð sú vinnuregla, að sýningar í húsinu voru
ýmist haldnar á vegum húsráðenda – sem voru
þá stjórn Kjarvalsstaða, síðar menningarmála-
nefnd, og fyrstu árin einnig Félag íslenskra
myndlistarmanna – eða að listamenn gátu leigt
sér aðstöðu í húsinu og sáu sjálfir um allt sem
laut að sýningunum. Á 9. áratugnum varð þró-
unin smám saman í þá átt að menningarmála-
nefnd stóð fyrir öllum veigamestu sýningum í
húsinu, og varð sú þróun meira áberandi eftir að
faglega menntaður forstöðumaður var ráðinn til
starfa 1988.
Sýningahald á Kjarvalsstöðum hefur alltaf
verið umdeilt, en sú menningarmálanefnd sem
stýrði málum safnsins á þessum tíma var þó
sannfærð um réttmæti þeirrar þróunar að bjóða
listafólki í auknum mæli að sýna í stað þess að
leigja sali Kjarvalsstaða út. 1992 steig hún
skrefið til fulls, og lagði til við borgarráð að
nefndin stæði alfarið að listsýningum á Kjar-
valsstöðum. Það var samþykkt.
Þetta þýddi að það fyrirkomulag lagðist af
fyrir meira en áratug að listamenn sæktu um
sýningaraðstöðu á Kjarvalsstöðum. Þess í stað
var ákveðið að bjóða listamönnum að sýna end-
urgjaldslaust, en það verkefni fól menningar-
málanefnd í raun forstöðumanni safnsins. Í
greinargerð með tillögunni var bent á að þessi
breyting myndi stuðla að aukinni þjónustu við
listamenn og gera þeim kleift að kynna list sína
á sem bestan hátt.
Það er vert að benda á að í greinargerð með
tillögunni 1992 voru listamenn hvattir til að
kynna starfsfólki Kjarvalsstaða og menningar-
málanefnd list sína og hafa þannig frumkvæði að
sýningum eftir því sem kostur væri, þó að þeir
gætu ekki lengur sótt um að leigja sali á Kjar-
valsstöðum til sýninga á eigin vegum.
– Þetta gekk eftir, og eru hugmyndir og
ábendingar listafólks enn mjög mikilvægur
þáttur í hvernig sýningar verða til í safninu.
Það er einnig athyglisvert að umræðan um að
hverfa aftur til fyrra horfs og leigja sali safnsins
út til listamanna hefur komið upp með reglu-
legum hætti, sem augljóslega má tengja borg-
arstjórnarkosningum og skipun nýrra menning-
armálanefnda. Þessi stefna var sett í stjórnartíð
sjálfstæðismanna í Reykjavíkurborg árið 1992.
Umræðan kom upp á ný 1995, eftir að Reykja-
víkurlistinn hafði tekið við stjórn borgarinnar.
Meirihluti menningarmálanefndar undir for-
ystu Guðrúnar Jónsdóttur arkitekts ákvað að
standa við hina mörkuðu stefnu, og studdi m.a.
dyggilega tilraunir til að auka hlut alþjóðlegrar
listar í sýningardagskrá safnsins í kjölfar aukins
alþjóðlegs samstarfs; meirihluti Reykjavíkur-
listans var greinilega samþykkur þessu fyrir-
komulagi. Nú er þessi umræða komin upp enn á
ný, en í kjölfar borgarstjórnarkosninga á síðasta
ári var skipuð ný menningarmálanefnd undir
forystu Stefáns Jóns Hafsteins fyrir hönd
Reykjavíkurlistans.
En hvernig hefur þessi stefna verið í fram-
kvæmd?
Frá 1997 hafa sýningar á vegum Listasafns
Reykjavíkur orðið til með mismunandi hætti.
Þær hafa ýmist orðið til vegna hugmynda eða
ábendinga sem koma frá einstökum listamönn-
um hér á landi, hópum þeirra eða samtökum;
önnur verkefni hafa komið til vegna tilboða frá
eða samstarfi við erlenda aðila – listamenn, gall-
erí, söfn – og enn önnur eiga upphaf sitt meðal
starfsfólks safnsins með einum eða öðrum hætti.
Hafa ber í huga að Listasafn Reykjavíkur er
þjónustustofnun við borgarbúa, og verður því
ekki rekið fyrst og fremst með hagsmuni lista-
manna í huga. Sem þjónustustofnun á sviði
myndlistar má segja að safnið gegni tvíþættu
hlutverki: annars vegar ber því að gera listaverk
í eigu Reykjavíkurborgar sem best aðgengileg
fyrir sem flesta, og hins vegar á það að efna til
listsýninga sem gera borgarbúum og gestum
kleift að fylgjast með því sem er að gerjast í
myndlistinni á hverjum tíma.
Unnið er að fyrra markmiðinu með því að
halda sýningar á sérsöfnunum sem eru í eigu
Listasafnsins (Ásmundarsafni, Kjarvalssafni og
Errósafni) og er þeim þjónað með föstum sýn-
ingum og föstu sýningarrými, sem gegnir m.a.
miklu hlutverki fyrir fræðslustarf safnsins. Al-
menn listaverkaeign safnsins er uppistaðan í
sumarsýningum og ýmsum öðrum sérverkefn-
um, en auk þess lánar safnið listaverk til sýn-
ingar í borgarstofnunum og í öðrum söfnum, eft-
ir því sem kostur er.
Að síðara markmiðinu er unnið með með því
að bjóða góðu listafólki, innlendu og erlendu, að
halda sýningar í sölum safnsins. Deilan um sýn-
ingahald safnsins stendur væntanlega um þenn-
an hluta af sýningadagskrá safnsins.
Við val á sýningarverkefnum í þessum síðari
flokki eru nokkrir þættir hafðir til hliðsjónar:
– Að bregða upp eins fjölbreyttri mynd af
listalífinu og hægt er; þannig skiptast á sýningar
á málverkum, höggmyndum, ljósmyndum,
byggingarlist, innsetningum, myndböndum,
gjörningum – listaverkum sem eru unnin í
hverjum þeim miðli sem listamönnum dettur í
hug að nota.
– Að bjóða hingað erlendu listafólki sem getur
gefið landsmönnum innsýn í það sem helst er að
gerjast erlendis, hvort sem um er að ræða ungt
listafólk á uppleið eða þekktari nöfn, sem þegar
hafa öðlast nokkra viðurkenningu á listasviðinu.
– Að velja til sýninga innlenda listamenn sem
eru að gera mikilvæga hluti sem standast fylli-
lega samanburð við það sem er að gerast á al-
þjóðavettvangi. Síðustu ár hefur safnið þannig
boðið listunnendum að sjá verk eftir ýmsa mæt-
ustu listamenn þjóðarinnar, jafnt hina eldri (svo
sem Kristján Davíðsson, Hallstein Sigurðsson,
Magnús Pálsson, Hafstein Austmann, Þor-
björgu Pálsdóttur og Gest Þorgrímsson) sem
hina yngri (svo sem Ólaf Elíasson, Einar Gari-
balda Eiríksson, Ásmund Ásmundsson, Gjörn-
ingaklúbbinn, Ingu Svölu Þórsdóttur og Bjarg-
eyju Ólafsdóttur) og verk fjölda góðra fulltrúa
kynslóðanna þarna á milli.
Það er mikil áskorun og heiður að fá að takast
á við það verkefni að velja listafólk til sýninga í
safninu og geta þannig stutt við bakið á list-
rænni sköpun, sem hefur burði til að verða
veigamikill þáttur í íslensku listalífi. Það segir
sig sjálft að þar sem gróskan er mikil í myndlist-
inni hér á landi er fjöldi þeirra hugmynda,
ábendinga, tilboða og möguleika sem koma fram
mun meiri en safnið nær að vinna úr á hverjum
tíma. Þetta verður til þess að það komast ekki
allir að sem vilja til að sýna í safninu, og um leið
verður að játa að ekki eiga allir jafnmikið erindi
á slíkan sýningarvettvang.
Samkvæmt staðfestri samþykkt um starf-
semi safnsins er það hlutverk forstöðumanns
safnsins að takast á við þetta gjöfula viðfangs-
efni. Seint verður hægt að fullyrða endanlega
um hvernig hefur til tekist, en það er ánægju-
legt til þess að vita að erlend listatímarit og söfn
eru farin að veita sýningum safnsins vaxandi at-
hygli, og á síðustu árum hafa safninu borist ýmis
tilboð um samstarfsverkefni, sem vonandi eiga
eftir að skila sér í aukinni kynningu á íslenskri
myndlist á erlendum vettvangi.
Forstöðumaður safnsins tekur endanlegar
ákvarðanir um sýningahald í Listasafni Reykja-
víkur, enda er hann ábyrgur fyrir öllum rekstri
þess. Þetta er spennandi verkefni fyrir hvern
þann sem tekst á við það, en til að tryggja vissa
fjölhæfni í starfsemi safnsins til lengri tíma er
forstöðumaður safnsins ráðinn tímabundið til
starfa. Hver forstöðumaður hefur því aðeins
áhrif á sýningastefnu safnsins á sínum starfs-
tíma; núverandi forstöðumaður lætur af störf-
um í síðasta lagi á miðju ári 2005, en eftir það
ræður menningarmálanefnd nýjan aðila sem yf-
irmann safnsins, sem þá hefur mögulega aðrar
áherslur í sýningahaldi en nú eru viðhafðar.
Það eru uppi ýmsar kenningar um hlutverk
og eðli listasafna í samtímanum. Ólafur Gíslason
gerði þau mál m.a. að umræðuefni í grein sinni í
Lesbók Morgunblaðisins 15. febrúar sl., sem
bar yfirskriftina „Listasafnið á tímum fjölhyggj-
unnar“ og rakti þar helstu kenningar á þessu
sviði með skemmtilegum hætti.
Þeir sem hafa fjallað um þessi mál fyrir hönd
Reykjavíkurborgar hin síðari ár hafa hallast að
þeim kenningum að listasafn eigi ekki að reyna
að vera ákvörðunaraðili um hinn rétta fagur-
fræðilega smekk, heldur eigi öðru fremur að
vera vettvangur og miðstöð miðlunar á þeim
ólíku straumum, innlendum sem alþjóðlegum,
sem eru uppi á hverjum tíma. Að baki liggur það
viðhorf að Listasafn Reykjavíkur eigi að hýsa
ólík sjónarmið og þau skoðanaskipti sem listin
getur vakið og miðlað í samfélaginu á hverjum
tíma, og er það viðhorf endurspeglað í þeirri
samþykkt sem safnið starfar eftir.
En hvernig hefur þetta komið fram í sýninga-
dagskrá safnsins síðustu ár?
Í yfirliti yfir sýningahald í Listasafni Reykja-
víkur frá 1997–2003 (að báðum árum meðtöld-
um, með fyrirvara um breytingar á áætlunum
yfirstandandi árs) má sjá nokkuð fjölbreytta
dreifingu sýninga (sjá meðfylgjandi töflu).
Rúmlega 60% af sýningum þessa tímabils eru
helgaðar íslenskri myndlist, en tæplega 40%
snúa að alþjóðlegri list. Fjöldi einkasýninga og
samsýninga reynist nokkuð svipaður. Sé litið til
vægis einstakra miðla í sýningarflórunni eru
skilgreiningar ef til vill umdeilanlegar, en þó má
sjá þar ákveðnar heildarlínur; málverkin eru sá
miðill sem mest er sýndur, en sýningar helgaðar
höggmyndum, ljósmyndum, byggingalist og
hönnun koma þar á eftir. Þær sýningar sem eru
nefndar „blandaðar“ í þessu yfirliti hafa ekki
verið markaðar einum miðli fyrst og fremst, en
innihalda – auk ofangreindra miðla – listaverk
unnin í formi myndbanda, innsetninga, grafík-
listar, lýsinga úr handritum, gjörninga, texta,
plakata o.s.frv. Þó er áberandi að málverkið er í
lykilhlutverki í nær þriðjungi þessara „blönd-
uðu“ sýninga, þannig að hlutur þess hefur
reynst veglegur í sýningadagskrá safnsins á
þessum árum.
Það verður tæpast annað sagt en að sýningar
í safninu hafi verið ólíkar og fjölbreyttar á þess-
um tíma, og því einsýnt að flestir listunnendur
hafi getað fundið þar eitthvað við sitt hæfi, og á
meðan sumt hafi verið kunnuglegt hafi annað
orðið til að opna augu þeirra fyrir áður óþekkt-
um möguleikum listarinnar. Þannig er eðlileg-
ast að opinbert listasafn starfi nú á tímum – sem
vettvangur ólíkra strauma og sjónarmiða í list-
inni, þannig að gestir þess geti kynnst sem
mestu af þeirri ólgu, sem er að finna í sam-
tímalist. Mótun sýningadagskrár er engu að síð-
ur sífelld leit að jafnvægi, sem þó verður von-
andi aldrei náð, því val á sýningum verður aldrei
að endanlegri formúlu, sem getur gengið eftir í
það óendanlega; slíkt ber dauðann í sér.
Það er erfitt að sjá að afturhvarf til fyrri hátta
– með því að leigja út einhverja sýningarsali
Listasafns Reykjavíkur – muni bæta þessa sýn-
ingarflóru. Ein ástæða þess að núverandi fyr-
irkomulag var tekið upp á sínum tíma var sú að
leigusýningar í safninu voru vægast sagt um-
deildar að gæðum, og þóttu á stundum bera
keim af því að eiga innkomu sína að þakka póli-
tískum þrýstingi. Einnig var staðan orðin sú að
einungis var hægt að verða við um fjórðu hverri
umsókn um leigu á sýningarsal, en margir lista-
menn töldu engu að síður að með því einu að
sækja um hefðu þeir helgað sér rétt á sýningu á
Kjarvalsstöðum, þó síðar yrði; það var komin
upp biðraðamenning í sýningahaldi.
Það er erfitt að ímynda sér að listafólk sækist
eftir að innleiða slíkt fyrirkomulag að nýju, og
einnig er ekki augljóst með hvaða hætti það
mundi þjóna hagsmunum borgaranna, eigenda
safnsins. Ef þessi háttur yrði tekinn upp að nýju
væri Listasafn Reykjavíkur jafnframt orðið
mjög sérstakt í samfélagi sambærilegra safna,
bæði hér á landi og á alþjóðavísu, þar sem þró-
unin hefur orðið sífellt meiri í átt til sérhæf-
ingar. Ekki er vitað til þess að útleiga sýning-
arsala tíðkist í nokkru safni höfuðborga
Norðurlanda né nokkurra annarra landa sem
Íslendingar vilja bera sig saman við.
Þróunin í samfélaginu hefur á öllum sviðum
verið í átt til aukinnar fagmennsku. Reykjavík-
urborg hefur hin síðari ár verið að þróa sitt
stjórnkerfi í átt til aukinnar dreifistýringar, til
faglegrar stjórnunar í stað pólitískrar, og í þá
átt að auka ábyrgð forstöðumanna á þeim
rekstri sem þeim er treyst fyrir. Ákvörðun um
breytingu til fyrri hátta varðandi sýningahald í
Listasafni Reykjavíkur væri því greinilega úr
takti við þessa þróun.
Það er eitt helsta viðfangsefni menningar-
málanefndar Reykjavíkurborgar á hverjum
tíma að marka stefnuna í starfsemi menning-
arstofnana borgarinnar, íbúum Reykjavíkur til
heilla. Það mun nefndin einnig gera varðandi
Listasafn Reykjavíkur, enda er safnið þjónustu-
stofnun við borgarbúa, og á sem slík að vera
vettvangur lifandi menningar- og listaumræðu á
hverjum tíma.
SÝNINGASTEFNA LISTA-
SAFNS REYKJAVÍKUR
Morgunblaðið/Sverrir
Íslensk samtímalist í Listasafni Reykjavíkur eftir Guðjón Bjarnason og Bjarna Sigurbjörnsson.
Hlutverk listasafna hefur verið til umræðu að und-
anförnu. Hér er fjallað um hlutverk Listasafns Reykja-
víkur, sýningastefnu þess og framkvæmd hennar.
E F T I R E I R Í K Þ O R L Á K S S O N
Höfundur var skipaður forstöðumaður Listasafns
Reykjavíkur 1997. Ráðningartíma hans sem for-
stöðumanns safnsins lýkur 2005.