Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.2003, Síða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.2003, Síða 10
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 1. MARS 2003 B ARNA- og æskulýðsstarf kirkj- unnar á sér langa hefð og sögu, enda er það byggt á traustum grunni, sem má finna í köllun kirkjunnar að boða og uppfræða í trú. Barna- og æskulýðsstarfið byggist á orðum Jesú í guð- spjöllunum þar sem fram kemur mjög jákvætt viðhorf til barna. Kirkjan leitast við að vera einstaklingnum samferða allt lífið. Það er köllun kirkjunnar að eiga samleið með börnum og hefst sú vegferð í skírninni. Í gegn- um aldirnar hefur kirkjan verið frumkvöðull að starfi með börnum og unglingum. Áður var það fyrst og fremst í formi bóklegrar menntunar og uppfræðslu, en nú á síðustu áratugum hefur tómstundastarf meðal barna og unglinga einnig aukist. Að styrkja, styðja og efla unglinga Æskulýðsstarf kirkjunnar er kristilegt fræðslu- og tómstundastarf ætlað ungu fólki á aldrinum 13 til 20 ára. Það er hluti af öðru safnaðarstarfi kirkjunnar og hef- ur sömu markmið, þ.e. að uppfræða í trúnni á Jesú Krist, miðla kristnum gildum og boðskap Biblíunnar. Lögð er áhersla á að skapa unglingunum heil- brigðan félagsskap og vera vettvangur fyrir tilvistarspurningar unglinganna. Í æskulýðsstarfi kirkjunnar hafa leiðtog- ar og unglingar gullnu regluna að leið- arljósi: „Allt sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.“(Mt. 7.12). Æskulýðsstarfið miðar þannig að því að styrkja, efla og styðja við ung- lingana í verkefnum sem mæta þeim á þessu aldursskeiði. Unglingunum gefst tækifæri til þess að takast á við spenn- andi, þroskandi og uppbyggjandi verk- efni í samfélagi hvert við annað og full- orðna. Unglingsárin eru mótunartími og það er ekki síst á þeim árum sem unglingurinn veltir fyrir sér hinum ýmsu spurningum lífsins. Samfélag um trúna getur oft skapað grundvöll fyrir slíkar umræður. Með þátttöku í æsku- lýðsstarfinu hefur unglingurinn tæki- færi til þess að kynnast trúnni og velja þannig lífsgildi sem skapa jákvæð við- horf til lífsins sem leggja grunn að sjálf- styrkingu einstaklingsins og hjálpa honum að temja sér jákvæða sýn á lífið og tilveruna. Allir söfnuðir þjóðkirkjunnar koma að barna- og unglingastarfi á einn eða annan hátt. Einna öflugast er barna- starfið, þá einkum Sunnudagaskólinn, en starf fyrir unglinga er einkum bundið við stærri söfn- uði í þéttbýli. Þó eru víða annars staðar sterk tengsl milli unglinga og kirkjunnar, einkum í gegnum prestinn. Þá hefur presturinn gott tækifæri til þess að kynnast unglingunum í fermingarfræðslunni. Fyrsta æskulýðsfélagið Upphaf æskulýðsstarfs kirkjunnar og stofn- un æskulýðsfélaganna var rökrétt framhald þess mikla uppgangs sem verið hafði í sunnu- dagaskólastarfi kirkjunnar um og upp úr 1930. Þá hafði stofnun KFUM og KFUK í Reykjavík og eldhugi hins þjóðkunna sr. Friðriks Friðriks- sonar á fyrstu áratugum þeirrar aldar vakið umræðu og umhugsun innan kirkjunnar um mikilvægi barna- og unglingastarfs. Fyrsti sunnudagaskólinn á landinu var stofnaður haustið 1892. Jón Helgason, síðar biskup, hafði kynnst sunnudagskólastarfinu í Danmörku og fékk bæði kennara og nemendur Prestaskólans í Reykjavík til liðs við sig. Að jafnaði sóttu um 100 börn þennan sunnudagaskóla sem var í leik- fimishúsi gamla barnaskólans. Eftir að hafa náð ákveðnum hápunkti lagðist þetta fyrsta sunnu- dagskólastarf af veturinn 1899–1900. Hug- myndin var komin til að vera. Í mars 1903 hóf Knud Zimsen síðar borgarstjóri sunnudaga- skólastarf á vegum KFUM. Rúmum þrjátíu ár- um síðar færðist svo reglulegur vöxtur í starfið. Með tilkomu æskulýðsfélaganna fékk kirkjan til liðs við sig ungt fólk sem var tilbúið að hjálpa til í sunnudagaskólunum. Og þörfin fyrir sunnu- dagaskólastarfið var augljós. Þannig greinir Æskulýðsblaðið til dæmis frá því að um 700 börn hafi sótt sunnudagaskóla í Akureyrar- kirkju að jafnaði haustið 1954. Það voru þá um 10% þeirra sem bjuggu á Akureyri. Fyrsta formlega æskulýðsfélagið var stofnað í Akureyrarkirkju 19. október 1947 en þá var sr. Pétur Sigurgeirsson, síðar biskup yfir Íslandi, nýkominn til starfa þar. Um sr. Pétur og áhrif hans á æskulýðsstarf kirkjunnar skrifaði sr. Bolli Gústavsson m.a.: „Ástæðan til þeirrar fé- lagsstofnunnar var sú skoðun …sr. Péturs Sig- urgeirssonar, að tengsl fermingarbarna við kirkjuna rofnuðu þegar að loknum undirbúningi og endaðri þeirri athöfn, er þau staðfestu skírn- arheit sitt og játuðu, að þau vildu vera virkir fé- lagar í þjóðkirkjunni, reiðubúin að leggja sitt af mörkum, þegar á þau yrði kallað …“ Stöðugur vöxtur og eldhugi Fjöldi æskulýðsfélaga var stofnaður á Norð- urlandi. Reykvíkingar létu ekki sitt eftir liggja og stofnuðu sín æskulýðsfélög, þótt þörfin væri önnur þar sem KFUM og KFUK höfðu allt frá stofnun staðið fyrir öflugu félagsstarfi. Í Laug- arneskirkju stóðu prestshjónin Vivian og sr. Garðar Svavarsson fyrir stofnun æskulýðs- félags 2. febrúar 1954. Tilgangur félagsins var m.a. að gefa fermingarsystkinum tækifæri til að halda hópinn, búa þeim hollar og ánægjulegar tómstundir og efla háttvísi og prúða framkomu félagsmanna. Á svipuðum tíma og fyrsti æskulýðsdagurinn var haldinn hátíðlegur árið 1959 var mikill upp- gangur í æskulýðsstarfi í kirkjunni. Sumarið áð- ur höfðu 900 nýfermdir unglingar sótt æsku- lýðsmót á átta stöðum víðsvegar um landið. Sífellt fleiri kirkjur settu á fót starf fyrir ung- lingana. Æskulýðsdagurinn varð fastur liður í kirkjum landsins og á sumrin flykktust ung- mennin á kirkjuleg mót. Á sjötta og sjöunda áratugnum einkenndi gróska og fjölbreytni starfið. Útgáfa Æskulýðs- blaðsins, sem byrjað hafði 1949 sem félagsblað Æskulýðsfélags Akureyrarkirkju, fékk á sig nýja mynd og níu árum seinna var blaðið orðið að málgagni Æskulýðsstarfs þjóðkirkjunnar. Æskulýðssamband kirkjunnar í Hólastifti var stofnað árið 1959 til að halda utan um samstarf kirknanna í æskulýðsmálum. Með stofnun sum- arbúða við Vestmannsvatn fimm árum seinna lyfti þetta nýja samband grettistaki. Æskulýðs- starf þjóðkirkjunnar stóð fyrir ungmennaskipt- um. Fjöldi íslenskra ungmenna hélt ár hvert ut- an sem skiptinemar og sjálfboðaliðar og hingað komu stórir hópar ungmenna sem lögðu fram dýrmæt framlög í svokölluðum vinnubúðum þar sem unnið var við endurbætur á kirkjum, smíði sumarbúða o.fl. Tjaldútilegur og ferðir fyrir ný- fermda unglinga og eldri unglinga urðu sífellt vinsælli og boðið var upp á ýmis námskeið fyrir eldri ungmennin. Með unga fólkinu kom líka ný tónlist inn í kirkjuna og nýyrði eins og „popp- messa“ urðu til. Kirkjan varð sýnilegri í sam- félaginu og lét til sín taka í málum ungs fólks. Með áhuga unga fólksins á enn frekari sam- skiptum og samstarfi út yfir sóknarmörkin fékk starfið í Reykjavík á sig nýja mynd upp úr miðjum níunda áratugnum. Þessi áhugi leiddi til stofnunar Æskulýðssambands kirkjunnar í Reykjavíkurprófastdæmi, ÆSKR, árið 1988. Stofnun ÆSKR blés nýju lífi í kirkjulegt æsku- lýðsstarf í Reykjavík. Um þetta leyti hófst einn- ig nýtt starf í kirkjunni fyrir 10–12 ára, sem er í dag einn helsti vaxtarbroddurinn í barnastarfi kirkjunnar. Fjölbreytt og lifandi starf Starf æskulýðsfélaganna í söfnuðum kirkj- unnar í dag er fjölbreytt, en einkum tekur starf- ið mið af þeim unglingum sem sækja það. Fjöldi þátttakenda og áherslur í starfinu eru breyti- legar frá einu félagi til annars. Fræðslusvið Biskupsstofu lét gera úttekt á unglingastarfi kirkjunnar veturinn 2000–2001. Í úttektinni kemur fram að þá voru æskulýðsfélög starfandi í 30 af 105 prestaköllum. Síðan þá hefur æsku- lýðsfélögum farið fjölgandi. Algengast er að samverur séu einu sinni í viku yfir vetramán- uðina og oft eru sterk tengsl við fermingarstarf- ið. Algengt er að farið sé í styttri og lengri ferðir, unnið með þema, gestir fengnir í heimsókn eða farið í heimsóknir. Þá eru leikjafundir, ratleikir og þess háttar vinsælt dagskrárefni. Í undir- búningnum er oftast gert ráð fyrir því að dag- skráin sé spennandi og uppbyggi- leg í senn. Ávallt er helgistund með ritningarlestri og bæn. Í helgi- stundunum er lögð áhersla á að við erum að rækta okkur sjálf til vaxt- ar og þroska í trú. Þar gefst oft tækifæri til að ræða hluti sem snerta lífið, tilveruna og trúna. Einnig leita unglingarnir til leið- toganna og ræða við þá um sín per- sónulegu vandamál. Leiðtogarnir eru mikilvægur hluti starfsins. Þeir eiga að vera unglingunum góð fyrirmynd, ræða við þá um lífið og tilveruna, kenna þeim um trú og standa fyrir góðum og uppbyggilegum félagsskap. Þannig reynir á hæfni leiðtogans í samskiptum við unglingana. Helsti viðburður í Æskulýðs- starfi kirkjunnar í dag er Lands- mót æskulýðsfélaga, en það er haldið á hverju hausti. Á landsmót- ið koma um 200 unglingar af land- inu öllu. Mótin eru vinsæl og er oft mikill vöxtur í starfinu í kringum mótin. Meðal annarra reglulegra liða í æskulýðsstarfi kirkjunnar eru leiðtoganámskeið, en það er haldið í samvinnu við aðila sem sinna kristi- legu æskulýðsstarfi. Málþing um æskulýðsstarf er árlega. Framtíð tómstundastarfs Æskulýðsstarf kirkjunnar hefur eins og félagsstarf almennt farið í gegnum blóma- og vaxtarskeið, en einnig miklar niðursveiflur. Í dag má sjá ákveðna vakningu í tómstunda- og félagsstarfi innan kirkjunnar. Mikil aukning er í þátttöku á námskeiðum og sameiginlegum viðburðum. Þannig tóku t.d. 100 unglingar þátt í strætóratleik á vegum ÆSKR fyrir hálfum mánuði. Ef horft er til framtíðar er meginverkefni í uppbyggingu og skipulagi æskulýðsstarfs kirkj- unnar að efla tengsl við foreldra, auka samstarf við félagasamtök og stuðla að markvissari menntun fyrir leiðtoga æskulýðstarfsins. Kirkj- an býr yfir miklum mannauði í þeim fjölmörgu einstaklingum sem eru reiðubúnir að láta til sín taka. Vel menntaðir, þjálfaðir og góðir leiðtogar eru einn helsti grunnur þess að æskulýðsstarf í söfnuðum landsins geti haldið áfram að blómstra og dafna. Auk þess þarf að byggja upp starf fyrir aldurshópinn 16–20 ára. Æskulýðsstarf kirkjunnar þarf stöðugt að fylgja eftir áherslum samtímans í tómstunda- starfi og leita eftir nýjum leiðum til að ná til unglinganna. Þannig þarf hún að stöðugt að vera endurskoða æskulýðsstarfið með tilliti til skipulags, tímasetninga, áherslna o.fl. Á sama tíma má kirkjan ekki tapa því markmiði kirkju- legs tómstundastarfs að mynda kærleiksríkt samfélag friðar og vináttu um trúna á Krist. Kirkja sem vill taka hlutverk sitt í upphafi nýrr- ar aldar alvarlega hlýtur að leggja áherslu á barna- og æskulýðsstarf. Þannig styður hún við þann vilja foreldra að ala börnin sín upp með já- kvæðu hugarfari til lífsins. ÆSKULÝÐSSTARF KIRKJUNNAR Æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar er á morgun. Hann hefur verið haldinn fyrsta sunnudag í mars í meira en 40 ár. Þennan dag er athyglinni sérstaklega beint að börnum og unglingum og þau hvött til virkrar þátttöku í guðsþjónustum dagsins. Þema dagsins að þessu sinni er „Lífið er okkar mál“. Hér er fjallað um sögu og tilgang æskulýðsstarfs kirkjunnar. „Kirkjan býr yfir miklum mannauði í þeim fjölmörgu einstaklingum sem eru reiðubúnir til þess að láta til sín taka.“ E F T I R S T E FÁ N M Á G U N N L A U G S S O N Höfundur er fræðslufulltrúi Biskupsstofu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.