Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.2003, Síða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 1. MARS 2003 11
Hvað forðar geimferju frá
loftsteinum eða geimrusli?
SVAR: Í sem stystu máli er lítið sem forðar
geimferju frá því að verða fyrir loftsteinum
eða geimrusli. Geimferjurnar eru berskjald-
aðar fyrir hvers kyns rusli sem á vegi þeirra
verður en þær eiga hins vegar að þola
árekstra við smærri hluti og verða sem betur
fer sjaldan fyrir stórum loftsteinum, yfir 1 cm
að þvermáli.
Þegar þetta er skrifað, telja menn
líklegt að geimferjan Kólumbía
hafi orðið fyrir litlum loftsteini eða
einhvers konar geimrusli. Verk-
fræðingar NASA hafa lengi verið
meðvitaðir um þá hættu sem
geimrusl og loftsteinar skapa fyrir
gervitungl og geimför. Geimferjur á
borð við Kólumbíu eru hannaðar með það í
huga að þola árekstra við smáa hluti og stund-
um er braut þeirra breytt til að forðast hugs-
anlega árekstra við stærri hluti sem sveima í
kringum jörðina. Þeir eru oft leifar frá fyrri
geimferðum.
Árið 1997 gerði óháður aðili í Bandaríkj-
unum skýrslu þar sem hætta á árekstri geim-
ferjanna við geimrusl var metin. Þar kom
fram að NASA hafði staðið sig ágætlega í því
að verja geimferjurnar fyrir rusli á borð við
eldflaugar, brot úr gervitunglum og jafnvel
málningarflögur, en enn væri mikil hætta á
því að árekstur við rusl af þessum toga gæti
laskað geimskutlu alvarlega og sett líf áhafn-
arinnar í hættu. Í skýrslunni kom einnig fram
að hættan á að geimferja yrði fyrir rusli og
áhöfnin skaðaðist var mest í upphafi geim-
ferðarinnar og undir lok hennar, eða nærri
tvöfalt meiri en í öðrum hlutum ferð-
arinnar.
Allar geimferjur verða fyrir geim-
rusli á hverjum degi ferðarinnar. Á
braut um jörðu eru meira en tvö
milljón kg af geimrusli úr fyrri geim-
ferðum – skrúfur, boltar, verkfæri,
brot úr ónýtum gervitunglum og jafn-
vel hanskar. Umhverfis jörðina eru að
minnsta kosti 110.000 stykki af rusli sem er
meira en 1 sentímetri að þvermáli. Allt þetta
rusl ferðast á miklum hraða, um 25.000 km/
klst og allt upp í 36.000 km/klst, og umferð-
artíminn um jörð er nærri 90 mínútum. Það
getur verið geimferjum mjög hættulegt.
Áhrif geimruslsins á geimferju við árekstur
fara þó ekki eftir ferðinni (stærð hraðans)
miðað við jörð, heldur eftir hraðanum miðað
við geimferjuna sjálfa en ferð hennar er svip-
uð og geimruslsins. Þannig skiptir máli hvort
ruslið er á ferð í sömu stefnu og geimferjan
eða kemur kannski beint á móti henni.
Agnarsmáir loftsteinar, á stærð við tyggjó-
kúlur, geta verið á verulegri ferð miðað við
geimferjuna og geta hæglega skotist gegnum
óstyrkta hluta hennar. NASA á myndir af
dældum og jafnvel holum á Hubble-
sjónaukanum sem teknar hafa verið þegar
gera þarf við sjónaukann. Að meðaltali verður
hver fermetri á Hubble-sjónaukanum fyrir
fimm ryk- eða ruslkornum á stærð við sand-
korn á hverju ári. Flestar dældirnar sem þá
myndast eru innan við 3 millimetrar eða á
stærð við stafinn „o“ í dagblöðum.
Í skýrslunni frá 1997 kom einnig fram að
ryk sem væri hálfur sentímetri að þvermáli
gæti myndað gat gegnum vegginn þar sem
áhöfnin dvelur og valdið því að loftþrýstingur
félli. Slíkt rykkorn gæti gert gat á væng
geimferjunnar og valdið því að hún brotnaði
upp á leið inn í lofthjúpinn. Ómögulegt er að
staðsetja geimryk af þessari stærð.
Mönnuð geimför eru betur varin gegn
árekstri við smáa hluti en önnur geimför.
Geimferjurnar og alþjóðlega geimstöðin eru
hannaðar með það í huga að þola árekstur við
rusl á stærð við venjulega tyggjókúlu. Álhúð
geimferjanna er þakin með keramíkflísum
sem eru hannaðar til að verja geimferjuna
fyrir hinum ógnarmikla hita sem myndast
þegar geimferjan kemur inn í lofthjúpinn.
Þótt flísarnar séu mjög þykkar, því þær þurfa
að þola allt að 1.700°C hita, eru þær um leið
mjög brothættar.
Fylgst er með stærsta geimruslinu en rúm-
lega 9.000 slík stykki eru þekkt. Í desember
2001 notuðu menn geimskutluna Endeavour
til þess að færa alþjóðlegu geimstöðina um 14
km. Ástæðan fyrir því var að á sömu braut
var einn hluti sovéskrar eldflaugar sem skotið
var upp á áttunda áratugnum.
Elsta geimruslið sem enn er á braut um
jörðina er Vanguard 1, annað gervitunglið
sem Bandaríkjamenn sendu á braut um
jörðu. Því var skotið á loft 17. mars 1958 og
starfaði í 6 ár. Árið 1965 var geimfarið Gemini
4 á braut um jörðina og í fyrstu geimgöngu
Bandaríkjamanna missti geimfarinn Edward
White hanska sem hann var með (ekki þó af
búningnum sjálfum, það hefði verið mjög
hættulegt). Í um það bil mánuð ferðaðist
hanskinn á um 28.000 km hraða á klukku-
stund og var þar með einn hættulegasti
hanski sögunnar. Meira en 200 hlutum, mest-
megnis ruslapokum, var hent frá geimstöð-
inni Mír á fyrstu 10 árunum sem hún starfaði.
Mesta geimruslið sem orðið hefur til úr
einni geimflaug er úr efra stigi Pegasus-
eldflaugar sem skotið var á loft árið 1994.
Eldflaugin tvístraðist árið 1996 og myndaði
að minnsta kosti 300.000 brot stærri en 4 mm
og þar af voru 700 brot nógu stór til að verða
skráð. Þessi sprenging tvöfaldaði hættuna á
að Hubble-sjónaukinn yrði fyrir árekstri.
Enn hefur ekki fundist leið til að eyða þessu
rusli. Í fæstum tilfellum nær það niður til
jarðar en ef það gerist getur það reynst
hættulegt. Að meðaltali brenna aðeins um 100
stykki af þekktu rusli upp á hverju ári í loft-
hjúpnum og því minnkar ruslið mjög hægt.
Sævar Helgi Bragason nemandi.
Á meðal spurninga sem hefur verið svarað á
Vísindavefnum að undanförnu má nefna: Hvað
er innbyrðis hreyfing, hvað er menning, af hverju hlæjum við og af
hverju er mínus sinnum mínus sama og plús?
Aðsókn að vefnum hefur stóraukist við það að sagt var frá þriggja ára
afmæli hans í öllum helstu fjölmiðlum í janúarlok. Yfirleitt koma nú á
annað þúsund gestir í heimsókn á hverjum degi.
VÍSINDI
GEIMFERJUR OG GEIMRUSL?
T
OMAS Tranströmer og Monica,
kona hans, búa á Söder í Stokk-
hólmi, nánar tiltekið við Stig-
bergsgötu, rétt hjá Folkunga-
götu þar sem skáldið ólst upp.
Áður bjuggu þau í Västerås en
það er hentugra fyrir þau að búa
í Stokkhólmi og ekki spillir að
vera á bernskuslóðum Tomasar.
Fyrir rúmum áratug fékk Tranströmer
heilablóðfall og lamaðist að hluta. Skáldferli
hans var þó síður en svo lokið. Árið 1996 kom
eftir hann ljóðabókin Sorgargondóllinn og
birtist hann með viðauka í íslenskri þýðingu
Ingibjargar Haraldsdóttur 2001. Einnig hefur
komið út safn ljóðaþýðinga Tranströmers og
bók með bréfaskiptum hans og bandaríska
skáldsins Roberts Bly. Runmarö geymir ljóð
frá þessum sumardvalarstað þeirra hjóna í
sænska skerjagarðinum, með ætingum eftir
Jan Persson.
Ekki síst hefur Tranströmer sent frá sér
hækur. „Það eru stutt ljóð við mitt hæfi,“ seg-
ir Tomas, en viðurkennir að hann langi til að
yrkja annars konar ljóð og nefnir í því sam-
bandi löng prósaljóð.
Þau Tomas og Monica segja að þau hafi ótt-
ast að veikindi skáldsins yrðu til þess að hon-
um yrði lítið sinnt og áhugi á skáldskap hans
dofnaði. Þróunin hefur orðið allt önnur. Tom-
as er meðal þekktari samtímaskálda og
ferðast töluvert um heiminn í því skyni að
kynna skáldskap sinn með hjálp Monicu sem
líka hefur aðstoðað hann við ritun ljóðanna og
sér um öll bréfasambönd hans.
Það er að mati Tomasar styrkur að vera
veikur, ekki öfugt. Þetta segir hann þennan
bjarta febrúardag á Stigbergsgötunni. Hann
getur nú tjáð sig betur með orðum en áður en
þótt brosið sé breitt og gáskinn ekki langt
undan, jafnvel hlátrasköll öðru hverju, er
hann greinilega þreyttur enda telur hann lyf-
in svæfandi.
Tomas sem er sálfræðingur starfaði lengi
við að aðstoða unga afbrotamenn í stofnun í
nágrenni Västerås. Árið 1959 heimsótti hann
vin sinn, sálfræðinginn og skáldið Åke Nordin
sem þá stýrði Hällby-æskulýðsfangelsinu í
Eskilstuna. Hann sendi Nordin og konu hans
nýárskveðju með átta hækum, ein varð við-
skila við bréfið. Edition edda hefur gefið þess-
ar níu hækur frá 1959 út undir heitinu Fäng-
else.
Forlaget Arena í Viborg átti frumkvæði að
hækubók eftir Tranströmer, Haiku 1959–2001
(2001 og aftur 2002) og birtist þar Fängelse,
hækur frá 1993–95 sem allar birtust í Sorg-
argondólnum og hækur frá tímabilinu 1996–
2001. Tuttugu og sex þessara síðastnefndu
hæka komu í útgáfu Centrums á minningabók
Tranströmers.
Haiku 1959–2001 eru á fummálinu sænsku
og í danskri þýðingu Peters Nielsen sem sýnt
hefur hækunum mikinn áhuga. Nú er í upp-
siglingu hækubók sem að sögn Tomasar verð-
ur kölluð Den stora gåtan, Gátan mikla, þar
sem allar hækur skáldsins verða prentaðar.
Mér heyrist á Tomasi að þar með verði hæku-
ljóðagerð hans úr sögunni.
Danski bókmenntafræðingurinn Birgitta
Steffan Nielsen hefur samið bókina Den grå
stemme (Arena 2002), um hækur Tomasar.
Hún telur að minningar hans séu líka skáld-
skapur, ekki venjuleg ævisaga.
Finnska skáldið Kaj Westerberg er þeirrar
skoðunar að hækurnar séu svör skáldsins við
hinu tímabæra í samfélaginu, en þegar ég
spyr Tomas um þetta, hvort hann sé undir
áhrifum frá ástandinu í heiminum nú, er svar-
ið ákveðið nei.
Tomas og Monica eru aftur á móti ekki
fjarri því að álíta að þótt hið pólitíska speglist
ekki í ljóðunum sé pólitík með án þess að
stuðst sé við pólitísk efni.
Nú er Tomas sem fyrr segir viss um að
hækunum sé lokið og við taki önnur ljóð.
Í hækuljóðum Tomasar má finna trúarleg
efni, eins og til dæmis þegar hann nefnir Guð
í ljóði um dauðann: „Eitthvað hefur gerst. /
Máninn lýsti upp herbergið. / Guð vissi það.“
Hann hafði sterkar trúarupplifanir í
bernsku en var ekki fermdur. „Það var mikil
umræða um kirkjuna í fjölskyldunni,“ segir
Tomas.
Ferðu í kirkju núna?
„Ég fer stundum en verð móður af að
ganga. Ég fór oftar í Västerås. Svo hef ég
messur í sjónvarpinu.“
Það er mikið rætt um að þú fáir Nób-
elsverðlaunin. Hvað segirðu um það?
„Enginn skyldi verða jafn hissa. Það skiptir
ekki máli lengur, er ekkert vandamál fyrir
mig. Ég hef ekkert á móti blaðamönnum. Þeir
hópast fyrir utan dyrnar hjá okkur þegar til-
kynnt er um Nóbelsverðlaun. Þeir bíða en eru
annars tillitssamir og fullir áhuga.“
Monica bætir við: „Tomas getur verið
ánægður vegna allra verðlaunanna sem hann
hefur fengið. Þau nægja honum.“
Menn bíða eftir hækusafninu um gátuna
miklu. Heima fyrir er áhuginn mikill og lýst
hefur verið eftirspurn Dana eftir hækum
Tomasar. Meðal þjóða sem vilja fá hækusafn-
ið fyrirhugaða til útgáfu eru Frakkar, Norð-
menn og Þjóðverjar. Eflaust fleiri.
Danska hækusafninu, Haiku 1959–2001,
lýkur á tveimur hækum sem hér á eftir er
snarað án þess að styðjast við reglurnar 5, 7
og 5 atkvæði í þremur línum. Tomas fylgir
aftur á móti reglunum stranglega sjálfur.
Mikill og hægur vindur
frá bókasafni hafsins.
Hér fæ ég hvílst.
Mannfuglar.
Eplatrén blómstruðu.
Gátan mikla.
GÁTAN MIKLA
OG NÓBELS-
VERÐLAUNIN
Sænska skáldið Tomas Tranströmer hefur einkum fengist við að yrkja hækur eftir að hann veiktist alvarlega.
Þetta gamla japanska ljóðform á vel við hann eins og hann sagði JÓHANNI HJÁLMARSSYNI í Stokkhólmi
nýlega. Tranströmer er meðal þeirra skálda sem talin eru einna líklegust til að hljóta Nóbelsverðlaun.
johj@mbl.is
Morgunblaðið/Jóhann Hjálmarsson
Tomas Tranströmer á heimili sínu.