Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.2003, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.2003, Síða 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 8. MARS 2003 NÝJASTA skáldsaga Graham Swift, The Light of Day, eða Dagsbirtan, fjallar um dag í lífi einkaspæjara. En að mati breska blaðs- ins Observer nær höfund- urinn, sem hlaut Booker verðlaunin fyrir bók sína Something to do with beer and death, þar að forðast allan íburð að vanda. Sagan segir frá einka- spæjaranum George Webb dag nokkurn í nóvember. Byrjunin er einföld, Webb kaupir blóm sem hann síðan leggur á leiði manns sem var myrtur og hann fyrirlítur, konu hins myrta, sem nú situr í fangelsi fyrir morðið, elskar Webb hins vegar. Leyndardómar hins hversdagslega MAGNUS Mills hefur með bók sinni The Scheme of Full Employment, eða Ráðabrugg um fulla vinnu, unnið sér inn titilinn meistari hins hversdags- lega að mati gagnrýnanda Guardian. Bókin er rituð í hin- um hefðbundna kjarnyrta og tilfinningalega deyfða stíl Mills og er fantasía sem gerist í ríki þar sem almenningi er haldið í arðsamri vinnu með því að láta þá aka flota vörubíla frá einni birgðageymslunni í aðra. Þetta skapar ekki mikla vinnu fyrir þá sem störfunum sinna, en líkt og sögumaðurinn útskýrir þá er mikill munur á því að vera í fullri vinnu og að vera á fullu í vinnu. Hundur heimspekingsins NÝJASTA bók heimspekingsins Raimond Gaita, Philosopher’s Dog eða Hundur heimspekings- ins, er tilraun í frásagna- kenndri heimspeki. En í gegnum sögur af sjálfum sér og öðrum dýrum kynnir Gaita til sög- unnar ýmsa þætti sinnar eigin heimspeki – ekki sem akademískar vangaveltur, held- ur sem rök sem hann sjálfur lif- ir eftir. Gaita, sem ólst upp á bóndabæ, flytur þar m.a. sterk rök fyrir því að viðhöfð sé sam- úð í samskiptum okkar við aðr- ar dýrategundir. Evrópa og Bandaríkin SAMSKIPTI Bandaríkjanna og Evrópu hafa verið nokkuð í sviðsljósinu undanfarið og ekki hvað síst í kjölfar Íraksdeil- unnar. Fræðimaðurinn Robert Kagan er einn þeirra sem fjallað hefur um málið, en ný- lega kom út bók hans Paradise and Power: America and Eur- ope in the New World Order, eða Paradís og valdið: Ameríka og Evrópa í hinni nýju heims- skipan. Bókin byggist á grein sem Kagan sendi frá sér síðasta sumar og hlaut ítarlega um- fjöllun, en að mati gagnrýn- anda Daily Telegraph skyldi þó ekki hundsa bókina. Kagan fjallar þar ítarlega um þá miklu gjá sem myndast hefur milli heimsálfanna sl. 50 ár og reynir að fara bil beggja, en var engu að síður gagnrýndur heiftarlega Evrópumegin fyrir að vera hallur undir stefnu Bandaríkjamanna um of. ERLENDAR BÆKUR Með morð í huga Raimond Gaita Graham Swift FJÖLMIÐLAR NEÐANMÁLS Ö RSTUTT myndskeið sem sást í sjónvarpsfréttum í vikubyrjun hefur valdið mér heilabrotum. Þar var Davíð Oddsson að mæta með kaffifant í hljóðver Rásar 1. Þar inni gat að líta eft- irvæntingarsvip Óðins Jónssonar fréttamanns, en í höfði hans þá stund ómaði líklega evruvísan Segðu mér allt. Þetta var aðdragandi bolludags- bombunnar, því Davíð og Óðinn voru að setjast á tveggja manna tal í beinni. Tilvist myndskeiðsins er vitaskuld stórmerkileg út af fyrir sig, því það snertir illleysanlegt vandræðamál sem verður öllum til ævarandi ama sakir skorts á heimildum. Það óvenjulega við myndskeiðið er þó baksvip- ur Davíðs. Meðan andlit og prófíll voru í mynd var engum vafa undirorpið að þarna fór Davíð Oddsson forsætisráðherra, með alþekkt fas myndugleikans og jafnframt einkar heimilisleg- ur með kaffifantinn, flott ímynd leiðtoga í dverg- samfélagi, en jafnskjótt og hann hafði gengið framhjá tökuvélinni horfðum við á eftir kunn- uglegum baksvip Arnar Árnasonar leikara! Bitt- inú! Var þetta grín? Ósvinnur almenningur gat naumast vitað hvaðan veðrið stóð á hann. Reyndar er baksvipur stjórnmálamanna sjald- séður og vel má vera að Davíð og Erni svipi sam- an að því er þetta varðar. Nema Örn sé búinn að ná baksvip Davíðs svona vel, ellegar að baksvip- ur Davíðs sé farinn að líkjast baksvip Arnar, eins og hent hefur þá sem hermt er eftir. Hvað sem því líður er baksvipur stjórnmálamanna fágætt myndefni. Má heita að hann sjáist eingöngu ef tilgangurinn er að sýna mannfjölda að fagna sín- um veifandi leiðtoga. Á mínum námsárum var agnarsmá ungversk kona á meðal kennara, sem hafði orðið fræg af að þjálfa sirkusfólk og trúða austan járntjalds áður en hún flúði vesturyfir. Þetta var magnaður kennari sem fékk okkur til að fara heljarstökk yf- ir húsgögn af eintómum ótta við reiði hennar. Af ótta gerast menn gjarnan snjallir í loftfimleikum, bæði andlega og líkamlega, svo mikið er víst. Ég gæti ekki leikið þetta eftir í dag, að minnsta kosti ekki án yfirvofandi reiði kennara míns, en sú lexía hennar sem situr í mér varðar þá list að búa til trúverðuga eftirhermu. Þar held ég að hún hafi hitt naglann á höfuðið. Hún taldi brýnt að sá sem hermdi eftir hefði ást á viðfangsefni sínu, þætti að minnsta kosti vænt um fyrirmynd sína. Af þessum sökum eru góðar eftirhermur fyrirmyndunum naumast til tjóns, en hafa fremur mildandi áhrif. Örn hefur leikið Davíð í hálfan annan áratug sem prakkara, strákslegan fjörkálf sem nýtur lífsins. Þurfi hann að sýna myndugleika, virðist Örn gera það líkt og gamalreyndur barnakenn- ari, sem beitir sér meir til að sýnast en leggja ok á undirsáta sína. Og kinkar svo góðlátlega kolli til áhorfenda. Ég held að Örn hvorki auki né dragi úr kjör- fylgi Davíðs, til þess er of langt á milli fyrirmynd- ar og eftirhermu. Dæmi um hið gagnstæða er nostursleg eftirherma Pálma Gestssonar af Steingrími Hermannssyni um árið, sem bætti ímynd hans og skipti sköpum fyrir kjörfylgi Framsóknar í Reykjaneskjördæmi. Svipað má kannski segja um þá spémynd sem Jóhannes Kristjánsson dregur nú upp af Guðna Ágústssyni. Er kannski auðveldara að herma eft- ir framsóknarmönnum en öðrum stjórnmála- mönnum? Nú er Pálmi farinn að herma eftir Halldóri Ásgrímssyni og tekst æ betur upp þó enn vanti einhvern herslumun. Sumir telja að drullukökukastið milli turnanna tveggja muni hækka svo risið á Halldóri að hann nái kjöri. Ég held að það sé rangt mat. Það sem gæti tryggt kjör Halldórs er að Pálmi Gestsson næði þannig tökum á því að herma eftir honum að ímynd hans yrði heimilislegri. LÍKN EFTIRHERMUNNAR Reyndar er baksvipur stjórn- málamanna sjaldséður og vel má vera að Davíð og Erni svipi saman að því er þetta varðar. Á R N I I B S E N IListasöfn hafa gegnt ýmsum hlutverkum í gegn-um tíðina. Almennt er litið svo á að megin- hlutverk þeirra sé að varðveita listaverk og sýna þau almenningi. Mikið er deilt um það hvaða listaverk söfnin eiga að hafa til sýnis og hvernig þau eiga að standa að sýningum. Þetta er ekki lítið mál. Listasöfn hafa á tiltölulega stuttum tíma orðið að áhrifamestu stofnunum listheims- ins. IIFyrstu opinberu listasöfnin urðu til á átjánduöld. Hið fyrsta var Louvre í París sem var stofnað eftir frönsku byltinguna árið 1793. Louvre var upphaflega einkasafn franskra kon- unga. Almenningur hafði lítinn aðgang að því og raunar engan til ársins 1750. Flest önnur söfn sem stofnuð voru á átjándu og nítjándu öld voru upphaflega í einkaeigu aðalsins. Tilurð hinna opinberu listasafna tengist því lýðræðis- þróuninni á átjándu öld. En maðurinn tók þá einnig að skynja og skipuleggja heiminn á nýjan hátt. Með tilkomu raunvísindalegrar aðferðar var farið að sundurgreina alla hluti. Eignarrétt- urinn varð einnig til um þetta leyti sem jók áhuga manna á að safna að sér hlutum og eigna sér þá. Og á þessum tíma varð höfund- urinn einnig til sem miðstöð merkingar og eig- andi sköpunarverks síns. Þetta breytta viðhorf til höfundarins varð til þess að menn vildu eignast söfn verka eftir einstaka höfunda. Listaverk urðu þannig eftirsótt eign, markaðsvara. IIINú um stundir eru stærstu listasöfn í hin-um vestræna heimi gríðarlega umfangs- miklar stofnanir. Í Metropolitansafninu í New York eru varðveittar rúmlega tvær milljónir listaverka á um 700.000 fermetra svæði. Verkin eru frá öllum heimsálfum og spanna sögu síð- ustu 5.000 ára. Vitanlega þarf mikið starfslið til að annast þetta gríðarstóra safn en í því vinna um 1.700 fastráðnir starfsmenn og um 500 sjálfboðaliðar. Til merkis um rannsókn- arstarfsemina sem stunduð er í safninu má nefna að um þrjú hundruð bókatitlar eru gefnir út þar á ári hverju. Vinsældir safnsins eru líka miklar en það sækja rúmlega 4,5 milljónir manna á ári. IVMetropolitansafnið ver fast að einum millj-arði íslenskra króna á ári í listaverka- kaup. Við innkaupin nýtur safnið þekkingar hundruða sérfræðinga enda getur það ekki verið þekkt fyrir annað en að eignast aðeins verk sem sannarlega eiga heima í því. En þetta er kannski tvíeggjað. Á hverjum degi fæst fjöldi manns á safninu við að skilgreina hvað er list og hvað ekki. Þeirri skilgreiningu verða lista- menn svo að lúta. Segja má að verk verði ekki list fyrr en það er komið á safn, að minnsta kosti ekki opinberlega. Spyrja mætti hverjir séu þá í raun að búa til listina. Hverjir séu að móta farveg hennar í samtímanum. Hugsanlega hefur hin rómantíska hugmynd um listamanninn sem upphaf og skapara listarinnar beðið nokkurn hnekki. VÁ litlum og einangruðum listaverkamarkaðieins og þeim íslenska eru opinber listasöfn mjög áhrifamikil þótt ekki sé hægt að líkja þeim við Metropolitan eða Louvre. Mikilvægt er að ís- lensk söfn líti því ekki aðeins á sig sem varð- veislustofnanir eða sýningarhús (gallerí) heldur sem rannsóknarstofnanir. Þau þurfa að taka virkan þátt í opinberri samræðu um list í sögu og samtíð. Að öðrum kosti geta þau varla orðið sannfærandi í ákvörðunum sínum um hvað á að sýna og hvernig. „SPURNINGIN er hvort Nýja kvenna- hreyfingin hafi kyrkt þessar stelpur í faðmlögunum. Hún bar þær uppi til að byrja með en þegar Rauðsokkahreyf- ingin breyttist í Kvennalistann og breyttist um leið úr litlum grasrót- arsamtökum í eitt stærsta pólitíska afl á landinu þá uppskar hún andstreymi í samræmi við það. Það var bakslag sem beindist gegn konum og kvenna- hreyfingunni – algjörlega pólitísks eðl- is. Á sama tíma urðu umskipti í bók- menntaheiminum. Ný kynslóð höfunda og gagnrýnenda ruddi sér til rúms. Bókmenntir sem m.a. birtu rót- tækar hugmyndir um kvenréttindi, eins og nýraunsæið svokallaða gerði, urðu allt í einu rosalega hallærislegar. Allt nýraunsæi var stimplað hrútleiðinlegt, tungutakið flatt, enginn stíll og sagt að það hafi verið að drepa bókmennt- irnar. Þarna var byrjað að „agitera“ fyrir töfraraunsæi og fantasíu og það hitti kvenhöfunda áttunda áratugarins fyrir. Þar sem lítil hefð var fyrir kvenna- bókmenntum á Íslandi og margar þessara kvenna höfðu eflaust lítið sjálfstraust sem rithöfundar hefur þetta verið þungur róður fyrir þær.“ Dagný Kristjánsdóttir Mannlíf Skattgreiðendur og list Íslenska ríkið, nánar tiltekið mennta- málaráðuneytið, áætlar að leggja fimmþúsundfjögurhundruðsjötíuog- fimmkommafjórar milljónir (5.475.400.000) króna í lista- og menningartengda starfsemi á árinu 2003. [...] Persónulega finnst mér það furðu- legt að okkur skattgreiðendunum sé ekki treyst fyrir því að velja þá list sem við teljum peninganna okkar virði. En auk þess efast ég um að það sé skyn- samlegt að miðstýrt kerfi, þar sem embættismenn ákveða hvað sé list og hvað ekki, samrýmist áhuga og hug- myndum okkar borgaranna. Það eru ekki allir á eitt sáttir um hvað sé list og hvað ekki. Ein stærsta spurning fagurfræðinnar, innan heim- spekinnar, er einmitt: Hvað er list? Og engin einhlít svör eru til við þeirri spurningu. Er það því ekki dálítið skrýtið að einhverjir sérfræðingar sitji saman í nefnd og ákveði fyrir okkur hvað sé list og hvað ekki, þegar eng- inn algildur mælikvarði um slíkt er til? Kristinn Már Ársælsson Frelsi www.frelsi.is Morgunblaðið/RAX Nei, sko, kisa! KYRKTI KVENHÖFUNDA?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.