Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.2003, Side 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 8. MARS 2003
Í
VINNUSTOFU Helga Þorgils hallast
stór málverk upp að veggjum, sum allt á
fjórða metra á breidd.
Þarna er röð fimm verka, myndir af
manni í fullri líkamsstærð á göngu á
sandfjöru, það er nótt, hann er nakinn
og höfuðkúpan ber, hann reiðir orf og ljá
um öxl. Annað verk sýnir dagrenningu
þar sem svanur flýgur yfir landið með mann og
dreng á baki sér. Í öðru verki hella drengir
vatni úr skýjum yfir landið; þá er þarna mynd af
manni með þrískipt andlit og sár á síðu; og dýr-
lingurinn Sebastían með andlitsfall Helga
sjálfs. Þegar færðar eru til minni myndir birtist
myndröð af mannsandliti og hausum íslenskra
flatfiska og í kössum eru fimmtíu og tvær litlar
landslagsmyndir sem sýna allar sama sjónar-
hornið út úr vinnustofu Helga í sumarhúsinu á
Fellsströndinni, málaðar á ólíkum árstímum
síðasta árið.
Helgi segir að verkin á þessari sýningu, sem
var opnuð á Kjarvalsstöðum í gær, séu líklega
að jafnaði þau stærstu sem hann hefur málað.
„Þetta er þriggja, fjögurra ára vinna sem ég er
að sýna og ég hef verið að gera svona þrjú til
fjögur stór verk á hverju ári, auk minni verk-
anna. Ég hugsaði mér þetta eiginlega frá upp-
hafi sem heildstæða sýningu í stóran sal, þótt
það sé bara rúmt ár síðan mér var boðið að
halda hana á Kjarvalsstöðum.“
Hef alltaf verið stofumálari
Það er óhætt að segja að Helgi Þorgils gangi
af krafti til verks. Hann er kominn á vinnustof-
una meðan flestir borgarbúar sofa, hann málar
þá í nokkrar klukkustundir, fer og syndir í
Sundhöllinni klukkan sjö og snýr svo aftur og
málar fram á síðdegið. Þá fer hann heim og
vinnur þar gjarnan að skriftum, teiknar og mál-
ar með vatnslitum. Stundum er eins og hann sé
í kapphlaupi við tímann, svo vel heldur hann
áfram við sköpun verkanna, en nú var hann líka
að keppast við að skapa heildstæðan myndheim
fyrir þessa stóru áfangasýningu sem var opnuð
í gær á fimmtugsafmæli Helga.
Þegar ég geng nú inn á vinnustofuna er Helgi
að mála uppstillingu með blómum á stóran
striga, hátt í tveggja metra breiðan. Blómin eru
að miklu leyti tilbúin, við hlið þeirra er A4-blað
og á því snigill. Helgi er að þekja efri hluta
strigans með bláum lit, svo tekur hann upp klút
og þurrkar slettur af neðri hlutanum.
„Ég held að þetta verði bara góð mynd,“ seg-
ir hann, stígur aftur og virðir hana fyrir sér.
„Ég ætlaði að fara út í að mála svona stóra
blómauppstillingu fyrir um fimm árum, tengda
mynd sem ég var þá að vinna, en lagði ekki í það
þá, þetta er svo helvíti erfitt. Það er reyndar oft
sem ég geng með mynd í langan tíma, svo allt í
einu þá lýkst hún einhvernveginn upp og ég
byrja á henni.“
– Þú ert að verða stofumálari; málar blóm-
vendi.
Helgi hlær. „Ég hef náttúrlega alltaf verið
stofumálari en stofurnar og eigendurnir ekki
alltaf fallið að myndunum.
Ég var að lesa viðtal við Alex Katz og hann
segir að flestir samtímamenn hafi verið að mála
niður fyrir sig en hann hafi hins vegar verið að
mála „upp“. Katz segist hafa ákveðið að mála
blómaseríu þegar allt var ómögulegt nema eitt-
hvað popp- og mínimalkennt. Fyrir listheiminn
var hann þá ruddalegur, afturhaldssamur og
hefðbundinn, segir hann. Það gerði hann á
sama tíma ólíkan samtímalistamönnunum sem
voru raunverulega ruddalegir og írónískir, eða
á einhvern hátt stuðandi gagnvart því sem var á
undan.“
Gaman að eiga við það
sem er útskúfað
– Geta þessi lýsingarorð Katz átt við um þín
verk; ertu ruddalegur, afturhaldssamur og
hefðbundinn?
„Sumir sjá þetta allt í verkum mínum. Írón-
ískt eða kaldhæðið er frekar neikvætt orð. Að
mínu mati væri það frekar eitthvað kímilegt
vegna óvæntrar atburðarásar eða sjónarhorns í
byggingu og öðru slíku. Ég hef meðvitað reynt
að vinna með andstæðu þess að draga dár að
hugmyndum manna, til dæmis um fegurð eða
mannlegar athafnir, ég reyni frekar að varpa
nýju ljósi á slíkar hugmyndir. Það er auðvelt að
gera lítið úr og hlæja að smekk annarra en það
er hins vegar erfitt að skilgreina smekk og velta
fyrir sér af hverju menn hafa hann.“
Helgi segir að stór hluti af sínu starfi sé að
fást við hefðir og vana sem búið hafa til menn-
ingarlegan samtíma. „Ég vinn með svör eða
spurningar um hefðina, í samtali við hefðina.
Maður tekst sífellt á við hefðina gagnvart og í
samtímanum. Ég hika ekki við að taka frá öllum
listamönnum það sem ég þarf, það getur verið
Manzoni, Caravaggio, Gallen-Kalela eða Jón
Stefánsson, en ég er hins vegar uppi á öðrum
tíma og það breytir öllu.
Þegar ég var í listnámi bauð samtíminn að
það mætti ekki mála. Það varð bara til þess að
ég var enn staðfastari við það. Hluti af minni
listsköpun er að mér finnst gaman að eiga við
það sem hálfparinn er útskúfað og er á jaðr-
inum. Það er alltaf ástæða fyrir útskúfun og
hún er aldrei rétt.
Þegar ég var í skóla töluðu samnemendur og
tíðarandinn stíft niður til teikningarinnar og
málverksins. Þetta var kallað handverk og
sjálfsfróun og sumir urðu reiðir ef það var
reynt, jafnvel illir. En ef menn hafa slíka af-
stöðu gagnvart ákveðnum athöfnum eða miðli,
þá hlýtur þar að búa afl. Menn verða að halda
áfram að velta hlutunum fyrir sér, sækja úr for-
tíð efnivið í samtíðina jafnframt því að leita
nýrra leiða. Það er ekki hægt að velja sér bara
að setjast á mjúka sessu og smeygja sér í það
sem maður heldur að sé tíðarandinn og mjálma
svo með kórnum, það er bara sátt og hug-
myndalegur dauði.“
LÝRÍK OG DRAUMAR
ERU HLUTI AF
RAUNVERULEIKANUM
Gangandi maður með
bera höfuðkúpu, svífandi
fiskar, dýrlingar, Breiða-
fjörðurinn og blóm í vasa.
Það er margslunginn
myndheimur Helga Þor-
gils Friðjónssonar sem
mætir gestum Kjarvals-
staða á sýningu sem var
opnuð í gærkvöldi. Lista-
maðurinn, sem hélt um
leið upp á fimmtugs-
afmælið, ræddi við
EINAR FAL INGÓLFS-
SON um málverkið
og myndefnið.
Morgunblaðið/Einar Falur