Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.2003, Qupperneq 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 8. MARS 2003 5
Að eiga við hugmyndir
um fegurð
– Það liggja ákveðnir þræðir í
gegnum allt þitt höfundarverk,
endurtekningar sem þú hefur verið
að vinna með allar götur síðan í
skóla. Tæknin í málverkinu hefur
hins vegar breyst mikið.
„Þetta er allt samhliða þróun, í
hugmyndum og tækni. Það hefur
orðið mikil breyting hjá mér
á þessum tíma, tuttugu, þrjátíu
árum. Hugmyndirnar orðnar þétt-
ari og tæknin gjörbreytt. Ég get
ekki sagt að verkin í dag séu mik-
ilvægari, því ég trúi á hreyfiafl tím-
ans og hitt var rétt á sínum tíma.
Málarar segja mig betri málara í
dag en í gær. En mörgum, og þá
einkum úti í heimi, síður hér heima,
fannst nú að þetta væri bara nokk-
uð gott hjá mér á tímum Nýja mál-
verksins.
Alveg frá byrjun gekk ég út frá
þeirri hugmynd að hver pensil-
stroka notuð við myndverkið, líka
þær pensilstrokur sem málað væri
yfir, væru innihald myndarinnar.
Sem dæmi get ég tekið fyrrnefnda
100 mynda röð frá 1977–1980, sem
ég sýndi í Suðurgötu 7 og á Parísar
biennalnum 1980. Hannes Lárus-
son sagði í gagnrýni að það væru
síðustu málverkin sem yrðu máluð.
Rétt á eftir skall Nýmálarabylgjan
á. Í þessari myndröð átti pensil-
skriftin að ýta fullkomlega undir
hugmyndina. Ég notaði þá striga
og pensil en tók myndirnar beint út
úr skissubókunum og breytti þeim
eins lítið í málaraferlinu og kostur
var. Það var til þess gert að hug-
myndin væri algjörlega tær og
hrein, eins og konseptmenn voru
alltaf að segja. En það hafa orðið
breytingar á báðum vígstöðvum.
Tæknilega og malerískt er mál-
verkið orðið miklu betra og flestir
konseptmenn, sem áður sættu sig
við eða vildu jafnvel rykugar og illa
unnar ljósmyndir, eru farnir að
vinna fagvinnuna miklu betur. Það eykur
möguleikana þegar menn hafa tæknina á valdi
sínu. Að því leyti er ég sammála eldri lista-
mönnum.
Á árunum upp úr 1980 var allt vitlaust í mál-
verk og mikið gert út á litla kunnáttu eða hrá-
leika í framsetningu. Helst átti að láta eins og
maður kynni ekki að mála. Mig langaði fljótlega
til að mála af tilfinningu og mála tilfinningar,
þar sem þekkingu væri beitt í efnistökum og
meðferð á efninu. Eiga virkilega við hugmynd-
ina um fegurð hvað framsetningu varðaði.
Hugmyndirnar hafa alltaf verið sterkar og
heilsteyptar á bakvið verkin en þetta þéttist allt
á sama tíma. Áður fyrr hefði ég kannski farið út
í að gera þessi blóm og þennan vasa hér ljót eða
hrá eða nota ennþá væmnari liti en væru í fyr-
irmyndinni, í stað þess að reyna hreinlega að
gera þetta fallegt.“
Kastaði sýningarskránni í mig
– Eins og myndheimur þinn hefur þróast er
ákveðið tímaleysi ríkjandi. Þú vinnur mikið með
tákn og tímaleysið birtist kannski helst í því að
fólkið er nakið í myndunum. Nektin hefur farið
fyrir brjóstið á mörgum.
„Ég er alls ekki að finna upp heiminn hvað
nektina varðar, ekkert er venjulegra í listsögu-
legu samhengi.
Á skólaárum mínum voru menn mikið naktir
í performönsum og á ljósmyndum. En þá voru
menn að vinna með þessa tímalausu eiginleika
og upprunaleika og auk þess var nektin ef til vill
meira ögrandi.
Menn voru alltaf að leita að frumformunum,
frumeigindunum, einhverju konkret. Annað
átti ekki að trufla listina.“
– Hefur það komið þér á óvart að myndir þín-
ar pirri fólk? Er eðlilegt að fólk átti sig ekki á
sögulegu eða listrænu samhenginu, eða er þetta
bara skiljanleg spéhræðsla Íslendinga?
„Ég hef stundum orðið undrandi þegar fólk
hefur brugðist aggressíft við ákveðnum mynd-
um. Aðrir virðast svo kunna að meta myndirnar
mínar. Þær ættu einmitt að vera við alþýðu-
skap! En þetta er upp og ofan; virtur pólitíkus
kallaði mig fyrir og húðskammaði mig fyrir af-
brigðilegheit. Og virt sjónvarpskona kastaði
sýningarskránni í mig á sýningu og sagði að ég
gæti hirt þetta „rusl“ mitt sjálfur.
Listheimurinn getur verið pirraður yfir því
að svona myndir séu til á þeim viðmiðunartíma
sem hann aðhyllist, eða að þær geti smeygt sér
inn og verið óboðnar hluti af honum. Sumir
segja þessi verk of tengd við söguna og öðrum,
sem eru uppteknir af abstrakt formum finnast
þær of frásagnarkenndar og gamaldags. Þær
samræmast ekki listrænum trúarbrögðum
þeirra.“
– Þú hefur mikil sambönd við erlenda lista-
menn; sýnir úti og stendur fyrir sýningum á
verkum annarra í galleríinu á heimili þínu,
Ganginum.
„Tengsl út eru mjög mikilvæg. Ég á erfitt
með að tengjast fjöldahreyfingum í listum eða
samsamast þeim en mér finnst alheimsvæðing í
samræðu listanna mikilvæg.
Annars er oft sagt um mínar myndir, og þá
einkum í Suður-Evrópu, að þær hafi sterkan
norrænan keim. Ég sé greinilega frá öðru
menningarsvæði en þeir. Ég hef frekar ýtt
undir þetta en hitt. Norrænn kúltúr á vel við
mig. Ég hef alltaf haft gaman af norrænu mál-
urunum sem voru uppi um aldamótin 1900 og
Norræna Renesansinum. Margir eftirlætis rit-
höfundar mínir eru norrænir og ég hef gaman
af Kirkegaard, Nietzsche og slíkum heimspek-
ingum. Þeir hafa einhver illskýranleg norræn
element í sér. Verkin eru frökk og ágeng; lýr-
ískari kannski. Ég held að menn verði að fara að
trúa því aftur að lýríkin og draumarnir séu hluti
af raunveruleikanum.
Í Evrópu er listheimurinn sífellt að einbeita
sér að einhverju einu fyrirbrigði hverju sinni.
Raunin er hins vegar sú að listunnendur eru sí-
fellt að leita að því sem er ekki eins eða óska sér
að finna eitthvað svoleiðis. Menn eru að leita að
því sem er sérstakt, því sem vekur aðrar spurn-
ingar. Það sem truflar er að þeir hafa samt sem
áður hugmyndir um hvað þetta nýstárlega eða
öðruvísi er og reyna að fylla upp í hugmyndina
„öðruvísi“.“
– Þú fæst við margt í listinni jöfnum höndum.
Fyrir utan að mála á strigann vinnurðu í vatns-
liti og gerir teikningar, þú hefur gert þrívíð
verk og stórar grafíkseríur. Svo hefurðu verið
að skrifa og nú fyrir síðustu jól gafstu út mynd-
skreytta ferðasögu frá Grænlandi. Lítur þú
sjálfur á þetta sem eina heild eða tekurðu eitt
form alvarlegar en annað?
„Ég tengi þetta allt saman. Þetta sem ég er
að gera verður allt einn pakki þegar ég er dauð-
ur. Ég held að margir vanmeti það sem ég er að
skrifa og líka það sem ég vinn í smærra formi en
málverkin. Þrátt fyrir tal listfræðinga á síðustu
öld um að listamaðurinn komi verkinu ekki við,
þá verður hann alltaf hluti af því. Ég skrifa allt-
af dagbækur þegar ég er á ferðalögum og gæti
þess vegna gefið út fleiri en þessa sem kom út
um Grænland. Það er sama nálgunin í því og í
málverkinu, leit og forvitni fyrir hlutum sem
eru í kringum mig. Það sem ég gerði á Græn-
landi lít ég á sem hluta í röð verka þar sem ég er
ekki að líkja eftir verkum annarra heldur fara í
fótspor þeirra. Í Grænlandsseríunni er ég
þannig að fara í fótspor margra sem hafa skrif-
að ferðalýsingar þaðan. Annað dæmi er Lax-
dælusería, þar sem ég fer í fótspor Colling-
woods og mála myndir af sömu bæjum og
umhvefi og hann. Hann fór í fótspor sagnanna.
Með þessu er ég að eiga við samtímasögu þess-
ara staða og einnig einhvern veginn þrengja
frotíðinni inn í samtímann. Þá er þetta eftirgerð
sem aldrei er hægt að vinna nákvæmlega eins.
Landið breytist.“
Á mér nokkur
lífstíðar þemu
– Önnur sería sem þú hefur verið að vinna um
skeið, eru eftirgerðir gamalla málverka af kaþ-
ólskum dýrlingum. Endurgerðin er ein af
grunnhugmyndum póstmódernismans.
„Endurgerðin getur verið margbreytileg.
Bildo sýnir nú á Listsafni Íslands endurgerðir
frægra listaverka. Sherrie Levine hefur meðal
annars kópíerað ljósmyndir Walker Evans. Þau
eru ekta póstmódernistar. Mín nálgun er tölu-
vert ólík þeirra, því þau fara kaldhæðnislegum
höndum um verkin eða vinna meira með hug-
myndina um endurgerð, meðan ég nálgast þau
á persónulegan hátt og af virðingu fyrir fyr-
irmyndinni, bæði í efni og hugmynd. Í þessu til-
felli dýrlingamyndanna er ég að velja dýr-
lingana sem hugmynd og endurgerðin er bara
hluti hennar. Líf einstaklinganna sem standa
einhvernveginn utan við regluna og reglan á
engin svör við. Þarna er ég líka að eiga við
sjálfsmyndina, spurninguna um það hvar mað-
ur staðsetur sig og hugmyndina um sjálfsmynd.
Svo eru dýrlingamyndir oft með bestu málverk-
um sögunnar vegna þess að þar fer listamað-
urinn óvenju nærfærnislega með efnið.
Annars hafa endurgerðir tíðkast frá örófi
alda og mínar kópíeríngar eru meira í anda
listamanna fyrri alda en samt ólíkar því ég set
verkin í mitt persónulega samhengi“ – Helgi
setur sjálfan sig í stað dýrlinganna – „en flestir
póstmódernistar gera þetta á kuldalegan hátt
og án persónuleika.
Ein af eftirlætis bókum mínum er Endur-
tekningin eftir Kirkegaard. Eins og fjallað er
um þar, þá er aldrei hægt að endurtaka hluti á
nákvæman hátt því tíminn er sífellt annar.
Þessar dýrlingamyndir eru eitt af þessum
þemum mínum. Ég á mér nokkur lífstíðar
þemu. Kannski eru landslagsmyndirnar annað
þeirra, ég gæti haldið áfram að gera þær meðan
ég er í þessu.“
– Í þessum kössum þarna ertu með 52 lítil
málverk sem sýna sama sjónarhornið, útsýnið
út um gluggann á vinnustofu þinni á Fells-
ströndinni.
„Þessi myndröð heitir einfaldlega Kjallaks-
staðir og hér kemur inn allt annar hlutur, hreint
landslag. Í þessari myndröð birtist víðfeðm
breyting, breyting sem felst í birtu, árstíðum og
veðurfari, og líka í jarðfræðinni. Maðurinn get-
ur aldrei stjórnað veröldinni með yfirgangi,
náttúran er þrautseigari en maður sjálfur.
Þessi sería er líklega komin út af eftirgerð-
unum af Collingwood. Ég hef alltaf
málað landslagsmyndir, þær hafa
bara alltaf verið í minnihluta og
eins konar aukabúgrein, eins og
landbúnaðurinn er að verða hjá
bændunum.
Fyrstu myndirnar sem ég málaði
voru landslagsmyndir. Svo kom
þessi hefðbundni súrrealismi og
menntaskólapopp. Síðar fór ég aft-
ur að mála landslag, og þá sérstak-
lega í Dölunum á sumrin.
Síðustu árin hef ég verið mikið á
Kjallaksstöðum, þar sem fjölskyld-
an á hús. Þar er vinnustofan umluk-
in náttúrunni og ég fór að veita því
athygli hve mikill munur var á
myndunum sem ég málaði þar,
jafnvel sömu fjöllunum, veðurfars-
lega og jafnvel náttúrufarslega.
Ég var svo í fyrra að reyna að
mála dagrenningarmyndir sem ég
ætlaði að nota sem skissur eða æf-
ingar fyrir stærstu verkin sem ég
verð með á sýningunni nú, til að
reyna að skilja andrúmsloftið og
vera þess betur umkominn að færa
það á striga. Í málverki geturðu
ekki gert nákvæma eftirmynd af
aðstæðunum, það er meiri skynjun
á ástandi, eða tilfinning málarans
sem um er að ræða en nákvæm eft-
irmynd. Þegar komnar voru tvær,
þrjár myndir, gjörólíkar en alltaf af
sama sjónarhorninu fannst mér
þetta heillandi og ákvað að taka
þetta reglulega fyrir og sjá hvað
gerðist þegar myndunum fjölgaði.
Litirnir breytast með árstíðunum,
birtan er aldrei eins eða skýjafarið.
Það er ýmist flóð eða fjara úti á firð-
inum.
Þessar myndir mínar eru öðru-
vísi en önnur málverk sem ég geri.
Hin eru yfirleitt afar seinunnin og
margmáluð en vegna eðlis þessara
landslagsverka reyni ég að ná and-
rúminu inn í þau og einungis tví-
mála þau. Fyrst á staðnum, þegar
ég fer eftir andrúmsloftinu, og svo
klára ég myndirna á vinnustof-
unni.“
– Það er athyglisvert að þú hafir fyrst hugsað
þessi litlu verk sem eins konar skissur fyrir
stóru verkin á sýningunni. Þú vinnur að mörgu
leyti með náttúruna á hefðbundinn hátt og þeg-
ar að er gáð er hún mikilvægur þáttur flestra
verkanna.
„Náttúran er stór þáttur í verkunum mínum,
líka í fígúratífu myndunum.
Í landslagsmyndum hef ég valið viðfangsefni
sem er frekar látlaust, tilfallandi landslag eða
stakur hóll, þúfur, grjót eða slíkt. Það er
kannski eitt þessara norrænu elementa, við
skynjum náttúruna sem áhrifavald, hluta eða
þátttakanda, jafnvel vendipunkt í lífi okkar.
Hugmyndir okkar Íslendinga um lífið tengjast
henni. Ég er ekki bara að tala um álfa, dverga
og slíkt, heldur líka söguna. Þegar ég ferðast
um landið með pabba, þá hafa hver einasta þúfa
og kelda Íslands sögulega vídd. Náttúran hér er
líka svo„transparent“ að maður sér hvernig
hún hefur myndast með því að horfa á hana. Í
grunninn er þetta eitthvað sem myndi kallast
rómantík. Svona náttúrutákn þekkjast víðar,
hvort sem um er að ræða búddisma eða nor-
ræna goðafræði, en við erum vön því að sjá orku
í grjóti. Grjót er ekki bara kalt yfirborð. Það er
hlaðið náttúrulegu afli sem lætur mann finna
fyrir lífinu í heild sinni. Ég finn í mér sjálfum
slíkan streng, streng eins og birtist víða hjá
okkur, til dæmis hjá Einari Benediktssyni og
Matthíasi Jochumsyni. Menn líta á Einar sem
ekta Íslending, mann sem tekst að sameina
hluti sem ekki á að vera hægt að sameina, róm-
antík og klassík. Hann setur klassískar súlur
undir flöktandi rómantíkina.
Menn komast ekki
undan náttúrunni hér
Ég held að maður komist aldrei undan nátt-
úrunni hér, og náttúran verður að umbera okk-
ur. Að minnsta kosti um stundarsakir. Kannski
er þessi náttúrunálgun gegnumgangnadi hjá
unga fólkinu líka, mér sýnist það freista þess að
setja rómantík og klassík saman í eitt.“
Helgi bendir á stór verk í myndastaflanum,
þar sjást drengir svífa um leikandi á hljóðfæri
og þar eru líka selur og þorskur og allt í hring-
laga samræmi. „Ég lagði upp með það í þessum
stóru myndum þarna að setja barrokk og klass-
ík saman. Þetta eru andstæðir pólar en tekst
með því að láta formið fljóta og vera í hring
þannig að maður fær tilfinningu fyrir endalausu
munsturflæði, endalausu og jarðlægu, eitthvað
sem er skylt veraldlegri hamingju, en byggi það
samt sem áður upp þannig að það sé geómetr-
ískt og varanlegt. Þetta er ekki hægt en mér
finnst það samt hafa tekist ágætlega,“ segir
Helgi og hlær.
efi@mbl.is
Næturganga á strönd, 205 x 200 sm. 2002. Mynd fjögur úr fimm mynda röð.