Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.2003, Síða 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 8. MARS 2003
Í
LEIKRITINU Makbeð eftir William
Shakespeare, sem hér hefur verið í
óperuuppfærslu, er ræða dyravarðar
um áfengan losta. Hvernig vínið veki
og svæfi, veki löngun, eyðileggi
frammistöðu, einskonar svikamylla. Í
öðru leikriti skáldsins, Lé konungi, er
hvatt til hlýðni við foreldra, til þess
að blóta ekki og drýgja ekki hór, selja hvorki
sál sína né hjarta. Edgar, sem þannig talar,
kveðst þó kunna að meta spil og konur, létt-
lyndar, grimmar og varnarlausar. En menn
skyldu vara sig á því að láta skrjáf í silki
hitta sig í hjartastað. Ef það gerist situr
hann særður eftir og allir hans líkar: „Þá
lostinn geysar orku sóað er…strax eftir
verknað fyrirlitið fár sem fylgið skrímsl af
blygð og hatri nært…Fyrst unun bráð – svo
iðrun böli fyllt – fyrst áköf gleðileit – svo
hryggðardraumur.“ (sonnetta 129, Daníel
Daníelsson þýddi).
Þetta er það sem sumir kalla móral og
merkilegt kannski að einmitt þurfi á slíku
samviskubiti að halda eftir glappaskot. Því
sá sem sér ekki eftir neinu hefur annaðhvort
alvarlegar minnistruflanir eða öllu verri
truflanir á persónuleika sínum. Líðanin er
þannig merki um manneskjuna, iðrun henn-
ar og ákall til annars og betra lífs. En leitin
að því góða getur leitt í ógöngur lostans, sér-
staklega ef mönnum gengur illa að gera upp
hug sinn. Eins og Hamlet Danaprins.
Háskaleg örlög hans voru í þessu fólgin; ef-
anum; ekki síður en syndum feðranna. Móðir
hans tók til við föðurbróður, rétt eftir lát
konungsins, eiginmanns hennar og föður
Hamlets. Þá sagði Hamlet (Helgi Hálfdan-
arson þýddi):
„Þetta var maður yðar. Sjáið síðan; nú er
það þessi; og einsog myglað ax sýkir hann
hraustan bróður. Þvílík blinda… Það minnir
síst á ást; á yðar skeiði er ólga blóðsins
lægð, það stjórnast auðmjúkt af dómgreind-
inni, og hvaða dómgreind hyrfi frá þessum
til hins? Þér hafið skyn, þér hefðuð annars
enga girnd; en skynið er rænulaust; því allt
hvað óður villist, og skynið verður vitfirr-
ingar þý, geymir það næga glóru til að meta
þvílíkan manna mun. Hvað djöfla hefur ginnt
yður í svo skæða skollablindu?“
Fjölyrða mætti um þessa sögu af prins-
inum en það gæti haldið vöku fyrir grand-
vöru fólki. Óhætt mun þó að segja að Shake-
speare hafi hvergi gert lostanum eins góð
skil og í Hamlet: „Ó smán! hvar er þinn
roði? Villta Víti, ólgi þitt bál í beinum hefð-
arkonu, má fróm dyggð heitrar æsku verða
að vaxi og bráðna í eigin eldi – gælir vit við
losta.“
Nokkrum mergjuðum setningum síðar
kemur: „Þér fyrirgefið mér dyggð mína; á
okkar ístru-móðu tíð fellur sjálf dyggðin
fram og biður löstinn forláts og leyfis að
gagnast honum.“ Drottning svarar Hamlet
að hann risti sundur hjarta hennar og það
átti svo sem eftir að koma á daginn. Dag-
urinn sá var markaður dauða, allir deyja í
leikritinu á dramatískari hátt heldur en
gengur og gerist í verunni.
Syndirnar játaðar
„Nú fór ég til Karþagó. Þar vall og sauð í
seyðkötlum blygðunarlausrar lausungar,
hvert sem litið var. Ástar hafði ég ekki
kennt ennþá, en ég þráði ástir…og var lítt
gefið um óhulta vegi og gildrulausa. Því að
hungur skar mig hið innra eftir næringu
hins innra manns, þér sjálfum, Guð minn…
Þannig saurgaði ég lindir vinseminnar í
gruggi girndarinnar og mengaði bjartan
tærleik hennar eimi lágra hvata. En svo sið-
laus og óskammfeilinn sem ég var, vildi ég í
hégómans stærilæti vera glæsilegur heims-
maður. Ég steypti mér út í ástalíf, sem ég
vildi ánetjast…þegar ég komst á laun í
möskva nautnarinnar, var ég hlæjandi lagð-
ur í harmabönd, til þess að verða strýktur
síðan glóandi járngöddum afbrýðinnar, tor-
Það er þess vegna athyglisvert að skáldið
Dante, í sambærilegu verki um hag framlið-
inna, Gleðileiknum, virðist líta þessa synd
öllu mildari augum en aðrar, svo sem mat-
græðgi eða peningagræðgi, dramb eða öf-
und, og kemur hinum lostafullu því fyrir á
efsta staðnum í víti, þar sem þeim er feykt
til og frá.“
Hann spyr fylginaut sinn þar hvaða sálum
sé refsað í þessu villta myrkri og fær svar
um að hin fyrsta sem hann ætti að kynnast,
Semíramis drottning, hafi orðið svo spillt af
lágri girnd að hún hafi leyft hvers kyns
lostafulla hegðun í löndum sínum. Til að
breiða yfir þann smánarblett sem hún sjálf
hafði litað.Seinna hittir gesturinn í víti
Fransescu nokkra af Rimini, sem áfram þrá-
ir ást í meinum, og spyr hvernig ástin hafi
leitt hana að svo vafasamri löngun og athöfn.
Hún svarar: „Engin kvöl er meiri en að
minnast, í sárri eymd, liðinna sælustunda.“ Í
leikslok hnígur gesturinn í víti niður, úr-
vinda af harmi og meðaumkvun. En Dante
endar kvæðið á því, að ástin sé það hreyfiafl
sem knýr fram himintunglin.
Kynþokki gagnvart ófriði
„Orð eins og girnd, fýsn eða losti eru í
okkar munni ekki laus við niðrandi hljóm,
líkt og þar sé eitthvað gruggugt, forboðið
eða jafnvel seyrið á ferðinni,“ segir Kristján.
„Forn-Grikkir tóku annan pól í hæðina þar
sem þau goðmögn sem með málaflokkinn
fóru og réðu kynhegðun manna, mæðginin
Eros og Afródíta, áttu sér alls ekki óvirðu-
legan sess meðal guðlegra afla, og voru
reyndar ekki bundin við ákveðin líffæri, eins
og menn halda sumir nú, heldur sannkölluð
alheimsöfl sem stuðluðu hvarvetna að getn-
aði og sköpun, jafnt á himni sem jörðu. Að
vísu stóð mörgum stuggur af örvum snáðans
Erosar, og það kannski ekki að ástæðulausu,
enda var hann býsna skæður og fór ekki í
manngreinarálit og hæfði jafnt hina æðstu
guði sem mennska menn sem voru þá „sigr-
aðir af sætri eftirlöngun“, eins og það heitir í
Hómerskviðum.“
Skáldkonan Sapfó (um 600 f.Kr.) notar um
ástarguðinn orðið „sætbeiskur“ og sér
ástæðu til að kvarta sáran undan honum
þegar hann gengur sem harðast í skrokk á
henni, líkt og „stormur er skekur veika
hríslu“. Kristján segir ástaröflin annars upp-
sprettu unaðar, gleði og hláturs hjá Grikkj-
unum. Máttur Afródítu komi ýmsu góðu til
leiðar, eins og í leikritinu Lýsiströtu eftir
Aristófanes, þar sem hann er virkjaður til að
koma vitinu fyrir Aþeninga og fá þá til að
láta af hernaðarbrölti sínu og yfirgangi. Í því
skyni gerir Lýsistrata bæn sína til þeirra
mæðgina, ástargyðjunnar og unaðarguðsins,
að sjá til þess að „upp muni rísa, óstöðvandi,
á öllum vígstöðvum Grikklands, ástarlöngun,
stinn eins og stál, og stefna beint í vort
fang“. Þetta gengur eftir og karlarnir neyð-
ast til að semja frið fyrir tilstilli Afródítu.
Kristjáni þykir ástæða til að minna á þetta
núna þegar hernaður vofir yfir úti í heimi,
en Lýsistrata var á mánudaginn lesin í leik-
húsum hér og víða um heim til að mæla með
friði og ást frekar en stríði.
Rómverska skáldið Virgill segir í einu
hjarðljóða sinna að ástin sigri allt og að við
eigum að láta undan henni: „Omnia vincit
Amor: et nos cedamus Amori.“ Skáldbróðir
hans, Óvíd, átti eftir að tala um ástina á öllu
léttúðarfyllri hátt sem ástalífsfræðari, eins
og hann kallar sig, og raunar átti þessi göf-
uga kennd sem Virgill var með í huga eftir
að spillast og úrkynjast með tímanum í
Rómaveldi, eins og Einar Benediktsson lýsir
í kvæðinu Kvöld í Róm: „Hjartað ástalaust í
munúð veilist./ Uppgjört fjör í eitur nautnar
seilist.“
Leið til sköpunar og frelsis
Sigríður Þorgeirsdóttir, dósent við HÍ,
segir losta lengst af hafa verið neikvætt hug-
Í GIRNDAR-
INNAR GRUGGI
Kristján Árnason Sigríður Þorgeirsdóttir Yrsa Þórðardóttir
„Lostinn“ eftir Andrea Mantegna (1431–1506).
Óstýrilát löngun hefur fylgt fólki gegnum aldirnar.
Losti, girnd og þrá eru orð yfir hana og nú er oft
talað um fíkn. ÞÓRUNN ÞÓRSDÓTTIR ræðir hér
við Kristján Árnason bókmenntafræðing, Sigríði
Þorgeirsdóttur heimspeking og Yrsu Þórðardóttur
guðfræðing um birtingarmyndir lostans.
þessum kenndum í sjálfum sér og öðrum,
enda lítur hann á þær sem viðsnúning og af-
bökun þeirrar innstu löngunar mannsins að
sameinast skapara sínum.
Losti kynlífsins lendir fljótt með dauða-
syndunum sjö, þótt menn kunni að greina á
um hversu alvarleg sú synd eigi að teljast.
Af sumum uppbyggilegum ritum frá miðöld-
um og síðar mætti ætla að skírlífisbrot séu
höfuðglæpur mennskra manna, svo sem í
Duggalsleiðslu (skr. af írskum miðaldamunki
og til í gamalli ísl þýð.) þar sem menn eru
látnir þola hinar skelfilegustu refsingar fyrir
slíkt eftir dauðann.
tryggninnar, hræðslu, gremju og jags.“ (Sig-
urbjörn Einarsson þýddi.)
Í þessu upphafi þriðju bókar Játninga
Ágústínusar kirkjuföður virðist hann segja
að leitin að hinu guðdómlega í manninum
hafi hégómans vegna leitt hann á villigötur.
Hann hafi þráð hið tæra og góða en fundið
og dregist að syndinni. Kristján Árnason,
dósent við Háskólann, segir textann eiga við
þann heim sem einnig birtist í skopljóðum
og skáldsögum keisaratímans. „Ágústínus
sogast ungur inn í hringiðu ástalífsins í
Karþagóborg. Hann á auðvitað sem kirkju-
faðir eftir að snúast mjög harkalega gegn