Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.2003, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.2003, Side 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 8. MARS 2003 S ÖFN hafa frá upphafi verið mið- stöðvar þekkingar og þekkingar- öflunar og gildir þá einu hvort þau hafa verið opin almenningi eða einungis ætluð sérfræðingum. Börn og óupplýstur múgurinn áttu hins vegar ekki greiðan að- gang að sérfræðisöfnum auk þess sem það hefur lengi loðað við söfn að þau séu virki hinna háskólamenntuðu sérfræðinga sem setið hafa á þekkingu sinni, sumpart með því að veita mjög takmarkaðar upplýsingar um sýningargrip- ina eða skrifa svo flókinn og illlæsilegan skýring- artexta að bæði börn og fullorðnir gáfust upp áður en lestrinum var lokið. Þrátt fyrir þessi einkenni á söfnum kom upp umræða um aðgengi að skýring- artexta árið 1963. Talið var að líklegar ástæður fyrir uppgjöf lesandans væru eftirfarandi:1  Lesandinn er ekki nægilega undir það búinn að skilja þá hugmynd sem skýringartextinn bygg- ist á.  Líkamlegar kringumstæður til lestrar eru ekki eins og best verður á kosið.  Orð eru of löng og setningaskipan flókin.  Textinn tekur ekki tillit til menningarlegs bak- grunns lesandans.  Lesandinn er ekki hvattur til að gefa sig að skýringunum. Þessar óaðgengilegu upplýsingar voru iðulega skrifaðar með svörtu letri á hvítan grunn. Í söfn- um þar sem engum hafði dottið í hug að heim- urinn fyrir utan hefði breyst voru upplýsingarnar gular af elli eftir margra áratuga dvöl í sýning- arskápum. Það voru engir litir og fáar myndir. Börn máttu koma inn en það var ekkert sérstakt gert fyrir þau. Líkt og fullorðnir gestir urðu þau að láta sér nægja gulnaðar skýringar. Á Bretlandi varð mikil safnavakning í tíð Vikt- oríu drottningar um og eftir miðja 19. öldina. Þá varð til sú hugmyndafræði að fagrar listir, mál- verk og höggmyndir gætu göfgað ómenntaðan fjöldann og gert líf hans háleitara. Það vantaði ekki að fólk flykktist á söfn og sýningar um allt land og það voru haldnir upplýsandi fyrirlestrar fyrir almenning. Þekktasta og virtasta afkvæmi fræðslu- og safnastefnu Viktoríutímabilsins er án efa Victoria and Albert Museum sem er eitt höf- uðsafna bresku þjóðarinnar. Það er sama hversu góð fræðslustefna er og hversu vel hún fellur að hugmyndafræði tiltekins tímabils, hún dugir ekki að eilífu. Söfnin urðu virki módernismans og hugmyndafræði upplýs- ingarinnar fram undir 1980. „Þær heildarsögur „grand narratives“ sem höfðu einkennt vestræn samfélög frá tímum upplýsingarstefnunnar (með öðrum orðum frá því á átjándu öldinni, þegar evr- ópskir heimspekingar á borð við Kant og Rouss- eau lögðu hornsteinana að vitsmunastefnu mód- ernismans) stóðust ekki lengur. Þessi óhlutbundnu hugsanakerfi sem stofnanir sam- félagsins notuðu til að löggilda sjálfar sig voru gegnsýrðar af hugmyndum um f́élagslegra full- komnuń eða f́ramfariŕ2.“ Söfnin lokuðust inni og höfðu lítinn áhuga á því að taka þátt í samfélagi þar sem „stofnanir og fyrirtæki töluðu til breyti- legra félagslegra áhugasviða, langana og mál- efna,“3 hvað þá að laða að sér nýja viðskiptavini, byggja upp samband við börnin, safngesti og við- skiptavini framtíðarinnar til að vekja athygli þeirra á sögu, menningu og listum. Fræðimenn og sýningarstjórar voru í öruggu skjóli og þurftu lítið að hugsa um fjáröflun fyrir söfnin. Niðurstöð- ur af rannsóknum fræðimanna birtust síðan í sér- hæfðum tímaritum en því miður las almenningur þau ekki frekar en skýringarnar. Alla 20. öldina voru söfnin opin þeim sem vildu koma en lítið sem ekkert var gert fyrir þá sem lögðu leið sína þangað enda fólk ekki vant því að söfn byðu upp á sérstaka þjónustu við viðskipta- vini eða reyndu að vekja á sér athygli. Oftast höfðu svo sýningargripirnir verið í sömu sýning- arskápunum svo lengi sem elstu menn mundu og litlar sem engar tilraunir verið gerðar til að skapa þeim nýtt samhengi eða ögra viðteknum hug- myndum. Peningar voru líka af hinu illa. Menn- ing, peningar og akademían fóru illa saman. Í grein sem skrifuð var árið 1997 kemur fram að á níunda áratugnum hafi safngeiranum verið þröngvað til þess gegn vilja sínum að aðlagast starfsháttum verslunar og viðskipta í kjölfar nið- urskurðar á opinberum fjárframlögum. Að mati höfundarins var þetta á kostnað hins raunveru- lega hlutverks safna sem er „umönnun og varð- veisla fortíðar þjóðarinnar.“4 Þrátt fyrir þennan ótta telur höfundurinn að „markaðssetning og umönnun fyrir viðskiptavinum hafi dælt löngu tímabæru raunsæi inn í störf safna og gallería“.5 Það er ekki úr vegi að álykta sem svo að bresk söfn hafi um 1980 fengið það spark sem þau þurftu til að vakna af svefninum langa. Thatcher- stjórnin komst að þeirri niðursöðu að söfnin fengju allt of mikla peninga frá ríkinu og skar nið- ur útgjöld til menningarmála. Safnstjórar vökn- uðu upp við illan draum og uppgötvuðu að þeir urðu að gera eitthvað ef söfnin áttu ekki að gleym- ast. Til að mæta niðurskurðinum urðu ríkisrekin söfn að læra að afla fjár af eigin rammleik. Farið var að innheimta aðgangseyri og byrjað að leita til einkafyrirtækja og ýmissa sjóða til að fjármagna sýningar og önnur verkefni. Smám saman olli þó innheimta aðgangseyris því að það dró úr aðsókn. Í dag er ókeypis aðgangur að öllum söfnum sem að hluta eru fjármögnuð af ríkissjóði og borgaryf- irvöldum. Það er einnig hluti af menningarstefnu Verkamannaflokksins að söfn og gallerí séu nú- tímalegar menntastofnanir. Enda telst það til mannréttinda að hafa óheftan aðgang að menn- ingararfinum og er hlutverk safnanna skilgreint á eftirfarandi hátt: „Söfn gera fólki kleift að kanna safneignir sér til innblásturs, þekkingarauka og ánægju. Þau eru stofnanir sem safna, vernda og gera aðgengilega hluti og sýnishorn sem þau ann- ast fyrir samfélagið.“6 Eftir að Lottóið var stofnað árið 1993 gátu söfn leitað eftir fjárstuðningi þar en til að eiga möguleika á styrk þurfa þau að leggja fram nákvæmar greinargerðir um það hvernig þau hyggjast ná markmiðunum og nýta styrkinn. Að verkefninu loknu þarf svo að leggja fram aðra skýrslu til að gera grein fyrir árangri. Umtalsverður hluti styrkja er notaður til að setja upp sýningar, efla safnkennslu og ná til nýrra við- skiptavina t.d. fólks af asísku, afrísku og karab- ísku bergi brotið, barna, unglinga, fatlaðra og fleiri. Sem dæmi má nefna sýninguna „Adorn Equip“ sem haldin var í City Gallery í Leicester haustið 2000. Sýningunni var ætlað að rjúfa ein- angrun fatlaðra og gera gallerí að raunhæfum frí- stundavalkosti þeirra með því að sýna myndlist, listmuni og nytjahluti ætlaða fötluðum eftir fatl- aða listamenn. Einnig var ætlunin að opna augu ófatlaðra fyrir reynsluheimi fatlaðra og frásögn- um þeirra. Við uppsetningu sýningarinnar var þess m.a. gætt að skýringartexti væri stuttur og læsilegur sjóndöprum, fötluðum í hjólastólum og gestir gátu handfjatlað sýningargripi. Auk þess voru flutt erindi og boðið upp á verkstæði fyrir bæði börn og fullorðna. Sýningin naut fjárstuðn- ings „The Crafts Council“, „East Midlands Arts“ og the „Arts Council of England“.7 Ofangreint umrót hefur leitt til endurmats á söfnum og safnastarfi s.s. uppeldis- og fræðslu- hlutverks þeirra. Safnkennarar og safnkennsla gegna lykilhlut- verki í þessu sambandi auk sérstakra sýninga fyr- ir börn. Vitund um mikilvægi kennslu hefur auk- ist undanfarin ár auk þess sem hún er í dag mikilvægur þáttur í safnfræðinámi. Í ljósi þessa leggja söfn og gallerí áherslu á það að ná til barna og foreldra þeirra í anna- og sum- arfríum skólanna. Galleríkennarinn í City Gallery í Leicester hefur lagt áherslu á það að ná til barna, unglinga, foreldra, fatlaðra, mismunandi kynþáttahópa og ellilífeyrisþega með því að bjóða upp á verkstæði tengd sýningum. Verkstæðin njóta leiðbeiningar safnkennarans eða listamanna og þar er spjallað, mótað, skrifað, teiknað, unnið með tölvum og sýningargripir snertir. Þessi verk- stæði og fyrirlestrar eru kynnt í litríkum bækl- ingum sem gefnir eru út fjórum sinnum á ári og einnig í borgarblaðinu.8 Safnafólk gerir sér því betur grein fyrir því en áður hvaða þjónustu ber að veita í fjölmenningar- og upplýsinga- og þekkingarsamfélaginu. Þetta leiðir til þess að viðskiptavinir safnanna eru með- vitaðri en áður um það hvaða þjónustu þeir eiga rétt á. Öðru máli gegnir þó um söfn og sýning- arsali sem eru á vegum einstaklinga og safnara á borð við Charles Saatchi sem rekur sitt eigið safn. Slíkar stofnanir innheimta aðgangseyri. Sölugall- erí eru hins vegar opin hverjum sem er enda láta þau ekki í té þá þjónustu sem ætlast er til af op- inberum sýningarsölum og þurfa að treysta á sölu listaverka til að þrífast. Þrátt fyrir það er ekkert sem mælir á móti því að einkarekin söfn og sölu- gallerí nýti sér nýjar hugmyndir um safna og gall- eríkennslu enda fer þar fram óbein kennsla nú þegar. Í anda ofangreindrar fræðslustefnu hafa á und- anförnum árum mótast kenningar um það hvern- ig hentugast sé að byggja upp og haga safn- kennslu. Þar fer fremst í flokki Eilean Hooper-Greenhill, fyrrverandi deildarstjóri safn- fræðideildarinnar við University of Leicester, og núverandi forstöðumaður Rannsóknarseturs fyr- ir söfn og gallerí (RCMG), sem er hluti af starf- semi safnfræðideildarinnar. Að auki hefur George E. Hein prófessor við Lesley Collage í Cambridge í Bandaríkjunum lagt fram mikilvæg- an skerf til safnkennslu. Hér er ætlunin að greina frá kenningum þeirra um skapandi safnkennslu og tengja þær enn frek- ar póstmódernískum viðhorfum. Að auki verða nefnd fleiri dæmi um nútímalegt safnastarf og SÖFN OG SAFNKENNSLA Hugmyndir um hlutverk safna hafa breyst mjög undanfarna áratugi og mörg söfn hafa lagt sig fram um að auðvelda gestum að skoða og skilja það sem þau hafa upp á að bjóða. Í þessari grein er fjallað um nýja strauma í safnastjórnun, einkum hvað varðar aðgengi barna. E F T I R M A G N Ú S G E S T S S O N BÖRN OG NÝJAR RADDIR Ljósmynd/Magnús Gestsson Aðalinngangur Birmingham Museum & Art Gallery.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.